Fréttablaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 4
22. september 2012 LAUGARDAGUR4 TYRKLAND, AP Dómstóll í Tyrk- landi hefur sakfellt 330 fyrrver- andi yfirmenn í hernum fyrir að hafa reynt að steypa ríkisstjórn landsins árið 2003. Sumir herforingjanna fá allt að 18 ára fangelsisdóm. Reiknað er með að þeir myndu allir áfrýja úrskurðinum. Réttarhöldin gegn herforingj- unum undanfarin ár hafa orðið til þess að draga verulega úr þeim miklu áhrifum sem herinn hefur haft á stjórnmál í Tyrklandi ára- tugum saman. - gb 330 herforingjar dæmdir: Fengu allt að átján ára dóm RECEP TAYYIP ERDOGAN Með málaferl- unum hefur forsætisráðherra Tyrklands styrkt stöðu sína. NORDICPHOTOS/AFP Taka undir áhyggjur lögreglu Bæjarráð Árborgar kveðst taka undir áhyggjur lögreglunnar í Árnessýslu, sem komið hafi fram í fjölmiðlum, um stöðu löggæslumála í sýslunni og hvetur stjórnvöld til að tryggja nægjanlegt framlag til löggæslumála. ÁRBORG EFNAHAGSMÁL Kaupmáttur launa hækkaði um 0,2 prósent í ágúst frá fyrra mánaði. Kaupmáttur launa hefur þá hækkað um 1,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Launavísitalan í ágúst var 433,7 stig og hækkaði um 0,1 prósent frá fyrri mánuði. Launavísital- an hefur hækkað um 5,9 prósent síðustu tólf mánuði. Kaupmáttur launa er mælikvarði á breytingar á launum umfram verðbólgu, en launavísitala mælir þróun nafn- launa. - kóp Launavísitala hækkar enn: Kaupmáttur launa hækkaði LÍBÍA, AP Um þrjátíu þúsund manns gengu fylktu liði um götur borgarinnar Bengasí í austan- verðri Líbíu til að mótmæla hópum herskárra ofríkismanna, sem grunaðir eru um morð á sendiherra Bandaríkjanna í land- inu í síðustu viku. Vopnaðir hópar manna, sem sumir hverjir eru arftakar upp- reisnarsveitanna sem steyptu Moammar Gaddafí af stóli, hafa tekið að sér að gæta öryggis fólks en eru líka sakaðir um að haga sér eins og glæpagengi. „Hvar er herinn, hvar er lög- reglan?“ stóð á einu mótmæla- skiltanna. - gb Íbúar Bengasí mótmæla: Vilja ekki láta vígasveitir ráða MÓTMÆLI Í BENGASÍ Hafa fengið nóg af ofríkismönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 23° 14° 13° 17° 19° 12° 12° 29° 15° 27° 26° 31° 13° 19° 15° 12° Á MORGUN 5-10 m/s. MÁNUDAGUR 8-15 m/s, hvassast S- lands. 11 11 11 10 10 10 10 12 10 10 6 7 7 8 5 6 5 6 7 8 7 10 10 10 12 12 7 8 9 10 11 BLAUTT SYÐRA Heldur vætu- samt um helgina einkum sunnan- og suðaustantil en þurrt að mestu fyrir norðan og norð- vestan. Á mánudag styttir upp og léttir til suðvestan- og vestanlands. Milt í veðri næstu daga. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður RÚSSLAND, AP Lögreglan í Moskvu rannsakar nú hundadráp í borg- inni. Í þessari viku hafa um sjötíu dauðir hundar fundist og virðist sem eitrað hafi verið fyrir þeim flestum. Reglum um dýravernd hefur ekki verið fylgt vel eftir í Moskvu, en hundadrápin hafa vakið óhug. Grunur hefur vaknað um að hópur manna stundi þau sér til skemmtunar. - gb Eitrað fyrir hundum í Moskvu: Sjötíu hundar fundist dauðir GENGIÐ 21.09.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 221,2413 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,87 123,45 200,01 200,99 159,85 160,75 21,438 21,564 21,534 21,660 18,846 18,956 1,5707 1,5799 189,84 190,98 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Helga Þórey Jónsdóttir, mannfræð- ingur og einn fyrirlesara á málþinginu Iðkun kyns og þjóðar í Reykjavíkuraka- demíunni, var rangfeðruð í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á því. LEIÐRÉTT Laus við Lús á 1 klukkustund Fæst í apótekum LANDBÚNAÐUR Öllum fjármunum Bjargráðasjóðs, um 25 til 30 millj- ónum króna, verður ráðstafað til að bæta bændum á Norðurlandi tjónið sem hlaust eftir fárviðrið 10. og 11. september. Líklegt þykir að frekari fjármunum verði varið til aðgerðanna, en engin leið er að vita umfang tjónsins eins og er. Um er að ræða allar eftirstöðvar A-hluta sjóðsins eftir eldgosin í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum. Árni Snæbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Bjargráðasjóðs, segir ljóst að núverandi innistæða sjóðsins dugi ekki til að bæta bændum það tjón sem þeir hafa orðið fyrir, heldur þurfi að koma til aukafjárframlags frá ríkinu. Um sé að ræða svo margþætt- ar skemmdir að of snemmt sé að segja nokkuð til um fjárhæðir. „Eftir að tjónið hefur verið metið verður að leita leiða til að afla frekari peninga,“ segir hann. „Svo þarf að ákveða hvort bæt- urnar verði greiddar að fullu eða hvort það verði að skerða þær eitt- hvað vegna peningastöðu.