Fréttablaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 102
22. september 2012 LAUGARDAGUR62 Hopsin er mikill hjólabrettakappi og í tónleikaferð- inni um Bandaríkin býður hann öllum aðdáendum sínum að skora á hann í hjólabrettabrellum. Allir geta sent tölvupóst á netfangið skatehopsin@ gmail.com þar sem taka þarf fram nafn, símanúmer og heimaborgina. Kjósi hann að taka áskoruninni hringir hann í viðkomandi til að ákveða stað og stund. Hingað til hefur hann tekið þátt í þrettán keppnum og tapað tveimur. „Ef þú vinnur þá skal ég gefa þér áritaðan dollara. Ef ég vinn verðurðu að kaupa handa mér Gatorade,“ segir Hopsin í myndbandi á Youtube þar sem hann auglýsir leikinn. Hann gefur hvergi upp hvort leikurinn verði í gangi í Evrópuferðinni líka, en fyrir áhugasama sakar ekki að reyna að senda kappanum skilaboð. PERSÓNAN Þormóður Dagsson og hljóm- sveit hans Tilbury hafa tekið upp ábreiðu af lagi Nýdanskrar, Á sama tíma að ári. Útgáfa Tilbury hljómar í samnefndri leiksýningu sem verður frumsýnd á næstunni í Borgarleikhúsinu. „Það er verið að setja þetta leik- rit upp í þriðja sinn. Við vorum fengnir til að endurútsetja og taka upp lagið aftur. Þetta var mjög gaman. Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum að gera eitthvað svona,“ segir Þormóður. „Ég var voða auðmjúkur gagnvart verk- inu. Maður vill ekki fara illa með það en vill samt leyfa sér að gera ýmsa hluti.“ Soffía Björg Óðinsdóttir úr hljómsveitinni Brother Grass syngur á móti Þormóði í laginu en í upphaflegu útgáfunni söng höf- undurinn Björn Jörundur Frið- björnsson á móti Margréti Vil- hjálmsdóttur. Vinsælasta lag Tilbury til þessa, Tenderloin, var fyrir skömmu valið lag dagsins á útvarpsstöðinni KEXP í Seattle, sem hefur verið í samstarfi við Airwaves-hátíðina undanfarin ár. „Þetta kemur laginu í fleiri eyru, sem við erum óskaplega ánægðir með. Þetta er voðalega flott stöð sem vill vera með puttann á púls- inum.“ - fb Auðmjúkur gagnvart verkinu ÞORMÓÐUR DAGSSON Tilbury hefur gert eigin útgáfu af laginu Á sama tíma að ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þessi strákur er á barmi þess að springa út og verða risastór. Hann á rosalega aðdáendahópa alls staðar, líka hér á Íslandi,“ segir umboðsmaðurinn Óli Geir hjá Agent.is um rapparann Hopsin. Hopsin er væntanlegur til Íslands til að taka þátt í hipp- hopp-hátíðinni YOLO. Hann er stærsta nafnið á bak við útgáfu- merkið Funk Volume og hefur náð miklum vinsældum á You- tube. Myndband við nýjasta lag Hopsin, Ill Mind of Hopsin, hefur til að mynda verið skoð- að um fimmtán milljón sinnum á síðunni. Aðrir meðlimir Funk Volume eru rappararnir SwizZz, Dizzy Wright, Jarren Benton og DJ Hoppa. „Þeir eru að túra um Bandaríkin núna og spila í nýrri borg á hverjum degi allt fram til 2. nóvember,“ segir Óli Geir. Þegar þeirri ferð lýkur taka rappararnir sér fjögurra daga frí áður en þeir leggja undir sig Evr- ópu og hefja leikinn á Íslandi. Í tilefni af komu Hopsin verð- ur haldin fjögurra daga hipp- hopp-hátíð á Þýska barnum 7. til 10. nóvember. Að sögn Óla Geirs kemur þar fram rjómi hipphopp- ara Íslands og eru þar meðal ann- arra