Fréttablaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 8
26. október 2012 FÖSTUDAGUR8 ÞÝSKALANDSFORSETI VIÐ MINNIS- MERKIÐ Minnismerkið er lítil tjörn með þrístrendri súlu sem nýtt blóm er lagt á daglega. NORDICPHOTOS/AFP ÞÝSKALAND, AP Minnismerki um örlög rómafólks og sintafólks, sem áður var kallað sígaunar, á tímum nasistanna var afhjúpað í Berlín á miðvikudag. Hundruð þúsunda róma og sinta voru myrt í útrýmingar- búðum nasista, en örlög þeirra hafa fallið í skuggann af örlögum gyðinga. Einn þeirra sem lifði hildarleikinn af hefur kallað þetta „gleymdu helförina“. Það voru þau Angela Merkel kanslari og Joachim Gauck for- seti sem í sameiningu af hjúpuðu minnismerkið, sem ísraelski listamaðurinn Dani Karavan var fenginn til að gera. - gb Minnismerki vígt í Berlín: Helfarar róma- fólks minnst Hrafnhildur vill 5. sæti Hrafnhildur Ragnarsdóttir, stjórnmála- fræðingur og formaður kvennahreyf- ingar Samfylkingarinnar, sækist eftir fimmta sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík. PRÓFKJÖR Helena sækist eftir 3.-4. sæti Helena Þ. Karls- dóttir, lögfræðingur á Akureyri, gefur kost á sér í þriðja til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjör- dæmi. Helena er ritari flokksins og situr í stjórn og framkvæmdastjórn. Hún er einnig varaþingmaður. Anna sækist eftir 4.-5. sæti Anna Margrét Guðjónsdóttir, ráðgjafi og atvinnurekandi, býður sig fram í fjórða til fimmta sæti á lista Samfylk- ingarinnar í Reykjavík. Anna Margrét er fyrsti varaþingmaður flokksins í Suðurkjördæmi. Hlédís vill annað sæti Hlédís Sveinsdóttir gefur kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjör- dæmi. Hlédís á meðal annars fyrir- tækið Eigið fé og var formaður Beint frá býli. Hlédís er með BA-gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmála- fræði og hefur stundað meistaranám í lýðheilsufræðum. ALÞINGI Sveitarfélög sem oft standa frammi fyrir miklum vanda þegar kemur að því að tryggja skólahald verða að geta leitað allra leiða til að svo megi verða. Þetta kom fram í máli Þorgerðar Katrínar Gunnars- dóttur, þingmanns Sjálfstæðis- flokks, á Alþingi í gær. Í óundir- búnum fyrirspurnartíma kallaði hún eftir úrskurði innanríkisráð- herra vegna skólahalds í Tálkna- firði þar sem sveitarstjórnin fól í haust Hjallastefnunni rekstur grunnskólans. Þorgerður Katrín taldi ekkert í lögum um grunnskóla meina sveitar- félögum að fela einkaaðilum rekstur þeirra og kvaðst óttast að önnur sjón- armið myndu ráða för í úrskurði ráð- herra en vel- ferð barnanna, svo sem andúð Vinstri-grænna á einkarekstri í skólakerfinu eða fyrirmæli Kenn- arasambandsins. Ögmundur áréttaði að fara þyrfti að lögum við rekstur grunnskóla og sveitarfélög gætu ekki leitað hvaða lausna sem væri. Hann sagðist eiga von á að heyrðist frá ráðuneytinu „innan skamms“ vegna málsins. „ Margur heldur mig sig,“ sagði hann líka og kvaðst beina því til Þorgerðar að „tala fyrir eigin hönd þegar hún gerir því skóna að menn fylgi þröngri pólitískri línu og taki við skipunum annarra þegar verið er að komast að fag- legri niðurstöðu“. - óká Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kallar eftir úrskurði ráðherra vegna Tálknafjarðar: Telur ekkert banna einkarekstur ÞORGERÐUR K. GUNNARSDÓTTIR STJÓRNMÁL