Fréttablaðið - 22.10.2012, Page 18

Fréttablaðið - 22.10.2012, Page 18
KYNNING − AUGLÝSING MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 20122 Hugbúnaður & hugbúnaðargerð Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s.512-5432 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Eitt fjölmargra hugbúnaðarfyr-irtækja sem náð hafa góðum árangri erlendis undanfarin ár er AGR. Fyrirtækið, sem er fimm- tán ára gamalt, hefur þróað kerfi sem nefnist AGR Innkaup og held- ur utan um innkaup og birgða- stýringu hjá fyrirtækjum og nýt- ist þannig við stýringu aðfanga- keðjunnar. Flest stærstu fyrirtæki landsins sem selja neytendavörur eru viðskiptavinir AGR og rúm- lega tveir þriðju tekna þess koma erlendis frá. Finnur Tjörvi Braga- son, markaðsstjóri fyrirtækis- ins, segir íslenska markaðinn að mestu mettaðan og fyrirtækið ein- blíni nú á ráðgjafaþjónustu við inn- lenda viðskiptavini ásamt áfram- haldandi útrás á erlenda mark- aði. „AGR Innkaup á þátt í stýringu innkaupa á miklum meirihluta neysluvara Íslendinga, til dæmis matvöru, áfengis, lyfja, varahluta og byggingavara svo nokkur dæmi séu tekin. Við höfum starfað á þessum markaði hérlendis í rúmlega áratug með góðum árangri.“ Áframhaldandi útrás Fyrir fimm árum hóf AGR útrás til Dan- merkur og Englands sem hefur gengið mjög vel að sögn Finns. Fyrirtækið hefur skrifstofur í Danmörku og Englandi þar sem til samans starfa átta starfsmenn. „Vaxtartækifæri okkar eru á er- lendum mörkuðum næstu árin. Við seljum lausnir okkar í dag í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu með góðum árangri.“ Hann nefnir sem dæmi að dönsku stórfyrirtæk- in Rosendahl og BoConcept noti AGR Inn- kaup auk fjöl- margra annarra fyrirtæja. „Kerf- ið er notað til að stýra stórum að- fangakeðjum, en meðal viðskiptavina eru fyrirtæki á borð við Pet Valu í Bandaríkj- unum. Þeir nota kerfið okkar í níu vöruhúsum sínum og 450 versl- unum. Þannig að búnaður okkar kemur víða við.“ Í sumar tók fyrir- tækið þátt í spennandi samkeppni í Singapore þar sem innkaupalausn þess var valin sú besta í flokki við- skiptagreindar. Í framhaldinu var gerður þriggja ára samstarfssamn- ingur við hugbúnaðarfyrirtæki þar í landi um endursölu á lausn- um AGR. „Þetta verkefni er styrkt af hinu opinbera í Singapore. Fyrir- tækið ræður fimm manns í vinnu til að læra á lausnina okkar og kynnir hana síðan á Asíumarkaði sem er gríðarlega spennandi tæki- færi fyrir okkur.“ Ný vara á markað AGR setti nýlega á markað nýja lausn sem heitir AGR Áætlanir. Um er að ræða kerfi sem tvinnar saman innkaupa- og áætlunarferli fyrirtækja. „Þetta er næsta skrefið í stýringu aðfangakeðjunnar þegar búið er að fullkomna innkaupin. Við kynntum kerfið fyrir ári síðan og nokkur fyrirtæki hérlendis eru nú þegar búin að innleiða það. Við nutum aðstoðar Tækniþróun- arsjóðs við að þróa kerfi okkar en erum einnig í góðu samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Nýja kerfið opnar mikla möguleika fyrir okkur bæði hérlendis og erlendis en það býður upp á áður óþekkta mögu- leika við áætlanagerð fyrirtækja og er því góð viðbót við þær lausnir sem AGR býður.