Fréttablaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 88
22. september 2012 LAUGARDAGUR48 48
menning@frettabladid.is
Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld er
tilnefndur til hinna norrænu kvik-
myndatónlistarverðlauna, Hörpu,
fyrir tónlist sína í kvikmyndinni
Andlit norðursins, sem fjallar um
ljósmyndarann Ragnar Axelsson
– RAX. Verðlaunin sem hétu til
skamms tíma Norrænu kvikmynda-
tónlistarverðlaunin, voru nýlega
endurnefnd en þau voru fyrst afhent
í Noregi 2009.
Hörpuverðlaunin verða veitt í
fjórða sinn 6. október á veglegri
athöfn í Hörpu. Verðlaunin nema
10.000 evrum, jafnvirði 1,6 milljóna
króna, auk sérstaks verðlaunagrips
sem Ragnar Kjartansson hefur
hannað.
Sérstakar sýningar verða á hinum
fimm tilnefndu kvikmyndum Norð-
urlandanna dagana 5. og 6. október
auk þess sem gestum gefst kostur
á að hlýða á tónskáldin tilnefndu
fjalla um verk sín og nálganir í sér-
stökum pallborðsumræðum síðdegis
laugardaginn 6. október.
Hilmar Örn tilnefndur
HILMAR ÖRN HILMARSSON Tilnefndur
til Hörpuverðlaunanna fyrir tónlist í
myndinni Andlit norðursins.
Víkingur Heiðar Krist-
jánsson flytur tónleika í
minningu Glenns Gould,
frægasta píanóleikara 20.
aldarinnar.
Á þriðjudaginn kemur hefði kan-
adíski píanóleikarinn Glenn Gould
orðið áttræður. Þann dag held-
ur Víkingur Heiðar Kristjánsson
píanóleikari tónleika í Hörpu undir
yfirskriftinni Önnur hugmynd um
norðrið. Heitið kallast á við útvarps-
þætti sem Gould gerði, The Idea of
North, en í þeim talaði Gould við
íbúa sem bjuggu á afskekktum slóð-
um í Kanada. Gould er í miklu upp-
áhaldi hjá Víkingi Heiðari en hug-
myndin að því að hann setti saman
dagskrá í minningu listamanns-
ins kom frá Peter Paul Kainrath,
listrænum stjórnanda Busoni-tón-
listarhátíðarinnar á Ítalíu. „Hann
hringdi í mig með það erindi að
vinna að tónleikum tileinkuðum
Gould, diskurinn minn hafði vakið
með honum hugrenningartengsl við
Gould og þannig varð þessi dagskrá
til.“
Tónleikarnir eru nokkurs konar
samtal Víkings Heiðars við píanó-
leikarann sem er þekktasti píanó-
leikari 20. aldarinnar. „Mig lang-
aði til að gera eitthvað óvenjulegt.
Og vinna þannig í anda Goulds sem
stundaði mikla tilraunastarfsemi
sjálfur. Þannig varð úr að annars
vegar setti ég saman prógramm þar
sem ég vann með einangrunarstef-
ið, sem Gould hafði sjálfur unnið
með í þáttum sínum um norðrið.
Hins vegar fann ég til margvís-
lega búta úr viðtölum við Gould og
leik þá á milli verka. Ég hafði stúd-
erað Gould töluvert mikið og vissi
því hvar ég gat leitað fanga,“ segir
Víkingur Heiðar.
Gould var mjög frægur fyrir túlk-
un sína á Bach og fyrri hluti tón-
leikanna er helgaður verkum hans.
Á síðari hluta tónleikanna verða síð-
rómantísk verk eftir Brahms, Grieg,
Sibelius og Wagner; verk sem á einn
eða annan hátt tengjast Gould og
þema útvarpsþáttarins.
„Gould var mjög skapandi og
fyrir utan píanóleik sinn gerði hann
bæði sjónvarps- og útvarpsþætti.
Þess má svo geta að hann hætti
að koma fram á tónleikum 32 ára,
hann vildi hafa fullkomna stjórn á
aðstæðum og það er auðvitað ekki
hægt á tónleikum. Að mínu mati
var hann mest skapandi og túlk-
andi listamaður síðustu aldar og
hann hefur haft mjög mikil áhrif
á mig. En það eru svo sem skiptar
skoðanir á honum, ég hitti frægan
píanista á dögunum sem spurði mig
hvernig ég þoldi Gould,“ segir Vík-
ingur Heiðar sem hefur flutt dag-
skrá sína um norðrið tvisvar á áður-
nefndri Busoni-hátíð og svo núna í
vikunni á MITO-hátíðinni í Mílanó.
