Fréttablaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 2
27. október 2012 LAUGARDAGUR2 AÐEINS Í DAG! kíktu inn á www.pfaff.is Pfaff // Grensásvegi 13 // Sími 414 0400 37% LJÓSAKRÓNA VERÐ ÁÐUR 79.900,- NÚ 50.000,- Opið í dag, laugardag kl. 11-16. - litir svart og hvítt FJÖLMIÐLAR „Ég tók mér bara ótímabundið leyfi frá þessu eins og ég hef oft gert áður,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri, sem nú í október hefur ekki lesið fréttir í Sjónvarpinu eins og hann er vanur. Páll segist meðal annars hafa tekið hlé frá fréttalestrinum í vor þegar frumvarp um ríkis útvarpið lá fyrir Alþingi. Frumvarpið verður rætt á Alþingi fyrir áramót. „Þegar RÚV er sjálft mikið í umræðunni er betra að vera laus frá því að lesa fréttir. Þá getur maður frekar tjáð sig á opinberum vettvangi,“ segir Páll, sem þvertekur fyrir að ákvörðun hans um að hætta fréttalestrinum sé endanleg. „Það er engin dramatísk ákvörðun sem liggur þarna að baki. Ég hef ekki lesið minn síðasta fréttatíma á ævinni.“ Fréttalestur útvarpsstjórans hefur verið gagnrýndur, meðal annars af stjórnarmönnum í RÚV. Stjórnin hefur þó enga samþykkt gert um málið. Páll neitar því að þrýstingur frá stjórninni hafi ráðið ákvörðun hans. „Menn hafa allar götur frá því ég tók þarna við haft uppi ýmsar skoðanir á þessu, bæði í stjórninni og annars staðar. En þetta er bara ákvörðun sem ég tek og hún gildir ótíma bundið þangað til ég tek einhverja aðra ákvörðun,“ svarar útvarpsstjóri. „No comment,“ sagði Björg Eva Erlends- dóttir, formaður stjórnar RÚV, spurð hvort stjórnin hefði beitt sér fyrir því að útvarps- stjórinn hætti fréttalestrinum. - gar Væntanleg umræða um frumvarp um ríkisútvarpið hefur áhrif á sjónvarpsfréttir: Páll horfinn af sjónvarpsskjánum í bili PÁLL MAGNÚSSON Útvarpsstjórinn vill hafa óbundnar hendur á meðan málefni RÚV eru til umræðu á Alþingi. SLYS Flughált var á vegum lands- ins seinnipartinn í gær og urðu nokkur umferðarslys sem rekja má til hálku. Umferð stöðvaðist um tíma á Mosfellsheiði þegar farþegarúta fór út af veginum vegna hálku um sexleytið. Þá urðu nokkrir árekstrar á Holtavörðuheiði, en Vegagerðin sendi frá sér tilkynn- ingu um kvöldmatarleytið þar sem varað var við mikilli hálku á svæðinu. Harður árekstur varð við Háskólann á Bifröst um kvöld- matarleytið vegna ísingar á veg- inum og þurfti slökkvilið að beita klippum til að ná farþegum út. Kona á fertugsaldri var flutt á sjúkrahús, en hún var ekki talin alvarlega slösuð. - sv Flughált á vegum landsins: Útafakstur og árekstrar í gær SAMGÖNGUR Stór farþegaþota af gerðinni Airbus 332 nauðlenti á Keflavíkurflugvelli í gærdag með 338 farþega innanborðs. Vélin var á leið til Bretlands frá Bandaríkjunum þegar hún missti afl á öðrum hreyfli og óskaði eftir lendingu á vellinum. Mikill viðbúnaður var settur í gang þegar skilaboðin bárust um eitt leytið. Viðbragðsáætl- un Landhelgisgæslunnar var sett í gang, meðal annars með þyrlum og björgunarskipi, og flugturninn í Keflavík virkjaði viðbúnað í samræmi við sína við- bragðsáætlun. Varðskipið Þór var einnig látið sigla að flugleið vélarinnar. Lendingin á Kefla- víkurflugvelli gekk vel og engan sakaði. - sv Þota missti afl á hreyfli: Nauðlending á Keflavíkurvelli SPURNING DAGSINS Hvað er framvirkur samningur? LÖGREGLUMÁL Skattrannsóknar- stjóri hefur vísað tólf málum til ákærumeðferðar hjá sérstök- um saksóknara sem varða svo- kallaða fram- virka samn- inga og hagnað af þeim. Þetta segir Bryn- dís Kristjáns- dóttir skatt- rannsóknar- stjóri. Af sl íkum hagnaði ber að greiða fjármagns- tekjuskatt, sem er tíu prósent. Á því varð verulegur misbrestur, einkum á árunum fyrir hrun. Að sögn Bryndísar nema heildar tekjurnar í þessum tólf málum 5,2 milljörðum króna. Af þeirri upphæð hefur átt að greiða 520 milljónir í skatt. Fréttablaðið sagði frá því á miðvikudag að sérstakur sak- sóknari hefði þegar ákært Ragn- ar Þórisson, sjóðsstjóra hjá vog- unarsjóðnum Boreas Capital, fyrir skattsvik vegna framvirks samnings sem hann gerði við MP banka árið 2006. Hann mætti fyrir dóm í gær vegna málsins og neitaði sök. Í tilviki Ragnars nam hagn- aðurinn 120 milljónum, og fjár- magnstekjuskatturinn sem hann ekki greiddi því tólf milljónum. Stærsta málið af þessu tagi sem skattrannsóknarstjóri hefur sent sérstökum saksókn- ara er hins vegar sjö sinn- um stærra. Þar nam hagn- aðurinn um 900 milljónum og vangoldni skatturinn því 90 milljónum. Bryndís tekur fram að rétt sé að gera þann fyrir- vara að upphæðirnar geti tekið breytingum