Fréttablaðið - 26.10.2012, Qupperneq 54
26. október 2012 FÖSTUDAGUR34
Leikhús ★★★★★
Nýjustu fréttir
Leikhópurinn VaVaVoom í sam-
starfi við Þjóðleikhúsið.
Höfundar: Sigríður Sunna Reynis-
dóttir, Sara Martí Guðmundsdóttir
og leikhópurinn VaVaVoom. Leik-
stjóri: Sara Martí Guðmundsdóttir.
Í Kúlunni var á dögunum frumsýnt
verk sem lætur engan ósnortinn.
VaVaVoom Theater er nýtt mynd-
rænt leikhús með bækistöðvar í
Lundúnum og Reykjavík. VaVa-
Voom var stofnað árið 2011 af Söru
Martí og Sigríði Sunnu Reynis-
dóttur sem kynntust við nám í
Central School of Speech and
Drama. Þær hafa fengið til liðs við
sig hóp vel menntaðra listamanna
úr ýmsum greinum og frá ýmsum
heimshornum, sem hér hefur
spunnið saman verk sem fjallar um
ágengni fjölmiðla og neyslu þeirra.
Nýjustu fréttir, hverjar svo sem
þær eru, heltaka aðalpersónuna án
þess að eiginlegt innihald þeirra
skipti hana nokkru máli.
Sviðsmyndin er veggur sem
skipt er niður í marga glugga en
vekur um leið hughrif fyrstu síðu
blaðs þar sem gluggarnir eru eins
og greinar og dálkar. Einn glugg-
inn opnast með skröltandi rúllu-
gardínu og þar situr höfuðlaus
brúða í rauðum silkislopp sem les
stórt dagblað, hlustar á útvarps-
fréttir, horfir á hverja stöðina á
fætur annarri sem gusast út úr
sjónvarpinu um leið og viðkomandi
er að fá sér morgunmat sem er allt-
af eins og líklega étinn ósjálfrátt
meðan orð verða að höggum og
setningar að hljóðum. Höfuðlausu
brúðunni stjórna tvær konur sem
fara með henni út í veröldina, út á
vettvang fréttanna. Hnötturinn úr
pappamassa snýst og rauðsloppur
velur sér stað og sá staður verður
til fyrir augum áhorfenda á hreint
undraverðan hátt. Agnarlítil hús
spretta upp úr dagblöðum og þar
gefur hljóðmyndin til kynna hvað
er um að vera. Hvort heldur er
verið að varpa sprengjum eða pap-
arazzi-ljósmyndarar á fleygiferð.
Pierre-Alain Giraud og Ingi
Bekk eru skrifaðir fyrir hljóð-
myndinni sem var ágeng og hug-
vitssöm. Sérstaklega áhrifaríkar
myndir komu upp í huga áhorfenda
þegar hin rauðklædda vera var að
fletta stóru dagblaði og tónlist og
hljóðmyndir lýstu hverri opnu,
hvort sem um síðuna um fræga
fólkið var að ræða eða lýsingu á
stríðsátökum. Verkinu er hugvit-
samlega skipt niður í fjóra þætti
og framvinda verksins mjög skýr.
Þegar veran fer út í heim birtist
hún okkur sem lítil fingrabrúða og
var það í einu orði heillandi.
Spurningin um það hversu mikið
af fjölmiðlafárinu við þolum og
hvenær við hreinlega breytumst
sjálf í fárið er allsráðandi í þessu
ferðalagi sem var algert konfekt
fyrir bæði eyru og augu. Að sitja
og fletta blaðinu á meðan útvarp
og sjónvarp eru stillt á fullt eru
aðstæður sem allir kannast við.
Hér var sú hversdagslega iðja sett
á fljúgandi ferð og leik myndin,
sem Eva Signý Berger er skrifuð
fyrir, ásamt mjög smart mynd-
bandshönnun þeirra Pierre-Alain
Giraud og Inga Bekk, gerði það
að verkum að maður vildi bara
fá meira að sjá og heyra. Hér er
greinilega unnið af þekkingu,
hugvitssemi og hugsjón.
Elísabet Brekkan
Niðurstaða: Glimrandi sýning um
ágengni fjölmiðla og fíknina að
ánetjast þeim.
Heillandi sýning
um fréttafíkn
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 26. október
➜ Upplestur
09.00 Framhaldsskólanemar verða
með upplestur í allan dag í söfnum
Borgarbókasafns. Lesið verður í tvo tíma
á hverju safni og endar lesturinn í aðal-
safni klukkan 19-21. Búast má við að
vel á þriðja hundrað nemendur taki þátt
í maraþoninu sem Ari Eldjárn lokar með
léttu uppistandi. Öllum er velkomið að
leggja við hlustir. Nánari dagskrá má
finna á Borgarbokasafn.is.
