Fréttablaðið - 22.09.2012, Qupperneq 8
22. september 2012 LAUGARDAGUR8
1. Hvenær voru ryðrauð háspennu-
möstur Sogslínu á Hellisheiði reist?
2. Hvað nær útsending á Latabæ
víða í Bandaríkjunum?
3. Hvenær hefst bólusetning gegn
inflúensu?
SVÖR:
1. Árið 1953. 2. Til allra heimila, rúmlega
100 milljóna. 3. Í október.
50 ERLENDAR STÖÐVAR Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS
FORBRYDELSEN
Þriðja og síðasta þáttaröðin hefst
á DR 1 á sunnudaginn kl. 18.00
Samfélagsstyrkir
Landsbankans
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Samfélagsstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar
á meðal í mannúðarmálum, menningu og listum, menntun, rannsóknum
og vísindum, einnig forvarna- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfustarfsemi.
Samfélagsstyrkir eru veittir tvívegis á ári og samtals nema samfélagsstyrkir
20 milljónum króna á árinu.
Eirtaldir styrkir verða veittir:
5 styrkir að upphæð 1.000.000 kr. hver.
5 styrkir að upphæð 500.000 kr. hver.
10 styrkir að upphæð 250.000 kr. hver.
Verkefni sem einkum koma til greina:
verkefni mannúðarsamtaka og góðgerðarfélaga
verkefni á sviði menningar og lista
menntamál, rannsóknir og vísindi
forvarna- og æskulýðsstarf
sértæk útgáfustarfsemi
Umsóknarfrestur til 22. október
Umsóknarfrestur vegna samfélagsstyrkja er til og með 22. október 2012.
Dómnefnd er skipuð fagfólki á hverju sviði. Sótt er um styrkina rafrænt,
á landsbankinn.is.
Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki
til verðugra verkefna. Árlega eru veittar fimm tegundir styrkja:
Afreksstyrkir, námsstyrkir, nýsköpunarstyrkir, samfélagsstyrkir
og umhverfisstyrkir.
Nánari upplýsingar á landsbankinn.is.
Landsbankinn veitir 10 milljónum króna
í samfélagsstyrki, til 20 verkefna í seinni
úthlutun fyrir árið 2012.
SAMFÉLAGSMÁL Börn sem búa til skiptis hjá
foreldrum á tveimur heimilum gætu átt þess
kost að skrá lögheimili sitt á báðum stöðum
innan tveggja ára, ef þingsályktunartillaga tíu
alþingismanna úr öllum flokkum nema Vinstri
grænum verður samþykkt.
Í tillögunni felst að innanríkisráðherra verð-
ur falið að skipa starfshóp til að gera skýrslu
um það hvernig útfæra megi jafnt búsetuform
barna sem búa við ofangreindar aðstæður.
Yfirlýst markmið er að eyða aðstöðumun
heimila þegar foreldrar sem búa ekki saman
ákveða að ala upp börn sín í sameiningu á
tveimur heimilum.
Til þess skal hópurinn meta hvort rétt sé að
taka upp kerfi sem heimilar tvöfalt lögheimili
barna, eða stinga upp á öðru hentugra kerfi.
Starfshópurinn á að skila niðurstöðum fyrir
lok næsta árs og frumvarp byggt á niður-
stöðum hópsins skal lagt fram eigi síðar en á
haustþingi 2014.
