Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 102
13. október 2012 LAUGARDAGUR74 PERSÓNAN „Þetta hefur verið ótrúlega skemmtileg vinna,“ segir hin fimmtán ára gamla Annalísa Her- mannsdóttir. Hún leikur eitt af aðalhlutverkunum í sjónvarpsþátt- unum Pressu en þriðja þáttaröðin fer í loftið á morgun. Annalísa var tíu ára gömul þegar hún landaði hlutverki Öldu, dóttur blaðakonunnar Láru, í sjónvarps- þáttunum vinsælu. Annalísa var þá í Sönglist og ætlaði að verða söng- kona en smitaðist af leiklistar- bakteríunni í Pressu. Nú er hún staðráðin í að reyna frekar við leik- listina, en Annalísa fékk hlutverk í myndinni Vonarstræti sem tökur hefjast á eftir áramót. Þar mun hún leika á móti Þorvaldi Davíð Krist- jánssyni og Heru Hilmarsdóttur. „Þetta verður í fyrsta sinn sem ég leik í kvikmynd og það er mjög spennandi,“ segir leikkonan unga. Annalísa er í 10. bekk í Garða- skóla og segir skólafélagana áhuga- sama um starf sitt. „Þeim finnst þetta spennandi, en þeir stríða mér líka smá. Eins og þegar ég pissaði á mig í síðustu seríu, þá fékk ég að heyra ýmislegt en það er bara fyndið.“ Hlutverk Önnulísu hefur vaxið með hverri seríunni. Í þessari þriðju þáttaröð er Alda í uppreisn og flækist inn í sakamál sem Lára móðir hennar er að rannsaka. „Ég má ekki segja of mikið, en Alda er að deyja úr gelgju og hefur flækst inn í slæman félagsskap í þessari seríu. Hún gerir móður sinni lífið leitt og er ekki á góðum stað í líf- inu,“ segir Annalísa, sem er bæði spennt og kvíðin fyrir frumsýning- unni á morgun. Annalísa ætlar að horfa á fyrsta þáttinn með fjölskyldu sinni og vinum. Hún segist orðin nokkuð sjóuð í að sjá sjálfan sig á skján- um. „Ég er búin að vera rosalega spennt og hef talið niður dagana í fyrsta þáttinn. Svo í vikunni byrj- aði ég að verða smá kvíðin líka því í þessari seríu reynir meira á mig og leiklistarhæfileikana.“ alfrun@frettabladid.is ANNALÍSA HERMANNSDÓTTIR: NÚ REYNIR Á HÆFILEIKANA Alda er að deyja úr gelgju STEFNIR Á LEIKLISTINA Annalísa Hermannsdóttir hefur leikið í Pressu frá upphafi og er hlutverk hennar veigameira í nýju seríunni sem hefur göngu sína á morgun. Hún hefur einnig landað hlutverki í sinni fyrstu bíómynd, Vonarstræti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ingrid og Larissa Reis eru æfingafélagar og vinkonur. Þegar Ingrid frétti af því að Lar- issa væri að koma hingað bað hún um að fá að koma með,“ segir Hjalti Úrsus um komu vaxtarræktarkonunnar og True Blood-leik- konunnar Ingrid Romero til landsins. Ingrid, Larissa og Ronnie Coleman eru öll væntanleg hingað til lands til að taka þátt í Icelandic Fitness and Health Expo sem fer fram í Mosfellsbæ dagana 10. til 11. nóvem- ber næstkomandi. „Bæði Larissa og Ingrid verða með námskeið í boði fyrir þá sem vilja, en auk þess ætla þær að sýna sínu íturvöxnu líkama og gefa eiginhandaráritanir,“ segir Hjalti. Ingrid leikur vampíru í fjórðu seríunni af True Blood, sem er sýnd á Stöð 2 þessa dag- ana. Hún hefur starfað sem fyrirsæta meira og minna frá ellefu ára aldri og hefur í seinni tíð náð frábærum árangri í vaxtarrækt og bikiníhönnun. Hún eignaðist tvíburadrengi 6. apríl síðastliðinn og vakti mikla athygli fyrir það hversu skamman tíma það tók hana að komast aftur í gott form. - trs True Blood leikkona á Expó INGRID ROMERO True Blood-leikkonan verður í Mosfellsbæ dagana 