Fréttablaðið - 13.10.2012, Page 18

Fréttablaðið - 13.10.2012, Page 18
18 13. október 2012 LAUGARDAGUR Klám er bannað á Íslandi sam-kvæmt lögum. Þrátt fyrir það blasir klámfengið efni víða við í blöðum og tímaritum, auglýsingum og kvikmyndum, tónlistarmynd- böndum og á vefsíðum sem beinlín- is dreifa klámi. Hvernig stendur á því að klám er jafn útbreitt og raun ber vitni? Hafa yfirvöld gefist upp í baráttunni gegn því og er það orðið viðtekið? Á að láta klámvæðinguna, sem verður sífellt áleitnari í dag- legu lífi okkar, afskiptalausa eða á að skera upp herör gegn henni ekki síst til að verja börn fyrir óæski- legum ranghugmyndum um sam- skipti kynjanna og kynlíf? Þurfum við að verja okkur, eldri sem yngri, fyrir efni sem særir siðferðiskennd okkar og veldur hugarangri? Gott samstarf hefur náðst milli þjóða í baráttu við klám þar sem börn eru viðfangsefnið. Hvað eftir annað hefur tekist að uppræta klám- hringi sem bæði framleiða klám- efni með börnum og dreifa því. Slík starfsemi á auðvitað ekki að líðast en þarf ekki líka samkomu- lag um að sporna við klámvæðingu í almannarýminu og setja skýr og ákveðin mörk? Stórt er spurt en minna er um svör. Klámiðnaðurinn í heim- inum veltir gríðar legum fjár- munum og eftir spurnin er greini- lega fyrir hendi. Fyrir nokkrum árum hugðust klámframleiðend- ur halda kaupstefnu á Íslandi. Þar átti að kynna framleiðsluna, kaupa og selja, auk þess sem léttklædd- ar stúlkur áttu að vera með í för. Mikil mótmælaalda reis í land- inu því mjög margir Íslendingar vildu ekki slíka landkynningu og fannst heimsóknin óviðeigandi. Þær raddir heyrðust einnig sem vildu leyfa kaup stefnuna og varð hörð umræða í netheimum þar sem þeim sem mótmæltu henni var jafnvel hótað ofbeldi og ein- hverju þaðan af verra. Þetta voru athyglisverð viðbrögð sem sýndu að umræðan er eldfim. Því miður skorti á eftirfylgni við að fræða og ræða hvar við viljum draga mörkin. Hugsan lega gerir stór hluti lands- manna sér ekki grein fyrir því hve aðgengi að klámi er auðvelt bæði fyrir börn og fullorðna, hvað þá að fólk almennt átti sig á því hve gróft og ofbeldisfullt það getur verið. Norræn könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum sýndi að klámnotkun drengja hér á landi er mjög mikil meðan stúlkur virðast hafa lítinn áhuga á því. Hvaða áhrif hefur þetta á hugarfar drengja og hvaða misræmi skapast í hugmynd- um kynjanna hvoru um annað? Hvað telst vera klám í dag? Fer þröskuldur þess sem við teljum klám sífellt lækkandi vegna þess að við verðum æ ónæmari fyrir því? Listmálarinn Erró gerði eitt sinn myndaröð þar sem hann not- aði gamlar ljósmyndir af nöktum eða hálfnöktum stúlkum sem tekn- ar voru í Marokkó í kringum alda- mótin 1900. Þær myndir töldust klám á sínum tíma og voru seldar með leynd. Við kippum okkur varla upp við slíkar myndir í dag enda er gengið sífellt lengra við að nota og misnota mannslíkamann í þeim til- gangi að selja og veita kynferðis- lega örvun. Stór hluti þess klámefnis sem er á boðstólum einkennist af því að konur eru eins og hvert annað verk- færi fyrir karla, þeir eru virkir og hafa valdið, þær láta gera við sig nánast hvað sem er, hvenær sem er. Klám er því eitt af því sem ýtir undir vald karla yfir konum um leið og það sýnir karla oft eins og dýr og niðurlægir þar með bæði kynin. Þrjú ráðuneyti í samvinnu við Háskóla Íslands boða nú til ráð- stefnu 16. október um klám, áhrif þess og útbreiðslu sem og mismun- andi birtingarmyndir