Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 6
13. október 2012 LAUGARDAGUR6 FRÆÐSLUNÁMSKEIÐ fyrir fólk með geðklofa og aðstandendur Námskeiðið verður haldið á vegum geðsviðs LSH og verður alla föstudaga frá 19. október - 23. nóvember kl. 13-16, í samkomusal LSH að Kleppi. Einkenni geðklofa Ólafur Bjarnason sérfræðingur í geðlækningum Meðferðarúrræði og eftirfylgd Kristófer Þorleifsson sérfræðingur í geðlækningum Meðferð við geðklofa Halldóra Jónsdóttir sérfræðingur í geðlækningum Um nauðungarvistanir og sjálfræðissviptingar Kristófer Þorleifsson sérfræðingur í geðlækningum Iðjuþjálfun og hlutverk í endurhæfingu Svanborg Guðmundsdóttir iðjuþjálfi Að vinna með erfiðar tilfinningar Elías Jón Sveinsson hjúkrunarfræðingur Fjölskyldan og félagsleg réttindi Anna Guðrún Halldórsdóttir félagsráðgjafi Sálfræðileg meðferð við geðklofa Guðrún Íris Þórsdóttir sálfræðingur Bataferlið Margrét Eiríksdóttir geðhjúkrunarfræðingur Einstaklings- og fjölskylduhjúkrun Hallfríður Eysteinsdóttir hjúkrunarfræðingur Notendur og endurhæfing Bergþór Grétar Böðvarsson fulltrúi notenda og gestir Mikilvægi hreyfingar fyrir fólk með geðklofa Svandís Sigurðardóttir sjúkraþjálfari, Rafn Haraldur Rafnsson og Kristjana Ósk Sturludóttir íþróttafræðingar Þátttaka tilkynnist fyrir 17. október í síma 543 4200 virka daga kl. 8-16 eða á netfangið; helgao@landspitali.is Námskeiðið er ókeypis 50 ERLENDAR STÖÐVAR Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 FORBRYDELSEN Þriðja og síðasta þáttaröðin hefst á DR 1 á sunnudaginn kl. 18.00 NOREGUR Tilkynningum um nauðganir og nauðgunartilraunir hefur fjölgað stöðugt hjá lögreglunni í Ósló síðasta áratug og þær hafa aldrei verið fleiri en einmitt í fyrra. Dagbladet segir frá þessu á vef sínum. 213 nauðganir voru tilkynntar í Ósló í fyrra, sem er veruleg aukning frá árinu 2010 þegar 162 nauðganir voru tilkynntar. Séu nauðgunar- tilraunir taldar með, eru tölurnar 256 fyrir 2011 og 189 fyrir 2010. Í skýrslunni kemur fram að 58 prósent nauðgara hafi verið ókunnug þolendum, en það er hærra hlutfall en nokkru sinni fyrr. Þá er tilfellunum skipt upp eftir kring- umstæðum og kemur þar í ljós að rúmur þriðjungur nauðgana og tilrauna til nauðgana er framinn í tengslum við samkomur fólks, samkvæmi eða skemmtanalíf. Tæpur fimmt- ungur nauðgana er framinn af ættingja eða fjölskyldumeðlim og fimmtán prósent nauðg- ana eru svokallaðar árásarnauðganir þar sem ráðist er á þolanda á almannafæri, yfirleitt í skjóli nætur, en í fyrra átti tæpur fjórðungur nauðgana og tilrauna til nauðgana, sér stað utandyra. Athygli vekur einnig að þó að flestir sem kærðir eru fyrir nauðgun séu norskir ríkis- borgarar, eru nær tveir þriðju af öðrum upp- runa en norskum. Rúm tuttugu prósent eru frá Afríku, þrjátíu prósent frá Asíu eða Mið- Austurlöndum og tólf prósent af evrópskum uppruna. - þj Ný skýrsla um nauðganir og nauðgunartilraunir í Ósló leiðir í ljós talsverða fjölgun milli ára: Aldrei fleiri nauðganir tilkynntar í Ósló Í SKJÓLI NÆTUR Aldrei hafa fleiri nauðganir verið til- kynntar í Ósló en í fyrra. Ný skýrsla sýnir að meira er um að nauðganir eigi sér stað utan dyra í skjóli nætur. NORDICPHOTOS/GETTY UPPLÝSINGATÆKNI Staða fimm efstu landa er óbreytt milli ára í mælingu Alþjóðafjarskiptasambandsins á vexti upplýsingatækni í heiminum. Ísland er í fjórða sæti listans, á eftir Danmörku, Svíþjóð og Suður-Kóreu. Finnar eru svo í fimmta sætinu. „Undanfarið ár hefur mátt sjá stöðugan vöxt upplýsingatækni sem náð hefur nær til heimsins alls,“ segir Brahima Sanou, for- stjóri skrifstofu fjarskipta þróunar Alþjóðafjarskipta sambandsins, í inngangs orðum að nýrri samanburðar skýrslu sambands- ins. Skýrslan nefnist „Mæling upplýsinga samfélagsins 2012“ (e. Measuring the Information Society 2012) og kom út í vikulokin. Mældir eru margvíslegir þættir á sviði upplýsingatækni og fundin út vísitala fyrir hvert land. Meðal þess sem sjá má milli áranna 2010 og 2011 er að farsíma- væðing eykst enn hröðum skrefum í þriðjaheimslöndum með „tveggja stafa“ prósentuvexti í mörgum lönd- um, þótt hægi á þróuninni sé horft til alls heimsins. Í árslok 2011 voru farsímaáskriftir í heiminum orðn- ar um sex milljarðar talsins. Hér á landi voru þær 386.053, um fimmt- ungi fleiri en landsmenn allir. olikr@frettabladid.is Ísland heldur stöðu í tæknisamanburði Ísland er í fjórða sæti á heimsvísu í samanburði Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU) á tæknivæðingu þjóða. Sé bara horft til Evrópu er landið í þriðja sæti. Staða fimm efstu þjóða er óbreytt milli ára. Flest lönd auka tæknivæðingu sína. Staðan samkvæmt vísitölu Alþjóðafjarskiptasambandsins Land Vísitala 2011 Vísitala 2010 1. S-Kórea (1) 8,56 8,45 2. Svíþjóð (2) 8,34 8,21 3. Danmörk (3) 8,29 8,01 4. Ísland (4) 8,17 7,96 5. Finnland (5) 8,04 7,89 6. Holland (7) 7,82 7,60 7. Lúxemborg (6) 7,76 7,64 8. Japan (8) 7,76 7,57 9. Bretland (14) 7,75 7,35 10. Sviss (9) 7,68 7,48 ... 152. Erítrea (151) 1,09 1,08 153. Mið-Afríkulýðveldið (153) 0,97 0,96 154. Tsjad (155) 0,94 0,85 155. Nígería (154) 0,88 0,88 HEIMILD: SKÝRSLA ALÞJÓÐAFJARSKIPTASAMBANDSINS (ITU) „MEASURING THE INFORMATION SOCIETY 2012“ Staða Íslands í upplýsinga- tæknimálum 95,0% þjóðarinnar nota internetið samkvæmt tölum Alþjóðafjarskiptasambandsins fyrir árið 2011. Hlutfallið er óbreytt á milli ára. 49,3% fjölgun varð á háhraðanet- tengingum um ljósleiðara milli áranna 2010 og 2011. Heildarfjölgun breiðbandstenginga milli áranna nam þó ekki nema 2,17 prósentum. 94,5% heimila áttu tölvu í fyrra. Tölvueign heimilanna hafði því aukist lítillega milli ára, því árið áður var hlutfallið 93 prósent. Tölvurnar eru þó ekki alveg allar nettengdar því 92,6 prósent heimila voru nettengd í fyrra og 92,0 prósent árið áður. 106,1% Íslendinga borgaði fyrir farsímaáskrift í fyrra. Talan ber með sér að hér á landi er nokkur hópur með fleiri en eitt farsíma- númer í notkun. Áskriftum fækkar þó aðeins á milli ára, en 2010 voru 106,5 prósent áskrifendur að farsímaþjónustu. 58,4% þjóðarinnar voru með fastlínutengingu árið 2011, öllu færri en árið áður þegar 60,5 af hundraði voru með „heimasíma- tengingu“. Í fyrra voru notendalínurnar alls 135.581 og árið áður 141.474. Samdrátturinn milli ára nemur 4,17 prósentum. HEIMILD: GAGNAVEITA PÓST- OG FJARSKIPTA- STOFNUNAR (PFS) OG DATAMARKET, AUK TALNA FRÁ ALÞJÓÐAFJARSKIPTASAMBANDINU (ITU). UMHVERFISMÁL Umhverfis stofnun og bæjarstjórn Garðabæjar hafa aug- lýst tvær tillögur að frið lýsingu svæða innan marka Garðabæjar. Svæðin eru í eigu Garðabæjar, utan Vífilsstaðahrauns sem er í eigu ríkis ins, og er samanlögð stærð þeirra 479,3 hektarar. Lagt er til að eldstöðin Búrfell, hrauntröð hennar Búrfellsgjá og eystri hluti Selgjár ásamt nánasta umhverfi verði friðuð sem nátt- úruvætti. Svæðið er alls 323 hekt- arar. Verndargildi svæðisins byggir fyrst og fremst á jarðmyndunum frá nútíma sem hafa hátt vísinda-, fræðslu- og útivistargildi, auk gróður fars. Innan svæðisins eru einnig fornminjar, svo sem Gjáarétt sem er í vesturenda Búrfellsgjár. Þá er lagt til að fjögur svæði; Garðahraun neðra og efra, Vífils- staðahraun og Maríuhellar verði friðlýst sem fólkvangur, alls 156,3 hektarar. Markmið friðlýsingarinnar er að stofna fólkvang; útivistarsvæði í þéttbýli, þar sem jarðmyndanir, gróðurfar, fuglalíf og menningar- minjar, m.a. fornar rústir eru verndaðar. Með friðlýsingunni á að efla lífsgæði í sveitarfélaginu með því að tryggja möguleika til úti- vistar, náttúru skoðunar og fræðslu í náttúru legu umhverfi. - shá Tillögur að tveimur nýjum friðlýsingum í Garðabæ hafa verið auglýstar: Vilja friðlýsa 479 hektara lands NÁTTÚRA Sérstakar jarðmyndanir eru á þeim svæðum þar sem til stendur að friðlýsa. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÖK VEISTU SVARIÐ? 1. Um hvað sömdu norðurskautsrík- in á fundi í Reykjavík á fimmtudag? 2. Hvað vilja veiðimenn láta hreinsa úr Elliðaey við Vestmannaeyjar? 3. Hvaða sveitarfélögum vill Kópavogur sameinast? SVÖRIN 1. Olíuvarnir. 2. Fjörutíu lambshræ. 3. Garðabæ, Hafnarfirði og Álftanesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.