Fréttablaðið - 22.09.2012, Side 24
22. september 2012 LAUGARDAGUR24
E
r Á sama tíma að ári
ekki barn síns tíma,
á það eitthvert erindi
við okkur í dag? „Ég
spurði nú sjálfa mig
þessarar sömu spurn-
ingar þegar þetta kom upp. Ég
man líka svo vel eftir Sigga og
Tinnu í þessum hlutverkum og
finnst eitthvað svo stutt síðan
þau léku þetta, þótt það séu víst
að verða fimmtán ár. Ég hafði sem
sagt smá efasemdir en svo las ég
verkið og sá að þessi saga á alltaf
við. Maður fer alveg með þessum
persónum í gegnum litróf lífsins
og þroskast með þeim á þessum
tuttugu og fimm árum sem verkið
spannar. Það speglar líka svo vel
sjálfstæðisbaráttu kvenna, í byrj-
un er hún algjörlega ómenntuð og
alveg græn og bara
ofboðslega ánægð með
líf sitt, á þrjú börn og
býr í yndislegu raðhúsi
og fer í keilu þrisvar í
viku. En fer svo að
finna fyrir leiða, leit-
ar sér menntunar og
endar sem atvinnurek-
andi.“ Framhjáhald er
nú ekki beint fallegt
umfjöllunarefni, eða
hvað? „Nei, auðvitað
ekki og enginn sem
er fylgjandi því, en
málið er að manni fer
að þykja svo vænt um
þau að maður gleym-
ir því næstum að þau
eigi annað líf og heldur
alveg með þeim í þessu
framhjáhaldi.“
Þú hefur ekki verið
þekkt sem gamanleik-
kona hingað til, hvern-
ig gengur það? „Ég hef
minna gert af því, já.
Auðvitað er kómík alls
staðar, en ég hef ekki
gefið mig út fyrir að
vera neitt fyndin, enda
er ég það alls ekki nema í þröng-
um hópi náinna vina. Ég kann til
dæmis ekki að segja brandara. En
Á sama tíma að ári er ekki beint
gamanleikrit, allavega alls ekki
farsi. Rómantískur gamanleikur
með alvarlegan undirtón, lýsir
því eiginlega best. Fyndnin ligg-
ur í textanum og kringumstæð-
unum, en ekki í neinum ærslum
á sviðinu.“
Skrifin fara aldrei langt frá manni
Strax að lokinni frumsýningu Á
sama tíma að ári fer Nína Dögg
að æfa næsta verkefni sem er upp-
færsla Vesturports á Bastörðum í
samvinnu við Borgarleikhúsið. Er
eitthvað fleira í pípunum? „Það er
alltaf alls kyns í gangi, sko. Við
erum að fara til New York með
Faust núna um jólin og ég Ingvar
og Gísli erum að fara til London
í janúar og sýna Hamskiptin á
staðnum þar sem við byrjuðum,
í Lyric Hammersmith-leikhúsinu
þar sem verið er að setja upp The
best of Lyric með alls konar sýn-
ingum sem hafa verið hjá þeim í
gegnum tíðina. Þar verðum við í
sex vikur og svo kem ég heim og
held vonandi áfram í Á sama tíma
að ári og Bastörðum. Það er alltaf
nóg að gera.“
Þú hefur verið einn af handrits-
höfundum Vesturports í gegnum
tíðina. Heillar það þig að skrifa
ein? „Nei, ég hef ekki það sem
þarf til þess. Mér finnst ofsa-
lega gaman að fá hugmyndir og
þróa þær áfram en þegar kemur
að því að skrifa þær út þarf ég
að fá einhvern annan í lið með
mér. Við Unnur Ösp erum til
dæmis búnar að vera að vinna að
hugmynd saman í fimm ár sem
er okkur mjög kær. Við höfum
unnið mikla rannsóknarvinnu,
þróað karaktera og strúktúr og
nú er komið að því að barnið fari
að fæðast. Það er sjónvarpssería
sem ber vinnutitilinn Fangar og
fjallar um konur í fangelsi og er