“ Tekjur Bjargráðasjóðs koma af búnaðargjaldi frá bændum og tíu milljónum árlega úr ríkissjóði. Árni útskýrir að þó ómögulegt sé að meta umfang tjónsins nú, sé ljóst að um sé að ræða umtals- verðan missi á búfé og tjón á girð- ingum. „Þetta er alvarlegt ástand,“ segir hann. „Við höfum skyldur í þessum málum og við munum bregðast við.“ Engar tölur liggja fyrir um fjölda fjár sem hefur drepist í hamförunum á Norðurlandi und- anfarnar tvær vikur. Þó er ljóst að hundruð ef ekki þúsundir fjár komast aldrei heim á bæ. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra sagði í ræðu sinni á Alþingi í vikunni að ríkis- stjórnin hefði samþykkt að nýta eftirstöðvar Bjargráðasjóðs til að bæta tjónið og að vonast væri til að þær fjárhæðir dygðu. Að sjálf- sögðu yrði fjármunum þó bætt við ef þyrfti til. Steingrímur vildi þó ekki gefa fyrir fram loforð eða yfirlýsing- ar um nákvæmlega hvernig tekið yrði á afleiddu tjóni bænda, eins og tjóni á girðingum, en gert væri ráð fyrir að bæta það sem hægt yrði. sunna@frettabladid.is Sjóðurinn dugir ekki fyrir bótum til bænda Þeim 25 til 30 milljónum sem Bjargráðasjóður hefur yfir að ráða verður varið í að bæta bændum tjónið eftir óveður. Ljóst er að aukafjármagns er þörf. Engin leið að vita umfang tjónsins í dag. Ráðherra gefur grænt ljós á aukafjárveitingu. VIÐSKIPTI Kaupþing hefur frest- að framlagningu nauðasamnings fram á síðasta ársfjórðung árs- ins 2012. Áður stóð til að leggja nauðasamninginn fram á þriðja ársfjórðungi, sem lýkur í lok sept- embermánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef þrotabús Kaup- þings sem birt var í gær. Í tilkynningunni segir að mörg útistandandi mál, sem sum séu ekki á valdi slitastjórnarinnar, valdi þessum töfum. Finnist lausn í þessum málum, sem eru ekki til- greind frekar, verði nauðasamn- ingurinn lagður fram fyrir árslok. Eftir nauðasamning verður Kaupþing íslenskt eignarhalds- félag í eigu, og undir stjórn, almennra kröfuhafa bankans. Þeir eru að langstærstu leyti erlendir aðilar. Einnig er mögulegt að sér- stakt eignastýringarfyrirtæki verði sett á laggirnar til að fara með áframhaldandi eignastýr- ingu fyrir Kaupþing. Þetta kemur fram í kynningu sem slitastjórn bankans hélt fyrir kröfuhafa hans 31. maí síðastliðinn. Eignarhalds- félagið yrði meðal annars eigandi að 87 prósentum hlutafjár í hinum íslenska Arion banka. - þsj Ýmis óleyst og útistandandi mál valda töfum á slitaferli Kaupþings: Kaupþing frestar nauðasamningi KAUPÞING Eignir þrotabúsins munu verða undir stjórn kröfuhafa bankans ef nauðasamningur verður samþykktur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bændur halda nákvæmt bókhald yfir allan búpening sinn. Sam- kvæmt Árna er öllu haldið til haga um hvað var á fóðrum í vor, hvað fór á fjall og hversu mörg lömb fæddust. Það er svo starf ráðunauta á hverjum stað að fara yfir hvaða kindur skila sér af fjalli. Þegar bændur svo sækja um bætur fer ákveðið vinnuferli í gang. „Svo þurfa trúnaðarmenn að staðfesta orsakir tjónsins, sem er tiltölulega auðvelt í þessu tilfelli,“ segir Árni. „Búfjáreftirlit sér um forðagæslu þar sem búpeningur er talinn á haustin. Svo er spurning hvort því verði flýtt í ár vegna aðstæðna. Menn eru bara enn að ná áttum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Búgarði, ráðgjafafyrirtæki á Akur- eyri, er stofnkostnaður við girðingar á bilinu 300 til 600 þúsund krónur á kílómetrann. Erfitt sé að leggja verðmat á féð, en dilkaverð til sláturhúsa er á bilinu tíu til tólf þúsund krónur. Hafa verður í huga að kindur sem enn eiga eftir að bera lömb í nokkur ár, eru vissu- lega framleiðslutæki og drepist þær getur hlotist af því umtalsvert fjárhagslegt tjón. Hátt í hundrað sauðfjárbændur eru á þeim svæðum sem verst fóru úti í fárviðrinu. Ætla má að hver bóndi haldi að meðaltali um 600 fjár og er mikill hluti þess enn týndur á fjöllum. Halda nákvæmt bókhald um allt fé ENN FINNST FÉ Á LÍFI Bændur í Þing- eyjasýslum voru enn að finna fé á lífi í gær, en ljóst er að mikill hluti þess sem hefur ekki fundist er dauður. MYND/BRYNGEIR JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.