Fréttablaðið - 26.10.2012, Side 2

Fréttablaðið - 26.10.2012, Side 2
26. október 2012 FÖSTUDAGUR2 Ómissandi á pi réttina,í ofn- og pasta salatið.á tortillurnar og Heimilis STUR NÝJUNG ÍSLENSKUR OSTUR 100% SKIPULAGSMÁL Isavia hefur verið synjað um leyfi til að setja upp ný aðflugsljós við Suðurgötu út af enda vestur/austurbrautar Reykja- víkurflugvallar. Isavia sagðist þurfa að uppfylla kröfu frá Flug- málastjórn. „Að þessu uppfylltu skapast skil- yrði til þess að takmarka umferð flugvéla yfir miðborg Reykjavíkur, frá því sem nú er, um allt að tutt- ugu prósent,“ sagði í erindi Isavia. Skipulagsráð synjaði erindinu að svo stöddu með vísan til þess meðal annars að leita þurfi álits Umhverfisstofnunar og Minja- verndar og meta umhverfisáhrif. - gar Minnka má flug yfir miðbæ: Fá ekki að setja upp aðflugsljós NÝJU AÐFLUGSLJÓSIN Ekki upp í bili. DANMÖRK Talið er að þjófar hafi um tíu ára skeið fjarlægt frá danska þjóðskjalasafninu skjöl um Dani í þjónustu Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. Danskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að tveir menn hefðu verið hand- teknir vegna málsins. Eftir leit í fjórum íbúðum telur lögreglan að flest stolnu skjalanna séu komin í leitirnar. Annar hinna handteknu er sagður hafa verið í gengi útlend- ingahatara á níunda áratug síð- ustu aldar. Sá hefur einnig verið viðriðinn fíkniefnamál. Hinn maðurinn hefur ekki hlotið dóm, að því er greint er frá á fréttavef Politiken. - ibs Danir í þjónustu Þjóðverja: Þjófnaður í þjóðskjalasafni UMHVERFISMÁL Áhyggjur eru meðal íbúa í Grafarholti vegna staðsetn- ingar bensínstöðvar ÓB við hlið Ingunnarskóla. „Íbúarnir telja að ef slys eða óhapp yrði sé bensínstöðin of nálægt skólanum,“ segir Berg- hildur E. Bernharðsdóttir, for- maður Íbúasamtaka Grafarholts. Hún kveður þessar raddir hafa komið fram á aðalfundi íbúa- samtakanna sem haldinn var í Ingunnar skóla í vor. Að tillögu fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins samþykkti skóla- og frístundaráð Reykjavíkur 19. september að óska eftir því að skipulagsráð og umhverfis- og samgönguráð borgarinnar skoðuðu möguleika á breyttri staðsetningu bensínstöðvar ÓB við Kirkjustétt í samráði við eiganda stöðvarinnar. Stöðin, sem reist var árið 2005, er skammt frá félagsmið stöðinni Fókus og frístundaheimilinu Stjörnu landi auk Ingunnarskóla. „Árum saman hafa foreldrar barna í Ingunnarskóla gert athuga- semdir við staðsetningu stöðvar- innar svo nærri fjölmennasta skóla hverfisins og meðal annars kvartað yfir því að í ákveðnum vindáttum berist bensínfnykur inn í skóla- húsnæðið,“ sagði í tillögunni sem einnig fól í sér ósk um gerð lög- fræðilegs álits á því hvort stað- setning stöðvarinnar samræmist reglum, meðal annars um fjarlægð milli bensínstöðvar og bygginga þar sem fólk dvelur um lengri tíma. „Það stendur ekki til af okkar hálfu að flytja stöðina og við höfum ekki fengið neinar form legar athugasemdir frá aðstand endum barna eða til þess bærum yfir- völdum um okkar starfsemi. ÓB stöðin er einfaldlega á þeim stað þar sem henni var fyrir mörgum árum úthlutað samþykktri lóð á samþykktu deiliskipulagi,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri sölusviðs ÓB. Færanlegar skólastofur sem hefur verið komið fyrir við Ingunn- arskóla eru nálægt lóðamörkunum. „Maður veltir þá fyrir sér hvort þessar skólastofur eru komnar inn á skipulag og hvort þær verði þarna til framtíðar,“ segir Jón. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Ingunnarskóla, segir ÓB vissulega óþægilega nálægt en skól- inn sjálfur hafi ekki gert athuga- semdir við staðsetningu bensín- stöðvarinnar. „Þetta hefur ekki komið inn á borð skólans,“ segir Guðlaug. Samkvæmt skipulagssviði borg- arinnar eru öll tilskilin leyfi fyrir hendi vegna ÓB við Kirkjustétt. Málið verði tekið fyrir af skipulags- ráði fljótlega. gar@frettabladid.is Óttast um skólabörn vegna bensínstöðvar Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur vill láta kanna hvort flytja megi bensínstöð ÓB í Grafarholti fjær Ingunnarskóla. Talsmaður ÓB segir stöðina á samþykktri lóð. Engar athugasemdir hafi borist. ÓB hafi engin áform um að flytja stöðina. ÓB VIÐ KIRKJUSTÉTT Á aðalfundi Íbúasamtaka Grafarholts í vor heyrðust raddir um að öryggi barna og unglinga í Ingunnarskóla kynni að vera í hættu vegna nálægðar- innar við bensínstöð ÓB. