Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 96
13. október 2012 LAUGARDAGUR68
sport@frettabladid.is
ÞÓR FRÁ ÞORLÁKSHÖFN vann í gær sigur á nýliðum ÍR í Hertz-hellinum í Seljaskóla í gærkvöldi,
95-92, í framlengdum leik. Þórsarar hafa farið í framlengingu í tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu
en liðið tapaði fyrir Njarðvík í fyrstu umferðinni. ÍR er þó enn án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.
0-1 Birkir Bjarnason (19.), 1-1 Edgar Cani
(29.), 1-2 Gylfi Þór Sigurðsson (81.).
Skot (á mark): 8 (2) - 5 (2)
Varin skot: Ujkani 0 - Hannes 1.
ÍSLAND (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson – Grétar
Rafn Steinsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson,
Ari Freyr Skúlason – Rúrik Gíslason (68. Birkir Már
Sævarsson), Aron Einar Gunnarsson, Emil Hall-
freðsson, Birkir Bjarnason (84. Jóhann Berg Guð-
mundsson), – Gylfi Þór Sigurðsson, Alfreð Finn-
bogason (92. Eggert Gunnþór Jónsson).
Qemal Stafa, áhorf.: 9.000 Tony Asumaa, Finnlandi
1-2
FÓTBOLTI Ísland er komið með sex
stig í undankeppni HM 2014 eftir
frábæran 2-1 sigur á Albaníu ytra
í gær. Gylfi Þór Sigurðsson reynd-
ist hetja íslenska liðsins, en hann
skoraði sigurmarkið beint úr auka-
spyrnu þegar um tíu mínútur voru
til leiksloka. Birkir Bjarnason
skoraði fyrra mark Íslands.
Leikurinn fór fram við skraut-
legar aðstæður, en það byrjaði að
hellirigna snemma í fyrri hálfleik.
Dómarar tóku sér um 35 mínútna
umhugsunartíma í hálfleik til að
íhuga hvort flauta ætti leikinn af.
Síðari hálfleikur hófst þó fyrir
rest og var leikið við afar erfiðar
aðstæður eftir það.
Birkir kom Íslandi yfir á nítj-
ándu mínútu eftir laglega sókn.
Alfreð Finnbogason og Kári
Árnason framlengdu boltann inn
fyrir varnarlínu heimamanna
eftir langt innkast Arons Einars
Gunnarssonar. Þar tók Birkir við
honum og tókst að afgreiða knött-
inn í netið.
Albanir létu þó ekki slá sig út af
laginu og sóttu nokkuð að marki
Íslands eftir þetta. Það tók þá
aðeins tíu mínútur að uppskera
mark og var Edgar Cani þar að
verki af stuttu færi eftir fyrirgjöf
Alban Meha. Íslenska vörnin svaf
á verðinum, sérstaklega vinstri
bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason
sem gaf Meha nægan tíma með
boltann.
Síðari hálfleikur var farsa-
kenndur af þeirri einföldu ástæðu
að aðstæður til að spila knatt-
spyrnu af einhverju viti voru ein-
faldlega ekki til staðar. Boltinn dó
í miðri sendingu hvað eftir annað,
leikmenn runnu til við minnsta til-
efni og leikur beggja liða var til-
viljanakenndur.
Tvívegis komust heimamenn
í frábær skotfæri. Fyrst varði
Hannes Halldórsson frábærlega
frá Renato Arapi og svo skaut
Odise Roshe framhjá af stuttu
færi.
Íslandi hafði að sama skapi
gengið afar illa að skapa sér
almennileg færi en Gylfi Þór
Sigurðs son minnti á snilli sína
þegar hann krækti laglega í
aukaspyrnu rétt utan vítateigs á
80. mínútu. Hann tók spyrnuna
vitanlega sjálfur og skoraði með
frábæru skoti í stöngina og inn.
Þetta var í raun eina almenni-
lega færi Íslands í síðari hálfleik
en að því er ekki spurt. Strákarnir
stóðust þetta erfiða próf og lands-
liðið vann sinn fyrsta mótsleik
á útivelli síðan í Norður-Írlandi
haustið 2006.
Þetta er besta byrjun Íslands í
undankeppni stórmóts frá upphafi,
eins og lesa má um hér til hliðar.
Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari
var vitanlega hæstánægður með
sigurinn. „Þetta var mjög erfiður
leikur. Eftir að rigningin byrjaði
var þetta bara spurning um að fá
strákana til að berjast til síðasta
manns. Það er erfitt að spila góðan
fótbolta við þessar aðstæður en
þeir börðust vel og héldu sínum
stöðum, sem var afar mikilvægt,“
sagði Lagerbäck við Fréttablaðið
í gær.
Hann segist hafa brýnt fyrir
sínum leikmönnum að taka enga
áhættu við svo erfiðar aðstæður.
