Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.09.2012, Qupperneq 53

Fréttablaðið - 20.09.2012, Qupperneq 53
FIMMTUDAGUR 20. september 2012 41 Eitt er ljóst. Will Ferrell er ekki allra. Þeir eru meira að segja til sem hefur aldrei þótt hann fynd- inn. Aðrir höfðu gaman að honum framan af en fannst hann svo allt- af eins, alltaf að leika saman fífl- ið. En svo eru það hinir sem halda því fram fullum fetum að Will Fer- rell sé einhver fyndnasti maður í heimi, tryllingslega fyndinn snill- ingur í allri sinni glúrnu geggjun og víðáttuvitleysu. Þessi mynd er fyrir þá. Og aðeins þá. Hér nýtur Ferrell sín í ræmur enda fær hann loksins tækifærið til að þróa áfram einn sinn allra fyndnasta karakter, forheimska pólitíkusinn, sem hann gerði fyrst í óborganlegu gervi Bush yngri forseta í Saturday Night Live. Hér gengur hann skrefi lengra og kynn- ir til sögunnar algjöran erkipólitík- us, eins vafasaman og bandarískir pólitíkusar geta orðið (vonandi) og tekst um leið að kokka upp hreint geggjaða blöndu af Bush og Clinton. Cam Brady er ósnertanlegur öldungadeildarþingmaður þótt gerspilltur sé, forheimskur og kvensamari en Jagger. Öllum að óvörum fær hann mótframbjóð- anda, hinn hjartahreina og ein- falda Marty Haggins (Galifianak- is), sem kostaður er af vondum auðmönnum sem hafa í hyggju að opna kínverska þrælaverksmiðju mitt í Miðríkjunum. Upphefst þá hatrömm og kostuleg kosningabar- átta þar sem öllum bellibrögðum í bókinni er beitt. Svekkelsið við annars fyrir- taks upplegg að góðri grínmynd er að í stað þess að reyna að búa til snjalla pólitíska satíru í anda The Daily Show og bresku þáttanna Já ráðherra! og Thick of it er gripið til klisjunnar og reynt að klæða geggjunina í hefðbundinn sögu- þráð með veikburða boðskap um að til þess að bjarga heiminum verði pólitíkusar að gerast heiðarlegir og ganga sannleikanum á hönd. Ein- mitt. En Ferrell er í essinu sínu og Galifianakis líka og saman eiga þeir allan heiðurinn að fínni grínmynd í allri hennar geggjun og grófleika. Og inn á milli slæð- ast/slysast svo með glettilega beitt skot á meint grafalvarlegt og rotið ástand bandarískra stjórnmála í aðdraganda forsetakosninga. Sem er viðeigandi. Skarphéðinn Guðmundsson Fyndni forsetinn Ferrell í essinu sínu Bíó ★★★ ★★ The Campaign Niðurstaða: Ekki hárbeitta pólitíska satíran sem einhverjir vonuðust eftir en himnasending fyrir aðdáendur Wills Ferrell. Leikstjóri: Jay Roach Leikarar: Will Ferrell, Zack Galifianakis, Dylan McDermott, Dan Aykroyd, John Lithgow Tónlistarmaðurinn og fyrrum glaumgosinn Robbie Williams varð faðir í vikunni. Williams deildi gleðifregnunum á bloggi sínu en hann og eiginkona hans, Ayda Fields, urðu stoltir foreldr- ar lítillar stúlku á þriðjudaginn. „Gjöriði svo vel, þetta er Theo- dora Rose Williams, betur þekkt sem Teddy. Fæddist 15.33 þann 18.9.12. Barni, móður og föður heilsast vel. Takk fyrir ham- ingjuóskirnar.“ Williams bað Fields í beinni útsendingu í útvarpsþætti í Ástr- alíu árið 2010 og þrátt fyrir að talsmaður tónlistarmannsins héldi því fram að bónorðið hefði verið grín giftust þau nokkrum mánuðum síðar í Los Angeles. Eignaðist litla stúlku HAMINGJUSAMUR Tónlistarmaðurinn Robbie Williams eignaðist litla stúlku á þriðjudaginn með eiginkonu sinni Aydu Fields. NORDICPHOTOS/GETTY Plan B og Richard Hawley eru líklegastir hjá breskum veð- möngurum til að hreppa Merc- ury-verðlaunin í ár. Líkurnar hjá báðum flytjendum eru fjórir á móti einum að þeir hljóti þessi virtu tónlistarverðlaun þar sem plata ársins er verðlaunuð. Meðal annarra sem hlutu til- nefningu eru Django Django, sem spilar á Iceland Airwaves í haust, The Maccabees, Micha- el Kiwanuka og Alt-J. Tilkynnt verður um sigurvegarann 1. nóvember. Sá fær tæpar fjórar milljónir króna í verðlaunafé. Plan B fékk tilnefningu Opið laugard. kl. 10-14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.