➜ Tónlist
21.00 Hljómsveitin Lame Dudes verður
í hrekkjótta gírnum á Danska barnum
í kvöld. Þeir munu leika seiðandi blús-
skotna tóna. Aðgangur er ókeypis.
22.00 Dúndurfréttir verða með
tónleika á Græna Hattinum, Akureyri.
Spilað verður það besta í klassísku rokki
frá böndum eins og Pink Floyd, Deep
Purple og Led Zeppelin. Miðaverð er kr.
2.900.
22.00 Borko, Reykjavík! og Þórir Georg
halda tónleika á Faktorý. Aðgangseyrir
er kr. 1.000.
22.00 Kristjana Stefáns og tríó munu
flytja nokkra vel valda blússtandarda
auk frumsaminna á Café Rosenberg.
Aðgangseyrir er kr. 2.000.
23.00 Eiki og Bleiki skemmta á Ob-La-
Dí-Ob-La-Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir
er kr. 1.000.
➜ Fyrirlestrar
12.00 C. Augustine Kong, PhD heldur
fyrirlestur á fræðslufundi Vísindafélags
Íslendinga. Fundurinn er haldinn í sam-
starfi við Þjóðminjasafn Íslands, í fyrir-
lestrarsal safnsins, og fer hann fram á
ensku.
12.00 Konfúsíusarstofnunin Norðurljós
og Heimspekistofnun kynna fyrirlestur
Steve Coutinho, Er eitthvað til sem
heitir daoísk heimspeki? Fyrirlesturinn
fer fram í stofu 101 í Árnagarði Háskóla
Íslands og er aðgangur ókeypis.
20.00 Haraldur Erlendsson yfirlæknir
heldur fyrirlestur um Sri Vidya, iðkunar-
tækni hennar, sögu og tengsl við Ísland.
Fyrirlesturinn fer fram í húsi Lífspeki-
félagsins að Ingólfsstræti 22.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Maður er bæði spenntur og smá
hnútur í manni,“ segir Þorbjörg
Höskuldsdóttir myndlistar-
maður spurð hvernig það leggist
í hana að opna fyrstu einkasýn-
inguna í átta ár. Sýningin sem um
ræðir nefnist Ásýnd fjarskans og
verður opnuð í Listasafni Reykja-
nesbæjar klukkan 18 í dag. „Það
er alltaf spenna í manni,“ segir
Þorbjörg. „Maður er að leggja
sjálfan sig á borðið og bíða dóms.
En það er líka voðalega gott að
sjá af rakstur vinnu sinnar kom-
inn heim og saman upp á vegg.“
Verkin á sýningunni eru öll
landslagsmálverk og Þorbjörg
segist hafa lokið þeim öllum
á þessu ári en þau hafi verið í
vinnslu í tvö til þrjú ár. En hvað
kom til að hún sýndi ekki í allan
þennan tíma? „Tími hrunsins
hjá okkur var nú ekkert spenn-
andi fyrir sýningar,“ segir hún.
„Það voru fáir sem voru á þeim
nótunum að sýna og ég hugsaði
ekkert út í það. Reyndi bara að
safna í sarpinn. En það var ósköp
gott að fá þetta boð frá Listasafni
Reykjanesbæjar til að sparka sér
í gang.“
Þorbjörg á að baki langan og
glæstan feril í myndlistinni, hélt
fyrstu einkasýninguna árið 1972
og nú er verk eftir hana að finna í
öllum helstu listasöfnum landsins.
Hún segist þó ekki hafa gert sér
grein fyrir því að í ár væru fjöru-
tíu ár frá fyrstu sýningu hennar.
„Ég hef verið þrautseig við þetta
í gegnum árin,“ segir hún, „en ég
hafði ekkert hugsað út í að þetta
væri afmælisár, það gerir þetta
enn þá skemmtilegra.“ - fsb
Fyrsta sýning
Þorbjargar í átta ár
FJÖRUTÍU ÁRA FERILL Svo skemmtilega
vill til að í ár eru fjörutíu ár frá fyrstu
einkasýningu Þorbjargar.
– Lifið heil
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
6
14
68
1
0/
12
Gildir til 31. október
Lægra
verð
í Lyfju
20%
afsláttur
Fíflablöð og birki
Vatnslosandi.
Dregur úr bjúg
og stirðleika í liðum.
Léttur og einfaldur í notkun
Keðjubroddar
ársins 2012
lÍs en kus
Faxafeni 8 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727 // www.alparnir.is
Hinir vinsælu MICROspikes
hálkubroddar
Göngubroddar
Sveigjanlegir - léttir - auðveldir
og pakkast vel.
Snjóþrúgur
Til sölu og til leigu