Fréttablaðið - 02.10.2012, Side 14
14 2. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR
Síðustu átta mánuði voru skráðar 1.459 nauðungarsölubeiðnir á fasteignum
hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Fjórar
afborganir af einu láni geta verið næg
ástæða fyrir banka til að setja heimili á
nauðungaruppboð. Við það þurrkast út
milljónir sem fjölskylda hefur borgað
bankanum samviskusamlega árum saman.
Eign fjölskyldunnar verður í besta falli á
núlli og jafnvel kemur fjölskyldan stór-
skuldug út úr hremmingunum ofan á það
að missa heimili sitt.
Það er lítið mál fyrir banka að óska eftir
nauðungarsölu á fasteign og í rauninni
alveg frábær valkostur og áhættan lítil.
Þegar banki óskar eftir nauðungarsölu er
lítil hætta á að aðrir bjóði í fasteignina.
Þess vegna getur bankinn boðið mjög lágt
og dæmi eru um að banki leysi til sín eignir
allt niður í 20.000 krónur á m² þegar mark-
aðsvirði á íbúðarhúsnæði er í kringum
250.000 krónur á m². Við endursölu getur
bankinn bókfært mismuninn á nauðungar-
kaupverðinu og söluverðinu sem hagnað.
Hagnaður bankanna er m.a. að færa starfs-
mönnunum bónusa og jafnvel eignarhlut.
Fjölskylda sem verður fyrir nauðungar-
sölu er ekki endilega laus við bankann. Ef
eitthvað stendur út af af láninu skuldar
fjölskyldan bankanum það enn þá. Bankinn
getur því haldið áfram að andskotast í fjöl-
skyldunni, sem er á götunni, út yfir gröf og
dauða. Þetta á m.a. við um fjölskyldur sem
hafa fengið 110% leiðréttingu fasteigna-
lána og eru beittar nauðungarsölu. Leysi
bankinn til sín heimilið á nauðungarupp-
boði skuldar fjölskyldan bankanum enn þá
a.m.k. 10% af veðsetningunni.
Ef banki lendir í fjárhagsvandræðum
hleypur ríkið undir bagga. Ef fjölskylda
lendir í fjárhagsvandræðum gagnvart
þessum sama banka og missir heimili sitt
er það hennar einkamál.
Allt þykir þetta réttlátt, sanngjarnt og
eðlilegt.
Nauðungarsala
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
HALLDÓR
Fjármál
Ólöf Guðný
Valdimars-
dóttir
arkitekt
Fjölskylda sem verður
fyrir nauðungarsölu er
ekki endilega laus við
bankann. Ef eitthvað stendur út
af, af láninu, skuldar fjölskyldan
bankanum það enn þá.
Nýtt útspil
Hópur fólks sem er áhugasamt um
að ljúka samningaviðræðum við ESB
undirbýr nú útspil, sem hugsað er til
þess að ýta rækilega við umræðum um
málið. Hópurinn inniheldur Evrópu-
sinnaða sjálfstæðismenn og framsókn-
armenn, fólk úr frjálslyndari armi Sam-
fylkingarinnar og forkólfa samtaka á
vinnumarkaði. Benedikt Jóhannesson,
tölfræðingur og útgefandi, mun vera
ein aðalsprautan í
hópnum en einnig
eru Kristrún Heimis-
dóttir, til skamms
tíma aðstoðarmaður
Árna Páls Árnasonar,
Jón Sigurðsson, fyrr-
verandi formaður Framsóknarflokksins,
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Vil-
mundur Jósefsson, formaður Samtaka
atvinnulífsins, Valgerður Sverrisdóttir,
fyrrverandi ráðherra, og Þorsteinn Páls-
son, fyrrverandi formaður Sjálfstæðis-
flokksins, nefnd til sögunnar.
Ábyrgðarfull ungmenni
Samband ungra sjálfstæðis-
manna hélt málþing um
helgina. Ekki þarf að
koma á óvart að
sambandið agnúist
út í vinstristjórnina,
sem það kallar verstu
ríkisstjórn sögunnar, enda
susarar lítt hrifnir af vinstri-
mönnum. Í stjórnmálaályktun þingsins
er síðan mikið gert úr ábyrgð stjórn-
málamanna.
