Fréttablaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 16
16 22. september 2012 LAUGARDAGUR Í fyrri greinum hef ég lýst skuldakreppunni sem hrjáir Evrópu og komist að þeirri niður- stöðu að ólíklegt sé að EES-samn- ingurinn geti verið fullnægjandi umgjörð um aðild okkar að innri markaðnum í framtíðinni. En myndi aðild að ESB og upptaka evru veita okkur betri möguleika? Hvað má læra af þeim vanda sem mörg evruríkin glíma nú við? Samspil frjálsra fjármagns- hreyfinga og sjálfstæðs, veik- burða gjaldmiðils var einn stærsti sveifluvaldur hér á landi í aðdrag- anda hruns og olli á endanum hruni gjaldeyrismarkaðar og upp- töku gjaldeyrishafta. Allir viður- kenna kostnaðinn við sjálfstæðan gjaldmiðil fyrir svo lítið ríki, þótt sumir telji að það svigrúm sem er til að fella gengi vegi upp á móti þeim kostnaði að hluta eða öllu leyti. Hlutskipti Íra og Grikkja er vissulega annað en okkar. Þeir hafa ekki getað lækkað laun með gengisfellingu og atvinnuleysi hefur líklega orðið meira en það hefði orðið ef þessi ríki hefðu átt þess kost að fella gengi. En á móti vegur að skuldir almennings og fyrirtækja í þessum löndum hafa ekki hækkað vegna gengisfalls og verðbólgu. Kaupmáttur hefur ekki dregist eins mikið saman og hjá almenningi hér á landi, því neysluvara í þessum lönd- um er í ríkum mæli framleidd á evrusvæðinu þótt innflutt sé. Og bæði ríkin hafa getað tekist á við vandamál sín án þess að setja á gjaldeyrishöft. Þrátt fyrir mik- inn vanda Grikkja heldur almenn- ingur í Grikklandi dauðahaldi í evruna. Enginn virðist vilja hið íslenska ástand: Stórfellda gengis- fellingu, upptöku sjálfstæðs gjald- miðils og gjaldeyrishöft. Skuldakreppan nú reynir mjög á evrusamstarfið. Skammtímalán til meðalstórra fyrirtækja á Ítalíu og Spáni bera nú allt að 4% hærri vexti en lán til sambærilegra fyr- irtækja í Þýskalandi. Ef þetta ástand varir lengi er grunnur hins sameiginlega markaðar í hættu. Nýleg ákvörðun um skuldabréfa- kaup evrópska seðlabankans er tilraun til að taka á þessum vanda. Öllum er nú orðið ljóst að um raunverulega skuldakreppu er að ræða, en ekki kreppu sem stafar fyrst og fremst af ábyrgðarleysi í ríkisrekstri. Lausn á vanda evru- svæðisins þarf því að minnsta kosti að fela í sér hvort tveggja sameiginlegt regluverk um fjár- málakerfið og aukinn aga í ríkis- útgjöldum aðildarríkjanna. Nýtt regluverk um fjármála- kerfið (sem kalla má banka- samband á íslensku) fæli í sér samevrópskt bankaeftirl it , sameiginlegan lánveitanda til þrauta vara og sameiginlegt inn- stæðutryggingakerfi sem jafn- ar aðstöðumun innan svæðisins. Tillaga að slíku bankasambandi hefur nú verið lögð fram. Ef slíkt kerfi hefði verið hluti af EES fyrir fjármálakreppu hefði það skipt sköpum fyrir okkur, Íra og Spánverja. Aðild að slíku kerfi er líka forsenda þess að hægt sé að sjá fyrir sér að íslenskt fjármála- kerfi geti aftur nýtt sér frjálsar fjármagnshreyfingar á sameigin- legum evrópskum markaði og lág- markað áhættu íslensks almenn- ings af alþjóðlegri starfsemi íslenskra banka og af innstæðu- tryggingum vegna skuldbindinga þeirra erlendis. Það vinnur líka gegn því misvægi sem birtist nú í ólíkum fjármögnunarkjörum banka eftir því hver bakhjarlinn er og misjafnri tiltrú á innstæðu- tryggingar. Árangurinn mun þó verða í réttu samhengi við það hversu miklum fjármunum ríki evrusamstarfsins eru tilbúin að heita til þessa verkefnis. Þær tillögur sem nú hafa verið kynntar gera ekki ráð fyrir að aðildarríki ESB utan evrusam- starfsins verði sjálfkrafa þátt- takendur í bankasambandinu. Ef þau kjósa slíka þátttöku, verða þau að skuldbinda sig til að inn- leiða án tafar allar ákvarðanir sem Evrópski seðlabankinn tekur og varða starfsemi einstakra fjár- málastofnana á hinum evrópska markaði. Vandséð er að EFTA- ríkin geti tekið þátt í þessari nýju umgjörð, jafnvel þótt það byðist, og það væri útilokað fyrir Ísland að óbreyttri stjórnarskrá. Umgjörð um aukinn aga í rík- isrekstri aðildarríkjanna hefur þegar verið útfærð að miklu leyti. Hún myndi torvelda stjórnlausan hallarekstur og gera ríkjum erfið- ara fyrir að fela útgjöld og fegra ríkisreikninginn. Slík umgjörð myndi hjálpa okkur mjög. Það er hollt að muna að efnahagsvandi á Íslandi undanfarna áratugi hefur nær ávallt verið vegna þess að stjórnvöld hafa misst stjórn á eftirspurnarhlið hagkerfisins, en ekki vegna ytri áfalla. Eina undantekningin frá því er krepp- an sem fylgdi hruni síldarstofns- ins 1968. Við höfum ekki tamið okkur þann hagstjórnaraga sem þurft hefði til að gera okkur kleift að takast á við þensluáhrif stór- framkvæmda eða aflaaukningu. Það er því líklega erfitt að finna land sem myndi hafa meiri aug- ljósan hag af því að undirgang- ast skuldbindingu um bætta hag- stjórn og aukinn aga í ríkisrekstri en Ísland. Ef þessar úrbætur á evrusvæð- inu takast vel bendir allt til að aðild að ESB og upptaka evru sé heppilegur kostur fyrir Ísland. Ef Ísland verður hluti af slíku evru- samstarfi getum við tekist betur á við þá áhættu sem felst í frjáls- um fjármagnsflutningum, enda ekki lengur hægt að spila á gengi krónunnar í viðskiptum á mark- aði og við myndum njóta góðs af bankasambandinu. Íslenskir bankar gætu starfað á evrópskum markaði á jafnréttisgrundvelli án óbærilegrar áhættu fyrir íslensk- an almenning. Það myndi bæta samkeppnisstöðu hagkerfisins og auðvelda aðgang okkar að fjár- magni á bestu kjörum. Reynslan af skuldakreppunni sýnir þó að kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið og að útflæðisvandi getur birst á skuldabréfamarkaði þótt engum gjaldeyrismarkaði sé til að dreifa. Mikilvægt er að meta þá áhættu rétt og hvernig hægt er að bregðast við henni með skyn- samlegri hagstjórnarstefnu. Ég hef áður rakið að EES-samn- ingurinn er í öngstræti og mun ekki að óbreyttu gera okkur kleift að afnema höft og láta íslenskt fjármálakerfi búa við hliðstæð- an rekstraraga og fjármálakerfi í öðrum ríkjum á innri markaðnum. Sú staðreynd ein gerir það óhjá- kvæmilegt að við höldum áfram umsóknarferlinu og tökum sam- hliða þátt í því úrbótaferli á evru- samstarfinu sem fram undan er. Okkur liggur ekkert á. Við þurf- um á óvissutímum að halda öllum dyrum opnum. Glerperlur, eldvatn og logandi bál? Bæjarstjórnir Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftaness hafa báðar komist að þeirri niðurstöðu að það sé skynsamlegur kostur að sameina þessi tvö sveitarfélög. Þess vegna ákváðu þær í júní sl. að mæla með því að kosið verði um samein- ingu þeirra. Sú kosning fer fram 20. október næstkomandi í báðum sveitarfélögunum. Bæjarstjórnirn- ar voru sammála um að sameining sveitarfélaganna væri hagkvæm- ur kostur hvort sem horft væri til menningarlegra, skipulagslegra eða rekstrarlegra þátta. Ég mæli með sameiningu Stöðu minnar vegna hef ég að sjálf- sögðu þurft að kynna mér málið mjög vel, fara yfir allar rekstrar- forsendur og reyna að sjá allar hlið- ar málsins. Mín niðurstaða er sú að það sé mjög skynsamlegt að þessi tvö sveitarfélög sameinist. Sam- einað sveitarfélag verður stærra og öflugra og stendur betur að vígi í frekari umræðu um sameiningu á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur meira bolmagn til framkvæmda og möguleikar á rekstrarlegri hag- kvæmni eru meiri. Auðveldara er að skipuleggja byggð þessara sveit- arfélaga sem eina heild heldur