Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.10.2012, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 27.10.2012, Qupperneq 6
27. október 2012 LAUGARDAGUR6 Tilboð: 1.590 þús. Chevrolet Lacetti Station - Bílalegubíll í ábyrgð árgerð 2011 - söluverð: 1.800 þús. Bílabúð Benna - Notaðir bílar Opið alla virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 12-16 25.910 kr. Afborgun á mánuði aðeins: Chevrolet Lacetti Station 1.800.000 kr. 210.000 kr. 240.000 kr. 1.590.000 kr. 25.910 kr. Söluverð: Okkar hlutur: Þín útborgun: Heildarverð til þín: Afborgun: * Auk aga ngu r 60 þú s. virð isau ki 1. Hvert eru íslenskir lopasokkar komnir í útrás? 2. Hvar fer Evrópumót kvenna í knattspyrnu fram á næsta ári? 3. Hvað heitir nýjasta útgáfa stýrikerfis Microsoft? SVÖR: 1. Til Kanada. 2. Í Svíþjóð. 3. Windows 8. VIRKJANAMÁL Lagður var horn- steinn að Búðarhálsvirkjun í gær, en þar hafa um þrjú hundruð manns unnið að undanförnu. Áætlað er að virkjunin verði komin í gagnið fyrir lok næsta árs. Búðarhálsvirkjun er í Tungnaá og nýtir fallið í ánni frá frávatni Hrauneyjafossvirkjunar að Sultar- tangalóni. Hún verður rekin sam- hliða öðrum virkjunum á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, en þar eru sex aflstöðvar í rekstri. Áætluð orkuvinnslugeta virkjunarinnar er 585 gígavattstundir (GWst). „Búðarhálsvirkjun mun gera okkur enn betur kleift að starfa í samræmi við hlutverk Lands- virkjunar, að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrir tækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýt- ingu, verðmætasköpun og hag- kvæmni að leiðarljósi,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, við athöfnina í gær. Hann sagði ljóst að miklar væntingar væru gerðar til Landsvirkjunar og fyrirtækið myndi gera sitt besta til þess að standa undir þeim kröfum. Bryndís Hlöðversdóttir, formaður stjórnar Landsvirkjunar, flutti einn- ig ávarp við athöfnina. Hún lagði áherslu á hversu vel hefði tekist til með framkvæmdina. „Það er líka vert að geta þess hversu mikil eining hefur verið um byggingu Búðarhálsvirkjunar og þannig hefur hún stutt við mark- mið Landsvirkjunar um aukna sátt um starfsemi fyrirtækisins í sam- félaginu. Framkvæmdirnar við Búðarháls virkjun hafa í reynd verið til fyrirmyndar í alla staði.“ Framkvæmdir við Búðarháls- virkjun hófust upphaflega í lok árs 2001, en þá var byggð brú yfir Tungnaá og vegir lagðir yfir Búðar háls. Sumrin 2008 og 2009 var lagður rafstrengur frá Hraun- eyjafossvirkjun að fyrirhuguðum framkvæmdasvæðum og settar upp vinnubúðir. Til stóð að hefja fram- kvæmdir að nýju á árinu 2009 en það dróst vegna óvissu í efnahags- málum. Fyrstu útboð vegna virkjun- arinnar voru auglýst í júní 2010 og í október voru framkvæmdir hafnar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lagði hornsteininn ásamt Pálmari Óla Magnússyni, fram- kvæmdastjóra framkvæmdasviðs, og Kristni Eiríkssyni, staðarverk- fræðingi Landsvirkjunar. thorunn@frettabladid.is Búðarhálsvirkjun verður tekin í notkun á næsta ári Lagður var hornsteinn að Búðarhálsvirkjun í gær. Gert er ráð fyrir því að hún verði komin í notkun á næsta ári. Eining hefur verið um virkjunina og framkvæmdir til fyrirmyndar, segir formaður stjórnar. FORSETINN LEGGUR HORNSTEIN Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, lagði hornstein að virkjuninni í gær. INNGANGURINN AÐ ATHÖFNINNI Gestir gengu í gegnum þennan sívalning, sem er hluti af röri virkjunarinnar, við upphaf athafnarinnar í gær. MYND/MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON VIÐSKIPTI Hagnaður Haga frá 1. mars til loka ágústmánaðar nam 1,6 milljörðum króna. Félagið seldi vörur á tímabilinu fyrir 35,6 millj- arða króna sem er 1,9 milljörðum krónum meira en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 5,5 pró- sentum. Þetta kemur fram í sex mánaða árshlutauppgjöri Haga sem birt var í gær. Afkoman er betri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Í reikningnum segir einnig að hluthafar Haga hafi fengið 527 milljónir króna greiddan út í arð í júní síðastliðnum vegna rekstrar- ársins sem lauk í febrúar 2012. Hagar högnuðust um 2,3 milljarða króna á því ári. Félagið var skráð á markað í desember síðast liðnum og var skráningargengið 13,5 krón- ur á hlut. Áður hafði 34 prósenta kjölfestuhlutur verið seldur til hóps fjárfesta á 10 krónur á hlut. Síðan þá hefur hlutabréfaverð í Högum rokið upp. Við lok við- skipta í gær var það 19,85 krónur og hefur aldrei verið hærra. Þeir sem keyptu á genginu 10 hafa nán- ast tvöfaldað eign sína á rúmu ári. Þeir hafa auk þess fengið greidd- an arð. Hluthöfum Haga fækkaði umtalsvert á uppgjörstímabilinu. Þeir voru 2.013 í upphafi þess en 1.596 í lok ágúst. Í uppgjörinu kemur einnig fram að skrifað hafi verið undir leigu- samning um nýtt húsnæði undir Bónusverslun við Nýbýlaveg í Kópavogi. Sú verslun verður opnuð í desember. - þsj Hlutabréf í Högum hafa tvöfaldast í virði frá því að kjölfestuhlutur var seldur: Græddu 1,6 milljarða á hálfu ári LONDON, AP Nýjar hagtölur benda til þess að breska hagkerfið sé farið að vaxa á ný eftir níu mánaða niður- sveiflu. Hag- vöxtur er tal- inn hafa verið ríflega 1% á þriðja árs- fjórðungi, en aukinn þrótt efnahagslífsins má að stórum hluta rekja til Ólympíu leikanna í London. Hagvaxtartölurnar, sem breska hagstofan birtir, voru nokkru hærri en spár höfðu gert ráð fyrir. Þá var þeim hampað af stuðningsmönnum ríkisstjórnar Davids Cameron, sem hefur legið undir ámæli fyrir hagstjórn sína. - mþl Hagvöxtur mælist á ný: Niðursveiflunni lokið í Bretlandi DAVID CAMERON EGILSSTAÐIR Um 600 ungmenni af landinu öllu komu til Egilsstaða í gær í tilefni Landsmóts Æsku- lýðssambands þjóðkirkjunnar. Íbúafjöldi bæjarins eykst þar með um fjórðung yfir helgina. Yfirskrift Landsmótsins í ár, sem er það næstfjölmennasta til þessa, er H2Og. Það vísar til söfnunarátaks ungmennanna, sem ætla að safna fé fyrir vatns- verkefni Hjálparstarfs kirkjunn- ar í Chikwawa-héraði í Malaví. Féð á að duga til að grafa að minnsta kosti einn brunn, ásamt því að kaupa grænmetisfræ, geitur og hænur handa þeim sem verst eru staddir. Sérstakir heiðursgestir móts- ins er fólk frá Malaví, sem mun fræða mótsgesti um aðstæður í föðurlandi sínu. - sv Æskulýðssamband kirkjunnar: 600 unglingar á Egilsstöðum DANMÖRK Þegar 10 ára stúlka í Árósum bað vegfarendur um eld til þess að hún gæti kveikt í sígar- ettu réttu 90 prósent af þeim 92 fullorðnu sem hún spurði fram kveikjara. Í frétt á vef Jyllands- Posten segir að samtökin You- mefamily hafi myndað tilraunir stúlkunnar með falinni myndavél. Talsmaður samtakanna segir aðspurða hafa verið of fáa til þess að hægt sé að taka mark á könn- uninni. Honum finnst niðurstað- an samt athyglisverð. Hann hefði giskað á 30 til 40 prósent. - ibs Könnun í Danmörku: Fullorðnir gáfu barni eld VEISTU SVARIÐ? gígavatt- stundir er áætluð árleg orkuvinnslugeta Búðarháls- virkjunar. 585 Hluthafar Haga fengu 527 milljónir króna greiddan í arð í júní. 527
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.