Forsætisráðherrar Norðurlandanna munu funda í Helsinki í næstu viku. Ráðherrarnir munu funda með forsætisráðherrum Eystrasalts- ríkjanna á mánudag, þar sem meðal annars verður rætt um fjármálakreppuna og orkumál. Á þriðjudag munu forsætisráð- herrarnir meðal annars funda með leiðtogum Grænlands, Álandseyja og Færeyja. Þá munu þeir funda með forsætis- nefnd Vestnorræna ráðsins. - þeb Norðurlandaráð í næstu viku: Ráðherrarnir funda í Helsinki FJÁRSÝSLUMAÐUR Muhammad Ali, tólf ára, sést hér reykja innan um rollurnar sínar. Það er nóg að gera hjá honum því fórnarhátíð múslíma, Eid al-Adha, er gengin í garð. Þá fórna múslímar kindum, geitum, kameldýrum og kúm til heiðurs Abraham. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TÆKNI Microsoft setur í dag á markað nýja út- gáfu af Windows, útbreiddasta tölvustýrikerfi heims. Nýja útgáfan nefnist Windows 8 og felur hún í sér mestu breytingar sem gerðar hafa verið á Windows-stýrikerfinu í 17 ár. Viðmót nýja stýrikerfisins er gjörólíkt fyrri kynslóðum þess en það er hannað fyrir allt í senn hefðbundnar tölvur, spjaldtölvur og snjall- síma. Þannig tekur á móti notendum litrík upp- stilling ferhyrndra reita sem veita nýjustu upp- lýsingar úr lykilforritum og öðrum forritum sem notandinn velur. Þá er auðvelt að kveikja á forritum í gegnum nýja viðmótið sem í raun tekur við af Start-takkanum kunnuglega. Frá og með deginum í dag munu flestar nýjar borð- og fartölvur auk ýmissa snjallsíma og spjaldtölva keyra á Windows 8. Nýja viðmótið er sérstaklega hannað fyrir snertiskjái en í raun má segja að Windows 8 sé tvíhöfða skepna. Til hliðar við nýja viðmótið er nefnilega að finna hið gamalgróna Windows-skjáborð sem hefur verið grunnur stýrikerfisins síðan í 1995 útgáfu þess. Hugmyndin er sú að notendur geti gengið að sama stýrikerfinu hvort sem er í gegnum borð- tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma. Segja má að með þessu sé Microsoft að bregðast við þeim breytingum sem orðið hafa á tölvumarkaðnum á síðustu árum þar sem vinsældir snjallsíma og spjaldtölva hafa grafið mjög undan sölu hefð- bundnari tölva. Telja sumir tæknispekingar að tveggja-við- móta nálgunin í Windows 8 sé of flókin og að það miklar breytingar hafi verið gerðar á stýri- kerfinu að þær geti fælt íhaldssamari notendur frá. Microsoft-menn sjálfir segja stýrikerfið hins vegar mjög einfalt og hafa gert lítið úr áhyggjunum. Þá hefur Steve Ballmer, for- stjóri Microsoft, kallað nýjar tölvur sem hafa verið sérhannaðar fyrir Windows 8, og eru allt í senn með snertiskjá, mús og lyklaborð, bestu tölvur sem gerðar hafa verið. Í öllu falli er ljóst að Microsoft tekur áhættu með þeim miklu breytingum sem gerðar hafa verið á Windows og verður spenn- andi að sjá hvort fyrirtækið, sem hefur orð á sér fyrir varfærni, uppskeri í samræmi við áhættuna. magnusl@frettabladid.is Windows sett í nýjan búning Microsoft hefur í dag sölu á nýrri kynslóð af Windows, vinsælasta stýrikerfi heims. Í nýju útgáfunni felast mestu breytingar sem gerðar hafa verið á Windows í 17 ár og er Microsoft talið taka mikla áhættu. WINDOWS 8 Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, kynnir hér útlit nýja viðmótsins sem er að finna í Windows 8. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.