Fréttablaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 91
LAUGARDAGUR 22. september 2012 51
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 22. september
➜ Tónleikar
22.00 Jón Jónsson, Friðrik Dór, Magni
Ásgeirsson, Ragnheiður Gröndal, Védís
Hervör og Varsjárbandalagið koma fram
á tónleikum á Café Rosenberg. Tón-
leikarnir eru hluti af átaki frjálsra félaga-
samtaka í samstarfi við Þróunarsam-
vinnustofnun Íslands um gildi og mikil-
vægi þróunarsamvinnu. Aðgangseyrir er
kr. 1.000.
➜ Umræður
10.30 Vilhjálmur Birgisson verka-
lýðsleiðtogi á Akranesi verður gestur
í Laugardagsspjalli Framsóknarfélags
Reykjavíkur. Umræðuefnið er Hvað
vill Vilhjálmur Brigisson? og fundurinn
verður haldinn í Framsóknarhúsinu
Hverfisgötu 33.
16.00 Hafþór Yngvason, safn- og sýn-
ingarstjóri, og bandaríski heimspeking-
urinn Nickolas Pappas efna til opinna
umræðna í tengslum við sýninguna
Hreyfing augnabliksins í Hafnarhúsinu.
Viðburðurinn fer fram á ensku.
➜ Dansleikir
23.59 Hljómsveitin Gildran verður
með stórdansleik á skemmtistaðnum
SPOT, Kópavogi. Spiluð verða þeirra
eigin lög í bland við þekkta erlenda
rokkslagara. Ný lög verða prufukeyrð í
upphafi kvöldsins svo það borgar sig að
mæta snemma.
➜ Málþing
11.00 Málþing Reykjavíkur Akademí-
unnar um iðkun kyns og þjóðar verður
haldið í sal þeirra í JL-Húsinu að Hring-
braut 121. Almennt skráningargjald er
kr. 2.500 og innifalinn er léttur hádegis-
verður og kaffiveitingar.
➜ Tónlist
20.00 Kristján Jóhannsson óperu-
söngvari og nemendur hans í Söngskóla
Sigurðar Demetz koma fram á styrktar-
tónleikum fyrir Bergmál, líknar- og
vinafélag, í Háteigskirkju. Miðaverð er
kr. 3.000.
21.00 Berndsen & The Young Boys
verða á Ellefunni og senda áhorf-
endur aftur í 80‘s fílinginn. Aðgangur er
ókeypis.
21.00 Lame Dudes fagna haustinu
með léttri blússveiflu á Café Haiti.
Hljómsveitin sem er þekkt fyrir hlýjan
flutning laga með blús- og kántrýívafi
mun ylja hlustendum með eigin lögum
og „ábreiðum” þekktra laga frá síðustu
öld. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
22.00 Gunnar Þórðarson heldur
tónleika á Græna Hattinum, Akureyri.
Miðaverð er kr. 2.000.
23.00 Sváfnir Sigurðarson, Karl Pétur
Smith og Tómas Tómasson leika á Ob-
La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangs-
eyrir er kr. 1.000.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Sunnudagur 23. september
➜ Kvikmyndir
15.00 Sovéska kvikmyndin Gamalt
ævintýri (Staraja, staraja skazka)
frá 1968 verður sýnd í MÍR-salnum,
Hverfisgötu 105. Þetta er ævintýramynd
fyrir börn og fullorðna, byggð á gömlum
og alþekktum sögum, einkum eftir
H.C. Andersen. Myndin er á rússnesku
en með enskum texta og aðgangur er
ókeypis.
➜ Tónleikar
20.00 Söngkonur stríðsáranna,
tónleikar Kristjönu Skúladóttur, verða
haldnir í Iðnó. Á tónleikunum syngur
Kristjana dægurlög sem voru vinsæl
í síðari heimstyrjöldinni og segir frá
afrekum nokkurra helstu söngkvenna
þess tíma.
20.00 Kristín Jónína Taylor píanóleik-
ari flytur úrval prelúdía eftir Debussy,
Rachmaninoff, Franck, Gershwin og
Hjálmar H. Ragnarsson á síðustu
Síðsumartónleikunum í Þjóðmenn-
ingarhúsinu í ár. Aðgangseyrir er kr.
2.000 en kr. 1.000 fyrir eldri borgara
og nemendur.
➜ Uppákomur
14.00 Félagsvist verður spiluð í Breið-
firðingabúð, Faxafeni 14. Allir velkomnir.
19.00 Bridge tvímenningur verður
spilaður í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.
Allir velkomnir.
➜ Dansleikir
20.00 Danshljómsveitin Klassík leikur
létta danstónlist á dansleik Félags
eldri borgara í Reykjavík, Stangarhyl 4.
Aðgangseyrir er kr. 1.500 fyrir félaga í
FEB og 1.800 fyrir aðra gesti.
➜ Tónlist
15.15 Guido Bäumer saxófónleikari
og Aladár Rácz píanóleikari leika verk
eftir Debussy, Sancan, Caplet, Jolivet,
Schmitt og Desenclos á tónleikaröðinni
15:15 í Norræna húsinu. Miðaverð er
kr. 2.000 en kr. 1.000 fyrir eldri borgara,
öryrkja og námsmenn.
16.00 Andrea Jónsdóttir leikur lög af
hljómplötum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,
Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis.
➜ Leiðsögn
14.00 Þóra Sigurðardóttir sýningarhöf-
undur leiðir gesti um sýninguna Teikn-
ing – þvert á tíma og tækni í Bogasal
Þjóðminjasafns Íslands. Leiðsögnin er
ókeypis.
15.00 Helgi Gíslason verður með
leiðsögn um sýningu sína í húminu í
Listasafni Kópavogs – Gerðarsafni. Allir
velkomnir.
➜ Fyrirlestrar
15.00 Björn Þorsteinsson heimspek-
ingur ræðir um grundvallarstef tilvistar-
stefnunnar á Kjarvalsstöðum í tengslum
við sýninguna Ljóðheimar sem stendur
nú yfir. Frítt er fyrir handhafa Menn-
ingarkortsins.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is