Ábyrgðarlaus tillaga
Því skýtur skökku við að í sömu ályktun
leggur SUS til, sem eina af brýnum
aðgerðum í efnahagsmálum, að mögu-
leikar á upptöku Kanadadollara verði
kannaðir. Seðlabankinn
gerði það á dögunum
og sagði einhliða upp-
töku annarrar myntar of
áhættusama þar sem með
því væri enginn lánveitandi til
þrautavara. Ábyrgð og áhættu-
sækni fara sjaldnast saman.
kolbeinn@frettabladid.isÞ
egar verkefnisstjórn rammaáætlunar um verndun og nýt-
ingu vatnsafls og jarðvarma skilaði af sér skýrslu í fyrra-
sumar var full ástæða til að binda miklar vonir við að hún
myndi stuðla að sæmilega víðtækri sátt um málaflokkinn.
Með vinnu verkefnisstjórnarinnar var raðað í forgangs-
röð 66 virkjunarmöguleikum. Þeir voru metnir út frá gríðarlega
miklum gögnum, sem fjórir undirhópar höfðu yfirfarið og rann-
sakað. Forgangsröðin var meðal
annars unnin út frá sjónarhornum
orkunýtingar, náttúruverndar,
efnahags- og samfélagsáhrifa,
ferðamennsku og verndar forn-
leifa og menningarminja.
Hugsunin að baki þessari miklu
vinnu var frá upphafi að leggja
vandaðan grunn að stefnumörkun
um hvar ætti að virkja og hvaða svæði ætti að vernda. Með því að
vinna málið með þessum hætti mætti stuðla að breiðri sátt um það.
Áformað var að rammaáætlun yrði afgreidd sem ályktun frá
Alþingi fyrir febrúarbyrjun á þessu ári. Það hefur enn ekki gerzt,
aðallega vegna þess að málið varð fljótlega svo umdeilt innan
stjórnar flokkanna að þingsályktunartillagan kom ekki fram á
þinginu fyrr en seint og um síðir. Þá var, fyrst og fremst að kröfu
Vinstri grænna, búið að víkja í veigamiklum atriðum frá þeirri for-
gangsröðun sem verkefnisstjórnin hafði lagt til; setja til dæmis virkj-
anakostina í neðrihluta Þjórsár, sem verkefnisstjórninni þóttu meðal
þeirra vænlegustu, í svokallaðan biðflokk í stað nýtingarflokks.
Það varð í raun ljóst strax þegar málið lokaðist inni í karpi
stjórnar flokkanna að það var farið í pólitískan farveg, í stað þess að
láta vísindaleg gögn og faglegt mat ráða ferðinni. Um leið var búið að
kippa grundvellinum undan hinni breiðu sátt. Stjórnarmeirihlutinn
heldur samt sínu striki og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra
hefur mælt fyrir tillögu um rammaáætlunina óbreyttri.
Þetta kann ekki góðri lukku að stýra. Að keyra málið þannig í
gegn myndi þýða að búið væri að eyðileggja þá gríðarlegu vinnu
sem unnin hefur verið í áratugi til að takast megi að ljúka því í sátt.
Um leið væri opnað fyrir þann möguleika að næsta ríkisstjórn, eða
þarnæsta, liti sömuleiðis á rammaáætlunina sem tæki til að ná fram
ýtrustu pólitísku markmiðum og gerði breytingar eftir sínu höfði.
Það væri óþolandi staða, jafnt fyrir þá sem vilja draga línur til
verndar verðmætum náttúrusvæðum og fyrir hina, sem vilja ein-
hvern fyrirsjáanleika í því hvar má virkja á næstu áratugum.
Sjálfstæðismenn á þingi hafa lagt fram frumvarp, þar sem lagt er
til að málið verði tekið úr þeim pólitíska farvegi sem það er komið í
og verkefnisstjórninni þess í stað fengið það verkefni að gera sjálf til-
lögu um hvernig eigi að flokka virkjanakostina í verndar-, nýtingar-
og biðflokk. Þetta er skynsamleg tillaga, því að hún getur stuðlað að
því að beina málinu aftur í sáttafarveg.
Þá verða menn auðvitað líka að meina það sem þeir segja; að þeir
séu reiðubúnir að una því sem verkefnisstjórnin leggur til. Stjórnar-
meirihlutinn ætti að taka undir þessa tillögu, því að hann er búinn
að klúðra málinu þannig að það verður aldrei breið sátt um það í
núverandi mynd.
Skynsamleg tillaga um rammaáætlun:
Sáttafarvegurinn
virkjaður á ný
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN