Fréttablaðið - 22.09.2012, Síða 6

Fréttablaðið - 22.09.2012, Síða 6
22. september 2012 LAUGARDAGUR6 KJÖRKASSINN Bó kin se m hr att af st að „O ccu py W all St ree t“ hr ey fin gu nn i k om in út á í sle ns ku „Að skapa er að andæfa! Að andæfa er að skapa!“ Bókin hefur þegar selst í 6 milljónum eintaka í yfir 40 löndum. www.skrudda.is Fullt af flottum gersemum BOÐIÐ VERÐUR UPP Á Andlistmálun – Léttar veitingar – Trúbador Spákona á staðnum MÚLATORG FLÓAMARKAÐUR Fellsmúli 28 | Opið frá 12-17 www.mulatorg.com VIÐSKIPTI Rekstrarkostnaður þrota- bús Glitnis var 3,9 milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum árs- ins 2012. Rekstarkostnaðurinn er 35 prósentum hærri en hann var á sama tímabili í fyrra og 44 pró- sentum hærri en á fyrri helmingi ársins 2010. Skýringanna er helst að leita í auknum ráðgjafarkostn- aði vegna vinnu við gerð nauða- samnings þrotabúsins. Þetta kemur fram í yfirliti yfir eignir og skuldir Glitnis sem kynnt var á kröfuhafafundi á fimmtudag. Alls hefur rekstur Glitnis kostað 40,3 milljarða króna frá ársbyrj- un 2009 og til loka júnímánaðar síðastliðins, en tveir þriðju hlut- ar þess kostnaðar komu til á árinu 2009 þegar mesta vinnan við skipt- ingu hins fallna Glitnis í nýjan og gamlan banka og endurfjármögn- un Íslandsbanka átti sér stað. Beinir starfsmenn þrotabúsins hafa á þeim tíma fengið rúma þrjá milljarða króna greidda í laun. Alls starfa rúmlega 40 manns hjá slitastjórn Glitnis í dag, en hluti þess hóps eru verktakar og teljast því ekki til launtakenda. Laun og launatengd gjöld hjá Glitni námu 298 milljónum króna á fyrri hluta þessa árs. Aðkeypt lög- fræðiþjónusta nam 1,1 milljarði króna og þar af fóru 435 milljón- ir króna til íslenskra stofa en 712 milljónir króna til erlendra. Krist- ján Óskarsson, framkvæmda- stjóri Glitnis, segir flestar stóru lögfræðistofurnar á Íslandi vinna störf fyrir slitastjórnina. Stofur sem tengjast þeim aðilum sem sitja í slitanefnd Glitnis, Steinunni Guðbjartsdóttur og Páli Eiríks- syni, séu hvor með sinn fulltrú- ann sem starfi í verktöku hjá slita- stjórninni. Að öðru leyti séu þær stofur ekki með nein verkefni hjá slitastjórninni. Kostnaður vegna „annarrar utanaðkomandi ráðgjafar“ var 1,9 milljarðar króna. Einungis 303 milljónir króna sem tilheyra þeim lið fóru til íslenskra ráð- gjafa. Afgangurinn, 1,6 milljarð- ar króna, fór til erlendra ráðgjafa og út úr íslensku hagkerfi. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins er langstærsti hluti þessa kostnað- ar vegna greiðslna til fjárfestinga- bankans Moelis, fjármálaráðgjafa Glitnis, og fjármálaráðgjafanna Houlihan Lokey, Talbot Hughes og fleiri aðila sem vinna fyrir kröfuhafa bankans. Allir þessir aðilar eru að vinna að verkefnum sem snúa að gerð nauðasamnings Glitnis sem verður líkast til lagður fyrir á næsta ári. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er vilji innan Glitnis til þess að ráða innlenda aðila í fleiri verkefni. Kröfuhafar bankans hafa hins vegar frekar viljað not- ast við alþjóðlega aðila sem kosti mun meira. thordur@frettabladid.is Rekstrarkostnaður Glitnis jókst milli ára Kostnaður við rekstur þrotabús Glitnis var 3,9 milljarðar á fyrri helmingi ársins. Hann jókst um 35 prósent á milli ára, aðallega vegna aukins kostnaðar við gerð nauðasamnings. Stærsti kostnaðarliðurinn er vegna erlendrar ráðgjafar. SLITASTJÓRN Lögmennirnir Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson mynda slitastjórn Glitnis. Stefnt er að því að leggja fram nauðasamninga bankans, sem binda endi á slitaferli hans, á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Viðskiptablaðið greindi frá því á fimmtudag að tveir lífeyrissjóðir hefðu höfðað mál fyrir héraðsdómi til að reyna að fá sundurliðaðar upplýsingar um launakostnað Glitnis. Í umfjöllun blaðsins kom fram að þeir vildu fá sundurliðaðar upplýsingar um laun sem verið væri að greiða