Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.10.2012, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 26.10.2012, Qupperneq 64
26. október 2012 FÖSTUDAGUR44 sport@frettabladid.is um gegn Úkraínu. „Ég hefði ekki viljað missa af þessu – það er alveg á hreinu,“ sagði skælbrosandi Mar- grét Lára eftir leikinn í gær. „Ég ætla mér nú að nýta tímann til að ná mér að fullu og vonandi tekst það. Ég vil vera 100 prósent næsta sumar.“ Hún óttast ekki bakslag og lítur jákvæðum augum á framtíðina. „Ég tel að aðgerðin muni hjálpa mér. Ef ekki bít ég bara í það súra epli. Ég ætla samt að halda áfram og er ég hvergi bangin. Þetta hefur verið erfitt í 4-5 ár en á svona stundum er manni alveg sama. Þetta er allt þess virði.“ Ísland spilaði með á EM 2009 sem haldið var í Finnlandi en þá töpuðu stelpurnar öllum sínum leikjum þrátt fyrir að hafa spilað vel á löngum köflum. „Við höfum verið að bíða eftir þessu augnabliki í fjögur ár og unnið að því síðustu tvö árin að ná þessu markmiði. Við höfum allar lagt á okkur mikla vinnu og því er það frábært að sjá uppskeru erfiðisins,“ segir hún. „Við verðum líka að átta okkur á því að við erum ekki stórþjóð. Við erum litla Ísland en samt komnar á EM. Við höfum slegið út þjóðir sem eru hærra skrifaðar en við og sýnir árangurinn hversu góður kvennaboltinn er á Íslandi. Við erum með frábært lið.“ - esá GARÐAR JÓHANNSSON mun spila áfram með Stjörnunni í Pepsi-deildinni á næsta tímabili en hann tilkynnti þetta í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. Garðar fékk tilboð frá Breiðabliki en ákvað að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við Stjörnuna. Garðar hefur verið markahæsti leikmaður Stjörnunnar undanfarin tvö sumur og skoraði þá 27 mörk í 43 deildar- og bikarleikjum. 1-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (8.), 2-0 Katrín Ómarsdóttir (12.), 2-1 Vira Dyatel (36.), 2-2 Daryna Apanaschenko (72.), 3-2 Dagný Brynjarsdóttir (76.). Skot (á mark): 8-13 (5-4) Varin skot: Þóra 2 - Iryna Zvarych 2 ÍSLAND (4-3-3) Þóra B. Helgadóttir 5 Dóra María Lárusdóttir 5 Sif Atladóttir 6 Katrín Jónsdóttir 6 Hallbera G. Gísladóttir 6 Edda Garðarsdóttir 6 Sara Björk Gunnarsdóttir 7 *Katrín Ómarsdóttir 8 Fanndís Friðriksdóttir 5 (73. Dagný Brynjarsdóttir -) Hólmfríður Magnúsdóttir 6 (92. Rakel Hönnudóttir -) Margrét Lára Viðarsdóttir 7 * MAÐUR LEIKSINS Laugardalsvöllur, áhorf.: 6647 Albon frá Rúmeníu (x) 3-2 Afturelding - FH 24-25 (13-13) Mörk Aftureldingar (skot): Sverrir Hermannsson 7 (14), Jóhann Jóhannsson 7 (14/1), Böðvar Páll Ásgeirsson 3 (10), Þrándur Gíslason 2 (2), Örn Ingi Bjarkason 1 (1), Einar Héðinsson 1 (1), Hilmar Stefánsson 1 (1), Helgi Héðinsson 1 (3), Fannar Helgi Rúnarsson 1 (5), Varin skot: Davíð Svansson 17/1 (42/3, 40%), Hraðaupphlaup: 3 (Sverrir, Örn Ingi, Helgi) Mörk FH (skot): Ragnar Jóhannsson 6 (11), Einar Rafn Eiðsson 5/2 (8/3), Ólafur Gústafsson 5 (11), Andri Berg Haraldsson 4 (10), Sigurður Ágústsson 3 (4), Logi Geirsson 2 (4), Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 18/1 (42/1, 43%), Hraðaupphlaup: 3 (Ragnar, Einar Rafn, Sigurður) HK - Fram 24-30 (12-16) Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 9/2 (15/3), Eyþór Magnússon 4 (9), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3 (4), Garðar Svansson 2 (4), Leó Snær Pétursson 2 (5), Atli Karl Bachmann 2 (6), Daníel Örn Einarsson 1 (3), Daníel Berg Grétarsson 1 (4), Bjarki Már Gunnarsson (1), Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 10 (34/1, 29%), Björn Ingi Friðþjófsson 5 (11/2, 45%), Hraðaupphlaup: 4 (Bjarki Már 2, Vilhelm Gauti, Leó Snær ) Mörk Fram (skot): Jóhann Gunnar Einarsson 7/3 (13/3), Haraldur Þorvarðarson 4 (5), Sigurður Eggertsson 4 (8), Róbert Aron Hostert 4 (12), Þorri Björn Gunnarsson 3 (3), Ægir Hrafn Jónsson 2 (2), Elías Bóasson 2 (2), Stefán Baldvin Stefánsson 2 (5), Garðar B. Sigurjónsson 1 (2), Hákon Stefánsson 1 (2), Varin skot: Magnús Erlendsson 16 (40/2, 40%), Hraðaupphlaup: 8 (Jóhann Gunnar, Sigurður, Róbert Aron, Þorri Björn, Ægir Hrafn, Elías, Stefán Baldvin, Garðar). Valur - ÍR 22-22 (12-12) Mörk Vals (skot): Þorgrímur Smári Ólafsson 6 (10), Valdimar Fannar Þórsson 4 (6), Agnar Smári Jónsson 4 (9), Finnur Ingi Stefánsson 3 (3), Atli Már Báruson 2 (2), Gunnar Harðarson 1 (1), Vignir Stefánsson 1 (1), Magnús Einarsson 1 (1), Gunnar Malmquist (1), Daði Laxdal Gautason (1), Varin skot: Hlynur Morthens 16 (37/1, 43%), Lárus Helgi Ólafsson 1/1 (2/2, 50%), Mörk ÍR (skot): Björgvin Hólmgeirsson 6 (9), Jón Heiðar Gunnarsson 5 (5), Sturla Ásgeirsson 4/2 (6/3), Sigurður Magnússon 3 (4), Sigurjón Friðbjörn Björnsson 2 (5), Davíð Georgsson 1 (5), Ingimundur Ingimundarson 1 (6), Guðni Már Kristinsson (1), Máni Gestsson (2), Varin skot: Kristófer Fannar Guðmundsson 6 (26, 23%), Hermann Þór Marinósson 2 (4, 50%), Hraðaupphlaup: 5 (Björgvin, Jón Heiðar, Sigurður, Sigurjón) STAÐAN Í DEILDINNI Haukar 5 4 1 0 136-115 9 Akureyri 5 3 1 1 128-118 7 Fram 6 3 1 2 163-157 7 FH 6 3 1 2 150-149 7 ------------------------------------------------------- HK 6 2 1 3 143-148 5 ÍR 6 2 1 3 152-166 5 Valur 6 1 2 3 139-147 4 Afturelding 6 1 0 5 142-153 2 Haukar og Akureyri mætast í toppslag í Schenker-höllinni á Ásvöllum á laugardaginn. N1 DEILD KARLA Grindavík-Njarðvík 107-81 (63-38) Grindavík: Samuel Zeglinski 26 (10 frák./5 stoðs.), Aaron Broussard 21 (8 frák./9 stoðs.), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17, Jóhann Árni Ólafsson 13, Þorleifur Ólafsson 13, Björn Steinar Brynjólfsson 10, Hinrik Guðbjartsson 4, Jens Valgeir Óskarsson 2, Ármann Vilbergsson 1. Njarðvík: Marcus Van 24 (22 frák.), Maciej Stanislav Baginski 13, Ágúst Orrason 11, Elvar Már Friðriksson 10, Hjörtur Hrafn Einarsson 7, Kristján Rúnar Sigurðsson 7, Ólafur Helgi Jónsson 3, Jeron Belin 2, Magnús Már Traustason 