Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.10.2012, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 26.10.2012, Qupperneq 19
FÖSTUDAGUR 26. október 2012 19 Leigjendur er sá hópur sem hefur þurft að bera mestu hækkunina vegna húsnæðiskostn- aðar í kjölfar efnahagshrunsins. Þessi staðreynd vill því miður oft gleymast í umræðunni um stöðu húsnæðismála. Á sama tíma og leiguverð hefur hækkað langt umfram aðra verðlagsþróun á húsnæðismarkaði og leigjendum stórfjölgar er hér vanburða og ótryggur leigumarkaður og leigj- endur njóta ekki jafnræðis á við kaupendur í húsnæðismálum. Í fréttaskýringu um leigumark- aðinn sem birtist hér í Frétta- blaðinu á dögunum kom m.a. fram að leiguverð á höfuðborgar- svæðinu hefur hækkað um nær 9% af raunvirði frá ársbyrjun 2011 eða þrefalt meira en almennt húsnæðisverð. Á sama tíma hefur íbúum í leiguhúsnæði stórfjölgað. Íbúðakaupendur hafa í gegn- um tíðina fengið niðurgreiddan vaxtakostnað með vaxtabóta- greiðslum. Eftir efnahagshrunið var bætt verulegum fjármunum í vaxtabótakerfið sem allir hús- næðiskaupendur hafa átt rétt til og að stórum hluta án nokkurra tekjutenginga. Þannig hefur vaxtakostnaður vegna húsnæðis- lána verið greiddur niður um nær þriðjung síðustu árin. Á sama tíma hafa eingöngu þeir tekju- lægstu í samfélaginu átt rétt á stuðningi vegna leigu á íbúðar- húsnæði. Mikill meirihluti leigj- enda hefur ekki átt rétt á neinum stuðningi eða niðurgreiðslu. Sú mismunun sem verið hefur á milli réttinda kaupenda og leigjenda er bæði ósanngjörn og óverjandi. Hér verður að vera skýr jöfnuður. Í þeim efnum horf- ir nú loks til betri tíðar. Tillögur að nýju húsnæðisbótakerfi voru kynntar fyrr á þessu ári. Þar er lagt til að vaxtabætur og húsa- leigubætur verði sameinaðar í nýju húsnæðisbótakerfi. Þar sitji allir við sama borð og hafi sama rétt, hvort heldur þeir eru að fjár- festa í húsnæði eða eru á leigu- markaði. Í fjárlagafrumvarpi fyrir kom- andi ár er gert ráð fyrir umtals- verðum viðbótarfjárveitingum til að mæta sérstökum niður- greiðslum til leigjenda. Fyrstu áfangar í nýju húsnæðisbótakerfi munu taka gildi í byrjun komandi árs. Þá er ráðgert að tekjuviðmið vegna húsaleigubóta hækki og grunnur húsaleigubóta hækki. Í kjölfarið verða tekin frekari skref í átt að einu samfelldu hús- næðisbótakerfi sem hefur það markmið að tryggja jöfnuð og bætta stöðu allra, jafnt leigjenda sem kaupenda. Þetta er stórt rétt- indamál sem skiptir okkur öll miklu. Gamla handboltahetjan Finnur Jóhannsson hjá True North tók mig eiginlega á tæknilegu rot- höggi þegar hann kom til fund- ar við mig á sínum tíma. Hann afþakkaði sæti í ráðherrasófanum en skellti sér flötum beinum á gólf- ið. Þar hnyklaði hann tattóveraða vöðva og hélt innblásna ræðu um hversu ábatasamt og atvinnuskap- andi það væri fyrir samfélagið að hækka endurgreiðslur vegna kvik- myndagerðar. Ríkisstjórnin sam- þykkti í kjölfarið tillögu mína um að hækka endurgreiðslurnar um næstum helming. Þær fóru upp í 20%. Finnur reyndist hafa rétt fyrir sér og hver stórmyndin hefur síðan rekið aðra. Alltof fáir skilja gildi skap- andi greina fyrir hagkerfið. Allt- of margir líta á stuðning við þær sem lúxus, jafnvel óþarfa. Nægir að minna á árlega síbylju ónefndr- ar ungliðahreyfingar gamalgróins stjórnmálaflokks. Staðreyndin er samt sú, að kraftmikil lista- og menningartengd sköpun á Íslandi er orðin mikilvægur þáttur í verð- mætaframleiðslu á Íslandi. Rannsóknin, sem kennd er við 1. des., sýndi að nú starfa um tíu þús- und manns við það sem skilgreint er sem skapandi greinar á grund- velli aðferðafræði Unesco. Virðis- aukaskattskyld velta þeirra er um 190 milljarðar á ársgrundvelli. Beinhörð útflutningsverðmæti eru 24 milljarðar króna. Það er álíka og loðnuvertíðin í fyrra, sem var þó býsna góð. Besta leiðin til að brjóta upp ein- hæfnina í alltof fábreyttu atvinnu- lífi Íslendinga er að efla skapandi greinar. Það þarf að örva þær með öflugu stuðningskerfi sem stenst því snúning sem aðrar greinar njóta. Það þarf „jafnræði atvinnu- greina“ þar sem skapandi iðja á kost á verkefnatengdum sjóðum eins og aðrar greinar til að örva frumkvæði einyrkja, og smáfyrir- tæki sem dreymir um að stækka. Við þurfum meiri útflutning á vöru og þjónustu sem byggir á miðlun, hönnun, innsæi og ímyndunarafli – sem sagt alhliða sköpun. Í skapandi greinum dyljast mikil sóknarfæri inn í framtíðina. Við höfum horft fram hjá þeim of lengi. Nú þarf að nýta kröftugan efnahagsbata næstu ára til að búa þessum sóknargreinum jákvætt og örvandi umhverfi. Það er lóðið. Þegar Alþingi samþykkti, fyrir rúmum fimm mánuðum, að boða til ráðgefandi þjóðar- atkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs ályktaði meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins með eftirfarandi hætti um framhald málsins: „Gildistaka nýrrar stjórnar- skrár. Meiri hlutinn er þeirrar skoðunar að frumvarp Alþingis, að aflokinni síðari samþykkt þess skv. 79. gr. gildandi stjórnarskrár, eigi að bera undir þjóðina til end- anlegrar staðfestingar og gildis- töku í bindandi þjóðaratkvæða- greiðslu.” Þetta voru þær upplýsingar sem við sem kjósendur höfðum þegar við gengum að kjörborð- inu á laugardaginn var. Meirihlut- inn í stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd hafði sem sagt þau áform um framhaldið að Alþingi myndi smíða frumvarp upp úr tillög- um stjórnlagaráðs, samþykkja það, rjúfa þing, boða til kosninga, nýtt þing samþykkja frumvarp- ið óbreytt og að því loknu yrði það lagt fyrir bindandi þjóðarat- kvæðagreiðslu. Nú er hins vegar komin fram ný hugmynd. Jóhanna Sigurðardóttir er komin á þá skoðun að kjósa eigi um nýja stjórnarskrá samhliða þingkosningum í vor. Þetta er ekki í fyrsta og ekki í annað skipti sem reglunum er breytt í miðjum leik. Sem áhorfanda og þátttakanda er mér farið að líða eins og persónu í ákveðnu myndbandi með Steinda: „Ókei, ég er kominn í dubstep. Bíddu er búið að breyta aftur? Hvað er málið núna?” Áður en menn halda áfram að hneykslast yfir því að einhverjir þingmenn telji sig bundna af sam- visku sinni en ekki af niðurstöðum kosninga sem einhver annar boð- aði, ættum við þá ekki að velta því fyrir okkur hvort ekki væri ágætt að einhverjum kröfum um formal- isma væri fylgt við breytingar á stjórnarskrá og hvort ekki væri eðlilegt að krefjast þess að þeir sem flestu ráða í þessum málum standi við skriflegar yfirlýsing- ar? Þetta er ekki sagt til að skapa leiðindi en sumt verður að setja á hreint: Menn geta ekki stöðugt breytt settum reglum og undrast svo að sumir verði fúlir og neiti að taka þátt í sýningunni. Nú er það ekki endilega þannig að hugmyndir um atkvæðagreiðslu um eitthvað samhliða þingkosn- ingum geti með engu móti gengið upp. Ef einhver ofursátt um slíkt fyrirkomulag hefði náðst áður, eða myndi nást nú, þá gæti slíkt alveg gengið. En öðru var lofað og við það ætti að standa nema að bók- staflega allir séu sáttir við annað. Það eru nokkrir vankantar við þessa tvöföldu kosningu. Sá fyrsti er sá að hún hefur þann augljósa tilgang að þjappa ríkisstjórn- inni saman og draga smáflokka á vinstri vængnum í fang hennar í aðdraganda kosninga og að þeim loknum. Hugmyndin er því skilj- anleg frá pólitískum hagsmunum stjórnarinnar en eykur ekki líkur á því að málið verði unnið í sátt og af einhverju viti. Annar ókosturinn er sá að þannig styttist sá tími sem Alþingi hefur til að klára málið enda þarf að boða til þjóðar- atkvæðis með þriggja mánaða fyrirvara. Vonandi að engum fari að detta í hug að boða til atkvæða- greiðslunnar með enn skemmri fyrirvara eða gera það áður en lokatillagan liggur fyrir. Það þarf tíma til að ræða þessi mál efnis- lega og af einhverri alvöru. Og í alvöru talað, það er þörf á þessum þremur mánuðum. Þann tíma mætti til dæmis nýta til að leita til Feneyjanefndar Evrópu- ráðsins eða annarra alþjóðlegra stofnana sem beinlínis eru sett- ar upp til að vera ríkjum innan handar þegar þau gera breytingar á stjórnarskrá. Á heimasíðu Fen- eyjanefndarinnar má til dæmis lesa nýleg álit á stjórnarskrár- breytingum í Belgíu og Ungverja- landi. Álitin eru samin að beiðni viðkomandi ríkja. Það er miður að Ísland hafi ekki nýtt sér þessa þjónustu. Þriðji og stærsti ókosturinn er hins vegar sá að atkvæðagreiðsla samhliða þingkosningum getur aldrei orðið annað en (aftur) ráð- gefandi. Að loknum kosningum munu þingmenn þurfa að greiða atkvæði um stjórnarskrárbreyt- ingarnar, bundnir einungis við sannfæringu sína en ekki við nein fyrirmæli frá öðru fólki. Sama hvað menn segja þá er ráðgefandi atkvæðagreiðsla ekki „í raun bindandi“. Hún er í raun ráðgefandi. Ef menn ætla að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu sem er í raun bindandi þá þarf hún að vera bindandi. Ekki „siðferðislega“ eða „pólitískt“ bindandi heldur bara bindandi. Bindandi bindandi. Besta leiðin til að brjóta upp einhæfnina í alltof fábreyttu atvinnulífi Íslendinga er að efla skapandi greinar. Sú mismunun sem verið hefur á milli réttinda kaupenda og leigjenda er bæði ósanngjörn og óverjandi. Hér verður að vera skýr jöfnuður. Í þeim efnum horfir nú loks til betri tíðar. Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Bindandi bindandi Skapandi greinar eru lóðið Jöfnuður fyrir leigjendur Atvinnumál Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Húsnæðismál Lúðvík Geirsson alþingismaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.