“ Aukin tækifæri á erlendum mörkuðum AGR selur lausnir á sviði innkaupastjórnunar og hefur náð góðum árangri hérlendis. Undanfarin ár hefur fyrirtækið einblínt á erlenda markaði og mörg spennandi tækifæri eru fram undan. „Vaxtartækifæri okkar eru á erlendum mörkuðum næstu árin. Við seljum lausnir okkar í dag í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu með góðum árangri,“ segir Finnur Tjörvi Bragason, markaðsstjóri AGR. MYND/PJETUR Árið 2009 kom út bókin Markaðssetning á netinu eftir Kristján og Guðmund Arnar Guðmundsson. Á þessu ári kom svo út bókin Global Seach Marketing í Bandaríkjunum eftir hann og Anne Kennedy. „Bókin er skrifuð fyrir Ameríkana með það að leiðarljósi að hjálpa þeim að ná inn á Evrópumarkað. „Margir Bandaríkjamenn halda til dæmis að Evrópa sé eitt land og að þar tali allir sama tungumál. Eða að við hér á Norðurlöndunum skilj- um öll hvert annað og tölum sama mál. Þetta er bók sem hjálpar þeim að skilja heiminn aðeins betur og ná þannig betri árangri í markaðs- setningu á netinu.” Atlantis fundin En hvað er góð markaðssetning? „Internetið er gríðarlega stórt og nánast eins og búið sé að finna hina týndu eyju Atlantis þar sem 2,2 milljarðar búa. Til þess að ná til fólks í slíkum fjölda þarf að finna rétta leið til að verða sýnilegur gagnvart sínum markhópi.“ Verslunarmiðstöðin internetið „Það mætti líka líkja þessu við verslunarmiðstöð. Ef þú ert með hillu með ákveðinni vöru í sem allir ganga fram hjá getur verið að hún sé ekki rétt staðsett. Það þarf ekki að vera að varan sé slæm, hún er bara ekki sýnileg. Ef þú hins- vegar færir hilluna örlítið til eða breytir henni þannig að hún verð- ur sýnileg getur það skipt sköp- um. Mitt hlutverk er að aðstoða við að finna út úr því hvar og hvern- ig þessari hillu er best komið fyrir á netinu.“ Kristján nefnir Ingu Maríu Guðmundsdóttur sem dæmi um einstakling sem fundið hafi sína hillu á netinu. „Inga rekur dúkkulísuvefinn dressupgames. com. Hún fann sína hillu á netinu og þar með sinn markhóp. Hún er einn tekjuhæsti einstaklingurinn á Ísafirði vegna þess.“ Sýnileiki með réttum orðum Sýnileiki á leitarvélum fæst til dæmis með því að nota réttu orðin. En rétt orð eru ekki það sama og vel saminn texti á góðri íslensku eða hvaða tungumáli sem er. „Rétt orð eru þau orð sem fólk notar í dag- legu lífi. Sem dæmi mætti taka orð eins og skeggsnyrti; tæki sem bara er notað til að snyrta skegg, en það leitar enginn eftir því. Flestir nota orðið rakvél. Skeggsnyrtir er hrein- lega ekki hluti af okkar daglega máli. Þetta eru svona gryfjur sem fallið er ofan í og oft eru fyriræki og fagstéttir með ákveðið málfar sem tengist þeirra fagi. Almenningur talar hins vegar allt annað mál.“ Nordic E-marketing Það er mikið um að vera hjá Krist- jáni um þessar mundir við rekst- ur fyrirtækis síns Nordic E-mar- keting þar sem hann aðstoðar fólk og fyrir tæki við að ná árangri á netinu. „Hér starfa á bilinu 15-20 manns og svo erum við með starfs- stöðvar erlendis. Við sérhæfum okkur í leitarvélabestun og höfum unnið fyrir mörg af stærstu fyrir- tækjum heims eins og Dell, Ice- landair, Intel og fleiri.“ Heldur ráðstefnur á Íslandi Kristján ferðast víða um heim og talar á ráðstefnum um þessi mál og er nýkomin frá Istanbúl þar sem hann hélt fyrirlestur á ráðstefnu um netmarkaðssetningu og held- ur svo til Slóvakíu í næsta mánuði. „Svo er Anne Kennedy líka að halda fyrirlestra í Bandaríkjunum út frá bókinni okkar. Svo hef ég haldið ráðstefnur hér á landi á hverju ári síðastliðin tíu ár um markaðsmál á netinu. Á þessu ári fæ ég fólk frá Google, Facebook og Twitter til að tala ásamt fleirum. Ég hvet áhuga- sama til að fylgjast með enda ekki oft sem svona tækifæri bjóðast hér á landi.“ Kristján segir sýnileika á netinu meðal annars fást með því að nota réttu orðin. MYND/PJETUR Internetið er hin týnda eyja Atlantis Kristján Már Hauksson flakkar um heiminn og heldur fyrirlestra um markaðssetningu á netinu. „Ég vinn við að hjálpa fyrirtækjum og einstaklingum við að finna bestu mögulegu leiðirnar til að verða sýnileg á netinu.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.