Víkingur Heiðar flytur dag-
skrána svo í Eskifjarðarkirkju í
dag klukkan þrjú og sem fyrr segir
í Norðurljósasal Hörpu klukkan átta
á þriðjudag. sigridur@frettabladid.is
VÍKINGUR HEIÐAR OG ÖNN-
UR HUGMYND UM NORÐRIÐ
TALAR TIL GOULD Víkingur Heiðar leikur tónlist sem tengist píanóleikaranum Gould á
einn eða annan hátt á tónleikunum sem haldnir verða á þriðjudag. MYND/KARÓLÍNA
Auk þess að sinna tónlistinni vinnur Víkingur Heiðar um
þessar mundir að gerð sjónvarpsþátta um tónlist ásamt
Höllu Oddnýju Magnúsdóttur sambýliskonu sinni. „Við
erum á lokasprettinum, erum búin að taka upp ýmislegt
og Halla er nú í Bretlandi að tala við alls konar áhugavert
fólk, taugasérfræðinga, heimspekinga og þar fram eftir
götunum,“ segir Víkingur Heiðar. Þættirnir fjalla um
tónlist frá margvíslegum sjónarhornum. „Við ætlum til
dæmis að útskýra trixin í tónlistinni í einum þættinum,
hvernig tónlist virkar á fólk. Svo munum við fjalla um
hlutverk flytjandans og skoða ólík sjónarmið listamanna
á það, við fjöllum um ljóðasöng og nýja tónlist, svo eitt-
hvað sé nefnt.“
Víkingur Heiðar segir að meðal þeirra sem hafi veitt
honum innblástur við gerð þáttanna hafi verið Glenn
Gould. „Gould og Leonard Bernstein gerðu báðir þætti
um tónlist sem eru virkilega góðir og hafa gefið mér ótal
hugmyndir.“
TRIXIN Í TÓNLISTINNI
Félag fagfólks um offitu stendur
fyrir rannsóknar- og málþingi
Föstudaginn 28. september 2012 í sal Læknafélags Íslands
í Hlíðarsmára 8, Kópavogi
Rannsóknarþing
8:30 Móttaka og skráning
9:00 Rannsóknar- og málþing sett
9:10 Tengsl fæðuvals og hlutfallslegrar skiptingar orkuefnanna við langtíma
þyngdarbreytingar meðal fullorðinna. Ingibjörg Gunnarsdóttir /
Anna Sigríður Ólafsdóttir
9:30 Tengsl mataræðis á fyrsta aldursári við líkamsþyngdarstuðul sex ára
barna. Birna Thorisdottir
9:45 Líkamsþyngdarstuðull barna á höfuðborgarsvæðinu.
Breytingar og ályktanir. Stefán Hrafn Jónsson
10:00 Holdafar, menntun og mataræði karla og kvenna í borg og bæ.
Hrafnhildur Guðjónsdóttir
10:15 Kaffi
10:30 Ofþyngd og offita hjá fólki á miðjum aldri 2007 – 2010
í REFINE-Reykjavík rannsókn Hjartaverndar. Bolli Þórsson
10:45 Heilsa kvenna í yfirvigt í tengslum við námskeiðið „Njóttu þess að
borða“: sex og tólf mánaða eftirfylgd. Helga Lárusdóttir
11:00 Langtímaáhrif offitumeðferðar á þyngd, andlega líðan og lífsgæði.
Bjarni Kristinn Gunnarsson
11:15 Áhrif hjáveituaðgerðar á maga og görnum á beinabúskap og
líkamssamsetningu (frumniðurstöður). Díana Óskarsdóttir
11.30 Árangur offitumeðferðarinnar á Reykjalundi með eða án
magahjáveituaðgerðar, 2 ára eftirfylgd. Anna Njálsdóttir
11:45 Matarhlé
Málþing um meðferðarúrræði
12:30 Greining, ráðgjöf og meðferð ofþyngdar og offitu fyrir fullorðna ein-
staklinga í íslensku heilbrigðiskerfi árið 2011. Erla Gerður Sveinsdóttir
12:50 Kynningar meðferðarúrræða frá: Heilsugæslunni á höfuðborgar-
svæðinu, Heilsugæslunni á Húsavík, Fjórðungssjúkrahúsinu á
Neskaupsstað, Heilsustofnun NFLÍ, MFM miðstöðinni,
Heilsuskóla Barnaspítalans.
14:30 Kaffi
Kynningar meðferðarúrræða frá: Kristnesi, Reykjalundi, LSH-hjáveitu
aðgerðir og Heilsuborg.
15:30 Hvert verður hlutverk heilbrigðiskerfisins varðandi offitu?
Pallborðsumræður með þátttöku stjórnmálamanna og aðila úr heil
brigðisþjónustunni
16:30 Þingi slitið
Þátttökugjald fyrir félagsmenn FFO og námsfólk 5.000 kr.
Þátttökugjald fyrir aðra 7.500 kr
Kaffi og matur í hádegi er innifalið.
Látið þess getið við skráningu ef vilji er til að gerast félagi
Skráning fer fram á netfanginu ffovisindi@gmail.com.
Þáttökugjald greiðist við skráningu inn á reikning Félags fagfólks um offitu
nr. 549 – 26 - 6401 Kt. 640103 – 2560
Mótettukór Hallgrímskirkju
Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag
Stjórnandi: Hörður Áskelsson
29. des. kl. 17: kantötur I-IV
30. des. kl. 17: kantötur I,II,V,VIELDBORG, HÖRPU
Í H
ÖR
PU
FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20
2. sýn: Föstudaginn 26. október
3. sýn: Laugardaginn 27. október
4. sýn: Sunnudaginn 4. nóvember
5. sýn: Laugardaginn 10. nóvember
6. sýn: Laugardaginn 17. nóvember
Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is - sími 528 5050 - midasala@harpa.is
WWW.OPERA.IS
TEIKNISMIÐJA Í BORGARBÓKASAFNI Boðið verður upp á teiknismiðju fyrir börn á aldrinum 3-14 ára í
aðalsafni Borgarbókasafnsins á morgun. Afrakstur smiðjunnar verður sendur í alþjóðlegu teiknisamkeppnina Colorful
Rights. Leiðbeinandi í smiðjunni er Kristín Arngrímsdóttir, listamaður, rithöfundur og starfsmaður Borgarbókasafns.