Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.10.2012, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 22.10.2012, Qupperneq 50
22. október 2012 MÁNUDAGUR22 Við ætluðum að vinna þetta með eins miklum mun og við mögu- lega gátum. ÁSDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR EVRÓPUMEISTARI Í HÓPFIMLEIKUM Ö ll ve rð e ru b irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g/ eð a m yn da br en gl . 998kr.pk. Fullelduð kryddhjúpuð kjúklingasteik 998kr.pk. Fulleldaðar piparhúðaðar kjúklingalundir 998kr.pk. Fulleldaðir kjúklingaborgarar úr bringu 1280 Grillaður kjúklingur og Pepsi eða Pepsi Max, 2 l kr. tvennan NÝTT Fulleldaðir réttir – tilbúið til upphit unar EVRÓPUMEISTARAR Ísland vann tvöfalt í Árósum um helgina. Hér er hópurinn allur á Kastrup í gær. MYND/ÓLAFUR BJÖRNSSON HÓPFIMLEIKAR Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í hópfimleikum um helgina. Ísland varði titil sinn í kvennaflokki og stúlknasveitin gerði sér lítið fyrir og vann gull í sínum flokki. „Mér líður ótrúlega vel. Það er samt furðulegt að þetta skuli allt vera búið,“ sagði Ásdís Guðmundsdóttir, einn Evrópu- meistara Íslands í kvennaflokki, þegar Fréttablaðið náði tali af henni á laugardaginn. „Spennufallið er algjört en þetta er engu að síður rosalega ánægjulegt.“ Ísland varð þremur stigum á eftir Svíum í undankeppninni á föstudag en stórbætti sig í öllum greinum í úrslitunum. Niðurstaðan var örugg- ur sigur en Svíar, sem fengu silfur, voru þremur stigum á eftir. Efstar í öllum greinum „Markmiðið okkar var að verja tit- ilinn og við áttum rosalega góðan dag. Við kláruðum þetta nokkurn veginn eins vel og hægt var,“ sagði Ásdís. „Það var heilmikið sem við gátum bætt eftir frammistöðu okkar í undankeppninni. Í dansin- um þurftum við að ná þeim æfing- um sem gefa flest stig og bæta okkur í stökkunum – hækka þau og lenda þeim betur. Við ætluðum að vinna þetta með eins miklum mun og við mögulega gátum og það tókst svona vel.“ Ísland endaði með 59,116 stig og fékk flest stig í öllum þremur flokkunum – stökkum á trampólíni og dýnu og dansæfingum á gólfi. Ásdís segir að reynslan hafi komið að góðum notum, þó svo að margar í liðinu hafi ekki verið með fyrir tveimur árum. „Það var ákveðin pressa sem fólst í því að verja titilinn en þær eldri reyndu að miðla af reynslu sinni til hinna, sem var vissulega dýrmætt.“ Gróskan mikil Óhætt er að segja að framtíðin sé björt í hópfimleikum á Íslandi enda varð stúlknasveitin einnig Evrópumeistari. „Það sýnir og sannar hversu mikil gróskan er í íþróttinni á Íslandi. Þær voru efstar eftir undan keppnina og það þarf sterk bein til að halda forystunni eins og þær gerðu,“ segir Ásdís og bætir við að keppni í hópfimleik- um á alþjóðavettvangi verði sífellt harðari. „Maður sér alltaf mun á getu- stigi á milli móta og margar þjóð- ir hafa bætt sig mikið. Við höfum aldrei æft eins mikið og við gerð- um í sumar enda vissum við hversu hörð baráttan yrði,“ segir Ásdís en æfingar hófust formlega í júní síðastliðnum. „Okkur taldist til að æfingarnar hafi verið 112 talsins í vel á fjórða hundrað klukkustundir samtals.“ Fyrst og fremst Evrópuíþrótt Ekki er keppt í hópfimleikum á alheimsvísu, enn sem komið er. „Þetta hefur fyrst og fremst verið Evrópuíþrótt þó svo að maður hafi heyrt af ýmsum þjóðum sem hafa verið að þreifa sig áfram á þessu sviði,“ segir Ásdís en af móti helg- arinnar að dæma eru Norðurlönd- in í nokkrum sérflokki. „Það eru þó fleiri þjóðir að koma sterkar inn eins og Frakkland, Þýskaland og Portúgal. Og þá sér- staklega í karlaflokki en konurnar hafa líka bætt sig mikið.“ Ísland keppti einnig í blönduðum flokki, bæði í flokki fullorðinna og unglinga. Báðar sveitir komust í úrslit og höfnuðu í fjórða sæti. eirikur@frettabladid.is Nánast fullkominn dagur Kvennasveit Íslands varð um helgina Evrópumeistari í hópfimleikum og varði þar með titilinn sem Gerplustelpur unnu fyrir tveimur árum. Stúlknasveit Ís- lands vann einnig gull í Árósum og blönduðu liðin náðu einnig góðum árangri. FÓTBOLTI Ísland er með forystu í einvíginu gegn Úkraínu í umspili þjóðanna um sæti í úrslitakeppni EM sem fer fram í Svíþjóð næsta sumar. Stelpurnar höfðu betur, 3-2, í fyrri leik liðanna sem fór fram í Sevastopol í Úkraínu á laugardaginn. Ísland byrjaði frábærlega í leiknum og komst í 2-0 forystu með mörkum Katrínar Ómarsdóttur og Hólmfríðar Magnúsdóttur. Úkraína náði þá að svara fyrir sig með tveimur mörkum en Margrét Lára Við- arsdóttir tryggði Íslandi á endanum sigur. „Þetta var opinn og skemmtilegur leikur – kannski helst til of opinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Sigurð- ur Ragnar Eyjólfsson. „Við byrjuðum vel en misst- um dampinn eftir að hafa komist í 2-0. Þær voru þá meira með boltann enda Úkraína með tæknilega gott lið sem er hættulegt fram að sækja. En stelpurnar sýndu hvað í þeim býr með því að koma til baka og tryggja sér sigurinn.” Hann segist vera ánægður með þessa niðurstöðu. „Þetta var erfiður leikur gegn góðu liði á útivelli. Það er bæði gott að vinna og skora þrjú útivallar- mörk sem gæti reynst dýrmætt. Við erum alsæl með þessa niðurstöðu en þetta er síður en svo búið.“ Síðari leikurinn fer fram á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið. Jafntefli mun duga Íslandi til að koma liðinu á EM næsta sumar en Sara Björk Gunnars dóttir segir að stefnan sé sett á sigur. „Markmiðið er að halda hreinu og það mun duga okkur til að komast áfram. Við höfum sýnt að við erum sterkar á heimavelli og þetta er leikurinn sem við höfum allar verið að bíða eftir. Það er ekk- ert annað en sigur sem kemur til greina hjá okkur,“ segir hún. Ísland tryggði sér sæti í úrslitum EM 2009 með 3-0 sigri á Írlandi á köldu októberkvöldi fyrir fjórum árum síðan. Aðstæður voru erfiðar og frost í jörðu. „Við létum það ekki trufla okkur þó svo að hitt liðið hafi verið að pæla mikið í því. Við höfum áður spilað á skautasvelli og getum gert það aftur gerist þess þörf,“ segir Sara Björk. - esá Ísland í góðri stöðu í umspili fyrir úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins 2013: Ekkert nema sigur kemur til greina STEFNA Á SIGUR Kvennalandsliðið gerði góða ferð til Úkraínu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.