Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 88
13. október 2012 LAUGARDAGUR Sýning á 67 verkum eftir Guðmund Viborg Jónatansson verður opnuð á morgun klukkan þrjú í Gallerí Fold. Guðmundur, sem var fæddur 1858 og lést 1936, var afkasta mikill málari á efri árum og tilheyrir hann þeim málurum sem nefndir hafa verið einfarar eða næfistar. Verk hans hafa aldrei verið sýnd áður, en þau hafa verið í geymslu hjá ættingjum hans. „Þjóðernis- rómantík 19. aldar er … lykillinn að sér stæðustu verkum Guðmund- ar, myndum hans af merkilegu fólki úr sögu Íslands og Íslendingasögun- um, en hvort tveggja var aldamóta- mönnum jafn raunverulegt,“ segir í hugleiðingu Aðalsteins Ingólfs- sonar listfræðings um Guðmund. Og einnig: „Sköpunargleði Guð- mundar Viborg og einlæg löngun hans til að segja skilmerkilega frá því sem hann telur sannast og rétt- ast eru aðall hans. Myndir hans eru ekki einasta heimildir um viðhorf 19. aldar fjölhaga, heldur áhrifa- mikil myndgerving þeirra við- horfa.“ Þess má geta að Guðmund- ur telst fyrsti vélstjóri landsins, en hann var meðal annars vélstjóri á Ásgeiri litla, fyrsta gufuskipi lands- ins. Hann sneri sér að gullsmíði á efri árum en fyrir utan málverkin liggja eftir hann fagrir smíðisgrip- ir og verða nokkrir þeirra líka til sýnis á sýningunni. Auk sýningar á verkum Guð- mundar verður opnuð á morgun í Gallerí Fold sýning á nýjum verk- um færeyska listmálarans Finleif Mortensen. Sýninguna nefnir lista- maðurinn „Skiftandi ljós úr eystr- ið“. Finleif er fæddur 1965 og er meðal þeirra færeysku málara sem sækja efnivið sinn í stórbrotna nátt- úru eyjanna og hina sérstöku birtu sem þar er. Sýningin stendur til 28. október. Gömul verk næfista sýnd í fyrsta sinn ÚR VÖRSLU FJÖLSKYLDUNNAR Þetta verk Guðmundar Viborg verður sýnt í Gallerí Fold á sýningu sem hefst á morgun. Tónlist ★★★★ ★ Sinfóníuhljómsveit Íslands Verk eftir Brahms, Schumann og Rihm. Einleikarar: Sigrún Eðvalds- dóttir og Hans Nygaard. Hans Graf stjórnaði. Harpa, 11. október Tilkomumikið neistaflug Brahms er með geislabaug. Rétt eins og öll hin frægu tónskáldin. Með þessu á ég við að sum verkanna eftir Brahms eru hrein snilld, en önnur ekki. Snilld meistaraverkanna er hins vegar slík að hún smitar út frá sér. Fólk heldur að hana sé að finna í öllu sem Brahms samdi. Konsertinn fyrir selló og fiðlu ásamt hljómsveit er dæmi um þetta. Miðað við fiðlusónöturnar, sinfóníurnar og píanókonsertana er hann óttalegt miðlungsverk. Það er einhver drungi yfir honum, flatneskja sem gerir hann þreytandi áheyrnar. Jafnvel þótt flutningurinn sé góður. Danski sellóleikarinn Hans Nygaard og Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari voru í einleikshlutverkinu. Hans Graf stjórnaði og gerði það af festu og nákvæmni. Allar línur tónsmíðarinnar voru skýrar, túlkunin var stílhrein og í jafnvægi. Hljómsveitin spilaði fallega, heildar- hljómurinn var munúðarfullur og flottur. Alveg eins og Brahms á að hljóma. Þrátt fyrir það var konsertinn ekkert sérlega skemmtilegur áheyrnar. Ekki miðað við raunveruleg snilldarverk tónskáldsins. Samt spilaði Sigrún af ástríðu og leikur Nygaards var skemmtilega fókuser- aður. Spilamennska þeirra beggja passaði reyndar ekkert sérstaklega vel saman. Víbratóið hjá Sigrúnu var áberandi meira en hjá sellóleikaranum. Það skapaði ákveðið ójafnvægi. Einleikurinn var þó líflegur og flæðandi í heildina, fumlaus og öruggur. Sem er ekki svo lítið. Aukalagið vakti lukku hjá áheyrendum. Það var hin fræga Passakalía eftir Handel í útsetningu Halvorsens. Passakalían var stórglæsileg í meðförum ein- leikaranna, svo sannarlega tilkomumikið neistaflug. Tvær aðrar tónsmíðar voru á dagskránni, Ernster Gasang eftir Wolfgang Rihm (f. 1952) og önnur sinfónía Schumanns. Hin fyrrnefnda er hugleiðing um Brahms, fremur sérkennileg tónsmíð – og falleg. Hún virkaði mjög þykk, byggðist á þéttri hljómaáferð, afar dimmri. Hún var eins og tónverk eftir Brahms sem hafði verið hreinsað af allri birtu og skrauti. Aðeins undirstaðan var eftir. Þetta var áhrifamikið, ekki síst fyrir fína spilamennsku hljómsveitar- innar þar sem klarinettuleikur Arngunnar Árnadóttur var áberandi. Hitt verkið er löngu orðið klassískt. Sinfónía Schumanns ber öll hans einkenni, hrífandi rómantísk, full af ákefð. Ekki endilega besta tónsmíðin hans, en skemmtileg áheyrnar. Flutningurinn var líka svo gott sem pottþéttur. Það var gaman að fylgjast með hljómsveitarstjóranum, bendingarnar voru míní- malískar og lausar við allan glamúr. Túlkunin var hófstillt, kraftmikil vissulega, en samt tempruð ákveðinni heiðríkju. Það kom vel út. Jónas Sen Niðurstaða: Tilþrif einleikaranna í aukalaginu, athyglisvert nútímaverk og skemmtileg túlkun á Schumann stóðu upp úr á tónleikum Sinfóníunnar. SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20 Föstudaginn 26. október kl. 20 – 2. sýning Laugardaginn 27. október kl. 20 – 3. sýning Sunnudaginn 4. nóvember kl. 20 – 4. sýning Laugardaginn 10. nóvember kl. 20 – 5. sýning Laugardaginn 17. nóvember kl. 20 – 6. sýning Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is Miðasölusími 528 5050 SAGA UM ÁSTIR OG HEFND JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR ANOOSHAH GOLESORKHI ELSA WAAGE / ALINA DUBIK · VIÐAR GUNNARSSON GRÉTA HERGILS /HANNA ÞÓRA GUÐBRANDSDÓTTIR SNORRI WIUM KÓR OG HLJÓMSVEIT ÍSLENSKU ÓPERUNNAR HLJÓMSVEITARSTJÓRI: CAROL I. CRAWFORD LÝSING: BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON BÚNINGAR: ÞÓRUNN MARÍA JÓNSDÓTTIR LEIKMYND: GRETAR REYNISSON LEIKSTJÓRI: HALLDÓR E. LAXNESS Verðmæta og gagnageymslu þjónusta GSC GSC Öryggisþjónusta býður upp á verðmæta og gagnageymslu fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Hafðu samband í síma 512 3355 eða gsc.is Öryggiskerfi • Búðargæsla • Slökkvitækjaþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.