10. og 11. nóvember næstkomandi. Theódóra Mjöll Skúladóttir Jack Aldur: 26 ára. Starf: Hárgreiðslu- kona og nemi í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands. Fjölskylda: Eiginmaðurinn heitir Emil Örvar Jónsson, lögfræðinemi í HÍ. Þau eiga einn ónefndan dreng sem fæddist á fimmtudaginn og hundana Tinna og Kola. Foreldrar: Ella Jack hjúkrunarfræð- ingur og Skúli Torfason tannlæknir Búseta: Úthlíð 9. Stjörnumerki Vog. Theódóra hefur gefið út bókina Hárið, þar sem hún fjallar um hár og hárumhirðu. Hljómsveitin Lockerbie leggur upp í sinn fyrsta Evróputúr miðviku- daginn næsta, þann 18. október. Lockerbie sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, Ólgusjó, síðasta sumar á Íslandi. Í kjölfarið skrif- uðu meðlimir sveitarinnar undir samning við þýska útgáfufyrir- tækið Kapitan Platte og var Ólgu- sjór gefin út út í þýskumælandi löndum Evrópu í vor. Tilgangur- inn með utanför Lockerbie nú er að fylgja þeirri útgáfu eftir. Sveit- in kemur fram á átta tónleikum í fimm löndum, Þýskalandi, Sviss, Ítalíu, Ungverjalandi og Tékklandi. Þá kemur sveitin einnig fram á Ice- land Airwaves-hátíðinni þar sem hún er bæði á aðaldagskránni og svokallaðri „off venue“-dagskrá. Lockerbie heldur utan til Evrópu LOCKERBIE Sveitin hyggst fylgja eftir útkomu fyrstu plötu sinnar, Ólgusjós, í Evrópu. Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson samdi lag við ljóð móður sinnar Rögnu Erlendsdóttir á þriðju sólóplötu sinni, Þar sem himin ber við haf, sem kemur út á næstu dögum. Ragna er meðlimur í tónlistarbandi eldri borgara í Þorlákshöfn, Tónar og trix, og það spilar einmitt undir í laginu. „Mamma var búin að semja ljóð sem fjallar um að búa við hafið og mér fannst það svo fallegt,“ segir Jónas. „Ég hugsaði með mér að þetta yrði nú að vera eitt lag á plötunni. Þannig að ég samdi lag við ljóðið hennar mömmu, Tónar við hafið. Það stingur svolítið í stúf við hin lögin á plötunni en hugmyndalega þá passar það alveg.“ Aðspurður segir Jónas að mamma hans sé alveg í skýjunum yfir laginu. „Hún var rosa- lega glöð og þau öll í bandinu þegar þau heyrðu lagið. Það var dásamlegt augnablik þegar ég setti heyrnartól á mömmu og spilaði fyrir hana. Það er með því betra sem ég hef upp- lifað.“ Plötu Jónasar verður fylgt eftir með risa- tónleikum í Reiðhöll Þorlákshafnar helgina 19. og 20. október þar sem Lúðrasveit Þorláks- hafnar kemur fram, en hún spilar undir á plöt- unni. Nú þegar er uppselt á fyrri tónleikana. Allt samfélagið ætlar að taka þátt í að gera þennan viðburð ógleymanlegan, en Jónas er uppalinn í bænum. „Þetta verða flottir tón- leikar með „surround“-kerfi, vídeósýningu og öllum græjum,“ segir hann og hlakkar mikið til. - fb Samdi lag við ljóð mömmu MÖMMUSTRÁKUR Jónas Sigurðsson er í þann mund að gefa út plötuna Þar sem himin ber við haf. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Skipholti 29A / andartak@andartak.is / www.andartak.is / 896 2396 KUNDALINI JÓGA Djúpt andartak... ...er lífið sjálft. Í gegnum andartakið færðu beint samband við hugann, flæðið innra með þér og eilífðina í augnablikinu. Lyftu orkunni og finndu þína innri gleði ANDARTAK Jóga og hei l sustöð Byrjendanámskeið í Kundalini jóga, Orka og andleg næring, Vertu meistari huga þíns, Bollywood og Bhangara dans og Yoga nidra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.