2, Oddur Birnir Pétursson 2. Stjarnan-Þór Þ. 77-62 (37-36) Stjarnan: Fannar Freyr Helgason 17 (13 frák.), Brian Mills 15 (12 frák./4 varin), Jovan Zdravevski 15, Dagur Kár Jónsson 11, Justin Shouse 10 (14 stoðs.), Marvin Valdimarsson 9. Þór Þ.: Guðmundur Jónsson 16 (7 frák./6 stoðs.), Darri Hilmarsson 11, Benjamin Curtis Smith 11, Robert Diggs 10, Grétar Ingi Erlendsson 8, Darrell Flake 6. KR-Snæfell 63-104 (27-53) KR: Danero Thomas 16, Martin Hermannsson 12, Brynjar Þór Björnsson 10, Helgi Már Magnússon 8, Ágúst Angantýsson 7, Kristófer Acox 6, Jón Orri Kristjánsson 4. Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 27, Jay Threatt 18 (11 frák./10 stoðs.), Sveinn Arnar Davidsson 14, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 13, Asim McQueen 12 (10 frák.), Hafþór Ingi Gunnarsson 11, Ólafur Torfason 5/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 4. Fjölnir-Tindastóll 75-72 (38-38) Fjölnir: Árni Ragnarsson 20 (7 stoðs.), Tómas Heiðar Tómasson 15 (8 stoðs.), Sylvester Cheston Spicer 14, Jón Sverrisson 12, Christopher Matthews 7, Arnþór Freyr Guðmundsson 4, Björgvin Hafþór Ríkharðs- son 3. Tindastóll: George Valentine 23, Helgi Freyr Margeirsson 15, Isaac Deshon Miles 8, Sigtryggur Arnar Björnsson 7, Helgi Rafn Viggósson 6, Friðrik Hreinsson 6, Hreinn Gunnar Birgisson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 3. STAÐAN Í DEILDINNI Grindavík 4 3 1 395-355 6 Snæfell 4 3 1 412-344 6 Stjarnan 4 3 1 362-334 6 Fjölnir 4 3 1 333-320 6 KFÍ 3 2 1 248 -272 4 Skallagrímur 3 2 1 262-239 4 Þór Þ. 4 2 2 331-336 4 KR 4 2 2 328-349 4 ÍR 3 1 2 251-271 2 Njarðvík 4 1 3 319-348 2 Tindastóll 4 0 4 303-341 0 Keflavík 3 0 3 246-281 0 LEIKIR Í KVÖLD KFÍ-Keflavík Ísafjörður 19.15 Skallagrímur-ÍR Borgarnes 19.15 DOMINOS KARLA FÓTBOLTI Ísland tekur þátt í úrslita- keppni EM 2013 sem fer fram í Svíþjóð næsta sumar. Það varð ljóst eftir 3-2 sigur á Úkraínu á Laugardalsvelli í gær en þar með vann Ísland samanlagðan 6-4 sigur í umspilseinvígi liðanna. Stelpurnar voru vel studd- ar af 6.647 áhorfendum í gær en þar með var slegið aðsóknarmet á kvennaknattspyrnuleik hér á landi. Gamla metið var orðið fimm ára gamalt og sett á lands- leik Íslands og Serbíu. „Þetta er ótrúlega góð tilfinn- ing,“ sagði lands liðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson. „Við erum að uppskera árangur tveggja ára vinnu og gaman að svo margir gátu tekið þátt í því með okkur. Áhorfendametið var slegið og stuðningurinn frábær. Í fyrsta sinn þurfti að opna hina stúkuna [austanmegin við völlinn] og það er áfangi. Við fyllum hana seinna,“ bætti hann við. Leikurinn í gær var keim- líkur fyrri leik liðanna í Úkraínu um helgina. Ísland byrjaði mjög vel og komst í 2-0 forystu með mörkum Margrétar Láru Viðars- dóttur og Katrínar Ómarsdóttur. En Úkraína svaraði fyrir sig með tveimur mörkum og náði að jafna metin átján mínútum fyrir leiks- lok. Sigurður