Fréttablaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 37
Víetnamski veitingastaðurinn Pho var opnaður í sumar í Ármúla 21 í Reykjavík. Pho er fyrsti víetnamski
veitingastaðurinn sem er opnaður hér-
lendis og hafa mataráhugamenn fagnað
opnun hans. Eigandi Pho er Quang Le
sem búið hefur hér á landi um margra
ára skeið. Hann segir víetnamska mat-
reiðslu meðal annars einkennast af
bragðgóðum kryddjurtum og fersku
grænmeti. „Við notum einnig kjúkling,
nautakjöt og svínakjöt í matreiðslu okkar
og gott úrval af sjávarfangi,“ segir Le.
Hrísgrjón og núðlur eru einnig ómissandi
þáttur í víetnamskri matargerð. Le segir
litla olíu vera notaða í réttum frá Víetnam
en víetnamskur matur er af mörgum tal-
inn einn hollasti matur heims.
Sérréttur Pho er víetnömsk núðlusúpa.
„Við sjóðum nautakjötið í tíu klukku-
tíma ásamt grilluðum engifer, mariner-
uðum lauk og ýmsum kryddjurtum. Þessi
uppskrift er búin að vera í fjölskyldunni
minni í margar kynslóðir og hefur tekið
breytingum gegnum árin en hún er alltaf
að vera betri og betri.“ Með súpunni er
borið fram sætt basil, baunaspírur og
lime. Le segir súpuna vera einn vinsæl-
asta réttinn á matseðli veitingarstaðar-
ins. „Aðrir vinsælir réttir eru meðal
annars grillaður sítrónukjúklingur, ýmsar
gerðir af núðlusúpum auk rétta sem inni-
halda vorrúllurnar vinsælu.“
Samhliða rekstri veitinga staðarins Pho
rekur Le víetnamskan markað á Suður-
landsbraut 6 sem ber nafnið Vietnam
Market. Þar fæst mikið úrval af austur-
lensku hráefni til matargerðar. „Við
bjóðum upp á mikið úrval af grænmeti,
kryddjurtum, núðlum, olíum, grjónum og
mörgu öðru hráefni. Við seljum ekki bara
hráefni í víetnamska matargerð heldur
líka hráefni sem er notað í kínverska,
taílenska, japanska og indverska rétti.“
Veitingastaðurinn og markaðurinn hafa
fengið góðar viðtökur enda gefst nú
loksins kostur á að kynnast ljúffengri
víetnamskri matargerð.
Sjá nánari á www.pho.is og á Facebook
undir Vietnam Market.
EINN HOLLASTI
MATUR HEIMS
PHO KYNNIR Nú geta Íslendingar loksins notið víetnamskrar matargerðar á
veitingastaðnum Pho í Reykjavík. Sömu eigendur reka líka markað þar sem
spennandi hráefni fæst til matargerðar.
ILMANDI
Víetnömsk núðlusúpa er
einn af sérréttum Pho.
MYND/GVA
FJÖLBREYTNI
Pho býður m.a. upp á
vorrúllur, núðlusúpur,
svínakjöt, kjúkling og
ljúffenga eftirrétti.
MYND/GVA
LJÚFFENGT Bragðgóðar krydd-
jurtir og ferskt grænmeti ein-
kenna víetnamska matreiðslu.
MYND/GVA
RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Í HÖRPU
Kvartett söngkonunnar Ragnheiðar Gröndal kemur fram
á áttundu tónleikum djasstónleikaraðar veitingastaðar-
ins Munnhörpunnar í Hörpu í dag. Tónleikarnir hefjast
klukkan 15 og standa til 17. Aðgangur er ókeypis.
Laugavegi 82 (á horni Barónsstíg) • Sími 551 4473
Stofnuð 1916
NÝ SENDING
AF UNDIRFATNAÐI
ÚR 100% SILKI.
Stærðir s- xxl.
Herrapeysur.
Skart,leggings (s- xxl)
Töskur o.f.l.
1500 kr sláin
með ýmsu girnilegu
LOGY ehf. Lyngháls 10 • sími 661 2580
(húsið við hlið Heiðrúnar, ÁTVR að neðanverðu)
Jóla og haust-
vörurnar komnar
Aðeins opið þessa helgi
Laugardag 13-17
Sunnnudag 13-16
Veiti börnum og foreldrum
sálfræðilega ráðgjöf og meðferð.
PMT-foreldrafærnimeðferð við hegðunarvanda,
meðferð við kvíða og ADHD.
Íris Stefánsdóttir sálfræðingur,
Sálfræðistofa Skútuvogi 1a, 104 Reykjavík,
netfang: irisstef.stofa@gmail.com,
sími: 690 1569
BESTU BROTIN ÚR ÍSLANDI Í DAG
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP
- oft á dag