Fréttablaðið - 22.09.2012, Side 2
22. september 2012 LAUGARDAGUR2
SPURNING DAGSINS
AÐEINS Í DAG!
ÖFLUGT NUDDTÆKI
VERÐ ÁÐUR 9.995,- NÚ 5.995,-
kíktu inn á www.pfaff.is
Pfaff // Grensásvegi 13 // Sími 414 0400
Opið í dag, laugardag kl. 11-16.
40%
UMHVERFISMÁL Stjórn Viðeyinga-
félagsins hefur biðlað til Faxa-
flóahafna að fyrirbyggja land-
brot við suður- og austurströnd
Viðeyjar.
Í bréfi Viðeyingafélagsins
eru leiddar líkur að því að tíðar
komur stórra skemmtiferðaskipa
eigi þátt í landbrotinu á Viðey.
Íslensku kaupskipin séu smáfleyt-
ur í samanburði við hin erlendu
risaskip.
„Vélstjórar á kaupskipunum
taka undir það álit okkar að vél-
arkraftur skemmtiferðaskipanna
hafi niðurbrotsáhrif á strönd eyj-
arinnar,“ segir í bréfi stjórnarinn-
ar sem vísar til þess að á kynning-
arfundi fyrir nokkrum mánuðum
hafi Gísli Gíslason hafnarstjóri
skýrt frá því að komum skemmti-
ferðaskipa myndi fjölga verulega
á næstu árum. Skipin myndu þar
að auki stækka; fara úr því að
vera tvö hundruð metrar á lengd
í það að vera þrjú hundruð metrar.
„Að gefnu tilefni vakti Örlygur
Hálfdanarson máls á landbroti
á suður- og austurströnd Við-
eyjar sem hefði haldist í hendur
við dýpkun Viðeyjarsunds, upp-
byggingu Sundahafnar og aukna
skipaumferð,“ segir Viðeyinga-
félagið. Auk landbrotsins er vakin
athygli á ástandi gamla hafnar-
bakkans í Viðey sem sé fyrsta
hafskipahöfnin við Faxaflóa.
„Í sjálfu sér verður ekkert full-
yrt um ástæður landbrots við
Viðey, sem hefur staðið lengi,
enda kemur það sjónarmið fram
í erindi Viðeyingafélagsins að
orsakir landbrots eru fleiri en
ein,“ segir Gísli hafnarstjóri.
Aðalatriðið sé hins vegar að það
sé rétt hjá félaginu að landbrot
eigi sér stað á eynni austanverðri
auk þess sem minjar sæta ágangi
sjávar.
„Verkefnið er því að hefta land-
brotið,“ segir Gísli. „Reykjavík-
urborg er eigandi eyjunnar, en
það er sjálfsagt mál að Faxaflóa-
hafnir í samvinnu við Reykjavík-
urborg láti skoða hvernig vinna
skuli gegn landbrotinu. Það er
fyrsta skrefið í því að koma til
móts við ábendingar Viðeyinga-
félagsins og Örlygs Hálfdánar-
sonar, sem bent hefur á vandann
um langa hríð.“
Viðeyingafélagið kveðst ekki
gera lítið úr því að auk vélarafls
skipanna þá valdi margir sam-
verkandi þættir álagi á bakka
Viðeyjar. „En þar sem ekki virð-
ast vera neinar áætlanir uppi um
heildarstrandvörn í Sundunum og
þróun landbrotsins talar stöðugt
sínu máli finnst okkur að hafnar-
stjórn ætti að láta náttúruna njóta
vafans,“ segir stjórn Viðeyinga-
félagsins sem er félag brottfluttra
Viðeyinga og afkomenda þeirra.
„Brottfluttir Viðeyingar hafa
um árabil bent á afleiðingar sem
þeir telja að hægt sé að rekja til
dýpkunar Viðeyjarsunds og hafn-
argerðar Reykjavíkurmegin en
enga áheyrn hlotið.“
gar@frettabladid.is
Skemmtiferðaskipin
brjóta land Viðeyjar
Viðeyingafélagið segir vélarafl sífellt fleiri og stærri skemmtiferðaskipa auk
hafnarframkvæmda og dýpkunar Viðeyjarsunds stuðla að niðurbroti eyjunnar.
Hafnarstjóri segir bæði land og minjar í hættu. Verkefnið sé að hefta landbrot.
