Fréttablaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 92
22. september 2012 LAUGARDAGUR popp@frettabladid.is „Það þarf að lífga upp á þetta hverfi því þarna er lítið útsýni. Vonandi veitir þessi mynd fólki innblást- ur,“ segir listakonan Rafa- ella Brizuela Sigurðardóttir. Hún er önnum kafin þessa dagana við að mála risastórt málverk, sem kallast Draumur hafsins, á hundr- að fermetra húsgafl á Laugavegi 159. Verkefnið hófst fyrir þremur vikum og stefnt er á að það klárist eftir um tvær vikur. „Bróðir vinar míns á íbúð í þessu húsi. Hann vildi lífga upp á þennan stað og spurði hvort ég hefði áhuga á að hjálpa til. Ég játaði því en fór svo til Kína og það varð ekkert úr þessu fyrr en þremur árum seinna þegar ég kom til baka,“ segir Rafa- ella. Um eitt ár fór í að sækja um styrki fyrir verkefnið, auk þess sem Stoð útvegaði ókeypis stillansa og Málning útvegaði málninguna. Eldur og ís hefur styrkt verkefnið með léttum veitingum. Þetta er stærsta veggmynd Rafa- ellu til þessa. Hún öðlaðist reynslu af slíkum verkum þegar hún var í listnámi í Los Angeles og starfaði undir stjórn aðgerðasinna og lista- manns sem hefur gert stór slík verk þar í borg. Hún hefur fengið aðstoð frá ýmsum síðan verkið hófst, jafnt ungum sem öldnum. „Það eru allir rosalega spenntir og þetta veitir fólki innblástur. Sumir koma líka með mat, þannig að þetta hefur verið alveg yndislegt.“ Rafaella málar á hverjum degi þangað til sólin sest um hálfníu- leytið. „Þetta er dálítið erfitt. Ég fæddist í Mexíkó og er með svo- lítið suðrænt blóð og skinn, þannig að mér er rosalega kalt en þetta er líka mjög spennandi.“ Hugmyndin á bak við listaverk- ið kemur úr gamalli persneskri sögu úr bahái-trúnni og einnig úr íslenskri menningu. „Myndin er um fiska og haf. Ég hugsa mikið um sjómennina og það sem Íslendingar eru búnir að ganga í gegnum.“ Hægt er að fylgjast með fram- gangi málverksins á Facebook-síð- unni Draumur hafsins. freyr@frettabladid.is VEITIR FÓLKI INNBLÁSTUR MEÐ RISAVERKI DRAUMUR HAFSINS Rafaella Brizuela Sigurðardóttir málar risastórt málverk á vegg á Laugaveginum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Málverkið sýnir stúlku og mergð fiska sem reynir að sækja næringu í hrafn- svart hár sem liðast um sjóinn. Málverkið er draumkennt og þar mætast stef úr íslenskri menningu og þráin eftir hinu fagra og háleita sem býr í innsta eðli mannsins. Fyrir ofan sjávarborð sér í íslensk fjöll og dali. Markmiðið með málverkinu er að fegra og lífga upp á efra svæði Laugavegarins og stuðla að opnu og leitandi hugarfari á kreppu- og erfiðleikatímum. Hér gefst tækifæri fyrir íbúa samfélagsins og ferðamenn að sjá hvernig steinsteypa getur orðið að glugga inn í aðra veröld, sem gefur áhorfendum tækifæri til að staldra við og íhuga. MEIRA UM MÁLVERKIÐ DRAUMUR HAFSINS Leikarinn Jesse Tyler Ferguson úr gamanþáttunum Modern Family hefur trúlofast kærasta sínum, lögfræð- ingnum Justin Mikita. Parið sagði frá gleðifréttunum á vefsíðu samtakanna Tie the Knot. „Það er satt, ég bað hann um að gift- ast mér,“ sagði Ferguson í myndbandi sem birtist á vefsíðu samtakanna. „Ég sagði já!“ bætir Mikita við. Parið hefur verið saman í tvö ár og segist vona að hjónaband þeirra verði viður- kennt í öllum ríkjum Bandaríkjanna í nánustu framtíð. Trúlofaður TRÚLOFAÐIR Leikarinn Jesse Tyler Ferguson bað kærasta síns, lögfræðingsins Justin Mikita. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.