Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 86
13. október 2012 LAUGARDAGUR58 58 menning@frettabladid.is Kortið og landið, nýjasta skáldsaga franska rit- höfundar ins Michel Houelle becq, er komin út í þýðingu Friðriks Rafns- sonar. Houellebecq er einn umdeildasti höfundur sam- tímans en Kortið og landið hlaut feikigóðar viðtökur og var hlaðin verðlaunum í Frakklandi. Hvað segir hann sjálfur um bókina? Þú virðist dálítið tortrygginn á listaheiminn í þessari sögu. Er þetta allt farið að snúast um pen- inga? „Nei, ég er ekkert tortrygg- inn. Ég hef hins vegar dálitlar efasemdir um að þessar óheyri- legu fjárhæðir sem þar skipta um hendur endurspegli raunverulegt verðmæti listarinnar.“ Ertu hræddur um að pening- arnir spilli listamanninum, að hann hætti þá að tjá sig frá hjart- anu og fari að reyna að þjóna markaðinum? „Markaðurinn er slíkt ólíkindatól að það er ekk- ert hægt að þjóna honum. Þegar maður reynir að geðjast mark- aðinum er maður að geðjast ein- hverju sem er ekki neitt. Ef við berum saman listamenn og hórur þá vita hórurnar náttúrulega full- komlega hvað það er sem kúnninn vill, það fer ekkert á milli mála, en það er vonlaust fyrir listamann að vita hvað fólk vill og allra síst hvað ríka fólkið, sem hefur efni á verk- um hans, vill. Það er ekki hægt að segja að markaðurinn ráði því það er aldrei hægt að sjá það fyrir hvert peningarnir leita.“ Hitakútur sem persóna Eins og nafnið, Kortið og landið, ber með sér er eitt af megin- viðfangsefnum bókarinnar munur- inn á því hvernig raunveruleikinn er og hvernig listamaðurinn tjáir hann. Hver er sá munur? „Það sér hver heiminn með sínum augum en sú sýn er sjaldnast áhugaverð. Það hefur enginn áhuga á því sem annað fólk sér. Tökum dæmi: Við erum hér á kaffihúsi og mér finnst kaffivélin það áhugaverðasta hérna inni, fólkið er bara uppfylling í kringum hana. En ég efast um að margir horfi þannig á það. Það er það áhugaverða í list- inni; maður getur breytt sjónar- horninu eins og manni sýnist. Það sem vakti helst athygli franskra lesenda þessarar bókar var til dæmis að í henni er hita kútur nán- ast ein persónan. Í Frakklandi er það mikið áhyggjuefni fyrir marga að hita upp hús sín og því þótti þeim mikið til þess koma að hita- kúturinn kæmist í bókmenntirnar. Enda er hann lykilatriði í öllum íbúðum þar. Fólki hafði bara ekki dottið í hug að hann gæti orðið ein af persónunum í sögu.“ Mankell er langbestur Þú nýtir líka ýmis tæki hefð- bundinnar glæpasögu í þessari bók, eru þær í uppáhaldi? „Já, já, ég les mikið af þeim. Hef lesið mikið af skandinavískum spennu- bókum, allar bækur Mankells, til dæmis, hann er sá langbesti.“ Hef- urðu lesið íslensku glæpasagna- höfundana? „Já, við skulum tala sem minnst um þá. Ég er ekki hrif- inn. Svíarnir gera þetta best, en ég skil samt ekki þetta dálæti á Stieg Larsson, mér finnst bækurnar hans ekki góðar. Sama máli gegnir um Jo Nesbø, mér finnst hann skelfi- lega lélegur höfundur.“ Hefurðu einhvern tíma velt því fyrir þér að skrifa glæpasögu sjálfur? „Nei nei nei! Ég les þær – og mest af þeim er rusl – en ég hef engan áhuga á því að skrifa svoleiðis sögu.