Í greinargerð með tillögunni segir að í lög-
gjöfinni geti talsverður aðstöðumunur verið
á foreldrum með sameiginlega forsjá. Meðal
annars þar sem gert er ráð fyrir því að það
foreldri sem barnið á lögheimili hjá skuli hafa
töluvert meira að segja um hagi barnsins en
hitt foreldrið. Þó bendi nýlegar rannsóknir til
þess að líðan þeirra barna sem búa til skiptis
hjá báðum foreldrum sínum á tveimur heim-
ilum sé jafngóð og þeirra barna sem búa á
einum stað hjá báðum foreldrum sínum. - þj
Þingsályktunartillaga tíu þingmanna til að rétta aðstöðumun foreldra með sameiginlega forsjá:
Kostir við tvöfalt lögheimili barna metnir
AÐSTÖÐUMUNUR VERÐI LEIÐRÉTTUR Samkvæmt nýrri
þingsályktunartillögu skal innanríkisráðherra skipa
starfshóp um jafnt búsetuform barna á tveimur heim-
ilum. Hópurinn á að skila skýrslu fyrir lok næsta árs.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
DANMÖRK Foreldrar fjögurra ára
gamals drengs eiga yfir höfði sér
allt að tveggja ára fangelsi fyrir
vanrækslu. Þau höfðu falið barnið
fyrir umheiminum frá fæðingu, að
mestu án þess að fara með það út
fyrir hússins dyr og án samskipta
við annað fólk, með þeim
afleiðingum að drengur-
inn er fölur og vöðvarýr,
kann ekki að leika sér og
varla að tala almenni-
lega.
Lögreglan fann dreng-
inni í bílskúr fjölskyld-
unnar í Helsingjaeyri
í ágúst og færði hann
strax í umsjón annarra.
Ekki er raunar fullvíst
að drengurinn sé fjög-
urra ára, því hvergi eru
til nein skjöl um fæðingu
hans. Aldurinn hafa sér-
fræðingar metið meðal
annars út frá sverleika
beina hans.
Sex eldri börn foreldr-
anna, þrír drengir og
þrjár stúlkur, voru tekin
frá þeim vegna van-
rækslu fyrir tæpum áratug. For-
eldrarnir hafa árum saman bar-
ist gegn þeirri ákvörðun og hafa
komið oft fram í dönskum fjölmiðl-
um til að gagnrýna barnaverndar-
yfirvöld. Heimildarmynd var gerð
um mál þeirra árið 2003.
„Barninu hefur verið hald-
ið innandyra allt sitt líf,“ er haft
eftir Bjarne Pedersen, bæjarrit-
ara á Helsingjaeyri, á fréttasíðum
danska ríkisútvarpsins. „Það virð-
ist hafa verið lítill, lokaður garður
sem hann fékk leyfi til að fara út í,
en foreldrarnir vildu ekki tala við
okkur svo við fengum ekki að vita
meira.“
Samkvæmt lögregl-
unni virðist barnið ekki
hafa orðið fyrir líkam-
legu tjóni, en Pedersen
segir augljóst að hann
þurfi á mikilli aðstoð að
halda: „Ég er kominn út
að mörkum þess sem ég
má segja, en reynið að
ímynda ykkur barn sem
hefur ekki lært að leika
sér – það hefur líka eitt-
hvað með tal barnsins að
gera.“
Ástæða þess að dreng-
urinn fannst nú var að
lögregla gerði húsleit á
heimili fjölskyldunnar
vegna annars máls, þar
sem þau eru grunuð um
lögbrot. Þau eiga einnig
yfir höfði sér málaferli
vegna þess máls.
Fyrir tveimur árum hafði
nágranni hjónanna haft samband
við yfirvöld og tilkynnt að hann
teldi barn vera á heimilinu. Því
máli var ekki fylgt eftir, en svo
virðist sem þá hefði verið hægt að
koma drengnum til hjálpar.
gudsteinn@frettabladid.is
Földu barnið
í bílskúrnum
Fjögurra ára drengur fannst illa haldinn í bílskúr
foreldra sinna. Alla ævi hafði hann varla komist út
undir bert loft og kunni ekki einu sinni að leika sér.
DANSKA LÖGREGLAN Leitað var á heimili foreldra drengsins vegna gruns um annað
lögbrot. NORDICPHOTOS/AFP
VEISTU SVARIÐ?
Reynið að
ímynda ykkur
barn sem
hefur ekki
lært að leika
sér – það
hefur líka eitt-
hvað með tal
barnsins að
gera.
BJARNE PEDERSEN
BÆJARRITARI Á
HELSINGJAEYRI