en ef t.d. Reykjavík færi með skipulags- valdið á Álftanesi, sem er líklegt að gerist verði málið fellt. Stund- um heyrist sú umræða að skyn- samlegt væri að fara með flugvöll- inn úr Vatnsmýrinni út á Löngusker rétt utan við strönd Álftaness. Hvað myndi það þýða fyrir Garðabæ og Álftanes? Staðreyndir um skuldir og rekstur á Álftanesi Skuldir og skuldbindingar Álftaness voru 7,2 milljarðar í árslok 2009. Þessari tölu var margoft slegið upp í öllum fréttamiðlum á þeim tíma þegar mest var rætt um þær ógöng- ur sem sveitarfélagið var komið í. Í hugum margra er þetta enn sú tala sem stuðst er við þegar rætt er um skuldastöðu sveitarfélagsins. Stað- reyndin er sú að þessi tala verður komin niður í 3,2 milljarða í árs- lok 2012 verði sveitarfélögin sam- einuð. Bókfærðar eignir Álftaness í árslok 2012 eru áætlaðar 3,4 millj- arðar og því er eigið fé jákvætt sem því nemur. Einnig hefur mikil tiltekt verið gerð í rekstri sveitar- félagsins. Reksturinn hefur verið í góðu jafnvægi á árinu og er áætl- að að tekjur umfram rekstrargjöld án fjármagnsliða verði 277 millj- ónir á árinu 2012, en fjármagngjöld vegna 3,2 milljarða skuldar eru áætlaðar 107 milljónir. Ég fullyrði að skuldastaða Álftnesinga, þ.e. 3,2 milljarðar, mun engin áhrif hafa á núverandi álögur eða þjónustustig fyrir íbúa í Garðabæ verði af sam- einingu. Framtíðarsýn Það er nauðsynlegt að horfa fram í tímann þegar fjallað er um jafn stórt mál og sameiningu sveitar- félaga. Ég er þess fullviss að til lengri tíma litið sé sameining þess- ara sveitarfélaga afar hagkvæmur og skynsamlegur kostur. Með okkar góðu grönnum eigum við að byggja upp enn sterkara samfélag, þar sem traustur fjárhagur, lágar álögur, frjálst val íbúanna um margvíslega og fjölbreytta þjónustu, góða skóla og öflugt íþrótta- og tómstunda- starf er haft að leiðarljósi. Að auki eigum við í sameinuðu sveitarfélagi að leggja áherslu á verndun okkar fjölbreyttu og verðmætu útivistar- svæða sem eiga varla sinn líka á höfuðborgarsvæðinu. Upplýst ákvörðun Kynningarátak um sameininguna hófst formlega með opnun vefsíð- unnar www.okkarval.is. Þar er að finna margvíslegan fróðleik og þar er m.a. aðgengileg ítarleg greinar- gerð um sameininguna, auk þess sem hægt er að senda inn fyrir- spurnir og hugleiðingar. Helsta markmið átaksins er að hvetja fólk til að kynna sér málið vel og taka upplýsta afstöðu. Ég hvet íbúa og aðra þá sem hafa áhuga á sveitar- stjórnarmálum til að kynna sér vef- inn og efni hans. Á næstu dögum og vikum verða kynningar í félögum í sveitarfélögunum, haldnir verða borgarafundir og að auki verður bæklingi dreift í öll hús. Skynsamlegt að sameina Garðabæ og Álftanes Sveitarstjórnar- mál Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar Sameinað sveitar- félag verður stærra og öflugra og stendur betur að vígi … Evrópumál Árni Páll Árnason alþingismaður Ef þessar úrbætur á evrusvæðinu takast vel bendir allt til að aðild að ESB og upptaka evru sé heppilegur kostur fyrir Ísland. Þar sem hjartað slær www.midborgin.is ERT ÞÚ GLEÐIGJAFI? Við leitum ljósgjafa, skapandi fólks sem vill taka þátt í að hlýja upp mið- borgina á aðventunni og mynda hina sönnu hátíðar stemmingu. Höfuðborgarstofa og Miðborgin okkar standa að Jólaborginni Reykjavík. Atburðir verða á fjöl- mörgum reitum frá Hlemmi, niður eftir Laugavegi, Skólavörðustíg og allt vestur að Gömlu höfninni. Við leitum að kórum, harmonikkuleikurum, ALVÖRUjólasveinum, lúðrasveitum og öðrum þeim sem geta glatt gesti og gangandi í jólaösinni. Hvað gerir þú skemmtilegt? Sendu línu á heidrun.hakonardottir@reykjavik.is ef þú vilt vera með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.