Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 32
13. október 2012 LAUGARDAGUR32
„Ég man ég vonaði að hann fyndi hjartslátt,
sem er auðvitað út í hött.“
Erfiðast að ganga frá bílstólnum
Síðar þennan dag fóru þau heim, þar sem
barnafötin sem áttu að vera á Sóleyju Kötlu
og vaggan biðu þeirra. „Það var eitt það erfið-
asta í þessu að ganga frá bílstólnum þegar
við komum heim. Hann átti að koma heim
með barni í, en var tómur og fór aftur inn
í geymslu,“ segir Kristinn. Vaggan og litlu
fötin fengu hins vegar að standa frammi um
sinn. „Við fengum þau ráð að vera ekki að
flýta okkur að ganga frá hlutunum sem biðu
hennar. Og það var skynsamlegt. Það varð
líka raunin að myndaalbúm og minningarbox
sem við eigum með munum Sóleyjar stóðu
lengi frammi í stofu hjá okkur.“
Fyrstu vikurnar eftir fæðinguna fóru í að
undirbúa minningarathöfn Sóleyjar Kötlu.
„Fyrst ætluðum við að hafa fámenna minn-
ingarathöfn en hún vatt upp á sig. Það voru
svo margir sem vildu koma og úr varð stærri
athöfn í Fossvogskirkju. Við erum mjög fegin
því að hafa haldið hana og aðstandendur
okkar voru mjög þakklátir. Þeir fengu að taka
þátt í því með okkur að kveðja dóttur okkar.“
Dóra og Kristinn eiga fjölmargar mynd-
ir af Sóleyju Kötlu í heimfarardressinu sínu
sem hún var jörðuð í. Þau eiga líka myndir frá
minningarathöfninni. „Í fyrstu fannst mér út
í hött að það yrðu teknar myndir þar, ég hugs-
aði með mér að ég myndi aldrei vilja skoða
myndir frá þessum hræðilega degi. En ég
er ótrúlega þakklátur fyrir það í dag,“ segir
Kristinn.
Gott að eiga Svanhildi Lóu
Þegar Sóley Katla kom í heiminn var Svan-
hildur Lóa, elsta barn Dóru og Kristins, rétt
rúmlega tveggja ára gömul. Þau segja hana
hafa bjargað þeim frá svartnætti þunglynd-
is. „Börn eru svo frábær og þegar þau eru að
leika sér og fíflast þá er ekki annað hægt en
að brosa. Við vitum ekki hvernig við hefðum
farið að ef hennar hefði ekki notið við.“ Fyrstu
mánuðirnir eftir andlát Sóleyjar Kötlu voru
samt afar erfiðir. „Ég sat í sófanum og horfði
á sjónvarpið,“ segir Dóra, sem gefur aðstand-
endum þeirra sem sitja heima í sorg það eina
ráð að hætta ekki að hringja. „Ég nennti oft
ekki að svara í símann en sem betur fer stóðu
vinir og ættingjar þétt að baki okkar og gáf-
ust ekki upp á okkur,“ segir Dóra. Ýmsar
hugsanir leituðu á hana og hún segir að hún
hafi oft ásakað sjálfa sig fyrir að hafa ekki
getað komið í veg fyrir andlát Sóleyjar Kötlu.
