Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 68
13. október 2012 LAUGARDAGUR40
P
ressa 3, þriðja þáttaröðin
um blaðakonuna Láru,
fjölskyldu hennar og
sam starfsmenn fer í loft-
ið á Stöð 2 annað kvöld. Í
þetta sinn á Lára í höggi
við harðsvírað glæpagengi sem reyn-
ir að ná yfirráðum í undir heimum
Reykjavíkur og baráttan einkennist
af kynþáttahatri og ofbeldi. Tog-
streitan milli blaðamannsstarfsins og
foreldrahlutverksins er allsráðandi
hjá Láru og ekki bætir úr skák þegar
Alda, dóttir hennar, tekur upp náin
kynni við einn úr glæpagenginu. Það
er aldrei lognmolla í kringum Láru.
Þættirnir Pressa hafa notið mik-
illa vinsælda og söguhetjan, blaða-
konan Lára sem sí og æ er að koma
sér í vandræði bæði í einkalífi og
starfi, er einn skemmtilegasti kar-
akter íslenskra glæpamynda. Þætt-
irnir þykja einnig vel gerðir og spegla
vel nútímann í Reykjavík. „Ég held
að það sé tengingin við raunveruleik-
ann sem útskýrir vinsældir seríunnar
hjá áhorfendum,“ sagði leikstjórinn
Óskar Jónasson í viðtali við Frétta-
blaðið þegar framleiðsla á þriðju
þáttaröðinni var að hefjast.
Með aðalhlutverk fara Sara Dögg
Ásgeirsdóttir, Kjartan Guðjónsson,
Björn Thors, Annalísa Hermanns-
dóttir, Þorsteinn Bachman, Helgi
Björnsson, Þorsteinn Gunnarsson og
Atli Fjalar Óskarsson.
Pappírspésar í æsi-
spennandi lögguleik
Sýningar á Pressu 3 hefjast annað kvöld. Söguhetjan Lára, blaðamaður með ástríðu
fyrir lausn glæpa, er nær einstök í íslenskri sjónvarpssögu, en blaðamenn sem leggja
sig í hættu við lausn glæpa eru þó vinsælar söguhetjur glæpasagna bæði í máli og
myndum. Friðrika Benónýsdóttir skoðaði nokkra helstu fulltrúa stéttarinnar.
PRESSA 3 Lára, blaðakona á Póstinum, fer aftur á kreik annað kvöld og á nú í höggi við harðsvíraðri glæpamenn en nokkru sinni fyrr. Ekki bætir
ástandið á heimilinu úr skák.
Annika Bengtzon, söguhetjan í bókum
Lizu Marklund, er sá blaðamaður bók-
menntanna sem líkist Láru í Pressu hvað
mest. Hún vinnur á síðdegisblaði, er gift og
á tvö börn og í eilífum vandræðum með
að samræma vinnuna og fjölskyldulífið.
Hún er álíka þrjósk og hvatvís og Lára og
kemur sér sí og æ í fullkomlega
vonlausa aðstöðu, bæði í
sam skiptum við vinnufélagana
á ritstjórn Kvöldblaðsins, í sam-
skiptum við eiginmanninn og
í eltingaleik sínum við vondu
kallana. Og hún virðist aldrei
læra af reynslunni. Ekkert frekar
en Lára.
Marklund hefur látið hafa
eftir sér oftar en einu sinni
að hún byggi persónu og
aðstæður Anniku mikið á eigin
reynslu, að persónan líkist
henni töluvert og að hún hafi
meðal annars haft að mark-
miði að sýna þá togstreitu sem
konur í blaðamennsku lendi í
gagnvart vinnu og fjölskyldu.
Nokkuð sem Lára gæti svo
sannarlega tekið undir.
ÞRJÓSK, HVATVÍS OG ÓFORBETRANLEG
Mikael Blomkvist, önnur aðalpersónan í þríleik Stiegs Larsson
sem kenndur hefur verið við Millenium-tímaritið, á frá höfundar-
ins hendi að vera nokkurs konar útvörður siðferðisgilda, einkum
hvað varðar spillingu í fjármálaheiminum. Hann er átorítet á
sínu sviði og oft kallaður til sem sérfræðingur þegar rætt er
um fjármálaspillingu í sjónvarpsþáttum. Í fyrstu bókinni hlýtur
hann dóm fyrir að „sverta mannorð“ fjármálajöfurs og leiðist
þá út í rannsóknir á annars konar glæpum með mun alvarlegri
afleiðingum fyrir hann sjálfan en hann órar fyrir í upphafi.
Blomkvist er fráskilinn og á eina dóttur, sem virðist vera
normið í fjölskylduaðstæðum rannsóknarkarla í skandinavískum
krimmum. Siðferðisgildi hans ná ekki til einkalífsins, hann er
ófyrirleitinn í kvennamálum, sefur jafnt hjá samstarfskonum,
fórnarlömbum glæpa og vitnum í málum. Þó er hann í nokkurs
konar sambandi við ritstjóra sinn, Eriku Berger, en hún er
reyndar gift allt öðrum manni. Hann vílar ekki fyrir sér að sofa
hjá mun yngri samstarfskonu sinni, Lisbeth Salander, og setja
tilveru hennar á hvolf, en hefur ekkert að gefa og hún hrökklast
helsærð úr landi. Samt er greinilegt að hann er í miklum metum
hjá Larsson sem lítur á hann sem góða gæjann.