„Ég sagði þeim að spila einfalt og
taka enga áhættu, sérstaklega á
okkar vallarhelmingi. Leikmenn
þurftu að halda sínum stöðum
því það var ómögulegt að reikna
út hvert boltinn myndi fara. Þetta
leystu strákarnir mjög vel,“ sagði
Lagerbäck.
Hann segir að fyrir fram hefði
hann verið ánægður með að fá sex
stig úr fyrstu þremur leikjunum.
„Auðvitað hefði verið best að
vera með níu stig en ég er ánægð-
ur. Við erum nú búnir með tvö
lengstu ferðalögin í riðlinum og
nú er um að gera fyrir okkur að
safna kröftum og undirbúa liðið
eins vel og kostur er fyrir leikinn
gegn Sviss á þriðjudaginn.“
Aron Einar Gunnarsson fékk
sína aðra áminningu í riðlakeppn-
inni í gær og verður því í leikbanni
gegn Sviss. eirikur@frettabladid.is
GYLFI KAFFÆRÐI ALBANI Í TIRANA
Ísland vann sinn fyrsta útisigur í mótsleik í sex ár þegar landsliðið fagnaði frábærum 2-1 sigri gegn Albaníu
í leik sem fór fram við skelfilegar aðstæður. Þetta er besta byrjun Íslands í undankeppni stórmóts.
ÓTRÚLEGAR AÐSTÆÐUR Birkir Bjarnason í baráttu við leikmann Albaníu í leiknum
í gær. Völlurinn var mjög blautur, sem gerði leikmönnum erfitt fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Ísland hefur aldrei byrjað betur í undankeppni stórmóts síðan landsliðið tók
fyrst þátt, en það var í undankeppni HM 1958. Landsliðið er nú með sex stig
af níu mögulegum en hefur aldrei áður verið með svo mörg stig að loknum
fyrstu þremur umferðunum.
Gamla metið var fimm stig og var sett á haustmánuðum 1998, í undan-
keppni EM 2000. Ísland náði fyrst tveimur jafnteflum – gegn Frakklandi
heima og Armeníu ytra – og vann svo frækilegan 1-0 sigur á Rússlandi á
Laugardalsvelli þann 14. október 1998. Ísland endaði í fjórða sæti riðilsins
með fimmtán stig, sem einnig er met í undankeppni hjá íslenska lands-
liðinu.
Besta byrjun Íslands frá upphafi
Eftir að rigningin
byrjaði var þetta bara
spurning um að fá strákana til
að berjast til síðasta manns.
LARS LAGERBÄCK
LANDSLIÐSÞJÁLFARI ÍSLANDS
FÓTBOLTI Norðmenn stöðvuðu sig-
urgöngu Svisslendinga í undan-
keppni HM þegar þjóðirnar
gerðu 1-1 jafntefli í fjörugum
leik í Bern í gærkvöldi. Liðin eru
með Íslandi í E-riðli eins og Sló-
venar, sem nældu í sín fyrstu stig
með 2-1 heimasigri á Kýpur.
Þjóðverjar hafa fullt hús stiga
eftir þrjá leiki í C-riðli, en þeir
þýsku unnu stórsigur á Írum í
Dublin, 6-1. Í sama riðli tryggði
Zlatan Ibrahimovic Svíum 2-1
útisigur á Færeyingum stundar-
fjórðungi fyrir leikslok. Svíar
hafa unnið báða leiki sína í riðlin-
um og mæta Þjóðverjum í topps-
lag í Berlín á þriðjudag.
Wayne Rooney og Danny Wel-
beck, framherjar Manchester
United, skoruðu tvívegis hvor í
5-0 sigri á San Marínó. - ktd
Aðrir leikir í undankeppni HM:
Sviss tapaði
fyrstu stigunum
FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson reyndist hetja íslenska
liðsins í gær, en hann tryggði Íslandi 2-1 sigur á
Albaníu ytra með glæsilegu marki beint úr auka-
spyrnu þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum.
„Þetta var mjög erfiður leikur og aðstæðurnar
ekki síður. Það var því ansi fínt að fara héðan
heim með þrjú stig,“ sagði Gylfi við Frétta blaðið
eftir leikinn í gær.
Varðandi aukaspyrnuna sagðist hann hafa
frekar veðjað á fjærhornið þar sem mark-
vörðurinn hefði tekið skref í hina áttina.
„Ég ætlaði fyrst að setja hann í nærhornið en
ég ákvað að bíða í smástund. Ég sá að mark-
vörðurinn tók tvö skref í hitt hornið og
tók því sénsinn á að hann myndi velja
það. Ég hitti boltann vel og setti
hann alveg út í stöng. Markvörður-
inn náði því ekki til boltans,“ sagði
Gylfi.
Hann neitar því ekki að hann
hafi verið afar feginn þegar
flautað var til leiksloka. „Þetta
er einn sá erfiðasti leikur sem
ég hef spilað. Völlurinn var
hundblautur og við náðum ekk-
ert að spila boltanum okkar á
milli. Við þurftum því að stóla á
langa bolta og skyndisóknir,“ sagði hann.