kynjanna í þeim tilgangi að opna og efla umræðuna og skoða málið frá ýmsum hliðum. Við viljum átta okkur betur á því hvernig eigi að bregðast við. Viljum við sporna við þeirri þróun að fólk og líkam- ar séu eins og hver önnur söluvara sem svívirða má hvernig sem er eða viljum við treysta mannhelgi og mannöryggi? Ætlum við að gef- ast upp fyrir þeim gróðaöflum og hluta netheimsins sem nærist á ofbeldi eða efla kynjajafnrétti og gagnkvæma virðingu milli kynjanna eða annarra hópa sem í hlut eiga? Ég hvet til hreinskiptinnar umræðu um aðgengi að klámi í íslensku samfélagi, áhrif þess á viðhorf drengja og stúlkna og kyn- hegðun almennt, hugsanleg bein áhrif á ofbeldi, mansal og ann- ars konar misbeitingu. Hvernig getum við brugðist við og a.m.k. varið börnin okkar fyrir klám- væðingunni? Hvað er klám og hvar drögum við mörkin? Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 segir á bls. 358 undir lið 206 sem fjallar um sjúkratryggingar: „Greiðsluþátttöku verður hætt í metýlfenidatlyfjum fyrir fullorðna enda eru lyfin einungis ætluð börn- um og unglingum samkvæmt klín- ískum leiðbeiningum.“¹ Þessi fullyrðing kallar á athuga- semd því hún er röng. Árið 2006 stofnaði þáverandi landlæknir til vinnuhóps til að semja klínískar leiðbeiningar um greiningu og meðferð ADHD. Leið- beiningarnar, Vinnulag við grein- ingu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni (ADHD), voru birtar í desember 2007 á heimasíðu emb- ættisins sem opinberar, faglegar leiðbeiningar embættisins til heil- brigðisstarfsmanna en jafnframt til upplýsinga fyrir stjórnsýsluna og almenning. Þáverandi aðstoðarlandlæknir, sem svo síðar um tíma gegndi embætti landlæknis, leiddi starfs- hópinn. Víða var leitað fanga: Erlendar klínískar leiðbeiningar beggja vegna Atlantshafsála voru skoðaðar og hafðar til hliðsjónar og leitað til innlendra sérfræðinga um afmörkuð efni. Í kjölfar umræðu í samfélaginu um misnotkun örvandi lyfja 2011 var vinnuhópurinn kallaður saman til að fara yfir leiðbeiningarnar. Yfirfarnar og endurbættar leið- beiningar landlæknis voru birtar á vef embættisins 7. mars 2012. Á bls. 21-30 er fjallað um með- ferð fullorðinna. Í kaflanum „Verk- lag við greiningu fullorðinna“ er m.a fjallað um hvernig rétt sé að standa að greiningu, hvaða tæki skal nota og hvaða upplýsinga skal afla og með hvaða hætti. Þar er kafli um mismunagreiningar og fylgisjúkdóma, taugasálfræði- legar og líffræðilegar rannsókn- ir, samband vímuefnavandamála og ADHD og þeirrar varúðar sem þarf þess vegna að gæta við grein- ingu og meðferð. Fjallað er um fræðslu til sjúklinga og aðstand- enda, einstaklingsmeðferð og hóp- meðferð, svo dæmi séu nefnd. Minnstu máli er varið til að fjalla um lyfja meðferð en þó segir þar: „Ef fræðsla og ráðgjöf bera ekki árangur er rétt að hugleiða lyfja- meðferð við ADHD svo framarlega sem ekki er frábending fyrir notk- un þeirra svo sem fíknisjúkdómur geðrofssjúkdómur. Í flestum tilfell- um er methylphenidat fyrsta val en ef það virkar ekki, þolist ekki eða er ekki talið viðeigandi má reyna meðferð með atomoxetini (NICE 2008).