„Ég hugsaði til dæmis oft um að ég hefði átt
að vera stressaðri út af því að meðgangan var
allt öðruvísi en þegar ég gekk með Svanhildi
Lóu. Og að ég hefði átt að bregðast við því
þegar ég fór í skoðun 2. mars og ljós móðirin
átti í erfiðleikum með að finna hjartslátt
barnsins.“
Dóra og Kristinn nutu bæði skilnings hjá
vinnuveitendum og fengu svigrúm til að
syrgja. Bæði leituðu sér líka aðstoðar og
stuðnings í sorgarferlinu. Og þeim til mikill-
ar gleði varð Dóra aftur ólétt sex mánuðum
síðar. „Það var skilgreind áhættumeðganga
frá upphafi og fylgst afar vel með. Og svo var
ég gangsett eftir 37 vikur og þá kom Steinar
Bragi í heiminn, tveimur árum eftir að Sóley
Katla lést. Það var mikil gleði þó að hún væri
blandin samviskubiti til að byrja með, okkur
fannst við ekki eiga að gleðjast.“
Ekkert feimnismál
Aldrei fengust neinar haldbærar skýringar á
því hvers vegna Sóley Katla lést í móðurkviði
en krufning leiddi í ljós að hún hætti af ein-
hverri ástæðu að vaxa eftir 32 vikur. Nú þegar
þrjú og hálft ár er liðið frá því að þau misstu
Sóleyju Kötlu hafa Kristinn og Dóra lært
að lifa með sorginni og gleðinni. „Við hugs-
um oft til hennar, hvað hún væri að gera og
upplifa væri hún á lífi. En við gleðjumst líka
með börnunum okkar sem eru á lífi. Og svo
erum við farin að geta gleymt okkur, fórum
á ball um daginn og það var brjálað stuð. En
hún er alltaf með okkur. Það eru myndir af
henni inni í stofu og svo erum við bæði með
minjagrip um hana hjá okkur öllum stundum,“
segir Dóra og sýnir mér hálsmen með nafni
Sól eyjar og Kristinn sýnir mér kross á hand-
leggnum sem hann lét tattúvera á sig í minn-
ingu Sóleyjar. „Hún er ekki feimnismál hjá
okkur heldur hluti af fjölskyldunni, við eigum
ekki tvö börn heldur þrjú.“
Ég spurði oft af hverju ég væri ekki bara drif-
in í keisara, það þyrfti að bjarga barninu.
H
inn 3. mars árið 2009 var
settur fæðingardagur stúlku-
barns Dóru Hrundar Braga-
dóttur og Kristins Ingvars
Pálssonar. Dóra fann fyrir
verkjum að morgni þess
þriðja, sem kom henni nokkuð á óvart. Tveim-
ur árum fyrr hafði þeim fæðst dóttir, Svan-
hildur Lóa, og gekk Halldóra fram yfir sett-
an fæðingardag með hana. „Ég fékk verki
strax um morguninn sem ég bjóst ekki við.
Ég hringdi ekki strax upp á spítala, var að
stússast með móður minni og færði vinnu-
félögunum köku. Svo fer ég að finna rosalega
verki um hádegið. Þá hringi ég upp á fæð-
ingardeild og ljósmóðirin spyr hvort ég finni
ekki hreyfingar. Þá kveiki ég á þeirri peru
að ég fann þær ekki, en ég hafði ekki hugsað
sérlega mikið út í það, enda veit maður hvað
börnin hafa lítið pláss á síðustu vikum með-
göngunnar.“
Enginn hjartsláttur
Ljósmóðirin sem Halldóra ræddi við ráðlagði
henni að borða og drekka kalt vatn til að finna
hreyfingar. Þegar það gerðist ekki hringdi
hún í Kristin og ákváðu þau að drífa sig
upp á fæðingardeild Landspítalans. „Þegar
þangað var komið var ég sett í mónitor eins
og venja er til að kanna hjartslátt barnsins.
Ljós móðirin sem það gerði heyrði ekki hjart-
slátt og kallaði til sérfræðing. Ebba Margrét
Magnúsdóttir fæðingarlæknir var á vaktinni
og hún kom og hitti okkur. Og það var hún
sem staðfesti að það væri enginn hjartsláttur,
barnið væri dáið í móðurkviði.“
Fyrstu viðbrögð Dóru voru ákall um hjálp
til að bjarga barninu. „Ég spurði oft af hverju
ég væri ekki bara drifin í keisara, það þyrfti
að bjarga barninu. En það er aldrei gert, hún
var dáin og ekkert hægt að gera til að bjarga
henni. Og ekki vitað hvenær nákvæmlega hún
lést.“
Vegna þess að fæðingin var í raun komin af
stað hjá Dóru þurfti ekki að setja hana af stað
