Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 10
13. október 2012 LAUGARDAGUR10
LAGERSALA
Seldur verður lítill gjafavörulager í heild sinni,
sem verður til sýnis þriðjudaginn 16. október
milli kl. 13-15 að Skemmuvegi 34a, Kópavogi.
Einnig ljósmyndavörulager sem verður seldur
í heild sinni. Verður til sýnis þriðjudaginn 16.
október milli kl. 15-17 að Gjáhellu 5, Hafnafirði.
Tilboð skilast inn rafrænt á póstfangið:
olafur.jonsson@landsbankinn.is
fyrir mánudaginn 22/10/2012 kl. 12.00.
FÆREYJAR Lát færeyska tónlistar-
mannsins Rasmusar Rasmus-
sen hefur vakið athygli á erfiðri
stöðu samkynhneigðra í Fær-
eyjum. Rasmussen, sem var sam-
kynhneigður, varð fyrir alvarlegri
líkamsárás árið 2006 og náði sér
aldrei eftir það.
Nokkur hreyfing virðist samt
hafa verið á réttindamálum sam-
kynhneigðra í Færeyjum síð-
ustu misseri, og að hluta virðist
mega rekja það til árásarinnar á
Rasmus sen.
Þannig samþykkti færeyska
Lögþingið árið 2007 eða árið eftir
árásina á Rasmussen, með sautján
atkvæðum gegn fjórtán breytingu
á færeysku refsilöggjöfinni þess
efnis að bannað væri að hóta, hæð-
ast að eða niðurlægja fólk vegna
kynhneigðar.
Í sumar mættu síðan fimm þús-
und manns til gleðigöngu samkyn-
hneigðra í Þórshöfn, sem er tíundi
hver íbúi eyjanna. Mikil breyting
hafði greinilega orðið síðan sam-
kynhneigðir héldu síðast slíka
hátíð, sem var árið 2007, en þá
hættu einungis nokkur hundr-
uð sér út á götu til að taka þátt í
göngu samkynhneigðra.
Nú í haust er jafnvel reiknað
með að frumvarp um hjónavígslu
samkynhneigðra verði lagt fram
á lögþingi Færeyja, og eru líkur
tá að helmingur þingmanna muni
styðja það, sem hefði verið óhugs-
andi fyrir aðeins örfáum árum.
„Við urðum svo sem ekki vör
við neitt persónulega þegar við
vorum þarna. Almenningur er
ekkert hrópandi úti á götum eða
neitt svoleiðis,“ segir Guðmundur
Helgason, formaður Samtakanna
’78, sem kom til Færeyja í sumar
með Hinsegin kórnum í tilefni af
gleðihátíð samkynhneigðra þar.
„Hins vegar er ákveðinn kjarni
strangtrúaðra sem skrifar greinar
í blöðin og á vefsíður þar sem talað
er mjög sterkt gegn samkyn-
hneigðum. Við megum hins vegar
passa okkur svolítið á því að detta
ekki alveg í fordæmingar gírinn
um að Færeyingar séu svona
hræðilegir. Það var nú bara síð-
asta vetur sem maður var laminn
á bar hér í Reykjavík fyrir að vera
transmaður. Fordómarnir þrífast
hér engu síður en þar, þótt laga-
lega staðan hér sé betri.“
gudsteinn@frettabladid.is
Færeyingar færast
nær réttarbreytingu
Almenningur er ekkert hrópandi úti á götum, segir formaður Samtakanna
’78 um viðhorf gagnvart samkynhneigðum í Færeyjum. Líkur á að færeyska
lögþingið taki fyrir nýtt frumvarp um hjónavígslu samkynhneigðra í haust.
RASMUS RASMUSSEN Færeyski tónlistarmaðurinn sem náði sér aldrei andlega eftir
alvarlega líkamsárás fyrir sex árum. MYND/NUD
HAFNARFJÖRÐUR Öldungaráð
Hafnar fjarðar leitar nú til
bæjar stjórnar, fyrirtækja og
félagasamtaka í bænum um að
koma að verkefninu „Brúkum
bekkinn“.
Uppsetning bekkja með 250 til
300 metra millibili á að stuðla að
aukinni hreyfingu meðal eldri
borgara. Samstarf er hafið við
bæjaryfirvöld um kortlagningu
gönguleiða og mat á þörf fyrir
bekki og staðsetningu þeirra.
„Hver bekkur verður merktur
verkefninu og gefanda og mun
félag sjúkraþjálfara sjá um
merkingu og greiða kostnað
við merkingu,“ segir í erindi
öldunga ráðsins. Umhverfis- og
framkvæmdaráð bæjarins sam-
þykkti að fjármagna tíu bekki á
109 þúsund krónur stykkið. - gar
Öldungaráð Hafnarfjarðar:
Fleiri bekki svo
fólk hreyfi sig
HAFNARFJÖRÐUR Fjölga á bekkjum í
bænum.
Þingvellir fá gæðastimpil
Notendur heimasíðunnar www.
tripadvisor.com hafa gefið Þingvöllum
fjóra og hálfa stjörnu af fimm mögu-
legum í einkunn sem áfangastað.
Þetta kemur fram á vef þjóðgarðsins.
FERÐAÞJÓNUSTA
Dóra nýr skólameistari
Mennta- og menningarmálaráðherra
hefur skipað Dóru Ármannsdóttur í
embætti skólameistara Framhalds-
skólans á Húsavík til fimm ára. Dóra
hefur starfað við skólann frá árinu
1992. Hún hefur auk BA-gráðu í
íslensku frá HÍ, gráðu í menntunar-
fræði með áherslu á stjórnun frá HA.
SKÓLAMÁL
QI
Stephen Fry fer á kostum
í skemmtilegum þáttum
BBC ENTERTAINMENT ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS