Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 28
13. október 2012 LAUGARDAGUR28 Freyja Haraldsdóttir sat í stjórnlagaráði Hinn 26. júlí 2011 samþykkti ég frumvarp Stjórnlagaráðs til stjórn-skipunarlaga ásamt öðrum stjórnlagaráðsfulltrúum. Ég mun því segja já við því að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá í kosningunum 20. október 2012. Ekki af því ég er sam- mála hverju einasta smáatriði heldur vegna þess að ég trúi því að við sem komum að gerð frumvarpsins, í samtali við þjóðina eins og okkur frekast var unnt, höfum náð fram þeim grundvallarþáttum sem að mínu mati þarf til að stjórnarskráin stuðli að samfélagsmótun sem hefur m.a. að leiðarljósi að tryggja mannréttindi, vernda náttúruna og efla sjálfbærni, setja valdamörk, auka lýðræði og frelsi og stuðla að samvinnu við aðrar þjóðir. Ástæða þess að ég bauð mig upphaflega fram til Stjórnlagaþings var fyrst og fremst vegna þess að ég vildi beita mér fyrir því að stjórnarskráin hefði afdráttarlausan og skýran mannréttindakafla. Þó svo ég hefði verið tilbúin að ganga lengra á ýmsum sviðum er varðar mannréttindaákvæðin tel ég að í tillögum Stjórnlagaráðs sé búið að fylla inn í margar eyður núverandi mannréttindakafla. Með skýrari ákvæðum um félagsleg mannréttindi, t.d. um réttindi barna, réttinn til friðhelgi, menntunar, heilbrigðisþjónustu og trúfrelsis og með því að tilgreina fleiri algengar mismununarbreytur í jafn- ræðisreglunni tel ég okkur vera að gera kröfu um að hér á landi séu skapaðar aðstæður fyrir allt fólk til að taka þátt, hafa áhrif, búa við öryggi, vera frjálst og geta þannig uppfyllt sínar skyldur og mótað samfélag – saman. Ekki síst þess vegna segi ég óhikað; já! Valgerður Bjarnadóttir formaður stjórnsýslu- og eftirlitsnefndar Alþingis Stjórnlagaráðið hafði niðurstöður þjóðfundarins að leiðarljósi í vinnu sinni. Þjóðfundinn sátu 950 manns. Valið var til þjóðfundarins með slembiúr- taki. Fólkið sem sat þjóðfundinn endurspeglaði því þverskurð þjóðarinnar. Í stjórnlagaráðinu sat fólk sem kom úr öllum áttum. Þetta fólk kom sér saman um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Til að ná svo breiðu samkomulagi verða allir að láta af ýtrustu kröfum sínum. Ég er allsendis ósammála þeim sem segjast ekki geta svarað spurn- ingunni játandi vegna þess að þeir séu sammála sumum ákvæðum tillagna stjórnlagaráðsins en ósammála öðrum. Eina leiðin til að vera sammála öllu sem í tillögum af þessu tagi stendur er að skrifa tillögurnar við sitt eigið eld- húsborð. Það er ekki í boði. Ég hvet fólk til að bera tillögur stjórnlagaráðsins saman við núverandi stjórnarskrá. Spyrja sig síðan: „Hvor stjórnarskráin vil ég að sé grundvöllur löggjafar sem sett verður í landinu?“ Ég vel tillögur stjórnlagaráðsins m.a. vegna þess að í þeim er skýr aðgreining á milli löggjafar- valds og framkvæmdavalds. Vegna þess að skýrt er kveðið á um að náttúruauðlindirnar séu í eigu þjóðarinnar. Vegna þess að ákvæði um mannréttindi eru efld. Vegna þess að þar segir að nýtingu náttúrugæða eigi að haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa. Vegna þess að þar eru ákvæði um upplýsingarétt og frelsi fjölmiðla. Vegna þess að kveðið er á um að atkvæði allra lands- manna skuli vega jafnt. Það sem hér hefur verið talið upp nægir mér, þó fleira mætti nefna. Ákvæði af þessu tagi eru ekki í núgildandi stjórnarskrá, þess vegna mun ég segja já við spurningunni. Nei K jósendur fá færi á að segja hug sinn gagnvart drögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá eftir viku. Þá fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla um drögin. Auk þess verða fimm spurningar bornar undir þjóðina um ákveðna málaflokka. Bæklingur um spurningarnar hefur nú verið borinn í hvert hús og geta kjósendur kynnt sér þær þar, sem og á vefnum. Fréttablaðið ákvað að draga fram ólík sjónarmið varðandi þær spurningar sem lagðar verða fyrir þjóðina. Í fyrstu greininni verður sjónum beint að fyrstu spurn- ingunni. Auk ólíkra sjónarmiða reifar Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, hvað gerist næst ef drögin verða samþykkt. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra svaraði fyrir- spurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokks- ins, um það mál á þingi á fimmtudag. „Þetta mál hefur verið í býsna langan tíma á vettvangi Alþingis að svo miklu leyti sem það hefur ekki verið hjá stjórnlagaráði og þjóðinni til skoðunar. Ég geri því ráð fyrir að það sé fyrst og fremst Alþingi og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem eiga að skoða það og meta þá niðurstöðu sem verður af þjóðaratkvæða- greiðslunni.“ Þjóðin segir nei eða já, af eða á Þjóðaratkvæðagreiðsla um drög að nýrri stjórnarskrá fer fram eftir viku. Kolbeinn Óttarsson Proppé fékk fólk til að greina frá afstöðu sinni til tillagna stjórnlagaráðs. Lagaprófessor segir nokkra óvissu ríkja um hvað taki við verði tillögurnar samþykktar. Ágúst Þór Árnason deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri Árið 1944 greiddu 95% kosningabærra Íslendinga stjórnarskrá lýðveldisins atkvæði sitt. Á lýðveldistímanum hafa ákveðnir þættir stjórnarskrárinnar verið endurskoðaðir og í dag er breið samstaða um frekari endurskoðun, til dæmis að ákvæði um auðlindir og þjóðareign og auknar heimildir til þjóðar- atkvæðagreiðslna verði bætt við gildandi texta. Hins vegar er ljóst að hrygg- stykki stjórnarskrárinnar sjálfrar á sér djúpar rætur í íslensku samfélagi. Með frumvarpi stjórnlagaráðs er gerð tillaga um að þessar rætur verði rifnar upp. Ég leyfi mér að draga í efa umboð stjórnlagaráðs til þessarar nálgunar og tel hana raunar ósamrýmanlega því verkefni að endurskoða stjórnarskrána, eins og stefnt hefur verið að frá stofnun lýðveldis. Ég hafna því einnig alfarið að úr niðurstöðum þjóðfundar 2010 verði þessari hugmyndafræði stjórnlagaráðs fundin stoð. Ég mun því segja NEI við fyrstu spurn- ingunni á kjörseðli í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október næst komandi. Í þessu samhengi er rétt að minna á að þau verðmæti sem felast í skýrum og ágreiningslausum stjórnskipunarreglum og þeim (stjórnskipulega) kostnaði sem getur hlotist af réttaróvissu á þessu sviði. Slíkan kostnað hafa Íslendingar að einhverju marki sannreynt í tengslum við ágreining um stöðu og synjunarvald forseta og einnig í kjölfar nýs mannréttindakafla árið 1995. Það má einnig rifja upp illvígar deilur samfara breytingum á ákvæðum um kosningar og kjördæmaskipan og þann óstöðug- leika sem ríkt hefur á því sviði. Stjórnarskrárskrársaga Íslendinga ætti að færa heim sanninn um hversu vandasamar breytingar á stjórnlögum eru og hversu afdrifaríkar afleiðingar vanhugsaðar breytingar á stjórnarskrá geta haft. Sjá frekari athugasemdir mínar á vef Alþingis en einnig á www.stjornskipun.is. Birgir Ármannsson fulltrúi Sjálfstæðisflokks í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Ég styð endurskoðun núgildandi stjórnarskrár en er andvígur því að henni verði umbylt. Ég hef ítrekað lýst þeirri skoðun minni að tilefni sé til að endurskoða nokkra, afmarkaða þætti stjórnarskrárinnar. Þannig mætti t.d. endurbæta kaflann um forsetaembættið, skerpa á valdmörkum helstu handhafa ríkisvaldsins, auka vægi þjóðaratkvæðagreiðslna og koma inn ákvæði um takmarkað framsal ríkisvalds á afmörkuðum sviðum. Um allt þetta mætti ná ágætri sátt. Eins tel ég forsendur til að ná víðtæku samkomulagi um einhvers konar ákvæði um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda. Það krefst vinnu og ákveðinna málamiðlana, en er örugglega hægt. Það að endurskrifa hvert einasta ákvæði núgildandi stjórnar- skrár og bæta 35 nýjum greinum við er hins vegar ekki bara óþarfi heldur getur líka reynst varasamt. Fólk verður að hafa í huga að stjórnarskrá er ekki bara eins og einhver