Fréttablaðið - 27.10.2012, Qupperneq 6
27. október 2012 LAUGARDAGUR6
Tilboð: 1.590 þús.
Chevrolet Lacetti Station - Bílalegubíll í ábyrgð
árgerð 2011 - söluverð: 1.800 þús.
Bílabúð Benna - Notaðir bílar
Opið alla virka daga frá kl. 10-18
og laugardaga frá kl. 12-16
25.910 kr.
Afborgun á mánuði aðeins:
Chevrolet Lacetti Station
1.800.000 kr.
210.000 kr.
240.000 kr.
1.590.000 kr.
25.910 kr.
Söluverð:
Okkar hlutur:
Þín útborgun:
Heildarverð til þín:
Afborgun:
*
Auk
aga
ngu
r 60
þú
s.
virð
isau
ki
1. Hvert eru íslenskir lopasokkar
komnir í útrás?
2. Hvar fer Evrópumót kvenna í
knattspyrnu fram á næsta ári?
3. Hvað heitir nýjasta útgáfa
stýrikerfis Microsoft?
SVÖR:
1. Til Kanada. 2. Í Svíþjóð. 3. Windows 8.
VIRKJANAMÁL Lagður var horn-
steinn að Búðarhálsvirkjun í gær,
en þar hafa um þrjú hundruð manns
unnið að undanförnu. Áætlað er að
virkjunin verði komin í gagnið fyrir
lok næsta árs.
Búðarhálsvirkjun er í Tungnaá
og nýtir fallið í ánni frá frávatni
Hrauneyjafossvirkjunar að Sultar-
tangalóni. Hún verður rekin sam-
hliða öðrum virkjunum á Þjórsár-
og Tungnaársvæðinu, en þar eru
sex aflstöðvar í rekstri. Áætluð
orkuvinnslugeta virkjunarinnar er
585 gígavattstundir (GWst).
„Búðarhálsvirkjun mun gera
okkur enn betur kleift að starfa
í samræmi við hlutverk Lands-
virkjunar, að hámarka afrakstur af
þeim orkulindum sem fyrir tækinu
er trúað fyrir með sjálfbæra nýt-
ingu, verðmætasköpun og hag-
kvæmni að leiðarljósi,“ sagði
Hörður Arnarson, forstjóri Lands-
virkjunar, við athöfnina í gær. Hann
sagði ljóst að miklar væntingar
væru gerðar til Landsvirkjunar og
fyrirtækið myndi gera sitt besta til
þess að standa undir þeim kröfum.
Bryndís Hlöðversdóttir, formaður
stjórnar Landsvirkjunar, flutti einn-
ig ávarp við athöfnina. Hún lagði
áherslu á hversu vel hefði tekist til
með framkvæmdina.
„Það er líka vert að geta þess
hversu mikil eining hefur verið um
byggingu Búðarhálsvirkjunar og
þannig hefur hún stutt við mark-
mið Landsvirkjunar um aukna sátt
um starfsemi fyrirtækisins í sam-
félaginu. Framkvæmdirnar við
Búðarháls virkjun hafa í reynd verið
til fyrirmyndar í alla staði.“
Framkvæmdir við Búðarháls-
virkjun hófust upphaflega í lok
árs 2001, en þá var byggð brú
yfir Tungnaá og vegir lagðir yfir
Búðar háls. Sumrin 2008 og 2009
var lagður rafstrengur frá Hraun-
eyjafossvirkjun að fyrirhuguðum
framkvæmdasvæðum og settar upp
vinnubúðir. Til stóð að hefja fram-
kvæmdir að nýju á árinu 2009 en
það dróst vegna óvissu í efnahags-
málum. Fyrstu útboð vegna virkjun-
arinnar voru auglýst í júní 2010 og í
október voru framkvæmdir hafnar.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, lagði hornsteininn ásamt
Pálmari Óla Magnússyni, fram-
kvæmdastjóra framkvæmdasviðs,
og Kristni Eiríkssyni, staðarverk-
fræðingi Landsvirkjunar.
thorunn@frettabladid.is
Búðarhálsvirkjun verður
tekin í notkun á næsta ári
Lagður var hornsteinn að Búðarhálsvirkjun í gær. Gert er ráð fyrir því að hún verði komin í notkun á
næsta ári. Eining hefur verið um virkjunina og framkvæmdir til fyrirmyndar, segir formaður stjórnar.
FORSETINN LEGGUR HORNSTEIN Forseti
Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, lagði
hornstein að virkjuninni í gær.
