Fréttablaðið - 26.10.2012, Page 30

Fréttablaðið - 26.10.2012, Page 30
KYNNING − AUGLÝSINGOfnar & gólfhitakerfi FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s 512-5432 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Tengi hefur í rúman áratug selt hágæða gólfhitalausnir, til dæmis frá þýska fram-leiðandanum Uponor. Gólfhitalausnirn- ar eru sérstaklega hentugar fyrir íslenskar að- stæður enda hafa þær verið mjög vinsælar und- anfarin ár að sögn Halldórs F. Halldórssonar, sölustjóra lagna deildar Tengis. „Við bjóð- um upp á þrjár tegundir lausna. Í fyrsta lagi erum við með kerfi sem hefur 30 mm einangr- un sem sett er undir sem undirlag. Rörin eru síðan heftuð þar ofan á. Síðan bjóðum við upp á varmaleiðnidúk sem er einungis 4 mm sem hefur minna einangrunargildi en 30 mm lausn okkar. Rörin fara einnig ofan á hann og þau eru boruð niður með spennum. Svo bjóðum við líka upp á lausn frá Uponor sem er þunnlagn- arkerfi sem hefur 15 mm heildarþykkt, en þau kerfi eru gríðarlega vinsæl hjá okkur.“ Halldór segir síðasttöldu lausnina vera sér- staklega vinsæla þegar kemur að endur nýjun eldri húsa. „Í slíkum húsum er oft vandi með gólfhæðina og ekki hægt að koma fyrir neinni einangrun. Því er notaður takkadúkur sem er límdur við grunnað gólf. Ofan í hann koma svo rörin sem eru 9,9 mm í þvermál og að lokum er flotað yfir. Þessi lausn hefur gefist sérstaklega vel.“ Ólíkar stýringar Gólfhitalausnir Tengis innihalda ýmist þráð- lausar eða víraðar stýringar. Þráðlausa stýr- ingin er dýrari lausn að sögn Halldórs en býður á móti upp á mun fleiri möguleika en sú víraða. „Stjórnbúnaðurinn er með þráð- lausa hitanema og einnig með upplýsinga- skjá sem er tengdur við móðurstöð. Upplýs- ingaskjárinn gefur upplýsingar um hvern og einn hitastilli og gefur notandanum tækifæri til að stilla hámarks- og lágmarks- hita. Þetta er til dæmis sérstaklega hentugt í her bergjum þar sem hætta er á að fiktað sé í stillinum. Þá er hægt að læsa honum á ákveðnu hitastigi.“ Hann bendir á að einnig sé hægt að stilla inn á upplýsingaskjáinn ef íbúðareigandi fer í frí. Þannig er hægt að stilla inn hvenær farið er úr húsi og hvaða hitastigi óskað er eftir þar á meðan viðkomandi er staddur er lendis. „Hægt er að stilla hvenær komið er heim. Þannig stýrir kerfið hitastiginu á meðan íbúar eru fjarverandi og keyrir sig upp áður en þeir koma heim til sín aftur.“ Þægindi skipta máli Halldór segir að það sem þurfi helst að hafa í huga þegar gólfhitalausnir séu keyptar sé að gólfhitinn sé í yfirborði gólfflatarins og með tilheyrandi undirlagi. „Þar á ég við einangr- unina og varmaleiðandi dúkinn. Það er dýr- ara að gera þetta svona og þess vegna hafa menn stundum valið að binda rörin beint í járnagrindina áður en steypt er. Sú lausn er þó slæmur kostur því svörunin verður mjög hæg. Ef þú ert með nýtt hús viltu hafa svör- unina góða. Ef húseigandi hækkar hita stigið til dæmis um 2-3 gráður vill hann ekki bíða í margar klukkustundir eftir hitanum. Því er mikilvægt að velja lausn sem hentar best hverju sinni og þar eru þessi undirlög algjört undirstöðuatriði. Fólk þarf að hafa það í huga að það er nefnilega ekki mikill viðbótar- kostnaður sem fer í undirlagið á móti þeim þægindum sem fólk fær í staðinn.“ Allar nánari upplýsingar um gólfhita- lausnir Tengis veita starfsmenn lagnadeildar. Góðar lausnir og úrvalsþjónusta hjá lagnadeild Tengis Starfsmenn Tengis hafa áralanga reynslu við ráðgjöf og sölu gólfhitalausna. Við val á gólfhitalausnum er undirlagið lykilatriði ásamt stjórnbúnaði. Tengi býður upp á margvíslegar lausnir fyrir ólíkar þarfir viðskiptavina. Dæmigerður stjórnbúnaður fyrir gólfhita. Þráðlausir hitanemar, móðurstöð, upplýsingaskjár og stjórn- stöð sem stýrir framrás gólfhitans eftir útihita ásamt dreifikistu og uppblöndun. MYND/VALLI Dreifikista fyrir gólfhita með uppblöndun. MYND/VALLI Gólfhitalausnir frá Tengi eru sérstaklega hentugar fyrir íslenskar aðstæður að sögn Halldórs F. Halldórssonar, sölustjóra lagnadeildar Tengis. MYND/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.