Fréttablaðið - 26.10.2012, Side 37
LÍFIÐ 26. OKTÓBER 2012 • 7
aða fresti, þá aðallega að bíða eftir
niðurstöðum. Þetta gerði ég í tvö ár
eða þar til móðir mín greindist í þriðja
skiptið með krabbamein aðeins 58
ára gömul. Hún hafði sjálf eins og ég
verið í auknu eftirliti með blóðprufum
og myndatökum en því miður fékk
hún meinvörp frá brjóstakrabba-
meininu síðan 2008 í beinin og það
er ólæknandi.“
Ákvað að bíða ekki eftir krabbanum
Eftir þessa röð áfalla breyttist viðhorf
Valdísar gagnvart brjóstnámi. „Ég og
maðurinn minn tókum þá ákvörðun
í sameiningu að bíða ekki eftir því
að greinast með krabbamein heldur
láta fjarlægja þessa ógn sem fyrst.
Í framhaldi fórum við hjónin saman
í viðtöl til lýtalækna og reyndum að
fá eins miklar upplýsingar um brjóst-
nám og hægt var.
Á þessu tíma fékk ég símtal frá
yndislegri konu sem einnig hafði
farið í gegnum svona fyrirbyggjandi
aðgerð. Við hittumst og hún leiddi
mig í gegnum sína sögu, sem er mér
ómetanlegt. Það breytti öllu fyrir mig
að eiga hana að og geta fengið upp-
lýsingar og sjá brjóst, ör og annað
eftir svona aðgerð.“
Fimm daga á sjúkrahúsi
Ákvörðun var tekin og Valdís fór í
brjóstnám þann 30. janúar á þessu
ári. „Aðgerðin gekk mjög vel og var
ekki eins sársaukafull og ég átti von
á, enda fékk ég mikið af verkja-
lyfjum.“ Valdís lá inni á sjúkrahúsi í
fimm daga.
„Mamma var mjög dugleg að reka
mig á fætur til þess að gera æfingar
sem hjálpaði til við batann. Annars
fékk ég ómetanlega hjálp úr öllum
áttum. Tengdamóðir mín Hildur, sem
búsett í Noregi, kom til landsins
og sá um heimilið og dætur okkar
á meðan Elli, eiginmaður minn, var
að vinna og halda mér félagsskap.
Stóra systir mín frá Dalvík kom til
okkar nokkrum vikum eftir aðgerð-
ina og bjó hjá okkur í eina viku og
sá um allt heimilið. Svo kom hann
Andri mágur minn, en hann er lýta-
læknir í Svíþjóð, og er sérsvið hans
einmitt uppbygging á brjóstum eftir
brottnám. Þegar ég fór í aðgerðina
fylgdist hann með henni. Það var
gott að vita af honum og mikill stuðn-
ingur. Ég verð öllu þessu fólki ævin-
lega þakklát fyrir hjálpina.“
Geirvörtur úr eyrnasneplunum
Valdís var í sjö vikur frá vinnu sem
var nauðsynlegt til að ná góðum
bata. Í aðgerðinni voru bæði brjóstin
tekin, ásamt geirvörtum, öllum vef
og fitu. „Sem sagt allt hreinsað enda
eru í dag mjög litlar líkur á að ég fái
brjóstakrabbamein. Þá voru settir
svokallaðir vefþenslupokar undir
brjóstvöðvann sem voru síðan fylltir
af saltvatni í nokkrum skömmtum.
Í byrjun maí voru svo þessir pokar
fjarlægðir og sílikon sett í staðinn,
þá var ég um það bil þrjár vikur frá
vinnu.
Fyrir nokkrum vikum fór ég svo
og lét búa til geirvörtur með því að
taka bita úr eyrnasneplunum og
sauma á brjóstin, þessi litla aðgerð
gekk líka mjög vel og ég er í raun-
inni enn þá að gróa.“ Í næsta mán-
uði fær Valdís svo tattú á Landspítal-
anum í stað vörtubaugsins. „Þetta er
búið að vera langt ferli sem tekur þó
senn enda og ég sé ekki eftir neinu.
Hún Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir
hefur gefið mér ótrúlega flott og heil-
brigð brjóst og hún hefur reynst mér
afar vel. Ég mun svo halda áfram í
stöðugu eftirliti og fara á sex mán-
aða fresti í sónar og blóðprufu vegna
eggjastokkanna alveg til fertugs en
þá verða þeir fjarlægðir.“
Ekkert feimnismál
Eftir þessa lífsreynslu telur Val-
dís nauðsynlegt að stofnaður verði
stuðningshópur fólk á Íslandi með
breytt BRCA gen. „Það er nauðsyn-
legt að geta talað við aðra í sömum
sporum og deilt sinni reynslu. Þó svo
að við séum ekki öll veik eða komin
með sjúkdóm þá erum við með
genagalla sem er flókið fyrirbæri og
erfitt enda þarf oft að taka mjög erf-
iðar ákvarðanir út frá því.“
Spurð um það hvort henni hafi
ekki fundist óþægilegt að opinbera
sögu sína segist hún strax hafa tekið
þá ákvörðun að tala opinskátt um
reynslu sína. „Fyrir mér er þetta ekki
feimnismál og ég ákvað það líka að
taka sjálfa mig og aðstæður ekki of
alvarlega og reyna að vera jákvæð.
Svo hefur verið mikil hjálp í því að
sjá húmorinn í öllum þessum erfið-
leikum en þar koma maðurinn minn
og dæturnar sterk inn. Þau hafa átt
auðvelt með að fá mig til að brosa
og hlæja í gegnum þetta allt sem er
ómetanlegt.
En markmiðið með því að segja
sögu mína er vissulega það að vekja
athygli á BRCA og deila minni upp-
lifun af brjóstnáminu, sérstaklega fyrir
konur sem eru í sömu sporum og ég
var fyrir ári síðan og eru að velta því
fyrir sér hvað þær eiga að gera.“
Mamma er hetjan
Valdís segist hafa fengið einstakan
stuðning við þessa stóru ákvörðun.
„Ég er svo ótrúlega heppin að eiga
marga góða að, eiginmann, for-
eldra, tengdaforeldra, börn, syst-
kini, vini, samstarfsfélaga og vinnu-
veitendur. Allir hafa sýnt mér mik-
inn stuðning sem ég verð ævinlega
þakklát fyrir.“
Valdís segir móður sína vera hetj-
una í þessu öllu saman og reyndar
föður sinn líka sem gengur í gegn-
um sjúkdóminn með henni. „Ég fæ
illt í hjartað þegar ég hugsa til þess
að hún sé með ólæknandi krabba-
mein. Hún er svo ótrúlega sterk og
dugleg. Hún tekur sig til á hverjum
degi, hún er stanslaust í erfiðri
meðferð þó svo að það sjáist ekki
á henni, en þetta tekur mikið á og
hún er orðin þreytt og þollítil. Hún
er fyrirmyndin mín og styrkur í einu
og öllu.“
Að lokum langar mig til að segja:
„Lífið er stutt, njótum lífsins og
verum glöð, það eru forréttindi að
vera heilbrigður.“
Valdís verður í kvöld í ýtarlegra
viðtali ásamt móður sinni í Íslandi í
dag, strax að loknum kvöld fréttum
á Stöð 2.