Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 65
KYNNING − AUGLÝSING Heilsa13. OKTÓBER 2012 LAUGARDAGUR 3 Reykjavík Spa er ný og glæsi-leg snyrti- og nuddstofa og heilsulind í eigu eins glæsi- legasta hótels landsins, Grand Hótel Reykjavík við Sigtún. Hún er í kjallara hótelsins. Stofan stát- ar af glæsilegri hönnun og full- komnum tækjabúnaði. „Vandað var til verka og vel hefur tekist til enda heilsulindin öll hin falleg- asta. Það eru sex rúmgóð herbergi fyrir hinar margvíslegu snyrti-, nudd- og spa-meðferðir. Tvö af herbergjunum eru sér hönnuð fyrir nudd- og spa-meðferðir og eru með sturtuaðstöðu. Við mælum með að gestir mæti hálf- tíma fyrir bókaða tíma ef njóta á spa-aðstöðunnar. Muna bara að taka með sér sundföt,“ segir Aðal- heiður Ósk Þorleifsdóttir snyrti- og nuddmeistari. Hvíldaraðstaðan „Notalegt er fyrir gesti að slaka á í hvíldaraðstöðunni í vönduð- um hægindastólum við kertaljós, arin eld og ljúfa tóna. Í spainu eru tveir rúmgóðir pottar sem eru 39 og 41 gráðu heitir, öflug gufa og klefi með infrarauðu ljósi sem er mjög góður til að hita sig og mýkja. Infrarauða ljósið þykir einkar gott gegn gigt og öðrum kvillum af svipuðum toga.“ Snyrti- og nuddmeðferðir Hjá Reykjavík Spa er boðið upp á allar almennar snyrtimeð ferðir svo sem andlitsbað, vax, litun, hand- og fótsnyrtingu, förðun og fleira. „Hjá okkur starfa fag- lærðir snyrti- og nudd meistarar, förðunar- og naglafræðingur sem veita fagmannlega og vandaða þjónustu. Ýmsar nuddmeðferðir eru einnig í boði, svo sem klass- ískt nudd, sogæðanudd, ilm olíu- nudd, meðgöngunudd, slökunar- nudd og f ljótlega munum við bjóða upp á steinanudd.“ Spa-meðferðir Þrjár tegundir af spa-með ferðum eru í boði og getur viðskipta- vinurinn valið á milli lavender-, kókos- og þarameðferðar. „Við erum mjög meðvituð um gæði efnanna sem við notum í okkar meðferðum og stílum inn á að nota vörur sem eru lausar við paraben og önnur óæskileg efni. Þarinn hefur sannað gildi sitt sem náttúrulegt dekur og þarinn sem við notum kemur frá Sjávar- smiðjunni í Reykhólahreppi. Þá notum við hreinar ilm- og nudd- olíur.“ Lífrænar íslenskar vörur Áhersla er lögð á að vera með lífrænar vörur sem unnar eru úr íslenskri náttúru. „Stundum leitum við langt yfir skammt. Við viljum styrkja og ýta undir íslenska framleiðslu og höfum því tekið inn snyrtivörulínuna Vor sem unnin er af Margréti Sigurðardóttur grasalækni. Aðal- markmið Vors er að framleiða hágæða, lífræna snyrtivörulínu með virkum efnum úr náttúrunni og bjóðum við upp á andlitsbað í þessari línu sem er einkar heilnæmt.“ Hópar „Við tökum vel á móti hópum sem vilja njóta góðra stunda með vinum og vandamönnum og fá fullkomið dekur hjá fagfólki. Hér er hægt að upplifa dásam legar samverustundir sem endurnæra líkama og sál. Það getur líka verið mjög rómantískt fyrir pör að koma til okkar og fara í dekur og spa. Svo má njóta góðra veitinga á Brazzeri Grand og taka þetta alla leið í rómantíkinni og gista á Grand Hótel Reykjavík yfir nótt.“ Gefðu heilsu, vellíðan og gott útlit „Gaman er að gefa og ekki síður að þiggja. Flestum þykir alveg dásam- legt að fá gjafabréf í dekur og því afar hentugt í jóla-, afmælis- eða tækifærisgjafir. Hægt er að velja alla þjónustu sem er í boði í gjafa- bréf eða ákveðna upphæð. Gjafa- bréfin hjá okkur renna ekki út.“ Líkamsræktaraðstaða Líkamsræktaraðstaða er einnig í Reykjavík Spa og er hún öll hin glæsilegasta og búin full komnum tækjum. Aðstaða er fyrir hótel- gesti og er hún án endurgjalds. Opnunartímar og upplýsingar Opnunartímar Reykjavík Spa eru frá 9-20 alla virka daga, 9-17 á laugardögum og 11-16 á sunnu- dögum. Frekari upplýsingar um Reykjavík Spa er að fá í síma 514- 8090 og á www.reykjavikspa.is eða á Facebook undir nafninu Reykjavík Spa. Ný og glæsileg aðstaða á Reykjavík Spa Grand Hótel Reykjavík opnaði nýverið Reykjavík Spa sem er fullbúin snyrti-, nudd og spa-stofa. „Aðstaðan er öll ný og til fyrir myndar. Hingað er gott að koma og njóta þess að láta dekra við sig í rólegu og endurnærandi umhverfi,“ segir Aðalheiður Ósk Þorleifsdóttir. Gestir Reykjavík Spa fá slopp, handklæði og inniskó til afnota. Það eina sem þarf því að taka með eru sundfötin. MYND/ANTON Glæsileg aðstaða með tveimur heitum pottum þar sem hægt er að njóta ljúfra tóna og slaka á. Boðið er upp á förðun á snyrtistofu Reykjavík Spa.Gott er að láta líða úr sér í hægindastólunum í hvíldarherberginu við kertaljós og arineld. Hér er Aðalheiður, nudd- og snyrtimeistari, ásamt starfsfólki Reykjavík Spa: Ingibjörg Ósk Helgadóttir snyrtimeistari(fremst til vinstri), Steinunn Lovísa Óladóttir snyrtimeistari og Herdís Harpa Jónsdóttir, snyrti-, nagla- og förðunarfræðingur. MYND/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.