eins og getur verið raunin. Nokkrum klukku-
stundum eftir að hún kom upp á spítala kom
Sóley Katla í heiminn. „Ég var þá auðvitað
búin að hringja í mömmu. Hún setti allt netið
í gang og nánasta fjölskylda var mætt upp á
spítala þegar Sóley Katla kom í heiminn. Sem
var mjög mikilvægt. Það voru ekki bara við
sem fengum að halda á henni og kveðja hana
heldur fjölskyldan líka.“
Ómetanlegar myndir
Kristinn segir ómetanlegt að hafa hitt Braga
Skúlason sjúkrahúsprest sem var á vaktinni
þennan dag. „Hann hvatti mig til að halda á
Sóleyju Kötlu, ég ætlaði ekki að hafa mig í
það fyrst. En það er alveg ómetanlegt að hafa
gert það, ég hefði séð eftir því alla ævi hefði
ég sleppt því.“ Dóra bætir við að allir á spítal-
anum hafi reynst þeim einstaklega vel. „Það
var frábært fólk á vakt. Við vorum til dæmis
spurð hvort við vildum að ljósmyndari mynd-
aði Sóleyju Kötlu sem við þáðum og því eigum
við fallegar svarthvítar myndir af henni. Og í
allri sorginni áttum við samt yndislega stund
með fjölskyldunni.“
Dóra og Kristinn gistu á spítalanum um
nóttina að lokinni fæðingunni. Þau voru í her-
bergi sem er á sömu hæð og fæðingargangur-
inn, þó ekki inni á honum. „Starfsfólkið sinnti
okkur mjög vel en auðvitað var aðstaðan ekki
eins og best var á kosið. Maður er svo nálægt
allri hamingjunni, við heyrðum barnsgrát á
sama tíma og við vorum að syrgja.“
Daginn eftir fengu þau Sóleyju Kötlu aftur
og klæddu hana í ný föt. Barnalæknir kom
og skoðaði hana og Dóra rifjar upp hvernig
órökréttar hugsanir tóku að sækja á hana.
Sóley Katla er alltaf með okkur
Þau Dóra Hrund Bragadóttir og Kristinn Ingvar Pálsson eiga þrjú börn, Svanhildi Lóu, Sóleyju Kötlu og Steinar Braga. Sóley
Katla lést í móðurkviði, var andvana fædd eftir 40 vikna meðgöngu. Sigríður Björg Tómasdóttir hitti Dóru og Kristin og ræddi við
þau um hvernig þau tókust á við áfallið og hvernig þau fundu styrk og gleði til að horfa fram veginn.
FJÖLSKYLDAN Svanhildur Lóa situr í fangi móður sinnar, Dóru Hrundar Bragadóttur og Steinar Bragi í fangi pabba síns, Kristins Ingvars Pálssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Skoða oft myndir og muni
Dóra og Kristinn hafa safnað í
fallegt box ýmsum munum sem
tengjast Sóleyju Kötlu, sam-
fellum, litlum skóm, bol sem
Dóra var mikið í á meðgöngunni
og myndum sem teknar voru af
Sóleyju nýfæddri.
Þau eiga líka fjölmargar myndir
af henni og þær segja þau vera
alveg ómetanlegar. Einnig eiga
þau myndir úr minningarathöfn-
inni um Sóleyju Kötlu sem þau
kunna mjög vel að meta en í
fyrstu fannst þeim fráleit hug-
mynd að mynda þar.
■ MIKILVÆGAR MINNINGAR INNAN SEILINGAR
Minningarathöfn í Hallgrímskirkju
„Á meðan sumir hafa mikla þörf fyrir að tala um missi sinn, líðan og
tilfinningar, jafnvel aftur og aftur, bera aðrir harm sinn að mestu leyti í
hljóði. Sumir hafa þörf fyrir að taka upp þráðinn í daglegu lífi, vinnu, námi
eða öðru, eins fljótt og hægt er, á meðan aðrir þurfa lengri tíma,“ segir í
nýjum bæklingi fyrir aðstandendur þeirra sem misst hafa á meðgöngu en
auk hans er væntanlegur bæklingur með ráðum til foreldra sem missa á
meðgöngu.
Þar segir meðal annars: „Ekki vera með samviskubit ef þú upplifir
gleðistundir mitt í sorginni. Það er ekki vísbending um að þú hafir gleymt
eða að þú syrgir ekki á viðeigandi hátt. Þú getur fundið fyrir miklum dag-
sveiflum. Því lengra sem líður frá missinum mun þeim dögum fækka sem
einkennast af sorg og depurð. Mundu að það er í lagi að gleðjast og njóta
aftur.“
Á mánudag verður minningarathöfn um missi á meðgöngu og barns-
missi í Hallgrímskirkju. Minningarathöfnin hefst klukkan átta.