núna að fara á fullan skrið. Við
erum komnar með frábæra hand-
ritshöfunda með okkur, þau Mar-
gréti Örnólfs og Jóhann Ævar, og
framleiðslufyrirtækið Mistery,
sem hefur unnið með okkur að
mörgum verkefnum, er að undir-
búa framleiðslu sem væntanlega
fer í gang fljótlega. Þannig að
skrifin fara aldrei neitt langt frá
manni og það finnst mér ógeðs-
lega skemmtilegt.“
En að leikstýra, hefur þig aldrei
langað til þess? „Nei. Það hefur
aldrei heillað mig. Ég gekk alveg í
gegnum það að velta því fyrir mér
hvort það væri vegna þess að ég
liti ekki nógu stórt á mig eða fynd-
ist ég ekki nógu góð, en það hefur
ekkert með það að gera – ég hef
bara ekki áhuga á því.“
Finnst þér þú kannski
standa í skugganum af
eiginmanninum? „Nei,
það hefur mér aldrei
fundist. Við höfum
alltaf verið svo sam-
stíga í þessu, stundum
er voða mikið að gera
hjá honum og stundum
hjá mér og við lögum
okkur bara að því. En
við vorum orðin par
áður en við byrjuðum
í leiklistarskólanum
þannig að líf okkar
hefur bara snúist um
leiklistina og svo erum
við auðvitað hluti af
þessum stóra hópi sem
er Vesturport, þar sem
við vinnum öll saman
og komum okkar hug-
myndum á framfæri,
þannig að það hefur
aldrei komið til að
einhver væri meiri
en annar.“ Þú ert eig-
inlega eina konan í
toppsæti hjá Vestur-
porti, er ekkert erfitt
að þurfa að kljást við alla þessa
karla? „Við höfum nú yfirleitt
verið þrjár. Ég, Nanna Kristín,
sem er reyndar í Kanada núna að
læra leikritaskrif, og Rakel Garð-
arsdóttir framkvæmdastjórinn
okkar, sem er sko alvöru kona,
þannig að þetta hefur alls ekki
verið neitt erfitt. Þeir gera bara
allt sem við segjum þeim að gera.
Vesturport væri ekki til ef við
værum ekki þarna.“
Hugsa ekki um að meika það
Nú er Vesturport búið að starfa
ansi lengi og hópurinn verið á
miklum ferðalögum saman, eruð
þið ekkert orðin leið hvert á öðru?
„Nei, alls ekki. Það vinna allir í
sínu út um allt og svo komum við
bara öll saman í ákveðin verkefni
og eigum hvort annað alltaf að.
Vesturport átti fyrst og fremst að
vera vettvangur til að þróa okkur
sem listamenn, koma hugmyndum
okkar á framfæri og fá stuðning
hvert frá öðru til að láta drauma
okkar rætast. Og það hefur verið
þannig allan þennan tíma. Við
gerðum einhvern tíma eitthvað
manifestó, en við vorum fljót að
henda því, þetta litla upphaflega
manifestó er alveg nógu gott og
hefur virkað vel fyrir okkur. Þetta
er bara ótrúlega gott öryggisnet
og ég er óskaplega þakklát fyrir
þessa yndislegu vini mína og fjöl-
skyldu, því þau eru auðvitað orðin
eins og fjölskylda manns. Auðvi-
tað hefur ýmislegt komið upp á en
sem betur fer erum við svo flink
að við höfum alltaf náð að leysa
það og knúsast. Bara svona eins
og gerist í eðlilegum fjölskyldum.“
Ykkur Gísla hefur aldrei dottið í
hug að setjast að erlendis og reyna
að skapa karríer þar? „Nei, ekki
setjast að. Við höfum auðvitað
verið langdvölum erlendis, vorum
til dæmis ár í London og fjóra
mánuði í Noregi, en ég get ekki
hugsað mér að flytja alfarið frá
Íslandi. Það er best að vera hér.
