Fréttablaðið - 13.10.2012, Síða 10

Fréttablaðið - 13.10.2012, Síða 10
13. október 2012 LAUGARDAGUR10 LAGERSALA Seldur verður lítill gjafavörulager í heild sinni, sem verður til sýnis þriðjudaginn 16. október milli kl. 13-15 að Skemmuvegi 34a, Kópavogi. Einnig ljósmyndavörulager sem verður seldur í heild sinni. Verður til sýnis þriðjudaginn 16. október milli kl. 15-17 að Gjáhellu 5, Hafnafirði. Tilboð skilast inn rafrænt á póstfangið: olafur.jonsson@landsbankinn.is fyrir mánudaginn 22/10/2012 kl. 12.00. FÆREYJAR Lát færeyska tónlistar- mannsins Rasmusar Rasmus- sen hefur vakið athygli á erfiðri stöðu samkynhneigðra í Fær- eyjum. Rasmussen, sem var sam- kynhneigður, varð fyrir alvarlegri líkamsárás árið 2006 og náði sér aldrei eftir það. Nokkur hreyfing virðist samt hafa verið á réttindamálum sam- kynhneigðra í Færeyjum síð- ustu misseri, og að hluta virðist mega rekja það til árásarinnar á Rasmus sen. Þannig samþykkti færeyska Lögþingið árið 2007 eða árið eftir árásina á Rasmussen, með sautján atkvæðum gegn fjórtán breytingu á færeysku refsilöggjöfinni þess efnis að bannað væri að hóta, hæð- ast að eða niðurlægja fólk vegna kynhneigðar. Í sumar mættu síðan fimm þús- und manns til gleðigöngu samkyn- hneigðra í Þórshöfn, sem er tíundi hver íbúi eyjanna. Mikil breyting hafði greinilega orðið síðan sam- kynhneigðir héldu síðast slíka hátíð, sem var árið 2007, en þá hættu einungis nokkur hundr- uð sér út á götu til að taka þátt í göngu samkynhneigðra. Nú í haust er jafnvel reiknað með að frumvarp um hjónavígslu samkynhneigðra verði lagt fram á lögþingi Færeyja, og eru líkur tá að helmingur þingmanna muni styðja það, sem hefði verið óhugs- andi fyrir aðeins örfáum árum. „Við urðum svo sem ekki vör við neitt persónulega þegar við vorum þarna. Almenningur er ekkert hrópandi úti á götum eða neitt svoleiðis,“ segir Guðmundur Helgason, formaður Samtakanna ’78, sem kom til Færeyja í sumar með Hinsegin kórnum í tilefni af gleðihátíð samkynhneigðra þar. „Hins vegar er ákveðinn kjarni strangtrúaðra sem skrifar greinar í blöðin og á vefsíður þar sem talað er mjög sterkt gegn samkyn- hneigðum. Við megum hins vegar passa okkur svolítið á því að detta ekki alveg í fordæmingar gírinn um að Færeyingar séu svona hræðilegir. Það var nú bara síð- asta vetur sem maður var laminn á bar hér í Reykjavík fyrir að vera transmaður. Fordómarnir þrífast hér engu síður en þar, þótt laga- lega staðan hér sé betri.“ gudsteinn@frettabladid.is Færeyingar færast nær réttarbreytingu Almenningur er ekkert hrópandi úti á götum, segir formaður Samtakanna ’78 um viðhorf gagnvart samkynhneigðum í Færeyjum. Líkur á að færeyska lögþingið taki fyrir nýtt frumvarp um hjónavígslu samkynhneigðra í haust. RASMUS RASMUSSEN Færeyski tónlistarmaðurinn sem náði sér aldrei andlega eftir alvarlega líkamsárás fyrir sex árum. MYND/NUD HAFNARFJÖRÐUR Öldungaráð Hafnar fjarðar leitar nú til bæjar stjórnar, fyrirtækja og félagasamtaka í bænum um að koma að verkefninu „Brúkum bekkinn“. Uppsetning bekkja með 250 til 300 metra millibili á að stuðla að aukinni hreyfingu meðal eldri borgara. Samstarf er hafið við bæjaryfirvöld um kortlagningu gönguleiða og mat á þörf fyrir bekki og staðsetningu þeirra. „Hver bekkur verður merktur verkefninu og gefanda og mun félag sjúkraþjálfara sjá um merkingu og greiða kostnað við merkingu,“ segir í erindi öldunga ráðsins. Umhverfis- og framkvæmdaráð bæjarins sam- þykkti að fjármagna tíu bekki á 109 þúsund krónur stykkið. - gar Öldungaráð Hafnarfjarðar: Fleiri bekki svo fólk hreyfi sig HAFNARFJÖRÐUR Fjölga á bekkjum í bænum. Þingvellir fá gæðastimpil Notendur heimasíðunnar www. tripadvisor.com hafa gefið Þingvöllum fjóra og hálfa stjörnu af fimm mögu- legum í einkunn sem áfangastað. Þetta kemur fram á vef þjóðgarðsins. FERÐAÞJÓNUSTA Dóra nýr skólameistari Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Dóru Ármannsdóttur í embætti skólameistara Framhalds- skólans á Húsavík til fimm ára. Dóra hefur starfað við skólann frá árinu 1992. Hún hefur auk BA-gráðu í íslensku frá HÍ, gráðu í menntunar- fræði með áherslu á stjórnun frá HA. SKÓLAMÁL QI Stephen Fry fer á kostum í skemmtilegum þáttum BBC ENTERTAINMENT ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.