Fréttablaðið - 20.09.2012, Side 56

Fréttablaðið - 20.09.2012, Side 56
20. september 2012 FIMMTUDAGUR44 sport@frettabladid.is ÍSLAND verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspil fyrir EM 2013 á morgun ásamt liðum Rússlands og Spánar. Stelpurnar mæta því liði úr neðri styrkleikaflokknum en hann skipa Úkraína, Skotland og Austurríki. Leikið verður heima og að heiman og fara leikirnir fram eftir rúman mánuð. AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU OG FLÓAHREPPI Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi Þegar vinna hefst við gerð aðalskipulagsbreytingar skal taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að lýsingu skipulags fyrir eftirfarandi aðalskipulags- breytingu: 1. Breyting á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 á spildu úr landi Vorsabæjar 1. Landbúnaðarsvæði breytist í Iðnaðarsvæði til orkuvinnslu og íbúðarsvæði. Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar eftirfarandi tillögur að breytingu á aðalskipulagi: 2. Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á svæði úr landi Stóru-Borgar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Smábýli í stað frístundabyggðar við Höskuldslæk. 3. Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á spildu úr landi Ásgarðs við Skógarholt. Svæði fyrir frístundabyggð í stað opins svæðis til sérstakra nota. Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum: 4. Deiliskipulag smábýlasvæðis við Höskuldslæk í landi Stóru-Borgar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Skagamýri, smábýlasvæði. 5. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Ásgarðs í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fjölgun lóða við Skógarholt og Vesturbrún. 6. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Öndverðarness í Grímsnes- og Grafningshreppi. 7 lóðir við Ferjubraut í framhaldi af Kambsbraut. 7. Deiliskipulag tveggja frístundahúsalóða úr landi Iðu í Bláskógabyggð. Hamarsvegur 1 og 3. 8. Deiliskipulag fyrir nýtt lögbýli (lnr. 212210) úr landi Kjóastaða í Bláskógabyggð. 9. Breyting á deiliskipulagi þéttbýlisins Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Færsla á endurvarpsstöð. Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags og skrifstofu skipu- lagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á http://www.granni.is/uppsveitirogfloahr/auglysingar.htm. Skipulagstillaga nr. 1 er í kynningu frá 20. til 28. september 2012 en skipulagstillögur nr. 2 til 9 eru í kynningu frá 20. september til 2. nóvember 2012. Athugasemdir og ábendingar við tillögu nr. 1 þurfa að berast skipulagsfull- trúa í síðasta lagi 28. september en athugasemdir við tillögur nr. 2 til 9 þurfa að berast í síðasta lagi 2. nóvember 2012. Athugasemdir skulu vera skriflegar. Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps Meistarakeppni HSÍ Karlar: Haukar - HK 29-23 (12-12) Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 9 (13/1), Leó Snær Pétursson 7 (11), Garðar Svansson 4 (5), Bjarki Már Gunnarsson 3 (5), Atli Karl Bachmann 3 (8), Eyþór Magnússon 2 (7), Daníel Berg Grétarsson 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson (1), Varin skot: Arnór Fr. Stefánsson 14 (37/2, 38%), Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki Már 3, Leó Snær 3) Fiskuð víti: 1 (Garðar 1) Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Hauka (skot): Stefán Rafn Sigurmannsson 9/2 (15/3), Freyr Brynjarsson 5 (5), Elías Már Halldórsson 4 (8), Gísli Kristjánsson 3 (3), Gylfi Gylfason 2 (2), Adam Haukur Baumruk (1), Árni Steinn Steinþórsson (2), Tjörvi Þorgeirsson (2), Gísli Jón Þórisson (3), Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 12/1 (29/1, 41%), Giedrius Morkunas 9 (21, 43%). Hraðaupphlaup: 8 (Stefán Rafn 2, Freyr 2, Gísli 2, Gylfi 2) Fiskuð víti: 3 (Elías Már 1, Gylfi 1, Adam 1) Utan vallar: 4 mínútur. Konur: Valur - ÍBV 29-19 (14-15) Mörk Vals: Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 6, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 5, Karólína B. Lárudóttir 4, Dagný Skúladóttir 4, Rebekka Rut Skúladóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 1, Hildur Marín Andrésdóttir 1. Mörk ÍBV: Grigore Gorgata 9, Drífa Þorvalsdóttir 4, Simona Vintale 3, Sóley Haraldsdóttir 2, Ivana Mlenovic 1. Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL Chelsea-Juventus 2-2 1-0 Oscar (31.), 2-0 Oscar (33.), 2-1 Arturo Vidal (38.), 2-2 Fabio Quagliarella (80.). Shaktar Donetsk-Nordsjælland 2-0 F-RIÐILL Bayern Munchen-Valencia 2-1 1-0 Bastian Schweinsteiger (38.), 2-0 Toni Kroos (76.), 2-1 Nelson Valdez (90.). Lille-BATE Borisvo 1-3 0-1 Aliaksandr Volodko (6.), 0-2 Vitali Rodionov (20.), 0-3 Edgar Olekhnovich (43.), 1-3 Aurelien Chedjou (60.) G-RIÐILL Barcelona-Spartak Moskva 3-2 1-0 Cristian Tello (14.), 1-1 Dani Alves, sjm (29.), 1-2 Romulo (58.), 2-2 Lionel Messi (71.), 3-2 Lionel Messi (80.). Celtic-Benfica 0-0 H-RIÐILL Braga-CFR Cluj 0-2 0-1 Rafael Bastos (19.), 0-2 Rafael Bastos (34.) Man. Utd-Galatasaray 1-0 1-0 Michael Carrick (7.). ÚRSLIT FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið þarf að fara sömu leið inn á Evrópumótið og fyrir fjórum árum eftir 1-2 tap á móti Noregi í Ósló í gærkvöldi. Fótboltinn getur oft verið ósanngjarn og það fengu íslensku stelpurnar að kynnast á Ullevaal leikvanginum. Íslenska liðið var lengstum með öll völd á vellinum á meðan heimastúlkur lögðust í skotgrafirnar og treystu á föst leikatriði. Jöfnunarmarkið lét ekki sjá sig en þrátt fyrir allt svekkelsið í leikslok geta stelpurn- ar okkar verið stoltar af leik sínum í gær. Allt breyttist á 39. mínútu leiks- ins þegar Maren Mjelde, fyrir- liði norska liðsins, fiskaði ódýra aukaspyrnu og norska liðið fékk stórhættulegt færi á silfurfati hjá þýska dómaranum. Mjelde skoraði í framhaldinu af stuttu færi eftir flotta sendingu fyrir markið frá Solveig Gulbrandsen. Markið stuð- aði greinilega íslensku stelpurnar mikið og það tók norska liðið aðeins tæpar þrjár mínútur að bæta við öðru marki. Elise Thorsnes skor- aði þá með frábæru skoti. „Síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik voru ekki góðar og við missum einbeitinguna tvisvar sinnum og er refsað í bæði skiptin. Góð lið gera það,“ sagði Sigurður Ragnar Eyj- ólfsson landsliðsþjálfari. Honum tókst þó að rífa íslensku stelpurnar upp eftir þetta áfall. „Við ræddum um að við þyrftum að spýta í lófana og spila boltanum meira. Það var of mikið af löngum sendingum fram völlinn í fyrri hálfleik. Við ætluðum að sýna kar- akter í seinni hálfleik og sýna hvað við gætum. Mér fannst liðið bregð- ast ótrúlega vel við því. Við upp- skárum fallegt mark og við hefðum getað skorað fleiri. Ég var alltaf að bíða eftir því að við myndum jafna leikinn,“ sagði Sigurður Ragnar. Íslenska liðið tók öll völd á vell- inum í seinni hálfleiknum og Mar- grét Lára Viðarsdóttir skoraði frábært mark á 65. mínútu eftir stórkostlega sókn. Katrín Ómars- dóttir, besti leikmaður íslenska liðsins, bjó á endanum til skotfærið með sniðugri snertingu og Margrét Lára