Fréttablaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 22. september 2012 27 ALGENGUSTU NÖFN KVENNA 1. JANÚAR 2012 Guðrún er algengasta nafn kvenna sem fyrr. Staða fyrri árs er innan sviga. 1. Guðrún (1) 2. Anna (2) 3. Sigríður (3) 4. Kristín (4) 5. Margrét (5) 6. Helga (6) 7. Sigrún (7) 8. Ingibjörg (8) 9. Jóhanna (9) 10. María (10) ALGENGUSTU NÖFN KARLA 1. JANÚAR 2012 Jón er algengasta nafn karla sem fyrr. Staða fyrri árs er innan sviga. 1. Jón (1) 2. Sigurður (2) 3. Guðmundur (3) 4. Gunnar (4) 5. Ólafur (5) 6. Einar (6) 7. Kristján (8) 8. Magnús (7) 9. Stefán (9) 10. Jóhann (10) VINSÆLUSTU NÖFN STÚLKNA FÆDDRA 2011 Emilía er vinsælasta nafn stúlkna annað árið í röð. Staða fyrri árs er innan sviga. 1 Emilía/Emelía (1) 2 Lilja (14-18) 3 Sara (2) 4-5 Elísabet (21) 4-5 Emma (12-13) 6-7 Katrín (4-6) 6-7 Kristín (7-8) 8-9 Anna (4-6) 8-9 Eva (3) 10 María (7-8) VINSÆLUSTU NÖFN DRENGJA FÆDDRA 2011 Aron er vinsælasta nafn drengja annað árið í röð. Staða fyrri árs er innan sviga. 1 Aron (1) 2-3 Alexander (6-9) 2-3 Guðmundur (20-23) 4-5 Sigurður (6-9) 4-5 Viktor (2) 6 Daníel (24-30) 7 Jón (3) 8 Stefán (17-18) 9 Róbert (36-41) 10 Kristófer (4-5) TOPPLISTAR 2012 Guðrún Kvaran, pró-fessor við Stofnun Árna Magnússonar, hefur rannsakað siði og venj- ur í íslenskum nöfnum og segir ekkert einkennilegt þó Jón og Guðrún séu enn þá algengustu nöfnin hér á landi. „Það er skiljanlegt þegar haft er í huga að á 19. öld hét kannski fimmti hver karl Jón og fjórða hver kona hét Guð- rún. Það er enn í dag svo mikið af fólki sem ber þessi nöfn og er enn á lífi, þann- ig að það mun taka nokkurn tíma fyrir þessi nöfn að fara úr efstu sætunum.“ Aðspurð um fjölbreyttari flóru íslenskra mannanafna segir Guðrún það tengjast samfélagslegum þáttum. „Sá siður sem hér tíðkað- ist lengi, að nefna eftir afa og ömmu, byrjaði að riðlast að einhverju marki undir lok sjöunda áratugarins, með hippatímanum og stúdenta- uppreisnunum. Þá fór fólk að vilja hafa hlutina öðruvísi og hefðirnar hafa síðan verið á undanhaldi.“ Guðrún segir að á síðustu árum hafi fólk sótt innblást- ur í nafngiftir víða að, bæði innanlands og erlendis. „Það er til dæmis næstum búið að hreinsa upp öll nöfn úr Snorra-Eddu og Eddukvæðum og þess háttar ritum. Svo er líka verið að leita í erlend nöfn í auknum mæli og mér sýnist vera meira af stúlkunöfnum sem hafa erlendan blæ en strákanöfnum.“ Er ekki spennandi að stunda rannsóknir í nafna- fræðum á tímum sem þess- um? „Jú, en líka nokkuð erfið- ara. Bæði er fólk af íslensk- um uppruna að velja börn- um sínum erlend nöfn og svo erum við líka með fólk af erlendum uppruna sem ger- ist íslenskir ríkisborgarar og gefur börnum sínum oft nöfn úr heimalandi sínu. Ef þau falla að íslenskum lögum koma þau sjálfkrafa inn á mannanafnaskrá og þau verð- ur að rekja og fjalla um eins og hvert annað íslenskt nafn.“ Guðrún segir þróun síð- ustu tuttugu ára hafa verið einstaka. „Við Sigurður Jónsson gáfum út Nöfn Íslendinga 1991 og ég gaf hana út aftur árið 2011, og á þessum tutt- ugu árum höfðu bæst við tvö þúsund nöfn.“ En eru Jón og Gunna þá á undanhaldi? „Ef maður horfir á listann yfir nýgefin nöfn sér maður að hefðbundnu nöfnin færast sífellt neðar. Svo fellur sífellt meira frá af eldra fólki með sömu afleiðingum. Þau munu hins vegar eflaust verða ofar- lega á listum næstu áratug- ina hið minnsta að mínu mati.“ ■ TVÖ ÞÚSUND NÝ NÖFN Á TUTTUGU ÁRUM Guðrún Kvaran prófessor segir hefðirnar í mannanöfnum á undanhaldi Hlutverk mannanafnanefndar er, þvert á það sem margir halda, ekki að leggja mat á hvort nöfnin séu smekkleg eða ekki. Ákvarðanir nefndarinnar fara einfaldlega eftir því hvort nöfnin séu í samræmi við hefð eða íslenskan rithátt. Eftirfar- andi nöfn hafa komið til kasta mannanafnanefndar í ár: Hafnað: Ektavon (samþykkt sem millinafn), Nicoletta, Morgan, Xenía, Alpine, Borghild, Julia, Ekene, Damien, Lís- beth, Aðalvíkingur, Tanija, Auðberg, Jean, Baltazar, Pedro og Jerry. Samþykkt: Úlftýr, Helgfell, Voney, Amír, Siv, Ermenga, Vili, Friedrich, Evan, Atlanta, Marella, Benidikta, Nátt- úlfur, Bestla, Maximus, Nikoletta, Þórsteinunn, Nóri, Matta, Dante, Rorí, Linddís, Eldmar, Ebonney, Ein- björg, Aría, Ramóna, Gísela, Gíta, Alína, Kæja, Pedró. ■ NEI EÐA JÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.