þegar yfirskattanefnd fer aftur yfir málin. Nokkur þeirra séu nú þar til með ferðar. stigur@frettabladid.is 520 milljóna svik til sérstaks saksóknara Tólf mál sem varða framvirka samninga hafa farið frá skattrannsóknarstjóra til sérstaks saksóknara. Vangoldinn skattur nemur samtals rúmum hálfum millj- arði króna. Í stærsta málinu nam hagnaðurinn af samningnum 900 milljónum. BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR Þegar fólk gerir framvirkan samning skuldbindur það sig til að eiga viðskipti með eitthvað, í flestum tilfellum gjaldeyri eða hlutabréf, á tilteknum degi á fyrir fram ákveðnu gengi. Þannig veðjar viðkomandi í raun á að raunverulegt gengi gjaldmiðilsins eða hlutabréfanna annað hvort hækki eða lækki í millitíðinni og getur hagnast eða tapað verulegum fjárhæðum á gengissveiflum. Berghildur, er þetta eldfimt mál? „Það hefur allavega kveikt í íbúum.“ Íbúar í Grafarholti eru ósáttir við það hve bensínstöð ÓB er nálægt Ingunnarskóla. Berghildur Erla Bernharðsdóttir er for- maður Íbúasamtaka Grafarholts. STJÓRNMÁL Þingsályktunar- tillaga um rammaáætlun verður líklega afgreidd úr umhverfis- og sam- göngunefnd Alþingis í næstu viku og tekin til síðari umræðu í þinginu vikuna þar á eftir. Þetta segir Mörður Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar og nefndar- maður, sem telur ekk- ert hafa komið fram við vinnu nefndarinnar sem gefi tilefni til breytinga á tillögunni. Umhverfis- og sam- göngunefnd hélt í gær sameiginlegan fund með atvinnuvega- nefnd um rammaáætl- un. Þetta var fimmti fundur nefndarinn- ar um tillöguna sem lögð var fram öðru sinni á þingi um miðjan september. Fyrstu umræðu um tillöguna lauk þann 27. september og hefur umhverfis- og sam- göngunefnd haft hana til meðferðar síðan. „Við í nefndinni höfum enn ekki rætt formlega hver niðurstaða okkur verður en ég tel að hingað til hafi ekkert nýtt komið fram við vinnuna sem geti breytt viðhorfum manna til tillögunnar,“ segir Mörður og heldur áfram: „Ég tel því mestar líkur á að við leggjum til stuðning við óbreytta tillögu.“ Spurður hvort hann telji þingsályktunar- tillöguna njóta meiri- h lutastuðnings á þingi óbreytta svarar Mörður: „Það hefur ekki verið kannað og kemur einfald- lega í ljós. Ég tel hins vegar góður líkur á að þetta viðhorf meirihluta nefndarinnar endurspeglist svo í þinginu.“ Í þingsályktunartillögunni um Rammaáætlun er að finna tillög- ur að skiptingu virkjunarkosta hér á landi í verndar-, nýtingar- og bið- flokk. Sú skipting sem þar er lögð til hefur hins vegar verið umdeild í þinginu og tókst af þeim sökum ekki að klára málið á þinginu í vor eins og til stóð. - mþl Rammaáætlun til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis: Rammaáætlun brátt úr nefnd Ég tel því mestar líkur á að við leggjum til stuðn- ing við óbreytta tillögu. MÖRÐUR ÁRNASON ÞINGMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR SAMGÖNGUR Farþegaflugvél WOW air, sem var á leið frá Berlín til Íslands, lenti óvænt á miðri leið í Bergen í Noregi í gær. Farþegum var ekki gerð ástæða lendingar- innar ljós, né hvenær þeir kæm- ust til Íslands. Ástæða lendingarinnar er sögð þrýstingsbreytingar í far- þegarými, en aldrei var hætta á ferðum. Einn farþeganna sagði í samtali við Vísi að fólk hefði ein- faldlega allt í einu tekið eftir því að vélin var að búa sig til lend- ingar. „Við fengum ekkert að vita fyrr en við lentum að við værum í Bergen í Noregi,“ sagði hann. Vélin fór þó aftur í loftið seinni- partinn í gær og lenti í gærkvöld í Keflavík. - sv Farþegar fengu ekkert að vita: Lentu í Noregi en ekki Íslandi ÚKRAÍNA, AP Þingkosningar verða í Úkraínu á sunnudag og hefur kosningabaráttan verið harla skrautleg. Flokkarnir hafa stillt upp á lista hjá sér þekktum einstaklingum úr þjóðlífinu, sem margir hafa litla sem enga reynslu af stjórnmálum. Þar á meðal er poppdrottningin Taisia Povaliy, sem er í öðru sæti á lista Héraðsflokksins, flokks Viktors Janúkovitsj forsætis- ráðherra. Þá var nýr flokkur stofnaður af Natalíu Korolevska, fyrrverandi félaga Tímosjenkó, og fékk hún fyrrverandi fótbolta- hetju og frægan leikarason til að vera á lista hjá sér. Tveir helstu stjórnarandstöðu- flokkarnir heita því að afturkalla sum helstu afrek hans, eins og fangelsun Júlíu Tímosjenkó, fyrr- verandi forsætisráðherra. - gb Þingkosningar í Úkraínu: Skrautleg skref í pólitíkinni málum af þessu tagi hefur skatt- rannsóknar- stjóri vísað til sérstaks sak- sóknara. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.