Fréttablaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 69
S ærsta ráðstefnuhótel landsins, Grand Hótel Reykjavík, hefur hlotið vottun Norræna umhverfismerkisins samkvæmt viðmiðunarreglum fyrir hótel. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og byggist á óháðri vottun og viðmiðum Viðburðadagatal 2012 Grand Hótel Reykjvík OKTÓBER 2012 Villibráðardagar 5.-6. október Úlfar Finnbjörnsson, villibráðarsérfræðingur matreiðir. Fashion with Flavor 12.-13. október Íslensk tíska, matargerð og tónlist. Grand rómantík Helgina 26. og 27. október. Brunch alla sunnudaga í október Frítt fyrir 12 ára og yngri. NÓVEMBER 2012 Grand rómantík Helgarnar 2.- 3. og 9. - 10. nóvember. Jólahlaðborð hefjast 16. nóvember. Jólahlaðborðin verða á fimmtudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Helgi Björnsson skemmtir föstudags- og laugardagskvöld. Brunch alla sunnudaga í nóvember Frítt fyrir 12 ára og yngri. DESEMBER 2012 Jólahlaðborð með Helga Björns Jólahlaðborðin verða á fimmtudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Helgi Björnsson skemmtir föstudags- og laugardagskvöld. Skötuveisla á Þorláksmessu, 23. desember Galadinner á gamlársdagskvöldi Brunch alla sunnudaga í desember Frítt fyrir 12 ára og yngri. Svansvottun og lífrænt vottuð veitingaþjónusta „Við viljum vera öðrum fyrirmynd í starfi okkar að umhverfismálum og munum vinna að því eins og kostur er í framtíðinni.“ sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. „Við erum stolt af því að bjóða upp á umhverfisvæna hótel- og ráðstefnuþjónustu,“ segir Ólafur Torfason, stjórnarformaður. „Við viljum vera öðrum fyrirmynd í starfi okkar að umhverfismálum og munum vinna að því eins og kostur er í framtíðinni.“ Í umhverfisstefnu hótelsins segir að unnið sé markvisst að því að draga úr orku- og vatnsnotkun. Allt sorp er flokkað og sent til endurvinnslu, ekki er boðið upp á einnota- eða sérpakkaðar vörur sé þess kostur og spar- lega er farið með efni. Flokkun á úrgangi er gerð að- gengileg fyrir gesti og starfsmenn. Ávallt er leitast við að kaupa umhverfisvottaðar vörur og þjónustu þegar það er mögulegt og bjóða upp á lífrænar vörur meðal annars lífrænt vottaðan morgunverð. Hótelið er fyrsta íslenska fyrirtækið til að hljóta vottun á lífrænni veitingaþjónustu. Vottunarstofan Tún hefur staðfest að Grand Hótel Reykjavík uppfylli reglur um meðferð slíkra matvæla við framreiðslu á lífrænum hluta morgunverðar. Með vottun Túns er staðfest, að sá hluti veitingaþjónustu hótelsins sem kynntur er sem lífrænn, byggi einvörðungu á vottuðum lífrænum hrá- efnum sem haldið er aðgreindum frá öðrum matvælum á öllum stigum, allt frá móttöku til framreiðslu; að aðferðir við meðhöndlun og geymslu lífrænna matvæla samræmist reglum um lífræna matreiðslu og að gæða- stjórnun, skráningar og merkingar uppfylli settar kröfur. Hluti morgunverðarborðs hótelsins er nú eingöngu með vottuðum lífrænum matvælum, svo sem korni, brauði, ávöxtum, mjólkurvörum og áleggi. Auk þess hefur Grand Hótel Reykjavík ráðist í um- fangsmiklar ráðstafanir til að lágmarka rafsegulmengun og er nú eina hótelið hérlendis sem er alveg laust við hana. Allt burðarvirki hótelsins var tengt við 200 bergfestur sem ná sex metra inn í bergið undir hótelinu. Með þessu móti fæst spennujöfnun auk þess sem dregur úr ójöfnu flæði rafmagns í byggingunni. Reykjavík Spa er glæsileg heilsulind sem opnaði í kjall- ara Grand Hótel Reykjavík í haust. Reykjavík Spa er m.a. með líkamsræktaraðstöðu sem er útbúin nokkrum æfingartækjum. Hótelgestir geta nýtt aðstöðuna sér að kostnaðarlausu og ráðstefnugestir gegn vægu gjaldi. Æfingaraðstaðan er opin frá kl. 6 – 22 alla daga vikunnar. Í Reykjavík Spa er einnig snyrti- og nuddstofa með sex fallegum herbergjum þar sem færustu snyrti- og förðunarfræðingar taka vel á móti öllum gestum. Snyrti- stofan er með mikið úrval af vörum í hæsta gæðaflokki, bæði fyrir dömur og herra. Má þar helst nefna: Académie húðvörurnar,íslensku og lífrænu andlitslínuna Vor, Alessandro og OPI naglalínuna. Reykjavík Spa er opið alla virka daga frá kl. 9:00 – 18:00, laugardaga frá kl. 10:00 – 16:00 en lokað er á sunnudögum, nema um annað sé sérstaklega samið. Frekari upplýsingar má nálgast í síma 514-8090 eða í reykjavikspa@reykja- vikspa.is. Reykjavík Spa á Grand Hótel Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.