Fréttablaðið - 26.10.2012, Síða 44
KYNNING − AUGLÝSINGOfnar & gólfhitakerfi FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 20124
Skreyti með tilgang
Heatwave eftir hollenska hönnuðinn Joris La-
arman er skraut-krúsidúlla sem liðast um
vegginn, en ofninn varð til þegar hönn-
uðurinn ætlaði sér að finna skreyt-
ingu nauðsynlegan tilgang. Ofnar þurfa
mikið yfirborð til að skila sem mestum hita
og skreyti og flúr hafa einmitt mikið yfirborð.
Flúrið í ofninum hefur því ekki einungis þann
tilgang að vera til skrauts heldur aðallega nota-
gildi. Sjá: www.jorislaarman.com
Ofnar fyrir augað
Hiti er nauðsynlegur í híbýlum og ofnar verða að vera í hverju herbergi. Útlit
ofna er þó oftar en ekki óspennandi. Ýmsir hönnuðir hafa þó í gegnum tíðina
útfært ofna sem eru meira en bara hitagjafar.
Blush eftir
Þórunni Árnadóttur
Prjónaður hitagjafi
Sænski hönnuðurinn Hedvig Af Ekens-
tam notaði hitalagnir til þess að búa
til ofn sem hún kallar Knitted heat.
Hedvig festi lögnina saman í lykkjur
og bjó til léttan og sveigjanlegan ofn
sem hægt er að aðlaga hverju rými.
Sjá: www.hedvigafekenstam.wor-
dpress.com
Líffæri inni í stofu
Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður hannaði
ofninn Blush með skírskotun til blóðrása-
kerfis líkamans. Ofninn er málaður með
sérstöku lakki sem skiptir litum við mis-
munandi hitastig. Ofninn er blár þegar
hann er kaldur en rauður litur færist yfir
hann þegar hitinn fer yfir 30 gráður.
Sjá: www.thorunndesign.com
Knitted Heat eftir
Hedvig Af Ekenstam.
Heatwave eftir
Joris Laarman.
Á heimasíðu Orkuseturs er að finna mikinn fróðleik um allflest
sem tengist húshitun. Þetta eru meðal annars upplýsingar um ein-
angrun, vatnsnotkun, kostnað og kjörhitastig.
Algengt hitastig á íslenskum heimilum er um 23 til 25 gráður.
Rannsóknir sýna hins vegar að kjörhiti innandyra sé 20 gráður.
Þannig skapist bestu loftgæðin án þess þó að fólki verði kalt. Gott er
að hafa í huga að fyrir hverja gráðu sem hitinn er hækkaður hækkar
húshitunarkostnaður um 7%. Þannig er hægt að lækka hitann í
svefnherbergjum niður í 18 gráður. Í geymslum og bílskúrum eða
rýmum sem ekki eru notuð að staðaldri mætti jafnvel lækka hitann
niður í 15 gráður. Þannig er hægt að spara örlítið í kyndingu. Loftun
í heimahúsum er einnig mikilvæg.
Sumir vilja ávallt hafa glugga opna svo ferskt loftið streymi inn.
Það er hins vegar ómarkviss leið til að hafa loftskipti sem sóar mikl-
um hita og þar með fjármunum. Heillavænlegra og skilvirkara er að
opna alla glugga vel í 10 til 15 mínútur og loka þeim þess á milli. Með
því er ekki verið að henda peningum út um gluggann jafnt og þétt.
Með því að raða húsmunum rétt er einnig hægt að minnka orku-
tap. Húsgögn sem sett eru upp við útvegg draga úr loftstreymi við
kaldan útvegginn og koma þar með í veg fyrir að loftið kólni. Sé
þeim hins vegar stillt upp fyrir framan ofna truflar það eðlilega
hringrás loftsins um rýmið og hindrar geislun frá ofninum. Þykk
gluggatjöld sem ná yfir ofna gera slíkt hið sama.
Heimild: www.orkusetur.is
Góð ráð við húshitun
Snjóhús um víða veröld.
Ofnar virðast hannaðir til að safna ryki og óhreinindum, ekki síst
í þröngum raufum og baka til þar sem ryksugan nær ekki til. Með
lítilli fyrirhöfn og einföldum aðgerðum er leikur einn að gera ofna
heimilisins skínandi hreina og reiðubúna til hlýrrar vetrarveru.
● Taktu til ryksugu, heitt sápuvatn í fötu, langt prik og rykklút,
breitt límband, handklæði og tuskur.
● Byrjaðu á að ryksuga inn í, ofan á og undir ofninum, eins langt
og ryksugan nær til.
● Reyrðu rykklút á enda priksins og límdu fastan að ofanverðu.
● Breiddu handklæði undir ofninn og ýttu prikinu í rifur ofnsins
ofan frá. Með því nærðu að ýta niður hlutum og óhreinindum sem
fallið hafa ofan í rifurnar.
● Vindið nú mjúka tusku upp úr sápuvatni og þvoið ofninn að
utan verðu. Þerrið með þurrum klút til að varna ryðmyndun.
● Strjúkið einnig yfir vegginn ofan við ofninn þar sem hitaút-
streymi festir gjarnan ryk og önnur óhreinindi við veggi.
● Ryksugið ofna reglulega til að koma í veg fyrir óhreininda-
söfnun.
● Best er að hreinsa ofna á sumrin þegar þeir eru ekki í notkun.
● Slökkvið á ofnum og látið kólna áður en þrifið er að vetri til.
● Séu ofnar of þröngir fyrir prik og klúta má nota þrýstiloft til að
blása úr þeim ryk og óhreinindi.
Hreinasta heimilisprýði
Gamaldags ofnar eru sannkallað stofustáss, eins og þessi silfurmálaði og flúraði
hér, en það eykur enn á yndi ofna heimilisins að hafa þá tandurhreina.