Forgotten Lores, Larry Bird (ný sveit sem er skipuð meðlim- um úr Skyttunum), Úlfur Úlfur, MC Gauti, Blaz Roca, Steindi jr., Bent, Gísli Pálmi og Friðrik Dór. „Ég hélt fyrstu YOLO-hátíðina í sumar til að kanna áhugann. Þá var ég með tveggja kvölda hátíð bara með íslenskum listamönnum og það var stappað bæði kvöldin, svo eftirspurnin er greinilega til staðar,“ segir Óli Geir. Aðeins verða milli 500 og 600 miðar seldir á YOLO-hátíðina og hefst miðasalan þann 1. októ- ber. „Það hafa margir spurt mig hvers vegna ég sé ekki með þetta á stærri stað en eftir að Nasa lok- aði er Þýski barinn einfaldlega ÓLI GEIR: RJÓMI ÍSLENSKRA HIPPHOPPARA KEMUR FRAM Á YOLO Rapparinn Hopsin mætir á sveitta hipphopp-hátíð MANAR FÓLK Í HJÓLABRETTAKEPPNIR Magnús Trygvason Eliassen Starf: Þykist vera trommu- leikari. Aldur: 26 ára. Búseta: Vesturbærinn í Reykjavík. Fjölskylda: Ég á eitt barn með kærustunni minni. Foreldrar: Steinunn Jóns- dóttir leikskólastjóri og Trygve Jónas Eliassen leikmunahönnuður. Stjörnumerki: Sporðdreki. Magnús spilar með Damo Suzuki, söngvara hinnar sögufrægu þýsku hljóm- sveitar Can, í Gamla bíói 3. október. „Ég taldi einfaldlega að sagan væri gott efni í kvik- mynd,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Júlíus Kemp. Framleiðslufyrirtæki hans og Ingvars Þórðarsonar, Kvikmyndafélag Íslands, hefur fest kaup á kvikmynda- réttinum að skáldsögunni Korter eftir Sólveigu Jóns- dóttur. Fjögur íslensk kvikmyndafyrirtæki kepptu um rétt- inn um að gera kvikmynd eftir skáldsögunni og valdi höfundurinn þá félaga hjá Kvikmyndafélagi Íslands. „Við vorum á sömu blaðsíðu varðandi útfærslu og hvernig umgjörðin ætti að vera. Ég treysti mér ekki til að sleppa hendinni af barninu mínu alveg strax,“ segir Sólveig, sem mun verða þeim félögum innan handar við að gefa sögunni nýtt líf á hvíta tjaldinu. Bókin, sem er frumraun Sólveigar, kom út fyrr á árinu og vakti nokkra athygli. Hún fléttar saman sögur fjögurra stúlkna í Reykjavík, ástir þeirra og raunir. Júlíus staðfestir að þeir Ingvar ætli að halda sig eins nálægt söguþræði bókarinnar og hægt er. Ferlið er enn á byrjunarstigi og enn óákveðið hver leikstýrir mynd- inni og hverjir leika í henni. Sólveig segist ekki sjá neinar ákveðnar leikkonur fyrir sér í aðalhlutverkun- um en að helst skipti málið að þær séu á aldur við sögu- hetjurnar sjálfar. „Nú fer af stað ferli sem getur tekið óútreiknan- legan tíma. Handritavinna, fjármögnun og loks að búa til sjálfa myndina. Ef vel gengur verður hún komin á hvíta tjaldið á næstu fimm árum,“ segir Júlíus að lokum. - áp Júlíus Kemp kveikir líf í Korteri SAMVINNA Kvikmyndafélag Íslands, framleiðslu- fyrirtæki þeirra Júlíusar Kemp og Ingvars Þórðarssonar, keypti réttinn að bókinni Korter eftir Sólveigu Jónsdóttir. NÝ KILJA! best til þess fallinn að hýsa svona viðburði,“ segir Óli Geir og bætir við að klausa í samningi við Funk Volume kveði á um að staðurinn megi ekki vera of stór. „Þeir vilja frekar vera á minni stöðum og hafa uppselt alls staðar sem þeir koma. Við ætlum að hafa þetta sveitt og gott,“ segir hann. tinnaros@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.