“ (bls. 27)². Síðan eru gefnar ýmsar leiðbeiningar sem lúta að lyfjameðferðinni, fjallað um gildi hennar og rannsóknir sem styðja hana og hvernig skuli standa að eftirliti með meðferð. Að öllu ofansögðu er ljóst að til- vitnunin í frumvarpinu er röng, þ.e.a.s. ef þar er átt við klínískar leiðbeiningar landlæknis. Öllum verða einhvern tíma á mistök og sérhver sem viðurkennir mistök sín vex við það. Þessi ranga tilvitnun hefur því miður ekki verið dregin til baka eða leiðrétt og svo virðist sem tillagan eigi að standa óbreytt. Það vekur athygli að núverandi landlæknir virðist áhyggju lítill um að hallað sé réttu máli þegar vitnað er til skýrslu sem hann er ábyrgur fyrir. Það er full ástæða til að fara vel með opinbert fé og viðeigandi stofnanir sinni því eftirliti sem þeim ber og nauðsyn að sjá til þess að þessi lyf, sem önnur, rati ein- göngu til þeirra sem þau eru ætluð. En það ber að fara rétt með stað- reyndir. Metýlfenidat er öruggt og öflugt lyf. Vandamál sem tengjast mis- notkun þess verður að takast á við með öflugum hætti. Tilkynning velferðarráðuneytisins í dag (10. okt.) felur ekki í sér nýjungar. Allt hefur það komið fram áður án þess að bera árangur. Af hverju skyldi það duga nú? Árni Pálsson prófessor mun einhvern tíma hafa sagt að það væru rónarnir sem kæmu óorði á brennivínið. Það er engum til góðs að kasta barninu út með baðvatn- inu og með því bera fyrir borð hag þeirra sem þjást. Öflugt eftirlit eykur á gæði greiningar og með- ferðar og fer vel með opinbert fé. Þetta eftirlit hefur verið máttlítið þrátt fyrir augljósan vanda. Veldur hver á heldur. Þá virðist það gleymast í þessum „nýju“ aðgerðum að hluti þjóðar- innar býr fyrir aftan Esjuna. Hugsum málið upp á nýtt og hlúum að þeim sem eiga erfitt. ¹. http://www.althingi.is/altext/141- /s/pdf/0001.pdf ². http://www.landlaeknir.is/servlet/ file/store93/item14259/version5/ ADHD-7.%20mars%202012.pdf Skrifað í Svíþjóð á alþjóða geð- heilbrigðisdeginum 10. okt. 2012. Hver er róninn? Samfélagsmál Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra Heilbrigðismál Páll Tryggvason sérfræðingur í almennum barna- lækningum og barna- og unglinga- geðlækningum Ég hvet til hreinskiptinnar umræðu um aðgengi að klámi í íslensku samfélagi, áhrif þess á viðhorf drengja og stúlkna og kynhegðun almennt, hugsanleg bein áhrif á ofbeldi, mansal og annars konar misbeitingu. Konur til áhrifa Nánari upplýsingar á www.xd.is Allir velkomnir! Landssamband sjálfstæðiskvenna Sjálfstæðisflokkurinn Landssamband sjálfstæðiskvenna efnir til opins fundar í Norðvesturkjördæmi Framsögur: Eyrún Sigþórsdóttir sveitarstjóri á Tálknafirði Birna Lárusdóttir varaþingkona Jarþrúður Ásmundsdóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna Pallborðsumræður Fundarstjóri er Erla Friðriksdóttir formaður kjördæmisráðs Norðvesturkjördæmis Fundarstaður: Menntaskóli Borgarfjarðar, Borgarbraut 54 Fundurinn er liður í fundaröð Landssambands sjálfstæðiskvenna í aðdraganda kosningaveturs. Allar konur sem áhuga hafa á að bjóða sig fram eru sérstaklega hvattar til að mæta. Laugardagur 13. október kl. 11:30 AF NETINU Leyndarmál Spillingin hefur mörg andlit. Í kolsvartri skýrslu um starfshætti OR kemur fram að stjórnendur fyrirtækisins hafi greitt eigendum arð með lántöku- fé. Stjórnmálamenn sem tóku þátt í þessu hvetja til nýrra vinnubragða og halda svo einfaldlega sínu striki. Kjósendur standa berskjaldaðir. Annað nýlegt dæmi eru leyndarmál ríkisendurskoðunar. Ný stjórnar- skrá bregst við hvorutveggja, annarsvegar með persónukjöri þar sem kjósendur geta hafnað spilltum eða ónýtum frambjóðendum, hinsvegar með sérstöku upplýsingaákvæði sem kveður á um dagsljós opinberra gagna. Sagan sýnir að ekki veitir af. http://www.dv.is/blogg/lydur-arnason/ Lýður Árnason
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.