INNGANGURINN AÐ ATHÖFNINNI Gestir gengu í gegnum þennan sívalning, sem er
hluti af röri virkjunarinnar, við upphaf athafnarinnar í gær. MYND/MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON
VIÐSKIPTI Hagnaður Haga frá 1.
mars til loka ágústmánaðar nam
1,6 milljörðum króna. Félagið seldi
vörur á tímabilinu fyrir 35,6 millj-
arða króna sem er 1,9 milljörðum
krónum meira en á sama tímabili
í fyrra. Aukningin nemur 5,5 pró-
sentum. Þetta kemur fram í sex
mánaða árshlutauppgjöri Haga sem
birt var í gær. Afkoman er betri en
áætlanir höfðu gert ráð fyrir.
Í reikningnum segir einnig að
hluthafar Haga hafi fengið 527
milljónir króna greiddan út í arð í
júní síðastliðnum vegna rekstrar-
ársins sem lauk í febrúar 2012.
Hagar högnuðust um 2,3 milljarða
króna á því ári. Félagið var skráð
á markað í desember síðast liðnum
og var skráningargengið 13,5 krón-
ur á hlut. Áður hafði 34 prósenta
kjölfestuhlutur verið seldur til
hóps fjárfesta á 10 krónur á hlut.
Síðan þá hefur hlutabréfaverð í
Högum rokið upp. Við lok við-
skipta í gær var það 19,85 krónur
og hefur aldrei verið hærra. Þeir
sem keyptu á genginu 10 hafa nán-
ast tvöfaldað eign sína á rúmu ári.
Þeir hafa auk þess fengið greidd-
an arð. Hluthöfum Haga fækkaði
umtalsvert á uppgjörstímabilinu.
Þeir voru 2.013 í upphafi þess en
1.596 í lok ágúst.
Í uppgjörinu kemur einnig fram
að skrifað hafi verið undir leigu-
samning um nýtt húsnæði undir
Bónusverslun við Nýbýlaveg í
Kópavogi. Sú verslun verður opnuð
í desember.
- þsj
Hlutabréf í Högum hafa tvöfaldast í virði frá því að kjölfestuhlutur var seldur:
Græddu 1,6 milljarða á hálfu ári
LONDON, AP Nýjar hagtölur benda
til þess að breska hagkerfið
sé farið að vaxa á ný eftir níu
mánaða niður-
sveiflu. Hag-
vöxtur er tal-
inn hafa verið
ríflega 1% á
þriðja árs-
fjórðungi, en
aukinn þrótt
efnahagslífsins
má að stórum
hluta rekja til
Ólympíu leikanna í London.
Hagvaxtartölurnar, sem
breska hagstofan birtir, voru
nokkru hærri en spár höfðu gert
ráð fyrir. Þá var þeim hampað af
stuðningsmönnum ríkisstjórnar
Davids Cameron, sem hefur legið
undir ámæli fyrir hagstjórn sína.
- mþl
Hagvöxtur mælist á ný:
Niðursveiflunni
lokið í Bretlandi
DAVID CAMERON
EGILSSTAÐIR Um 600 ungmenni af
landinu öllu komu til Egilsstaða
í gær í tilefni Landsmóts Æsku-
lýðssambands þjóðkirkjunnar.
Íbúafjöldi bæjarins eykst þar
með um fjórðung yfir helgina.
Yfirskrift Landsmótsins í ár,
sem er það næstfjölmennasta
til þessa, er H2Og. Það vísar til
söfnunarátaks ungmennanna,
sem ætla að safna fé fyrir vatns-
verkefni Hjálparstarfs kirkjunn-
ar í Chikwawa-héraði í Malaví.
Féð á að duga til að grafa að
minnsta kosti einn brunn, ásamt
því að kaupa grænmetisfræ,
geitur og hænur handa þeim sem
verst eru staddir.
Sérstakir heiðursgestir móts-
ins er fólk frá Malaví, sem mun
fræða mótsgesti um aðstæður í
föðurlandi sínu. - sv
Æskulýðssamband kirkjunnar:
600 unglingar á
Egilsstöðum
DANMÖRK Þegar 10 ára stúlka í
Árósum bað vegfarendur um eld
til þess að hún gæti kveikt í sígar-
ettu réttu 90 prósent af þeim 92
fullorðnu sem hún spurði fram
kveikjara. Í frétt á vef Jyllands-
Posten segir að samtökin You-
mefamily hafi myndað tilraunir
stúlkunnar með falinni myndavél.
Talsmaður samtakanna segir
aðspurða hafa verið of fáa til þess
að hægt sé að taka mark á könn-
uninni. Honum finnst niðurstað-
an samt athyglisverð. Hann hefði
giskað á 30 til 40 prósent. - ibs
Könnun í Danmörku:
Fullorðnir gáfu
barni eld
VEISTU SVARIÐ?
gígavatt-
stundir er
áætluð árleg
orkuvinnslugeta Búðarháls-
virkjunar.
585
Hluthafar
Haga fengu
527 milljónir
króna greiddan í arð í júní.
527