Hér er kjarninn okkar og beisið
og okkur finnst best að vinna sýn-
ingarnar okkar hér og fara síðan
með þær út. En það er ýmislegt í
bígerð og kannski munum við fara
út í eitt ár eða svo, en ekki til að
búa í lengri tíma. Það myndi ég
aldrei vilja.“
Hvað með kvikmyndafram-
ann, heillar ekkert að reyna að
ná fóstfestu í þeim bransa erlend-
is? „Neeeei, held ekki. Auðvi-
tað myndi ég ekki segja nei ef
mér væri boðið hlutverk í Holly-
wood-mynd, en að flytja þangað
til að mæta í endalausar prufur
og kynna sjálfan sig heillar mig
ekki. Ég geri mér líka grein fyrir
því að ég er orðin 38 ára og tæki-
færin bíða ekkert í röðum. Ég var
með Gísla í Marokkó við tökurn-
ar á Prince of Persia og það var
alveg dásamlegur tími. Gaman að
kynnast öllu þessu fólki og fá að
nasa aðeins af þessum heimi, en
ég hugsa aldrei um það að meika
það sem kvikmyndastjarna, það er
svo óraunverulegt. Fyrir utan það
að drævið mitt er hér.“
Kom einhvern tíma til greina að
verða eitthvað annað en leikkona?
„Eiginlega ekki. Amma mín, Sól-
veig Guðlaugsdóttir, er stórkostleg
kona og hún sagði við mig þegar
ég var mjög lítil að ég skyldi finna
mér starf sem ég hefði ánægju af,
því maður eyddi svo miklum tíma í
vinnunni. Það síaðist rækilega inn.
Ég hef alltaf verið litli trúðurinn
sem vildi bara hafa gaman, hoppa
út um allt og vera hress. Þannig að
leiklistin hentaði mér í alla staði.
Það eru líka ótrúleg forréttindi að fá
að vinna við það sem maður elskar,
það gefur manni endalausan kraft.“
Auðvitað er kómík alls staðar
Nína Dögg Filippusdóttir hefur verið áberandi í leiklistinni undanfarin ár, í sýningum Vesturports sem hún og maður hennar,
Gísli Örn Garðarsson, stofnuðu ásamt hópi fólks, í kvikmyndum og hjá Borgarleikhúsinu. Um næstu helgi stígur hún á svið í
aðalhlutverki í Á sama tíma að ári. Friðrika Benónýsdóttir ræddi við hana um sýninguna, Vesturport, skrifin og draumana.
FJÖLHÆF Nína Dögg Filippusdóttir leikkona hefur nóg að gera. Hún leikur annað tveggja hlutverka í Á sama tíma að ári, semur
handrit að sjónvarpsþáttaseríu, mun leika í Bastörðum og sinnir börnum, svo örfátt sé nefnt. En hana langar ekkert að meika
það í Hollywood. Drævið er hér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ég hef ekki
gefið mig
út fyrir að
vera neitt
fyndin, enda
er ég það alls
ekki nema
í þröngum
hópi náinna
vina.
Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI
Höfundur: Bernard Slade
Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson
og Bjarni Haukur Þórsson
Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson
Leikmynd: Ásta Ríkharðsdóttir
Búningar: Stefanía Adolfsdóttir
Lýsing: Þórður Orri Pétursson og
Garðar Borgþórsson
Tónlistarstjórn: Frank Þórir Hall
Tónlist: Tilbury
Sviðshreyfingar: Guðmundur Elías
Knudsen
Leikarar: Nína Dögg Filippusdóttir
og Guðjón Davíð Karlsson
Frumsýning á stóra sviði Borgarleik-
hússins 28. september