Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 24
13. október 2012 LAUGARDAGUR24 talað fyrir því að það sé valfrelsi á sem flestum sviðum, til dæmis í skólamálum og heilbrigðismálum. Ætlum við síðan að útiloka einn val- kostinn strax í gjaldeyrismálum? Ég er ekki hagfræðingur en ég veit það eitt að við getum ekki útilokað annan af þeim tveimur helstu val- kostum sem meðal annars Seðla- bankinn og alþjóðastofnanir hafa bent okkur á að séu í boði. Við megum það ekki og við höfum ekki efni á því.“ Og hún segir að þótt sumir vilji gera Evrópusambandsmálið að stærsta máli íslenskrar stjórn- málasögu þá séu önnur mál sem skipti ekki síður máli. Hún bendir á að mörg stærstu skrefin í utan- ríkismálum Íslendinga hafi verið stigin þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn – aðildin að NATO og EFTA, og frágangur EES-samn- ingsins. „Þá voru frjálslynd umbóta- öfl sem sáu fram á mikilvægi þess að Ísland væri ekki bara á hliðar- línunni heldur þátttakandi í þessu alþjóðasamfélagi. Ég hefði kosið að við héldum áfram að tala um val- kosti og tækifæri en ýttum þeim ekki út af borðinu. Síðan er hægt að tala um kjánaskap eins og þegar ungir sjálfstæðis menn kölluðu Obama sósíalista og settu hann í flokk með Jóhönnu og Ögmundi. Fyrir það fyrsta er verið að gera þeim mjög hátt undir höfði með því að setja Obama í þeirra hóp – hann á ekki heima þar. En aðallega er þetta dæmi um upphrópanir og æsingar sem við eigum að láta eiga sig.“ Þorgerður segist raunar sjaldan hafa fundið eins mikinn stuðning innan flokksins undanfarin miss- eri og nú eftir viðtalið í Klinkinu. Þótt hún finni fyrir því að uppi sé krafa um að flokksmenn séu sam- hentir þá skipti ekki síður máli að þora að tala um hlutina. Það hafi flokkurinn gert, og ekki bara um Evrópu sambandið. Flokkurinn hafi líka tekist á um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál, svo dæmi megi nefna. Þótti Jóhanna skásti kosturinn Sumir gagnrýnendur ríkisstjórnar- innar hafa kallað hana þá verstu í Íslandssögunni. Þorgerður segir hana vonda en ekki alslæma. Það sé ekki allt hræðilegt og offorsið í slíkum málflutningi geldi skila- boðin. „Ég lít aðallega á þessa stjórn sem ríkisstjórn vannýttra tæki- færa. Hún hafði allt með sér þegar hún tók við eftir hrun en hún fór ekki í að stokka upp kerfið,“ segir Þorgerður og nefnir heilbrigðis- og menntakerfið sem dæmi. Það hefði sparað ríkinu stórfé að halda áfram á þeirri leið að stytta framhalds- skólanám í þrjú ár. Hún segir ríkisstjórnarsam- starfið hafa snúist um það að hvor stjórnar flokkur reyni að fá sínum málum framgengt í stað þess að mótuð sé heildarsýn fram á við. „Mér finnst hana hafa vantað í þessa ríkisstjórn. Hún hefur haft stór orð um ýmsar leiðir – eins og skjaldborg heimilanna, sem ég segi að hafi aldrei verið reist – skjald- borgina um jafnréttismálin, sem var heldur aldrei reist, og það er að koma svoleiðis í bakið á okkur núna eftir þessa fjögurra ára stjórnar- tíð.“ Þorgerður viðurkennir að henni hafi þótt Jóhanna skásti kostur- inn af þeim sem komu til greina af hálfu Samfylkingarinnar til að leiða ríkisstjórn. „En það þýðir ekki að ég sé gagnrýnilaus á hana – og ég er mun gagnrýnni á hana í dag en ég var þá vegna þess að mér finnst hún hafa brugðist í grundvallar- málunum sem leiðtogi ríkis- stjórnarinnar, þá fyrst og fremst í atvinnumálum.