Fréttablaðið - 22.09.2012, Side 26

Fréttablaðið - 22.09.2012, Side 26
22. september 2012 LAUGARDAGUR26 S amantekt Hagstofu Íslands á íslenskum mannanöfnum og nafn- giftum barna á síðasta ári sýnir að þrátt fyrir að hin hefðbundnu nöfn, eins og Jón og Guðrún, séu enn algengust hill- ir jafnvel undir breyt- ingar. Vinsælustu nöfn barna sem fæddust á síðasta ári eru Aron og Emilía (eða Emelía), en það eru sömu nöfn og voru vinsælust árið áður. Árin þar áður trónuðu nöfnin Alexander og Viktor á toppnum hjá svein- börnum, en Anna hjá stúlkum. Fróðlegt er að bera saman tölfræðina yfir barnanöfn og algeng- ustu nöfnin, þar sem talsverður munur er á. Jón er vitanlega enn langsamlega algengasta nafn- ið meðal karla eins og það hefur verið um aldir. Til dæmis hét fjórði hver karlmaður á Íslandi Jón þegar manntalið 1703 var tekið. 5.371 maður hét Jón að eig- innafni um síðustu áramót, sem er meira en eittþúsund manns yfir Sigurði sem er í öðru sæti, en Guðmundur kemur þar rétt á eftir. Guðrún er algengasta kven- mannsnafnið, eins og það var árið 1703, þar sem tæplega fimm þús- und konur báru það nafn, Anna er í öðru sæti og Sigríður í því þriðja. Þessi röð algengustu nafna hefur haldist lítið breytt um langa hríð. Þessi tvö nöfn hafa hins vegar fallið nokk- uð í vinsældum og er Jón í sjöunda sæti yfir algengustu nöfn sveina sem fæddust í fyrra, og Guðrún féll niður í 12. til 13. sæti. Annað sem vekur athygli er að nafnið Sigríður hafði fallið allt niður í 39. sæti. Mikið hefur verið rætt um „ný“ nöfn og vissulega er að sjá snarpa fjölgun í stök- um nöfnum. Eitt skýr- asta dæmið er nafn- ið Baltasar. Nú bera 52 það nafn og níu til viðbótar hafa það sem millinafn. Það er mikið stökk frá því sem áður var, en samkvæmt B.Ed.-ritgerð sem skrifuð var við Háskóla Íslands fyrir nokkru voru aðeins fjórir sem báru það nafn fyrir árið 2000, þar á meðal leikstjórinn Baltasar Kormákur, faðir hans og sonur. Annað dæmi er Breki, en það fór ekki að njóta verulegra vin- sælda fyrr en um miðjan tíunda áratuginn. Árið 2007 voru hins vegar 110 sem báru það sem ■ ALGENGUSTU MANNANÖFN ÍSLENDINGA Jó n Guðrún SigurðurA n n a Sigríður Kristín Margrét H el ga Sigrún Ingibjörg Jóhanna M aría G u ð m u n d u r G u n n ar Ó lafu rEi n ar K ristján Magnús Stefán Jó h an n Námskeiðið er fyrir þá sem vilja njóta lífsins, lifa lífinu aðeins hægar og huga að andlegri og líkamlegri líðan. Dvölin gefur einnig einstakt tækifæri til að taka upp nýjar og skynsamlegar leiðir hvað varðar hreyfingu, næringu og svefn. Innifalið er ljúffengur og hollur matur í öll mál, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi, líkamsrækt og yoga. Nudd og val um ýmsar meðferðir í boði. Verð á mann kr. 121.900. 7 daga heilsudvöl 11.-18. nóvember Jón og Gunna á undanhaldi Hagstofa Íslands gaf á dögunum út tölfræði um íslensk mannanöfn. Í athugun Þorgils Jónssonar kemur glögglega í ljós að þrátt fyrir að Jón og Guðrún séu enn algengustu nöfnin eru breytingar við sjóndeildarhringinn. Hefðbundnari nöfn færast neðar á vinsældalista íslenskra barnanafna og þess verður eflaust ekki langt að bíða að sætaskipti verði á topplistunum. Þrátt fyrir að bókstafur- inn z hafi verið settur út af sakramentinu með fyrirmælum stjórnvalda á átt- unda áratugnum er þó leyfilegt að að nota hann í ritun nafna af erlendum uppruna. Í úrskurðum mannanafnanefndar er ekki fallist á notkun setunnar í nöfnum, nema sannarleg hefð sé fyrir slíku. Í mannanafnaskrá eru 14 karlmanns- nöfn með z en aðeins eitt kven- mannsnafn. Karlanöfn: Ebenezer, Franz, Fritz, Gizur, Klemenz, Lauritz, Lórenz, Moritz, Zakaría, Zak- arías, Zophanías, Zóphanías, Zophonías, Zóphonías. Kvennafn: Franziska. ■ ÚTLÆGIR BÓKSTAFIR – LEYFILEG NÖFN fyrsta nafn, en 270 sem annað nafn. Um síðustu áramót voru þeir orðnir 134 að fyrra nafni og 387 að öðru nafni. Hvað varðar kvenmannsnöfn má ef til vill helst tala um spreng- ingu með nafnið Ísabella. Það náði ekki almennri útbreiðslu fyrr en einmitt upp úr 1995 og tólf árum síðar voru þær orðnar 176 talsins og 249 um síðustu áramót. Ef fram fer sem horfir er því næsta víst að Jón og Gunna munu gefa eftir, hlutfallslega alltjent, og þau nöfn sem hingað til hafa talist nýjabrum verða orðin landsmönn- um töm. Þá er kannski skammt þess að bíða að forsetahjónin Embla Líf og Tristan Blær setjist að á Bessa- stöðum. heita nú Baltasar. Þeir voru aðeins fjórir talsins árið 2000. 52 ARON OG EMILÍA Þess er skammt að bíða að ekki verði lengur hægt að nota hugtakið „Jón og Gunna“ þegar talað er um ósköp venjulegt fólk. Hvort það verður „Aron og Emilía“, „Ísabella og Breki“ eða einhver önnur nöfn sem munu leysa Jón og Gunnu af hólmi mun tíminn einn leiða í ljós.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.