„En það er líka mikilvægt að geta unnið
svona „ljóta“ sigra með því að berjast
og gera einfaldlega það sem þarf að
gera.“
Ragnar Sigurðsson varnarmaður átti góðan leik í
íslensku vörninni og tók í svipaðan streng og Gylfi.
„Sem varnarmaður geta svona aðstæður verið sér-
staklega erfiðar, þar sem maður veit aldrei hvaða
bolta maður á að vaða út í. Við þurftum því að vera
á tánum og tilbúnir í hvað sem er.“
Ragnar segir að leikurinn fari ekki í sögu-
bækurnar sem dæmi um góða knattspyrnu.
„Það er ekki hægt að spila alvöru fótbolta við
svona aðstæður. Fyrstu 15-20 mínúturnar í
seinni hálfleik þorðum við varla að senda bolt-
ann á milli okkar. Þá var ekkert annað að gera
en að dúndra fram.“
Hann segir að leikmenn séu hæst-
ánægðir með uppskeruna – sex stig
að loknum fyrstu þremur leikjun-
um. „Við erum gríðarlega ánægð-
ir. Við vissum að við gætum gert
þetta og sýndum það í kvöld. Við
höfum staðið við stóru orðin og
ætlum að gera það áfram.“
Næsti leikur Íslands er gegn
Sviss á þriðjudagskvöldið og fer
hann fram á Laugardalsvelli.
„Sviss er með eitt sterkasta
liðið í riðlinum og þess vegna var
það þeim mun mikilvægara að ná í
þrjú stig hér,“ sagði Gylfi. „Svona sigur
mun færa okkur mikið sjálfstraust og
það er mikilvægt.“ - esá
Gylfi Þór Sigurðsson og Ragnar Sigurðsson eftir sigurinn á Albaníu í gær:
Sá markvörðinn stíga til hliðar
Undankeppni HM 2014
A-RIÐILL
Makedónía - Króatía 1-2
Serbía - Belgía 0-3
Wales - Skotland 2-1
Staðan: Belgía 7, Króatía 7, Serbía 4, Wales 3,
Skotland 2, Makedónía 1.
B-RIÐILL
Tékkland - Malta 3-1
Armenía - Ítalía 1-3
Búlgaría - Danmörk 1-1
Staðan: Ítalía 7, Búlgaría 5, Tékkland 4, Armenía 3,
Danmörk 2, Malta 0.
C-RIÐILL
Færeyjar - Svíþjóð 1-2
Kasakstan - Austurríki 0-0
Írland - Þýskaland 1-6
Staðan: Þýskaland 9, Svíþjóð 6, Írland 3, Austurríki
1, Kasakstan 1, Færeyjar 0.
D-RIÐILL
Tyrkland - Rúmenía 0-1
Eistland - Ungverjaland 0-1
Holland - Andorra 3-0
Staðan: Holland 9, Rúmenía 9, Ungverjaland 6,
Tyrkland 3, Eistland 0, Andorra 0.
E-RIÐILL
Albanía - Ísland 1-2
Sviss - Noregur 1-1
Slóvenía - Kýpur 2-1
Staðan: Sviss 7, Ísland 6, Noregur 4, Albanía 3,
Slóvanía 3, Kýpur 3.
F-RIÐILL
Ísrael - Rússland 0-4
Rússland - Portúgal 1-0
Lúxemborg - Ísrael 0-6
Staðan: Rússland 9, Portúgal 6, Ísrael 4, Norður-
Írland 1, Aserbaídsjan 1, Lúxemborg 1.
G-RIÐILL
Liechtenstein - Litháen 0-2
Slóvakía - Lettland 2-1
Grikkland - Bosnía 0-0
Staðan: Bosnía 7, Slóvakía 7, Grikkland 7, Litháen
4, Lettland 0, Liechtenstein 0.
H-RIÐILL
San Marínó - Svartfjallaland 0-6
Moldóva - Úkraína 0-0
England - San Marínó 5-0
Staðan: England 7, Svartfjallaland 4, Pólland 4,
Úkraína 2, Moldóva 1, San Marínó 1.
I-RIÐILL
Finnland - Georgía 1-1
Hvíta-Rússland - Spánn 0-4
Staðan: Spánn 6, Frakkland 6, Georgía 4, Finnland
1, Hvíta-Rússland 0.
ÚRSLIT
GYLFI SIGURÐSSON
ÞAKKAÐI FYRIR NUDDIÐ Birkir Bjarna-
son hljóp beint í fang Óðins Svanssonar,
nuddara íslenska landsliðsins, eftir mark
hans í gær. „Hann var búinn að segja
fyrir leikinn að ég myndi skora,” sagði
Birkir. FFRÉTTABLAÐIÐ/AP
BARIST Úr leik Sviss og Noregs í gær.
NORDICPHOTOS/AFP