“ Einnig nefnir Þorgerður fæðingar orlofið sem dæmi um vandræðagang stjórnarinnar. Það hafi verið skert í þrígang í tíð stjórnarinnar. „Fæðingarorlofið er hreint og klárt jafnréttistæki. Ég held að skerðing þess sé ein af ástæðum þess að við erum að sjá aukinn kynbundinn launamun í dag. Þetta er bein afleiðing gerða ríkis- stjórnarinnar.“ Þorgerður gefur stjórninni fall- einkunn bæði í atvinnumálum og málefnum vísinda og rannsókna. „Ríkisstjórnin er ekki að skapa fleiri störf. Hún getur sett fólk í ein- hverja skúffu og inn í skólana, sem mér finnst fínt, en það er bara tíma- bundið úrræði. Það er ekki verið að auka verðmætasköpun til lengri tíma hérna í samfélaginu.“ Hún segir frá nýlegri heimsókn sinni í Háskóla Íslands, sem hefur hækkað um nokkur sæti á lista yfir bestu háskóla heims. Það sé af- leiðing þess að fjármagni hafi verið dælt í rannsóknastarf á árunum 2006 til 2010. „Það sem fólk þar segir núna er að þess sjáist merki að birtingum á vísindagreinum sé að hraka. Það þýðir bara minni sókn í rannsóknum og vísindum.“ Þurfum að breyta stjórnarskránni Talið berst að stjórnarskrár málum. „Stjórnarskráin hefur verið tekin og notuð sem pólitískt plagg,“ segir Þorgerður. Staðreyndin sé sú að allir flokkar hafi verið tilbúnir í stjórnarskrár breytingar. „Það þýðir ekkert að koma með frasa um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi komið í veg fyrir það. Það var Sam- fylkingin sjálf sem kom í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni 2003 til 2007 þegar átti að passa upp á að það mætti ekki breyta neinu varðandi forsetann. Svo breytti Samfylkingin um kúrs þegar for- setinn var ekki nægilega þægur fyrir hana.“ Hún er með öðrum orðum ekki ýkja hrifin af því hvert það mál er komið. „En ég mun kjósa. Eitt sem menn verða að átta sig á er að þegar þingið er búið að ákveða eitt- hvað – hvort sem maður er sáttur við aðferðafræðina eða ekki – þá virðir maður engu að síður niður- stöðuna og nýtir sinn rétt. Það er ekki spurning. Ég leyni því hins vegar ekki að ég hefði viljað sjá breytingar á stjórnarskránni, ég hef margoft sagt það. Við þurfum til dæmis að fara yfir framsalsákvæðið, ekki með aðildina að ESB í huga, heldur ekki síður hvernig EES- samningurinn er að þróast. Árið 1994 sögðu sérfræðingar: …Við erum á nippinu með að þetta stand- ist stjórnarskrána,“ en þá slapp þetta til. Eftir það hefur orðið svo miklu meira framsal, þannig að það liggur ljóst fyrir að við hefð- um þurft að gera breytingar á því ákvæði. Mér finnst ekki spurning um að það þurfi auðlindaákvæði í stjórnarskrána, og að breyta breyt- ingaákvæðinu sem slíku. Af hverju forgangsraðaði ríkisstjórnin ekki einfaldlega þessum málum í stað þess að setja þetta allt í þennan glundroðafarveg?“ Hún bendir líka á það sem Þroskahjálp Íslands hefur sagt um kosningarnar. „Það er gott að hreyfihamlað fólk fái aðstoð í kjör- klefanum en af því að kjörseðillinn er svo flókinn þá munu þroska- hamlaðir eiga í erfiðleikum með að skilja hann vegna flækjustigs kjörseðilsins. Þeir þurfa aðstoð við það. Svona þjóðaratkvæðagreiðslur verða að vera skýrar fyrir alla.“ Ríkisstjórnin hafi glutrað niður tækifæri til að breyta því sem skiptir máli. „Við höfum breytt mannréttindakaflanum svo til sóma er, sem og öðrum köflum, til dæmis kjördæmaskipaninni. Það hefði átt að taka fyrir þá þætti sem núna skipta mestu máli og Jóhanna Sigurðardóttir, í broddi fylkingar sem forsætisráðherra, klikkar þar.