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SVÍÞJÓÐ Svíþjóð, Þýskaland, Belgía, Holland, Lúxemborg og Frakkland vilja stöðva straum hælisumsókna frá vesturhluta Balkanskaga. Umsóknum um hæli til landanna hefur fjölgað mjög frá því að íbúar Serbíu, Albaníu og Bosníu-Herzegovínu gátu fyrir tveimur árum komið til Evrópusambandslanda án vegabréfsáritunar. Næstum öllum um sóknum hælisleitenda frá þessum löndum á Balkanskaga er hafnað en vegna þess hversu margar þær eru, um tuttugu prósent allra umsókna frá hælis leit- endum, þykja þær íþyngjandi. Alls hafa umsóknir frá svæðinu verið tuttugu þúsund á undan- förnum árum. - ibs Umsóknum um hæli hafnað: Straumur umsókna frá Balkanskaga DANMÖRK Foreldrar og nem- endur við skóla í Óðinsvéum í Danmörku hafa komið til varnar kennara sem sakaður er um kyn- þáttaníð. Kennarinn hefur viðurkennt að hafa sagt „ég er orðin svo þreytt á ykkur múslímunum sem skemmið kennslustundir“ við hóp drengja. Hún hefur beðist afsökunar en telur sig ekki hafa sýnt kynþáttafordóma. Formaður foreldrafélags skól- ans hefur nú skrifað bréf í dag- blað. „Við erum ekki rasistar. En við verðum að þora að vera hreinskilin um það sem gengur á innan veggja skólans.“ Hann segist sýna því skilning að aga hafi þurft drengina sem hafi truflað kennslustund. - þeb Sakaður um kynþáttaníð: Foreldrar til varnar kennara TÓKÝO, AP Tepco, sem rekur kjarn- orkuverið í Fukushima í Japan, á í verulegum vandræðum með að finna geymslustað fyrir tugi þús- unda tonna af geislavirku vatni. Vatnið var notað til að kæla kjarna- ofna kjarnorkuversins sem varð fyrir verulegum skemmdum í jarð- skjálfta í mars 2011. Um 200.000 tonn af geislavirku vatni, sem jafngilda vatnsmagni ríflega 50 sundlauga í Ólympíu- stærð, eru nú geymd í risastórum geymum sem settir hafa verið upp í kringum kjarnorkuverið. Tepco er hins vegar að verða uppiskroppa með landrými þrátt fyrir að hafa þegar hoggið niður fjölda trjáa í nágrenni kjarnorkuversins. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að þurfa geymslupláss fyrir ríflega 400.000 tonn til viðbótar á næstu þremur árum, þar sem grunnvatn lekur reglulega inn í verið. Yfirvöld í Japan hafa miklar áhyggjur af mögulegum afleið- ingum þess ef mengað vatnið sleppur út í náttúruna en vísinda- menn hafa varað við alvarlegum umhverfisskaða og mögulegum áhrifum á heilsu manna. - mþl Yfirvöld í Japan glíma enn við afleiðingar kjarnorkuslyssins í Fukushima: Geislavirkt vatn veldur vanda í Japan FUKUSHIMA Í JAPAN Gríðarlegt magn vatns var notað til að kæla kjarnorku- verið í Fukushima eftir að jarðskjálfti olli skemmdum á því í mars 2011. NORDICPHOTOS/AFP ALÞINGI Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, velti því upp á Alþingi í gær hvort nóg væri að gert til að vernda náttúrufar á Þingvöllum og Mývatni. Í svörum Svandísar Svavars- dóttur, umhverfis- og auðlinda- ráðherra, kom fram að hún hefði fundað með sérfræðingum um málið. Sagði hún áhyggjur fyrst og fremst af beinum áhrifum manna á náttúruna, þar á meðal áhrifum umferðarmengunar á vatnið sjálft og seyru vegna frá- veitna frá sumarbústöðum. - óká Skoða þarf bein áhrif manna: Vill ræða málið betur á Alþingi ISLAMABAD, AP Faðir hinnar 15 ára gömlu Malölu Yousufzai, sem varð fyrir skotárás í heimabæ sínum þann 9. október, segir dóttur sína hafa heitið því að snúa aftur til Pakistan þegar hún hefur náð sér af sárum sínum. Malala hefur árum saman barist fyrir skóla- göngu stúlkna og opinberlega gagnrýnt talibana sem fóru um skeið með völdin í Swat- dalnum í Pakistan þar sem hún býr. Hóf hún ellefu ára gömul að skrifa blogg undir dulnefni þar sem hún lýsti lífi undir stjórn talibana í Swat- dalnum. Malala var skotin í höfuðið af vígamanni sem tilheyrir hreyfingu talibana þann 9. október að því er virðist vegna baráttu sinnar. Malala var í kjölfarið flutt á sjúkrahús í Bret- landi þar sem hún er á hægum batavegi. Tali- banar hafa hótað því að drepa hana snúi hún aftur til Pakistan en þrátt fyrir hótanirnar segir faðir hennar hana staðráðna í að fara heim. Almenningur, sem og stjórnvöld í Pakistan, hefur harðlega fordæmt skotárásina á Malölu. - mþl Lætur hótanir talibana sem vind um eyru þjóta og hyggst halda áfram baráttunni: Malala hyggst snúa aftur til Pakistan MALALA YOUSUFZAI Malala dvelur nú á Queen Elizabeth-spítal- anum í Birmingham á deild sem sérhæfir sig í meðferð alvarlegra skotsára. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS Runólfur, er umræðan um nagladekk á hálum ís? „Nagladekk eru best á hálum ís.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda, segir umræðu um skaðsemi nagladekkja orðum aukna. Við vissar aðstæður sé best að vera á negldum hjólbörðum. „Árum saman hafa foreldrar barna í Ing- unnarskóla gert athugasemdir við staðsetningu stöðvarinnar svo nærri fjölmennasta skóla hverfisins.“ ÚR TILLÖGU SJÁLFSTÆÐISMANNA Í SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.