Einar blaðamaður er söguhetjan í
glæpasögum Árna Þórarinssonar. Hann
er í upphafi drykkfelldur, kvensamur og
mætir illa í vinnuna, sem sagt steríótýpan
af blaðamanni, en tekur sig á þegar líður
á bókaflokkinn, hættir að drekka og sefur
ekki hjá konum nema hann meini eitthvað
með því. Rannsóknir hans á sakamálum
leiða hann í ýmsa kima þjóðfélagsins,
meira að segja alla leið norður í land og
austur á firði, og hann er óþreytandi í að
róta og grafa til að ná í „góða frétt“. Glæpa-
málin sem hann rannsakar eru af öllum
mögulegum toga en auðvitað er það alltaf
hann sem leysir gátuna, eins og form
glæpasögunnar krefst.
Árni hefur lýst Einari sem svo
að hann sé: „afkvæmi harðsoðnu
hetjunnar en í rauninni ættleri“.
Harðsoðinn er hann allavega ekki
og eftir að af honum rennur verður
líf hans ansi óáhugavert. Hann
er fráskilinn og á eina dóttur –
norræna normið aftur – og eyðir
miklu púðri í að byggja upp gott
samband við dótturina eftir að
hafa klúðrað því hastarlega á
meðan hann drakk. Í seinni
bókunum verður honum
eigin lega best lýst með orðum
Spaðanna: „Hann er orðinn allt
annar og betri drengur“ en um leið
missir hann töluvert af sjarmanum.
NÝJA STERÍÓTÝPAN AF BLAÐAMANNI
Það má færa gild rök fyrir því að
teiknimyndahetjan Tinni sé einn
þekktasti blaðamaður bókmenntanna.
Hann hefur notið stöðugra vinsælda allar
götur síðan hann spratt úr höfði skapara
síns, Belgans Georges Remi sem kallaði
sig Hergé, árið 1929. Það sem einkennir
Tinna öðru fremur er heiðarleiki hans og
ákafinn við að ráða niðurlögum illmenn-
anna. Hann rannsakar
hvert glæpamálið á
fætur öðru sem rann-
sóknarblaðamaður en
það virðist þó aldrei fylgja
þeim rannsóknum nein kvöð
um að skrifa fréttir af þeim.
Raunar eru teljandi á fingrum
þau skipti sem hann virðist þurfa
að skila efni inn á ritstjórn – og þá erum
við að tala um allar bækurnar um hann.
Glíma Tinna við illþýði af ýmsu
þjóðerni kemur honum oft í hinar
skelfilegustu aðstæður, en eins og vera
ber fer hann með sigur af hólmi í hverri
viðureign og vondu karlarnir lenda á
bak við lás og slá fyrir tilstilli hans og
hjálparkokka hans.
Fræðimenn hafa gjarnan bent á að
Tinni eigi hinar miklu og stöðugu vin-
sældir sínar ekki síst því að þakka hversu
venjulegur hann sé, það sé auðvelt fyrir
lesandann að samsama sig honum og
setja sig þar með í hlutverk hetjunnar.
TINNI SKRIFAR ALDREI NEITT
Þótt sá veruleiki sem Lára hrærist í sé íslenskum blaðamönnum
ansi framandi þá er ekkert einsdæmi að blaðamenn leggi sig í
hættu við rannsóknir á glæpum. Frægasta dæmið er væntanlega
írski blaðamaðurinn Veronica Guerin sem skotin var til bana í
Dublin árið 1996. Guerin hafði lengi unnið að því að rannsaka
og flytja fréttir af þorpurum undirheima Dublin á tíunda áratug
síðustu aldar og oftar en einu sinni verið hótað lífláti. Það var
svo þann 26. júní 1996 að hún var skotin sex skotum þar sem
hún sat í bíl sínum á rauðu ljósi í úthverfi Dublin. Skotmaðurinn
var farþegi á mótorhjóli sem staðnæmdist við hlið hennar og
öruggt þykir að hann hafi verið handbendi dópbarónsins Johns
Traynor sem Guerin hafði lengi átt í stríði við. Traynor var þó
aldrei sóttur til saka fyrir morðið.
Tvær kvikmyndir hafa verið gerðar um baráttu og endalok
Guerin; When the Sky Falls árið 2000, sem er skálduð útgáfa af
lífi hennar, og Veronica Guerin árið 2003 þar sem Cate Blanchett
lék Guerin og Joel Schumacher leikstýrði.
VAR SKOTIN FYRIR FRÉTTIR SÍNAR
HEIÐARLEIKINN
HOLDI KLÆDDUR
Tinni slær aldrei af í
ákafa sínum við að
fanga bófana.
ORÐINN EDRÚ Einar
blaðamaður eins og
Hjálmar Hjálmars-
son túlkaði hann í
sjónvarpsþáttunum
Tími nornarinnar.
TÖFFARI Mikael Blomkvist eins og Michael Nyqvist túlkaði hann í
myndunum sem gerðar voru eftir þríleik Larssons.
FÓRNARLAMB Cate Blanchett í hlutverki Veronicu Guerin í mynd
Joels Schumacher um líf hinnar síðarnefndu.
FYRIRMYNDIN Liza
Marklund hefur
viðurkennt að
Annika Bengtzon
sé mjög lík henni
sjálfri.
SKELFIR FJÁRMÁLAJÖFRA