Ragnar brást við með því að setja varamanninn Dagnýju Brynjarsdóttur inn á og aðeins fjórum mínútum eftir jöfnunar- mark Úkraínu var Dagný búin að skora. „Dagný kom ótrúlega sterk inn,“ sagði hann. „Boltinn var að vísu svolítið lengi á leiðinni inn í markið en hann fór sem betur fer inn. Það er frábært að eiga svona leikmenn á bekknum,“ bætti hann við. Sigurður Ragnar segir sigurinn hafa verið verðskuldaðan. „Við vorum betri en það verður samt að hrósa úkraínska liðinu, enda hörkulið. Við vorum stundum í elt- ingarleik en þegar við komumst í návígi þá höfðum við yfir höndina. Mér fannst við sýna karakter og vilja og það var það sem stóð upp úr í leiknum í dag.“ Katrín Jónsdóttir, lands liðs- fyrirliði, tók undir þessi orð. „Það fór samt um mann þegar þær jöfn- uðu en einhvern veginn náðum við að vinna okkur aftur inn í leik- inn. Þá kom Dagný inn og kláraði þetta. Það var yndislegt. Nú förum við til Svíþjóðar reynslunni ríkari eftir að hafa spilað á EM 2009 og skiptir það miklu máli í stórmóti sem þessu.“ Sigurður Ragnar segir mark- miðið að gera betur á EM í sumar en síðast en þá tapaði Ísland öllum sínum leikjum og sat eftir í riðlinum. „Það er frábært fyrir þær ungu stelpur sem voru ekki með okkur síðast að kynnast því að spila á stórmóti. Við erum líka með reynslubolta og því með góða blöndu í leikmannahópnum. Við ætlum að gera betur en síðast.“ Katrín fór fyrir Íslandi á EM fyrir fjórum árum og ætlar að gera það aftur nú. „Það er skemmtilegur vetur fram undan og ekkert annað að gera en að æfa vel. Það kemur ekki til greina að hætta núna - hverjum myndi detta það í hug svo stuttu fyrir Evrópu- meistaramót,“ sagði hún og brosti breitt. „Það er einfaldlega ekki hægt.“ eirikur@frettabladid.is DRAUMURINN RÆTTIST Ísland tryggði sér í gær sæti í úrslitakeppni EM sem fer fram í Svíþjóð næsta sumar. Áhorfendamet var sett þegar stelpurnar okkar unnu góðan 3-2 sigur á Úkraínu í síðari umspilsleiknum í gærkvöldi. SIGURDANSINN Edda Garðarsdóttir og Sif Atladóttir tóku nokkur sigurspor í leikslok við mikinn fögnuð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Margrét Lára Viðarsdótt- ir skoraði sitt 69. landsliðsmark í gær er Ísland vann 3-2 sigur á Úkraínu og tryggði sér um leið þátttökurétt í úrslitakeppni EM í Svíþjóð næsta sumar. Margrét Lára hefur verið ein allra besta knattspyrnukona landsins og þótt víðar væri leit- að um árabil en hún hefur þrátt fyrir það verið að glíma við erfið meiðsli í langan tíma. Hún fékk loks greiningu á meiðslum sínum í sumar en frestaði aðgerð til að geta tekið þátt í umspilsleikjun- Margét Lára Viðarsdóttir frestaði aðgerð til að spila gegn Úkraínu í gær og skoraði fyrsta mark liðsins: Ég hefði ekki viljað missa af þessu FRÁBÆR BYRJUN Stelpurnar fagna hér marki Katrínar Ómarsdóttur sem kom íslenska liðinu í 2-0 eftir aðeins tólf mínútna leik. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.