afgreiddi boltann í bláhornið frá vítateigslínunni. Íslenska liðið var þar með komið aftur inn í leikinn en gekk áfram illa að finna leiðir í gegnum þétt- an varnarleik norska liðsins þrátt fyrir að vera áfram miklu meira með boltann. Íslenska liðið fékk nokkur ágæt skotfæri fyrir utan teig á lokamínútunum en þetta eina gullna tækifæri kom aldrei og því urðu stelpurnar að sætta sig við sárgrætilegt tap. Eli Landsem, þjálfari norska landsliðsins, hrósaði líka íslenska liðinu í leikslok og viðurkenndi að sínar stelpur hafi verið heppnar í leiknum. „Þetta var mjög erfiður leikur því Ísland er með gott lið. Við erum mjög ánægðar og um leið heppnar að hafa unnið þennan leik. Leik- skipulagið okkar gekk fullkom- lega upp,“ sagði Landsem en hún var farin að huga að breytingum í lok fyrri hálfleiks þegar allt stefndi í 0-0 stöðu í hálfleik. „Það var mik- ilvægt að fá þessi mörk undir lok fyrri hálfleiksins. Við vorum mjög heppnar því ég var þegar farin að hugsa um hvernig ég þyrfti að breyta liðinu mínu til að fá mörk því við urðum að vinna leikinn. Eftir að við fengum þessi mörk þá gátum við haldið áfram með okkar skipulag,“ sagði Landsem en hvernig heldur hún að íslenska lið- inu gangi í umspilinu. „Ég er viss um að ég sé íslenska liðið á EM í Svíþjóð næsta sumar,“ sagði norski þjálfarinn og það er vonandi að hún hafi rétt fyrir sér. Ég sé þær örugglega aftur í Svíþjóð Þrjár skelfilegar mínútur í lok fyrri hálfleiks réðu úrslitum í úrslitaleik Noregs og Íslands um sigur í sínum riðli og sæti á EM. Stelpurnar okkar þurfa því að fara í umspilið alveg eins og fyrir fjórum árum síðan. BARÁTTA Katrín Ómarsdóttir er hér í baráttu við hina öflugu Sólveigu Gulbrandsen sem var í lykilhlutverki með norska liðinu í gær. NORDIC PHOTOS/AFP Óskar Ófeigur Jónsson ooj@frettabladid.is NOREGUR – ÍSLAND FÓTBOLTI Íslensku landsliðskonurn- ar gátu ekki leynt svekkelsi sínu eftir leik en það var ljóst á þeim öllum að íslenska liðið er að fara á EM í Svíþjóð þrátt fyrir tapið í gær. „Þetta var ótrúlega svekkjandi. Þær nýta sér einbeitingarleysi hjá okkur í lok fyrri hálfleiks og ná að skora tvö mörk,“ sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðs- ins. „Við vorum mikið betri en þær í seinni hálfleiknum og við áttum virkilega skilið að setja eitt mark í viðbót. Maður verður svekkt- ur í dag og kannski á morgun en við jöfnum okkur á þessu,“ sagði Katrín. „Við ætlum okkur bara áfram. Það er það sem þessi hópur vill og það var markmiðið. Þetta verður aðeins erfiðari leið en við höfum farið hana áður og getum gert það aftur,“ sagði Katrín að lokum. Margrét Lára Viðarsdóttir skor- aði frábært mark í leiknum en það dugði því miður ekki til að tryggja liðinu farseðilinn á EM. „Við missum einbeitinguna tvisvar sinnum í fyrri hálfleik og þær refsa okkur. Þetta er svekkj- andi og ristir djúpt. Við höfum tíma til að stappa í okkur stálinu og við ætlum á EM. Markmiðin okkar haldast og við þurfum bara að fara þessa frægu Krýsuvíkur- leið,“ sagði Margrét Lára. „Mér fannst við sýna gríðarleg- an karakter í seinni hálfleik. Við komum til baka og vorum í raun hársbreidd frá því að ná þessu. Ég held samt að það hafi verið gaman að horfa á okkur í dag,“ sagði Mar- grét Lára. - óój Katrín Jónsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir: Þekkjum þessa leið og förum hana aftur SKORAÐI GLÆSILEGT MARK Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands í gær og var sérstaklega vel að því staðið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.