“ Þú hefur greinilega kynnt þér vel starfsaðferðir lögreglunnar. Leggstu vanalega í rannsóknir á því sem þú skrifar um? „Nei, ég hef ekki gert það, nema í þessu tilfelli. Ég fór í kynlífsferð til Taílands sem venjulegur kúnni bara og það var ekki fyrr en eftir þá ferð, þegar ég gerði mér grein fyrir því hversu umfangsmikill þessi kynlífstúrismi er, sem ég fékk hugmyndina að Áformum, þannig að það flokkast ekki sem rannsóknarvinna.“ Leiðinlegri með árunum Þú nýtir líka fantasíuna og vísinda- skáldskapinn í sögum þínum, ferð inn í framtíðina, hvers vegna? „Mig langar til að fara inn í einhverja þokukennda framtíð og horfa á nútímann þaðan til að öðlast fjar- lægð. Það er líka dálítið sérstakt að enda bók svona langt í burtu. Flestar sögur eru njörvaðar í fang- elsi tímans en ég hugsa þetta meira myndrænt, hugsa um hvað maður sér af þeim sjónarhóli, það stækkar söguna.“ Þú ert mun mildari í þessari bók en áður, hvað veldur? „Ég er bara orðinn gamall. Kannski er ég að gefast upp. Ég hef minni áhuga á lífinu en áður.“ Varstu sem sagt að ögra af ásetningi í fyrri bókum? „Nei, nei, alls ekki. Lífið skipti mig bara meira máli þá. Ég held við missum öll áhugann á að lifa þegar við eldumst. Enda ber okkur engin skylda til að vera full af ástríðu. Það er ofmetið. En óneitanlega verð- um við öll leiðinlegri með árunum. Það er óhjákvæmilegt.“ Rithöfundurinn Houellebecq er myrtur í sögunni, eigum við að skilja það sem svo að þú sért búinn að drepa rithöfundinn í Houelle- becq? „Ja, kannski. Houellebecq er bara eins og hver önnur persóna í bókinni og hann var orðinn svo fyrirferðar mikill að ég ákvað að losa mig við hann. En, jú, kannski var sú hugsun undirliggjandi að drepa höfundinn. Það er vel hugsan- legt. Það á eftir að koma í ljós hvort mér hafi heppnast það.“ Einhver skilaboð til íslenskra les- enda? „Takið vel á móti Frökkum og ekki ganga í Evrópusambandið. Þið hafið hér gott lýðræðissamfélag en slíkt er ekki til staðar í Evrópusam- bandinu. Ef þið farið þangað verður lýðræðið ykkar hakkað í spað.“ fridrikab@frettabladid.is Ef við berum saman listamenn og hórur þá vita hórurnar náttúrulega fullkomlega hvað það er sem kúnninn vill, það fer ekkert á milli mála ... Okkur ber engin skylda til að vera full af ástríðu MICHEL HOUELLEBECQ „Óneitanlega verðum við öll leiðinlegri með árunum. Það er óhjákvæmilegt.“ FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HALLDÓR B. RUNÓLFSSON safnstjóri verður með leiðsögn um sýninguna Musée Islandique í Listasafni Íslands við Tjörnina klukkan 14 á morgun. Musée Islandique er sýning á verkum Ólafar Nordal og mun Halldór Björn fjalla um skörun vísinda og lista með hliðsjón af straumum og stefnum á alþjóðlegum listmarkaði. Auglýst er eftir fjölbreyttum skemmtiatriðum bæði á sviði og í þorpinu sjálfu. Einnig leitum við að hljómsveit til þess að halda tónleika á Þorláksmessukvöld frá 20:00 til 21:00. Jólaþorpið opnar þann 24. nóvember og verður opið allar helgar til jóla frá 13-18, nema á Þorláksmessu þegar opið verður frá 13-22. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Ásbjörg Unu Björnsdóttur á netfangið asbjorguna@hafnarfjordur.is Jólaþorpið í Hafnarfirði auglýsir eftir skemmtiatriðum og hljómsveit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.