“ Hér er enn dúndurfjör Fjórtán ára kafla í lífi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mun ljúka í vor. Veit hún hvað hún ætlar að taka sér fyrir hendur? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það. Ég veit bara að mér finnst gott að starfa með fólki og vona að ég fái tækifæri til að starfa við eitthvað þar sem ég get lagt mitt af mörkum. Aðalmálið núna er að veita ríkis- stjórninni aðhald í góðum málum sem slæmum og ég ætla að reyna að sinna mínu verki hér eins og best má vera. Hér er enn þá dúndur fjör og fullt af góðu fólki. Mér finnst hins vegar miður að sjá og heyra ekki síst suma af þessum nýju þingmönnum reyta hár sitt yfir því hvað allt getur verið ómögulegt. Ef mönnum finnst þetta ekki gaman og finnst þetta starf ekki gefandi er bara eitthvað að og þá eiga menn að leita á önnur mið. Hér er fullt hægt að gera ef menn beita sér rétt og tala saman, og þess vegna er mikilvægt að það sé gott fólk í framboði fyrir alla flokka, ekki bara Sjálfstæðis flokkinn.“ Þorgerður Katrín sótti um forstjóra- stöðuna í Hörpu fyrr í ár. Hvers vegna? „Af því að mér finnst það gríðarlega spennandi verkefni og þekki það út og inn. Ég held að til lengri tíma muni það skipta okkur Íslendinga miklu máli, ekki síst núna, að breikka ferðaþjónustuna og ég held að Harpa muni leika þar lykilhlutverk. Ég veit hvaða erfiðleikar blasa við Hörpu og með þá þekkingu sem ég hef úr stjórnsýslunni held ég að ég hefði verið ágæt í starfið.“ Þorgerður hlaut ekki stöðuna, heldur Halldór Guðmundsson. Þor- gerður er ánægð með ráðninguna. „Það er góður maður sem ég hef átt mjög gott samstarf við í gegnum tíðina – fékk hann meðal annars til að vera með bókamessuna í Frankfurt og treysti engum betur til þess en honum – og ég mun gera mitt til að styðja hann til að efla og styrkja Hörpu. Það er miklu meira en brekka fram undan fyrir Hörpu. Það eru svakalega miklir erfiðleikar, en ég hef trú á að ef menn haldi rétt á spilunum takist að koma þessu á réttan kjöl.“ Meirihluti stjórnarinnar vildi ráða Þorgerði en fékk ekki sínu framgengt. Hefur hún kynnt sér hvað gekk þar á? „Já, ég veit alveg hvað gekk á. Eftir þetta hringdu í mig menn sem höfðu heyrt þetta nákvæmlega og svo frétti ég ýmislegt, en ég nenni ekki að tala um þetta. Þetta er búið og gert. Það er nú eitt af því sem maður er búinn að læra: að það sem er búið er búið. Ekki sýta það sem hefði mátt betur fara, heldur þarf að læra af mistök- unum og ég vona að ég taki það með mér þegar ég hætti. Ég lærði það í íþróttunum – og það hefur nú hjálpað mér einna mest í öllum þessum ólgusjó – að það voru ekki bara allir sigrarnir sem skiptu máli, heldur líka allir ósigrarnir – eða þessir fáu ósigrar skulum við segja.“ MIKLU MEIRA EN BREKKA FRAM UNDAN FYRIR HÖRPU FRAMHALD AF SÍÐU 22 Geisladiskur með stafakarlalögunum fylgir LOKSIN S FÁANLE G Á NÝ! Ef mönnum finnst þetta ekki gaman og finnst þetta starf ekki gefandi er bara eitthvað að og þá eiga menn að leita á önnur mið. ENN GAMAN Þorgerði finnst enn „dúndurfjör“ á Alþingi. Hún segist ekki hafa hugmynd um hvað hún taki sér fyrir hendur á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.