slitastjórnar- mönnum og hugsanlega einhverjum fyrirtækjum á þeirra vegum. Sjóðirnir vildu kanna hvort það gæti verið að þóknanir fyrir þau störf sem verið væri að vinna væru óhóflegar. Frá byrjun árs 2009 og fram á mitt þetta ár hafa launagreiðslur hjá Glitni numið rúmum þremur milljörðum króna. Aðkeypt ráðgjöf og lögfræðistörf hafa kostað búið 31,2 milljarða króna. Stærsti hluti þeirrar upphæðar hefur farið út fyrir landsteinana en ekki er hægt að tilgreina nákvæmlega hversu mikið hefur setið eftir innanlands vegna mismunandi aðferða slitastjórnar- innar við að miðla þeim upplýsingum. Vilja upplýsingar um laun slitastjórnar Ætlar þú að fara á RIFF-kvik- myndahátíðina? JÁ 5% NEI 95% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú hlynnt(ur) hvalveiðum? Segðu skoðun þína á Vísir.is NÁTTÚRA Á fimmta hundrað jarð- skjálftar hafa mælst á mælum Veðurstofu Íslands síðan jarð- skjálftahrina hófst úti fyrir Norðurlandi. Á síðustu dögum hafa mælst nokkrir jarðskjálftar af stærðinni 4 á Richter og yfir. Þessir jarðskjálftar hafa fund- ist víða á Norðurlandi; á Sauðár- króki, Siglufirði, Ólafsfirði, Dal- vík, Akureyri og á Húsavík og nágrenni. Jarðskjálftar eru nokkuð algengir á þessu svæði og árin 1996 og 2004 voru svipaðar hrin- ur í gangi. Erfitt er að segja fyrir hve lengi þessi skjálftahrina muni standa yfir og ekki er hægt að úti- loka fleiri stóra skjálfta, segja almannavarnir. Almannavarnir vilja koma því á framfæri að mikilvægt er að íbúar á þekktum jarðskjálfta- svæðum geri ráðstafanir til að draga úr tjóni vegna jarðskjálfta. Á vefsíðu almannavarna eru upp- lýsingar um varnir til að draga úr tjóni og minnka hættu í jarð- skjálftum. Einnig má nálgast upplýsingar um viðbrögð í jarð- skjálftum og ýmsar leiðbeiningar. - shá Nokkuð stórir jarðskjálftar hafa mælst úti fyrir Norðurlandi að undanförnu: Vel yfir 400 skjálftar skráðir GRIKKLAND Sendinefnd Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, framkvæmda- stjórnar ESB og Seðlabanka Evr- ópu, sem vinnur með Grikkjum að endurskoðun efnahagsáætlun- ar landsins, er farin í stutt frí. Búist er við að vinna hefj- ist að nýju við áætlunina eftir viku. Hluti sérfræðinga sendi- nefndarinnar verður þó áfram í landinu til að aðstoða stjórnvöld við tæknilega útfærslu, en aðrir halda sambandi frá höfuðstöðv- um viðkomandi stofnana. - óká Segja árangur hafa náðst: Farin í vikufrí frá Grikklandi SKJÁLFTAHRINA Jarðskjálftar hafa fund- ist víða á Norðurlandi undanfarið. MYND/VEÐURSTOFAN RANNSÓKNIR Eitt viðamesta rann- sóknaverkefni Matís á síðustu árum snýr að síldarstofnum í Norður-Atlantshafi. Rannsóknin snertir ekki síst áhuga vinnslu- fyrirtækja á eðli síldarstofnanna og hegðun þeirra þar sem vinnslu- eiginleikar þeirra geta verið mis- munandi. Ætlunin er að rannsókn- in leggi grunn að öðru og stærra Evrópuverkefni þar sem stofnar kolmunna, loðnu og makríls, og jafnvel fleiri, verða rannsakaðir. Síldarstofnar á umræddu haf- svæði eru bæði svæðisbundnir og flökkustofnar. Það þýðir að afli getur verið blandaður úr stofnum eftir svæðum og árstíma. Um er að ræða norrænt verk- efni en ásamt Matís vinna að því Hafrannsóknastofnunin á Íslandi, stofnun hafrannsókna í Færeyj- um, Háskólinn í Færeyjum, Síld- arvinnslan í Neskaupstað og fleiri. Svara er leitað við spurningum um hvert hlutfall stofneininga í veiði er, hvort mismunandi vinnslueig- inleikar síldarinnar eru bundnir í stofngerð hennar eða hvort þar er um að ræða aðra þætti á borð við umhverfisaðstæður, segir Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís, í frétt á vef stofnunar- innar. Vinna við verkefnið hófst árið 2009. - shá Rannsóknir á síldarstofnum í Norður-Atlantshafi gætu nýst vinnslufyrirtækjum: Stór rannsókn á teikniborðinu VINNSLA Á SÍLD Rannsókn Matís gæti breytt vinnsluaðferðum og aukið þar með verðmæti síldarafla. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.