Fréttablaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 8
22. september 2012 LAUGARDAGUR8 1. Hvenær voru ryðrauð háspennu- möstur Sogslínu á Hellisheiði reist? 2. Hvað nær útsending á Latabæ víða í Bandaríkjunum? 3. Hvenær hefst bólusetning gegn inflúensu? SVÖR: 1. Árið 1953. 2. Til allra heimila, rúmlega 100 milljóna. 3. Í október. 50 ERLENDAR STÖÐVAR Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS FORBRYDELSEN Þriðja og síðasta þáttaröðin hefst á DR 1 á sunnudaginn kl. 18.00 Samfélagsstyrkir Landsbankans landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Samfélagsstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal í mannúðarmálum, menningu og listum, menntun, rannsóknum og vísindum, einnig forvarna- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfustarfsemi. Samfélagsstyrkir eru veittir tvívegis á ári og samtals nema samfélagsstyrkir 20 milljónum króna á árinu. Eirtaldir styrkir verða veittir:  5 styrkir að upphæð 1.000.000 kr. hver.  5 styrkir að upphæð 500.000 kr. hver.  10 styrkir að upphæð 250.000 kr. hver. Verkefni sem einkum koma til greina:  verkefni mannúðarsamtaka og góðgerðarfélaga  verkefni á sviði menningar og lista  menntamál, rannsóknir og vísindi  forvarna- og æskulýðsstarf  sértæk útgáfustarfsemi Umsóknarfrestur til 22. október Umsóknarfrestur vegna samfélagsstyrkja er til og með 22. október 2012. Dómnefnd er skipuð fagfólki á hverju sviði. Sótt er um styrkina rafrænt, á landsbankinn.is. Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna. Árlega eru veittar fimm tegundir styrkja: Afreksstyrkir, námsstyrkir, nýsköpunarstyrkir, samfélagsstyrkir og umhverfisstyrkir. Nánari upplýsingar á landsbankinn.is. Landsbankinn veitir 10 milljónum króna í samfélagsstyrki, til 20 verkefna í seinni úthlutun fyrir árið 2012. SAMFÉLAGSMÁL Börn sem búa til skiptis hjá foreldrum á tveimur heimilum gætu átt þess kost að skrá lögheimili sitt á báðum stöðum innan tveggja ára, ef þingsályktunartillaga tíu alþingismanna úr öllum flokkum nema Vinstri grænum verður samþykkt. Í tillögunni felst að innanríkisráðherra verð- ur falið að skipa starfshóp til að gera skýrslu um það hvernig útfæra megi jafnt búsetuform barna sem búa við ofangreindar aðstæður. Yfirlýst markmið er að eyða aðstöðumun heimila þegar foreldrar sem búa ekki saman ákveða að ala upp börn sín í sameiningu á tveimur heimilum. Til þess skal hópurinn meta hvort rétt sé að taka upp kerfi sem heimilar tvöfalt lögheimili barna, eða stinga upp á öðru hentugra kerfi. Starfshópurinn á að skila niðurstöðum fyrir lok næsta árs og frumvarp byggt á niður- stöðum hópsins skal lagt fram eigi síðar en á haustþingi 2014. Í greinargerð með tillögunni segir að í lög- gjöfinni geti talsverður aðstöðumunur verið á foreldrum með sameiginlega forsjá. Meðal annars þar sem gert er ráð fyrir því að það foreldri sem barnið á lögheimili hjá skuli hafa töluvert meira að segja um hagi barnsins en hitt foreldrið. Þó bendi nýlegar rannsóknir til þess að líðan þeirra barna sem búa til skiptis hjá báðum foreldrum sínum á tveimur heim- ilum sé jafngóð og þeirra barna sem búa á einum stað hjá báðum foreldrum sínum. - þj Þingsályktunartillaga tíu þingmanna til að rétta aðstöðumun foreldra með sameiginlega forsjá: Kostir við tvöfalt lögheimili barna metnir AÐSTÖÐUMUNUR VERÐI LEIÐRÉTTUR Samkvæmt nýrri þingsályktunartillögu skal innanríkisráðherra skipa starfshóp um jafnt búsetuform barna á tveimur heim- ilum. Hópurinn á að skila skýrslu fyrir lok næsta árs. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA DANMÖRK Foreldrar fjögurra ára gamals drengs eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi fyrir vanrækslu. Þau höfðu falið barnið fyrir umheiminum frá fæðingu, að mestu án þess að fara með það út fyrir hússins dyr og án samskipta við annað fólk, með þeim afleiðingum að drengur- inn er fölur og vöðvarýr, kann ekki að leika sér og varla að tala almenni- lega. Lögreglan fann dreng- inni í bílskúr fjölskyld- unnar í Helsingjaeyri í ágúst og færði hann strax í umsjón annarra. Ekki er raunar fullvíst að drengurinn sé fjög- urra ára, því hvergi eru til nein skjöl um fæðingu hans. Aldurinn hafa sér- fræðingar metið meðal annars út frá sverleika beina hans. Sex eldri börn foreldr- anna, þrír drengir og þrjár stúlkur, voru tekin frá þeim vegna van- rækslu fyrir tæpum áratug. For- eldrarnir hafa árum saman bar- ist gegn þeirri ákvörðun og hafa komið oft fram í dönskum fjölmiðl- um til að gagnrýna barnaverndar- yfirvöld. Heimildarmynd var gerð um mál þeirra árið 2003. „Barninu hefur verið hald- ið innandyra allt sitt líf,“ er haft eftir Bjarne Pedersen, bæjarrit- ara á Helsingjaeyri, á fréttasíðum danska ríkisútvarpsins. „Það virð- ist hafa verið lítill, lokaður garður sem hann fékk leyfi til að fara út í, en foreldrarnir vildu ekki tala við okkur svo við fengum ekki að vita meira.“ Samkvæmt lögregl- unni virðist barnið ekki hafa orðið fyrir líkam- legu tjóni, en Pedersen segir augljóst að hann þurfi á mikilli aðstoð að halda: „Ég er kominn út að mörkum þess sem ég má segja, en reynið að ímynda ykkur barn sem hefur ekki lært að leika sér – það hefur líka eitt- hvað með tal barnsins að gera.“ Ástæða þess að dreng- urinn fannst nú var að lögregla gerði húsleit á heimili fjölskyldunnar vegna annars máls, þar sem þau eru grunuð um lögbrot. Þau eiga einnig yfir höfði sér málaferli vegna þess máls. Fyrir tveimur árum hafði nágranni hjónanna haft samband við yfirvöld og tilkynnt að hann teldi barn vera á heimilinu. Því máli var ekki fylgt eftir, en svo virðist sem þá hefði verið hægt að koma drengnum til hjálpar. gudsteinn@frettabladid.is Földu barnið í bílskúrnum Fjögurra ára drengur fannst illa haldinn í bílskúr foreldra sinna. Alla ævi hafði hann varla komist út undir bert loft og kunni ekki einu sinni að leika sér. DANSKA LÖGREGLAN Leitað var á heimili foreldra drengsins vegna gruns um annað lögbrot. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ? Reynið að ímynda ykkur barn sem hefur ekki lært að leika sér – það hefur líka eitt- hvað með tal barnsins að gera. BJARNE PEDERSEN BÆJARRITARI Á HELSINGJAEYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.