fallega orðuð stefnuyfirlýsing stjórnmálaflokks eða félagasamtaka. Stjórnarskrá hefur lagagildi. Hún er grundvöllur allrar annarrar lagasetningar í landinu og felur í sér réttindi og skyldur, sem iðulega reynir á fyrir dómi. Þetta þurfa menn að hafa í huga við hverja einustu stjórnarskrárbreytingu. Markmið breytinganna þurfa að vera skýr, textinn þannig að hann gefi ekki tilefni til túlkana út og suður og loks verða þeir sem að stjórnarskrárbreytingum standa að gera sér glögga grein fyrir því hver áhrif breytinganna geta orðið í raun og veru. Það vantar veru- lega mikið upp á að þessum skilyrðum sé fullnægt þegar litið er til tillagna stjórnlagaráðs. Hinar umfangs- miklu breytingar, sem í þeim felast, skapa verulega óvissu á mörgum sviðum, bæði varðandi stjórnskipun landsins og réttarstöðu einstaklinga. Þess vegna væri mikið óráð að leggja þær til grundvallar frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar, eins og spurt er um á kjörseðlinum. Það væri óvissuferð að tilefnislausu. UPPHAFIÐ Boðað var til þjóðfundar 6. nóvember 2010 og 950 manns á öllum aldri sátu í Laugardalshöll og ræddu innihald stjórnarskrár. Tillögur hans fóru fyrir stjórnlagaráð, en þjóðin tekur afstöðu til draga þess að stjórnarskrá eftir viku. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Vandinn við fyrstu spurninguna er að kjósandinn veit ekki hvernig svar hans verður túlkað svari hann játandi. Umræðan um þetta er vægast sagt misvísandi. Helstu talsmenn til- lagna stjórnlagaráðs staðhæfa að verði svarið „já“, án tillits til kosningaþátt- töku, verði hendur Alþingis bundnar og tillögurnar verði efnislega óbreyttar að nýrri stjórnarskrá Íslands. Þingmenn og forystumenn stjórnarflokkanna þegja þunnu hljóði um afstöðu sína til tillagnanna. Þær hafa legið óhreyfðar í þingnefnd á annað ár en fjölmargar efnislegar athugasemdir hafa komið fram. Tillögur stjórnlagaráðs eru að mínu mati ágætur grundvöllur til að byggja á. Á þeim eru þó margir ágallar og yrði afturför í sumum atriðum yrðu þær samþykktar óbreyttar. Það á sér- staklega við um ýmis ný, breytt eða brottfelld ákvæði mannréttinda kaflans þar sem markmið breytinga er oft óljóst og afleiðingar þeirra lítt ígrund- aðar. Núgildandi mannréttindaákvæði voru endurskoðuð frá grunni árið 1995, einkum með tilliti til alþjóðaskuld- bindinga um mannréttindi og festa er komin á túlkun þeirra og framkvæmd. Alþingi er bæði rétt og skylt að ræða Hvað þýðir já? ■ BJÖRG THORARENSEN – LAGAPRÓFESSOR VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Nei, ég vil ekki að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.Já Já, ég vil að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? Þjóðaratkvæðagreiðsla um drög að stjórnarskrá 1. spurning efnislega tillögur stjórnlagaráðs í með- ferð frumvarps um efnið og er ekki bundið af þeim. Það stóð alltaf til að til- lögur ráðsins yrðu lagðar til grund- vallar við endurskoðun stjórnarskrár á þeirri forsendu. Þjóðaratkvæðagreiðsla með niðurstöðunni „já“ við spurn- ingunni breytir í engu tilliti þeirri stað- reynd. Verði svarið „nei“ má ætla að verkefnið komist í algert uppnám, þótt það sé aðeins hálfnað. Þetta sýnir í hnotskurn að það er bæði ótímabært og ómarkvisst að leita álits þjóðarinnar á drögum að nýrri stjórnarskrá sem ekki eru fullunnin. Við blasir að kjósendur svara þessari spurningu á ólíkum forsendum eða veigra sér við að taka afstöðu. Ég óttast að á komandi vetri verði miklum tíma varið til þess að deila um hvernig eigi að túlka niðurstöðu þjóðaratkvæða- greiðslunnar. Enn einu sinni verður karpað á Alþingi um málsmeðferðina í þessu ferli sem er komið út í ógöngur að mínu mati. Þar fer í súginn dýr- mætur tími til að koma í höfn mörgum þörfum breytingum á stjórnarskránni, einnig þeim sem allir stjórnmála- flokkar og þjóðin geta auðveldlega náð sátt um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.