Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.10.2012, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 02.10.2012, Qupperneq 34
2. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR30 sport@frettabladid.is SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON hefur skrifað undir samning við danska b-deildarliðið GOG Håndbold til ársins 2015 en Snorri Steinn hefur verið án félags síðan AG Kaupmannahöfn fór á hausinn í haust. Snorri Steinn lék með GOG frá 2007 til 2009 þegar liðið var í dönsku úrvalsdeildinni. „Þetta er frábær dagur fyrir GOG. Við ætlum okkur að komast aftur í úrvalsdeildina og höfum tekið mikilvægt skref í rétta átt með því að fá Snorra,” sagði Kasper Jørgensen, íþróttastjóri GOG. FÓTBOLTI Atli Guðnason skrifaði sig á spjöld sögunnar í Pepsi- deildinni í sumar með því að slá öllum leikmönnum deildar- innar við í bæði markaskorun og því að leggja upp mörk fyrir félaga sína. Atli fór á kostum með meistaraliði FH og var lyk- ilmaður í því að Íslandsmeistara- bikarinn er kominn í Krikann á nýjan leik. Í gær kom síðan í ljós að leikmenn deildarinnar höfðu kosið Atla besta leikmanninn. Atli skoraði tólf mörk sjálf- ur og átti að auki þrettán stoð- sendingar á félaga sína. Hann kom því með beinum hætti að 25 mörkum FH-liðsins í sumar eða rétt tæplega helmingi marka Hafnarfjarðarliðsins. Tveir aðrir leikmenn komast einnig inn á báða topplista en það eru Vals- maðurinn Rúnar Már Sigurjóns- son (7 mörk og 9 stoðsendingar) og Fylkismaðurinn Ingimundur Níels Óskarsson (10 mörk og 6 stoðsendingar). Atli keppti um gullskóinn við Framarann Kristinn Inga Hall- dórsson í lokaumferðinni en hvorugur náði að skora og því nægði tólfta mark Atla frá því á móti ÍA í 20. umferðinni til þess að tryggja honum markakóng- stitilinn. Atli var lengstum í sumar í baráttu við KR-inginn Óskar Örn Hauksson um að vinna stoð- sendingarnar. Óskar Örn gaf fjórar stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjunum og var með eina stoðsendingu í forskot á Atla eftir innbyrðisleik KR og FH 23. ágúst. Atli jafnaði Óskar Örn í næsta leik og átti síðan sigurinn vísan þegar Óskar Örn fór út til Noregs og spilaði ekki með KR í síðustu fimm leikjunum. Atli fór endanlega upp fyrir Óskar Örn með því að leggja upp tvö mörk í sigri FH á Keflavík. Stoðsendingar hafa verið tekn- ar saman í efstu deild karla frá og með sumrinu 1992 og Atli jafnaði einnig stoðsendingamet Tryggva Guðmundssonar frá 2008 með því að gefa sína þrett- ándu stoðsendingu í lokaleiknum á laugardaginn. Tryggvi var með sömu tölur og Atli þegar FH vann titilinn fyrir fjórum árum, gaf þá 13 stoð- sendingar og skoraði 12 mörk. Tryggvi náði hins vegar ekki að vera markakóngur deildarinnar því bæði Keflvíkingurinn Guð- mundur Steinarsson (16) og KR- ingurinn Björgólfur Takefusa (14) skoruðu fleiri mörk en hann það sumar. ooj@frettabladid.is Einstakt sumar hjá Atla FH-ingurinn Atli Guðnason varð í sumar fyrsti leikmaðurinn til að vera bæði markakóngur og sá sem gaf flestar stoðsendingar síðan farið var að taka form- lega saman stoðsendingar í efstu deild karla fyrir tuttugu árum. TÓLF MÖRK OG 13 STOÐSENDINGAR Atli Guðnason var frábær með FH-liðinu í sumar. en hér sést hann í leik á móti íA á Akranesi. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐMUNDUR BJARKI HALLDÓRSSON Atli tók bæði toppsætin Atli Guðnason var bæði sá leikmaður sem skorað mest og lagði upp flest mörk í Pepsi-deild karla í sumar. Flest mörk í Pepsi-deild karla 2012: Atli Guðnason, FH 12 Kristinn Ingi Halldórsson, Fram 11 Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki 10 Björn Daníel Sverrisson, FH 9 Christian Steen Olsen, ÍBV 9 Garðar Bergmann Gunnlaugsson, ÍA 9 Kjartan Henry Finnbogason, KR 8 Garðar Jóhannsson, Stjörnunni 8 Flestar stoðsendingar í Pepsi karla 2012: Atli Guðnason, FH 13 Óskar Örn Hauksson, KR 10 Rúnar Már Sigurjónsson, Val 9 Alex Freyr Hilmarsson, Grindavík 7 Rafn Andri Haraldsson, Breiðabliki 6 Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki 6 FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen mun spila með belgíska félaginu Cercle Brugge út þetta tímabil en þetta staðfestu Belgarnir á heimasíðu sinni í gærkvöldi. Eiður Smári hefur verið án félags undanfarna mánuði eða síðan hann samdi um starfslok við gríska félagið AEK Aþenu. Cercle Brugge sagði frá því á heimasíðu sinni að Eiður Smári hefði staðist læknisskoðun á Saint-Luc sjúkrahúsinu í gær og skrifað undir samning til enda tímabilsins. Eiður Smári verður kynntur fyrir blaðamönnum í dag en hjá félaginu hittir hann fyrir Arnar Þór Viðarsson, fyrrum félaga sinn í íslenska landsliðinu. Cercle Brugge er í neðsta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar og þarf nauðsynlega á hjálp að halda enda aðeins með 4 stig og 7 mörk í fyrstu níu leikjunum. - óój Eiður Smári til Cercle Brugge: Stóðst skoðun EIÐUR SMÁRI Belgíska úrvalsdeildin verður sjöunda landsdeildin sem hann spilar í á ferlinum. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Gunnar Heiðar Þorvaldsson átti stórleik með IFK Norrköping í gær þegar liðið vann 7-2 sigur á GAIS í sænsku úrvalsdeildinni. Gunnar Heiðar skoraði tvö mörk sjálfur og lagði síðan upp tvö önnur mörk fyrir félaga sína. Gunnar Heiðar hefur nú skorað tvennu í tveimur leikjum í röð og er alls kominn með 13 mörk í 24 leikjum í deildinni á þessari leiktíð. - óój Gunnar Heiðar sjóðheitur: Aftur með tvö FÓTBOLTI Almar Guðmundsson, formaður Knattspyrnudeildar Stjörnunnar, staðfesti við Íþróttadeild Stöðvar 2 í gær að Bjarni Jóhannsson væri hættur þjálfun liðsins en þetta var sameiginleg ákvörðun Bjarna og Knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Stjarnan rétt missti af Evrópusæti annað tímabilið í röð og datt niður í fimmta sætið. Bjarni hefur þjálfað Stjörnuna frá 2008 þegar hann tók við liðinu í 1. deild en undir hans stjórn hefur liðið náð besta árangrinum í sögu félagsins. - óój Bjarni Jóhannsson: Hættur með Stjörnuliðið Pepsi-deildirnar gerðar upp í Hörpunni í gær Bestu leikmenn: Atli Guðnason FH Chantel Jones Þór/KA Efnilegustu leikmenn: Jón Daði Böðvarsson Selfossi Glódís Perla Viggósdóttir Stjarnan Dómarar ársins í Pepsi-deildum: Gunnar Jarl Jónsson í Pepsi-deild karla Ívar Orri Kristjánsson í Pepsi-deild kvenna. Þjálfarar ársins í Pepsi-deildum: Heimir Guðjónsson FH Jóhann Kristinn Gunnarsson Þór/KA Prúðmennskuverðl. Borgunar og KSÍ: Grétar Sigfinnur Sigurðarson KR Anna Þórunn Guðmundsdóttir ÍBV Prúðmennskuverðlaun liða: ÍA (karla) og ÍBV (kvenna) Stuðningsmenn ársins: Stjarnan (karla) og Breiðablik (kvenna) Lið ársins í Pepsi karla: Hannes Þór Halldórsson (KR), Guðjón Árni Antoníusson (FH), Freyr Bjarnason (FH), Rasmus Christiansen (ÍBV), Kristinn Jónsson (Breiðabliki), Alexander Scholz, (Stjörnunni), Björn Daníel Sverrisson (FH) Rúnar Már Sigurjónsson (Val), Kristinn Ingi Halldórsson (Fram), Atli Guðnason (FH) og Óskar Örn Hauksson (KR). Lið ársins í Pepsi kvenna: Chantel Jones (Þór/KA), Anna Björk Kristjánsdóttir, (Stjörnunni), Guðrún Arnardóttir, (Breiðabliki), Arna Sif Ásgrímsdóttir, (Þór/KA), Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, (Stjörnunni), Katrín Ásbjörnsdóttir (Þór/ KA), Danka Podovac (ÍBV), Fanndís Friðriksdóttir (Breiðabliki), Kayle Grimsley (Þór/KA), Elín Metta Jensen (Val) og Sandra María Jessen (Þór/KA).

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.