Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 12
12 13. október 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Alþingi hefur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um nýja stjórnar skrá eftir viku. Sumir segja að það verði dagur mesta lýðræðissigurs þjóðarinn- ar frá upphafi vega. Aðrir halda því fram að Alþingi hafi ákveðið að efna til dýrustu skoðanakönn- unar sem sögur fara af. Hvor full- yrðingin er rétt? Eða skiptir það engu máli? Hvað sem öðru líður er á þessu tvennu skýr munur sem hefur verulega þýðingu. Með atkvæða- greiðslu er átt við að tilteknu máli sé ráðið til lykta. Hún felur í sér úrslit máls. Þjóðaratkvæðagreiðsla merkir að allir atkvæðis bærir menn hafa rétt t i l að beita því valdi sem atkvæðið er og ráða með því hvort mál er samþykkt eða því synjað. Alþingi hefur ekki kallað kjós- endur til kjörfunda víðs vegar um landið nú til að taka ákvörðun í stjórnarskrármálinu. Þeim er hins vegar ætlað að svara spurningum sem geta lýst viðhorfi þeirra til ákveðinna atriða sem stjórnar- skrármálinu tengjast. Allar spurn- ingarnar eru þannig orðaðar að bæði já og nei má túlka á ýmsan veg eins og umræðan ber með sér. Kjósendur hafa með öðrum orðum ekki fengið neitt vald. Þeim er ætlað að láta viðhorf í ljós sem þeir sem fara með valdið geta túlk- að nokkuð eftir sínu pólitíska nefi. Sumum kann að virðast það mikill lýðræðissigur. Það ræðst svolítið af því hvaða merking er lögð í hug- takið lýðræði. Hitt er vel skiljan- legt að aðrir líti á þessa athöfn sem viðhorfskönnun. Frá þeirri bæjar- hellu horft er ljóst að hana hefði mátt gera með minni kostnaði og markvissari hætti. Munur á valdi og viðhorfi SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SKOÐUN Áformin í stjórnarskrár-málinu snúast um að leysa lýðveldisstjórnarskrána af hólmi með nýrri. Lýðveld- isstjórnarskráin var sett með þeim hætti að Alþingi samþykkti hana í upphafi en gildistakan var háð sam- þykki meirihluta allra kosninga- bærra manna í landinu. Kjósendur fengu með öðrum orðum raunverulegt vald til að ráða lyktum málsins. Að auki var gerð afar rík krafa um kosninga þátttöku. Til þess að einfaldur meirihluti gæti ráðið niðurstöðu málsins þurftu allir kosninga bærir menn að taka þátt. Eftir því sem kosninga- þátttakan yrði minni þurfti aukinn meirihluta. Nærri lét að níutíu og níu pró- sent atkvæðisbærra manna mættu á kjörstað. Lýðveldis- stjórnarskráin fékk síðan níutíu og fimm prósenta stuðning. Ólík- legt er að þjóðin verði nokkru sinni svo samhent á ný. En þessar tölur sýna að æði vandasamt er að breyta ákvörðun sem þannig var tekin. Það er ekki unnt að gera í kæruleysi. Sex sinnum hafa verið gerðar veigamiklar breytingar á stjórnar- skránni. Nærri lætur að það sé einu sinni á áratug. Fimm sinn- um var algjör samstaða á Alþingi. Einu sinni var samstaða þriggja flokka af fjórum. Ríkisstjórnar- meirihluta hefur aldrei verið beitt til að knýja fram breytingar. Því hefur ráðið virðing fyrir þeirri sterku lýðræðislegu ákvörðun sem í upphafi var tekin. Núna er kjósendum stefnt til kjörfundar án þess að fá úrslita- vald um það sem ákveða skal. Menn eru ekki á einu máli um hvort það er atkvæðagreiðsla eða skoðanakönnun. Engar kröfur eru gerðar um lágmarksstuðning atkvæðisbærra manna. Í þessu ljósi er eðlilegt að menn velti alvar- lega fyrir sér hvort réttilega er staðið að svo veigamiklu úrlausnar- efni þótt engum detti í hug að gera jafn ríkar kröfur og 1944. Lausung getur stundum átt við en tæpast þegar sjálf stjórnarskráin á í hlut. Þjóðarsamstaða Ekki er að efa að þeir eru til sem þaulhugsað hafa hverja grein í þeim hugmyndum sem fyrir liggja. En lítil umræða hefur farið fram á Alþingi um þau fjölmörgu efnislegu atriði sem taka þarf afstöðu til. Í almennri umræðu hefur