Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.10.2012, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 26.10.2012, Qupperneq 58
26. október 2012 FÖSTUDAGUR38 38 popp@frettabladid.is Önnur plata hljómsveitarinnar Nóru, Himinbrim, kemur út í dag. Platan var meðal annars fjár- mögnuð í gegnum vefsíðuna www.pledgemusic.com, þar sem fólki bauðst að heita á hana og kaupa fyrirfram. Söfnuninni lauk þremur vikum fyrr en áætlað var. Til að fagna býður Nóra í hlust- unarteiti á Faktorý við Smiðjustíg klukkan 20.30 í kvöld. Nóra með Himinbrim HIMINBRIM Liðsmenn Nóru fagna útkomu nýrrar plötu á Faktorý í kvöld. MYND/INGÓLFUR JÚLÍUSSON Bíó ★★★★ ★ Skyfall Leikstjórn: Sam Mendes. Leikarar: Daniel Craig, Javier Bar- dem, Judi Dench, Ralph Fiennes, Naomie Harris, Bérénice Marlohe, Ben Whishaw, Albert Finney, Ola Rapace. James Bond fagnar hálfrar aldar kvikmyndaafmæli sínu í þessum mánuði og því er gífurlegt húll- umhæ í kringum frumsýningu 23. myndarinnar um þennan kvensama breska spæjara, jafn- vel meira en vanalegt er. Skyfall nefnist myndin og er sú þriðja í röðinni þar sem hinn ljóshærði Daniel Craig skartar smókingnum. American Beauty-kempan Sam Mendes er við stjórnvölinn og er það í fyrsta sinn sem Óskarsverð- launaleikstjóri spreytir sig á Bond. Í Skyfall er M gamla rækilega búin að klúðra málunum og trún- aðarskjöl leyniþjónustunnar eru komin í hendur tölvuþrjóta. Í æsi- legum eltingarleik við ódámana verður Bond fyrir skoti frá sam- herja og hrapar fram af brú. Það lifir hann af en lætur sig engu að síður hverfa um stundarsakir og er úrskurðaður látinn. Þegar höfuðstöðvar MI6 verða svo fyrir hryðjuverkaárás kemur kappinn loks úr felum og þá mega bófarnir fara að vara sig. Það er farið um víðan völl í þess- Órakaður og aleinn heima SKYFALL „Skotheld leikstjórnin og sáraeinfalt en margslungið handritið lyfta henni upp í úrvalsflokk,“ segir gagnrýnandi um nýju Bond-myndina. ari tveggja og hálfrar klukku- stunda löngu mynd. Við sjáum okkar mann bæði órakaðan og uppdópaðan, og síðar upp strílaðan og einbeittan, og þrátt fyrir að yndislegu klisjurnar séu flestar til staðar fær áhorfandinn einnig dágóðan skerf af „öðruvísi“ Bond. Þá er lokauppgjörið frábrugðið því sem við eigum að venjast og minnir um margt á kvikmyndina Home Alone, en á góðan máta (og ekki eins hlægilegan). Craig heldur áfram að blómstra í hlutverki sínu og glæsilegur aðalskúrkurinn (Javier Bardem) er líklega sá mest ógnvekjandi sem ég man eftir í langan tíma. Tækja- sjéníið Q er kynnt til sögunnar á ný og er það vel, en Bond- skvísurnar fá minna pláss en oft áður, þó það komi reyndar ekki að sök. Tón- listin olli mér samt nokkrum von- brigðum og þá ekki síst titil lagið, bragðdaufur og rislítill hiphop- fiðlukokteill í moll, sem söngkonan Adele flytur þó ágætlega. Þetta er sérstaklega spælandi í ljósi þess að undangengin upphafssena er ein sú æsilegasta í manna minnum. Hvað um það. Sé allt tekið með er Skyfall ljómandi vel heppnuð og skotheld leikstjórnin og sára- einfalt en margslungið handritið lyfta henni upp í úrvalsflokk. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Þrælspennandi og skemmtileg frá upphafi til enda. Ég bið ekki um mikið meira. Nýsköpunarvið burðurinn Music Hack day tengir saman tónlist og tækni. Hann er haldinn í fyrsta sinn á Íslandi um helgina. „Við erum ekki að tala um hakk í þeim skilningi að við séum að hakka okkur inn í eitthvað, heldur að fólk sé að hakka saman eitthvað nýtt. Við erum ekki að brjóta nein lög, nema þá kannski tónlistar-lögin sjálf, þau verða eflaust brotin töluvert upp,“ segir Karl Tryggvason kíminn. Karl er einn þeirra sem fara fyrir Music Hack-deginum í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Music Hack-dagurinn er alþjóð- legur nýsköpunarviðburður tengdur tónlist og tækni. Hann er nú hald- inn á Íslandi í fyrsta skipti, en sams konar viðburðir hafa verið haldnir um allan heim frá árinu 2009. „Þetta er svo ungt allt saman og dagurinn enn að mótast. Þessi viðburður gengur í stuttu máli út á að leiða saman forritara og lista- menn til þess að smíða einhverja nýjung á sviði tónlistar og tækni,“ segir Karl. Sem dæmi tekur hann regnhlíf sem eitt sinn var búin til á slíkum degi og spilar lag í hvert sinn sem á hana fellur regn. Fólk fær 24 tíma til að búa til raunverulega afurð úr hugmyndunum sínum og algengast er að fólk vinni saman í hópum. Hóparnir eru yfirleitt settir saman af fólki úr mismunandi geirum, til dæmis er þar oft að finna aðila sem hefur mikið vit á tækni og annan sem hefur meira vit á tónlist. „Þetta eru annasamir klukkutímar og þeir allra hörðustu sofa ekki neitt. Það er ekki heilbrigðasti lífsstíllinn en hvað gerir maður ekki fyrir listina,“ segir Karl. Nú þegar hafa um 100 manns skráð sig til leiks og síðustu sætin rjúka út. „Af þessum hundrað sem eru skráðir eru á milli 60 og 70 útlendingar. Flestir þeirra koma til landsins sérstaklega til að taka þátt. Núna er staðan þannig að lítið pláss er eftir fyrir Íslendingana sem eiga það til að gera hlutina alltaf á síðustu stundu,“ segir Karl. Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík frá morgun deginum og þar til á sunnu- dag. Á sunnudaginn klukkan 15 er svo öllum velkomið að kíkja inn og kynnast afurðum helgarinnar. - trs Hakka í 24 annasama tíma SKIPULEGGJENDURNIR Karl Tryggvason, Andie Nordgren og Johan Uhle standa að baki Music Hack Day á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gói Baunagrasið og Bráðskemmtileg og fyndin leiksýning fyrir alla fjölskylduna Fréttatíminn Morgunblaðið Síðustu sýningar ÁRA ER LEIKARINN Jon Heder en hann er hvað frægastur fyrir túlkun sína á hinum fótfima Napoleoni Dynamite í samnefndri mynd sem sló í gegn árið 2004. 35 Við erum ekki að brjóta nein lög, nema þá kannski tónlistar-lögin sjálf, þau verða eflaust brotin töluvert upp.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.