LANDBROT Í VIÐEY Viðeyingafélagið sendi margar myndir til stjórnar Faxaflóahafna til
að sýna fram á landeyðinguna í Viðey. MYND/VIÐEYINGAFÉLAGIÐ
NEYTENDUR Bandaríkjamaðurinn
Wayne Watson, sem um árabil
naut þess að gæða sér reglu-
lega á örbylgjupoppi, hefur
fengið 7,6 milljónir dollara í
bætur eða sem nemur nálægt
milljarði íslenskra króna. Dóm-
stóll staðfesti að
efnið diacetyl,
sem notað er
til að gefa
örbylgju-
poppi
smjör-
bragð,
hefði eyði-
lagt lungu Wat-
sons.
Skaðleg áhrif efn-
isins hafa verið þekkt
lengi en þetta er í fyrsta sinn
sem neytandi fær bætur, að því
er segir á vefnum Business.dk.
Poppkornsframleiðandinn
Gilster-Mary Lee Corp á að
greiða 80 prósent bótanna en
verslanakeðjan King Soopers
20 prósent. Engin viðvörun
um skaðsemi efnisins voru á
umbúðum. - ibs
Með skemmd lungu:
Milljarður í
bætur vegna
poppkornsáts
PAKISTAN Að minnsta kosti sautján létu lífið og tugir
særðust þegar til átaka kom í Pakistan milli mótmæl-
enda og lögreglu.
Mótmælendurnir mættu þúsundum saman út á
götur margra helstu borga landsins til að lýsa andúð
sinni á bandarísku myndbandi um Múhameð spá-
mann. Margir þeirra köstuðu grjóti og kveiktu í
húsum, en lögreglan brást sums staðar við með því að
skjóta á fólkið og nota táragas.
Mest varð mannfallið í borginni Karachi, þar sem
að minnsta kosti tólf manns létu lífið.
Efnt var til sams konar mótmæla í nokkrum öðrum
löndum, þar á meðal Afganistan, Indónesíu, Írak og í
Þýskalandi, þar sem nokkur hundruð manns söfnuð-
ust saman í Freiburg til að mótmæla myndbandinu.
Mótmælin gegn þessu myndbandi og ofbeldi í
tengslum við þau hafa alls kostað nærri fimmtíu
manns lífið þessa ellefu daga, sem liðnir eru frá því
að hlutar úr því voru settir inn á Youtube í arabískri
þýðingu. Bandaríkin hafa varið sjötíu þúsund dölum
í sjónvarpsauglýsingar, sem sýndar hafa verið í Pak-
istan, þar sem bandarískir ráðamenn sjást fordæma
myndbandið. - gb
Mótmæli gegn bandarísku Múhameðsmyndinni snerust upp í mannskæð átök:
Kostuðu nærri tuttugu lífið
MÓTMÆLI Í PAKISTAN Mótmælandi í Rawalpindi dregur
logandi hjólbarða úti á götu. NORDICPHOTOS/AFP
VEIÐI Svandís Svavarsdóttir,
umhverfis- og auðlindaráðherra,
hefur ákveðið að rjúpnaveiðar verði
heimilar í níu daga líkt og haustið
2011 og dreifist veiðitímabilið á fjór-
ar helgar líkt og þá.
Í mati Náttúrufræðistofnunar
kemur fram að rjúpnastofninn sé nú
á niðurleið um allt land. Viðkoman
2012 var góð, sem bætir bága stöðu
stofnsins, og hann mælist því stærri
en haustið 2011 þrátt fyrir minni
varpstofn. Stærð rjúpnastofnsins
sveiflast reglubundið og hafa 10
til 12 ár verið á milli hámarksára.
Miðað við fyrri sveiflur má búast
við rjúpnaþurrð næstu ár; stofninn
nær væntanlega lágmarki á árun-
um 2015-2018 og næsta hámark
verður 2020-2022. Verði mikil
afföll í rjúpna stofninum viðvarandi
á næstu árum er hins vegar ekki
búist við að hin náttúrulega upp-
sveifla í lok þessa áratugar verði
veruleg. Áætlaður veiðistofn nú er
um 390.000 fuglar, en talið að veiði-
þol sé 34.000 fuglar.
Umhverfisstofnun leggur áherslu
á að farið verði að ráðgjöf Náttúru-
fræðistofnunar um ráðlagða veiði
upp á 34.000 fugla, sem geri um sex
rjúpur á veiðimann, miðað við þann
fjölda veiðimanna sem að jafnaði
fer til rjúpnaveiða. Telur Umhverf-
isstofnun einnig rétt að viðhalda
sölubanni á rjúpu. - shá
Veiðiþol rjúpnastofnsins er metið vera 34 þúsund fuglar þennan veturinn:
Rjúpnaveiðar með sama sniði
RJÚPUR Stofninn er talinn þola 34
þúsunda fugla veiði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SAMGÖNGUR Bíllausi dagurinn í
Reykjavík er í dag. Í tilefni dags-
ins verða sumargötur endurvakt-
ar og gestir og gangandi hvattir
til að heimsækja miðborgina og
kynna sér stæðaæði, menningu
og iðandi líf miðborgarinnar.
Lækjargata verður lokuð fyrir
bílaumferð á milli Vonarstrætis
og Hverfisgötu en þó aksturs-
fær fyrir strætó um strætórein-
ar. Laugavegi og Skólavörðustíg
verður lokað fyrir bílaumferð við
Bergstaðastræti, Bankastræti
verður göngugata og Pósthús-
stræti sömuleiðis frá Kirkju-
stræti til Hafnarstrætis. - shá
Sumargötur endurvaktar:
Fólk hvatt til að
skilja við bílinn
UMHVERFISMÁL Svandís Svavars-
dóttir umhverfisráðherra hefur
staðfest samning milli Umhverf-
isstofnunar og Mosfellsbæjar um
rekstur og umsjón sveitarfélagsins
með friðlandinu við Varmárósa.
Varmárósar voru fyrst friðlýst-
ir árið 1980 í kjölfar þess að þar
fannst plöntutegundin fitjasef en
plantan er á válista og er einnig
friðlýst sem tegund.
Við Varmárósa er einnig að finna
mýrar og flóa sem njóta sérstakrar
verndar sem og sjávarfitjar og leir-
ur. Þá er í friðlandinu að finna far-
fugla eins og margæsir, rauðbryst-
inga og lóuþræla auk sjaldgæfra
tegunda svo sem gargönd, grafönd
og jafnvel haferni. - shá
Samningur um friðland:
Sami háttur á
við Varmárósa
HAFÖRN Sjaldgæfir fuglar gera sig
heimakomna við Varmárósa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
NOREGUR Fulltrúar sjávarútvegs-
fyrirtækja í Noregi hafa áhyggjur
af ákvörðun norskra yfirvalda um
að setja á prósentutoll í stað krónu-
tolls til þess að vernda ýmsar land-
búnaðarvörur.
Samningaviðræður Noregs og
ESB um tollfrjálsa kvóta hefjast
innan skamms og óttast talsmenn
sjávarútvegsins viðbrögð ESB
við breyttum landbúnaðartollum.
János Herman, sendiherra ESB í
Noregi, segir tollabreytingarnar
brjóta í bága við anda 19. gr. EES-
samningsins. - ibs
Norðmenn breyta tollum:
Áhyggjur innan
sjávarútvegsins
Kamilla, verður þetta ekki
bara leyst með svefnpokaplássi
í Hörpu?
„Ég er að bíða eftir svari frá Marriot.
Þeir ætla að sofa á þessu.“
Kamilla Ingibergsdóttir, kynningarstjóri
Iceland Airwaves, er að reyna að ráða úr
skorti á gistirúmum fyrir hina fjölmörgu
listamenn sem sækja landið heim til að
spila á tónlistarhátíðinni.
LÖGREGLUMÁL Hópur Íslendinga
var handtekinn í Kaupmanna-
höfn í gær í tengslum við fíkni-
efnamál sem sagt er teygja anga
sína víða um Evrópu. Þetta kom
fram á vef DV í gær.
Í frétt DV sagði að í hópnum
væru sjö til átta manns, sem
sumir hverjir hefðu áður komið
við sögu lögreglu vegna fíkni-
efnamisferlis.
Engar upplýsingar var að fá
um málið hjá íslensku lögregl-
unni í gær þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir. - sh
Fregnir frá Danmörku:
Íslenskur hópur
handtekinn
Vélstjórar á kaup-
skipunum taka undir
það álit okkar að vélarkraftur
skemmtiferðaskipanna hafi
niðurbrotsáhrif á strönd
eyjarinnar.
STJÓRN VIÐEYINGAFÉLAGSINS