farið enn minna fyrir slíkri skoðun. Að baki þeim samhljóða tillög- um sem stjórnlagaráð sendi frá sér lágu afar mismunandi við- horf til einstakra álitaefna. Það kemur fram í atkvæðagreiðslum um þau. Þessar ólíku hug myndir hefði þurft að kynna á Alþingi og skýra fyrir kjósendum svo að menn ættu auðveldara með að glöggva sig á þeim breytingum sem um er rætt og mismunandi kostum í hverju tilviki. Þeir sem eru einhuga um að fjölga beri þjóðaratkvæða- greiðslum geta haft ólíkar skoð- anir á því hvort gera á kröfur um lágmarksþátttöku í þeim. Þeir sem vilja ákvæði um þjóðareign á auðlindum geta haft mismun- andi afstöðu til þess hvort auka eigi félagslegan rekstur í sjávar- útvegi eða gera kröfur um aukna þjóðhagslega arðsemi. Álitaefni af þessu tagi hefði þurft að brjóta til mergjar. Venjulega vita menn þegar gengið er til atkvæða hvað ger- ist ef meirihlutinn segir já. Þó að það sé ljóst í augum sumra í þessu tilviki er það happdrætti í augum flestra. Finnst mönnum það ásættanlegt? Happadrætti E itt þriggja höfuðsafna þjóðarinnar er húsnæðislaust. Bæði Listasafn Íslands og Þjóðminjasafnið búa við glæsilegan húsakost sem mikill sómi er að meðan náttúrugripasafnið er húsnæðislaust, svo illa húsnæðislaust að hér hefur ekki staðið uppi sýning á safnkostinum síðan árið 2008, ári eftir að lög um Náttúruminjasafn Íslands, sem safnkosturinn heyrir undir, voru samþykkt. Í fjögur ár hefur engin sýning á safnkosti Náttúruminjasafnsins staðið uppi og engin lausn er í hendi, hvorki til styttri né lengri tíma. Starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að sýningu á náttúrugripum megi koma fyrir í Perlunni með því að gerð verði einhver aðlögun á húsnæðinu. Þrátt fyrir þetta sé ekki hægt að líta á Perluna sem varanlegan stað fyrir náttúrugripasýningu að óbreyttu. Vissulega eru Íslendingar fámenn þjóð, sem ekki hefur á valdi sínu að halda úti alls kyns skemmtilegri starfsemi eins og stórþjóðir geta, en náttúruminjasafn í landi þar sem náttúran er jafnsterkt afl og hér ætti að vera forgangsmál. Eitt er að erlendum ferðamönnum, sem hingað streyma og fjölgar ár frá ári, stendur ekki til boða að skoða náttúrugripasafn þegar hingað er komið. Margir þeirra eru undrandi á þessu enda er íslensk náttúra í langflestum tilvikum ástæða þess að útlendingar sækjast eftir að koma til Íslands. Þessa ferðamenn þyrstir upp til hópa í fróðleik um náttúru landsins. Annað er að náttúra landsins er meðal þess sem Íslendingar sjálfir eru hvað stoltastir af. Auk þess á þjóðin að talsverðu leyti afkomu sína undir náttúrunni, ekki bara vegna ferðamannanna fyrrnefndu sem hingað koma til að skoða hana og eru tekjulind. Nefna má fiskinn í sjónum, vatnsaflið og jarðhitann, sem allt eru áþreifanlegar náttúruauðlindir í daglegu lífi fólks. Þá eru ótalin náttúröflin, eldgos, jarðskjálftar og veðrið, sem reglulega og talsvert meira en í nágrannalöndum okkar minna á hversu maðurinn má sín lítils gagnvart náttúrunni. Þessum veruleika er hvergi komið til skila eða settur í samhengi í sýningu sem frætt gæti og skemmt bæði Íslendingum, ekki síst íslenskum nemendum á öllum skólastigum, og ferðamönnum. Álfheiður Ingadóttir ætlar í næstu viku að leggja fram þings- ályktunartillögu þess efnis að þráðurinn verði tekinn upp við að undirbúa byggingu náttúruhúss í Vatnsmýri. Auðvitað er það far- sælasta og metnaðarfyllsta framtíðarsýnin varðandi sýningu á íslenskum náttúruminjum. Þangað til mætti koma fyrir sýningu í Perlunni. Það þyrfti að gerast sem allra fyrst en með lágmarkstilkostnaði. Það fé sem ætlað er til uppbyggingar sýningar á náttúruminjum þarf að renna til varanlegrar og sómasamlegrar lausnar. Enn er vöngum velt um Náttúruminjasafn Íslands: Höfuðsafn á hrakhólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.