Fréttablaðið - 27.10.2012, Side 16

Fréttablaðið - 27.10.2012, Side 16
16 27. október 2012 LAUGARDAGUR Valtýr Sigurðsson, fyrrver-andi ríkissaksóknari, sendir mér orðsendingu í Fréttablaðinu 25. október. Við erum báðir orðn- ir lögformlegir ellibelgir. Hann hætti fyrir aldurs sakir sem ríkis- saksóknari fyrir nokkrum miss- erum og ég hætti störfum sem hæstaréttardómari um síðustu mánaðamót. Það er því viss hætta á að elliglapa kunni að verða vart í skrifum okkar. Lesendur eru beðnir um að dæma okkur ekki hart fyrir slíkt. Ég áfellist Valtý ekki fyrir hans glöp en tel nauðsyn legt að hafa orð á þeim. Aðrir mega benda mér á mín. Hann segir mig hafa gefið þá skýringu á tíðni sératkvæða minna að ég hafi orðið fyrir mót- byr og andstöðu annarra dómara. Þetta er ekki rétt eins og fram kom í þættinum „Klinkinu“ sem hann segist hafa horft á. Mótbyr- inn sem ég nefndi hafði ekkert að gera með úrlausn einstakra dóms- mála heldur umfjöllun um endur- bætur á starfsháttum réttarins. Þá segir hann mig hafa sett fram þá skoðun að ekki eigi að taka tillit til óbeinna sönnunar- gagna nema í undantekningar- tilvikum. Valtýr telur að þessi meinta afstaða mín sé í andstöðu við 47. gr. laga um meðferð opin- berra mála. Hér vísar höfundur til laga sem féllu úr gildi fyrir nokkr- um árum þegar lög nr. 88/2008 um meðferð sakamála tóku við. Í núgildandi lögum er ákvæði um óbeina sönnunarfærslu að finna í 2. mgr. 109. gr. Ég vona að les- endur misvirði ekki við Valtý að hann vísi í gömlu lögin. Þau giltu um þetta mestan þann tíma sem hann var við störf. Staðhæfing hans um afstöðu mína í þessu efni er röng. Af skrifum mínum hefur hins vegar mátt ráða að ég telji óbeina sönnunarfærslu oftast veikari en beina. Kannski er hann á annarri skoðun? Gaman væri að fá að kynnast sjónarmiðum Valtýs um þetta. Hann nefnir líka í grein sinni þjóðarétt til sögunnar en á því réttarsviði er fjallað um lög- skipti milli þjóðríkja. Hann gæti þá í leiðinni skýrt út fyrir lesend- um þýðingu þjóðaréttarins fyrir álitaefnið. Svo segir hann mig hafa „sam- samað mig algjörlega mála- tilbúnaði skjólstæðingsins hverju sinni“ þegar ég var málflytjandi. Ekki veit ég hvaðan hann hefur þessa speki og heldur ekki hvaða þýðingu staðhæfingin hefur fyrir störf mín sem dómari. Kannski ruglast hann í þessu vegna þess að ég lét stundum í ljósi skoðun mína á dómum sem ég taldi ranga, þó að í hlut ættu skjólstæðingar mínir. Það ættu lögmenn að gera í ríkari mæli en nú tíðkast. Valtýr segist hafa gert kröfu um að ég viki sæti í tilteknu máli vegna skoðana minna um að sanna þurfi sök sakbornings. Þessi krafa var undarleg svo ekki sé meira sagt. Engum dómara við Hæsta- rétt datt í hug að taka bæri hana til greina. Mér er nær að halda að allir hafi talið manninn vera að grínast enda er hann þekktur fyrir gamanmál sín. Meginerindi Valtýs sýnist vera að birta órökstudda palladóma sína um mig. Með tungutaki dags- ins má segja að hann fari í mann- inn en ekki boltann. Gaman að því. Hann virðist telja að ég hafi ekki verið vel samstarfshæfur vegna þess að ég sé einþykkur í skoðun- um. Um þetta getur Valtýr ekki borið þar sem hann hefur aldrei starfað með mér. Ég held að skoð- un hans sé röng. Ef til vill talar hann svona vegna þess að hann hefur skynjað að ég hef alltaf leit- ast við að byggja afstöðu mína til mála á málefnalegum röksemdum og ekki verið tilbúinn til að breyta henni nema sýnt hafi verið fram á að mér hafi missést og sterkari rök leiði til annarrar niðurstöðu. Ég samþykki ekki niðurstöðu í lög- fræðilegu álitamáli fyrir sakir vinskapar. Ég hef raunar fært rök að því að dómurum við Hæstarétt sé skylt að beita þessum mæli- kvarða við störf sín. Sumir virðast telja að dómar- ar í fjölskipuðum dómi eigi fyrst og fremst að vera góðir hver við annan og láta vinskapinn sín í milli ráða niðurstöðum. Dóms- niðurstöður eigi að byggjast á samningum milli þeirra. Slíkt fyrirkomulag hlyti þá að leiða til þess að milli dómara skapist inn- byrðis samningsstaða. Hafi einn haft sitt fram í máli Péturs standi rök til þess að hann fallist á það sem annar segir í máli Páls. Að öðrum kosti náist ekki jafnvægi milli vina. Ég hef aldrei í sam- skiptum við aðra dómara tekið því illa þó að þeir hafi haft aðra afstöðu en ég til sakarefnis máls. Hafi svo staðið á hef ég einfald- lega skilað sératkvæði. Og ekki bara það. Ég hreinlega hvatti stundum samdómara mína til að skila sératkvæði ef þeir kváðust vera ósammála mér og svo stóð á að meirihluti var mér sammála. Taldi ég skyldu þeirra að standa svo að málum, þar sem þeir sætu ekki í fjölskipuðum dómstólnum til að gera annað en það sem sann- færing þeirra byði. Ég vil ekki fella neina palla- dóma um Valtý gamla nú að lokn- um starfsferli hans með sama hætti og hann fellir þá um mig. Lesendur mega samt ekki skilja það svo að ég telji feril hans flekk- lausan. Ég einfaldlega tel það ekki samrýmast almennum kurteisis- reglum að birta opinberlega slíka órökstudda palladóma. Og láti ein- hver sér koma í hug að Valtýr hafi verið fenginn af fyrrverandi sam- starfsmönnum mínum við Hæsta- rétt til að fella dóma sína get ég fullyrt að svo er ekki. Ummæli þeirra um mig við starfslok mín sýndu svo ekki varð um villst að þau höfðu kunnað vel að meta starf mitt í réttinum. Þetta þyk- ist ég, þrátt fyrir aldurinn, enn þá muna þó að fullar fjórar vikur séu liðnar. Það lá við að ég færi hjá mér við hólið. Loks er freistandi í tilefni af grein Valtýs að spyrja hann eftir- talinna spurninga: 1. Telur hann að aðrar lagareglur gildi um sönnun sakar þar sem ákært er fyrir kynferðisbrot en gilda um önnur brot? 2. Ef hann telur sömu reglur gilda telur hann þá að greina megi mun á því sem talið hefur verið duga til sönnunarfærslu í málum vegna kynferðisbrota og í öðrum brotaflokkum? 3. Er hann tilbúinn til að fjalla efnislega um samanburð á kröf- um til sönnunar í þeim dóms- málum sem ég tiltók í grein minni „Mál af þessu tagi“, sem Valtýr nefnir til sögunnar? Ég segi við hann eins og gjarn- an er sagt við nemendur á skrif- legum prófum: Rökstyddu svarið. Þú mátt alveg, Valtýr minn, í leiðinni láta fylgja nokkur hrak- yrði um mig svo þér líði betur á eftir. Það yrði bara gaman að því. Svo gætum við sameiginlega farið þess á leit við Walter Matthau og Jack Lemmon að leika okkur í kvikmynd – bara ef þeir væru ekki dauðir eins og við verðum bráðum. Gamansamur Valtýr Dómsmál Jón Steinar Gunnlaugsson fv. hæstaréttardómari Þú mátt alveg, Valtýr minn, í leiðinni láta fylgja nokkur hrakyrði um mig svo þér líði betur á eftir. AF NETINU Greiðið út í krónum Seðlabankinn hefur ekki fært rök fyrir að leyfa greiðslu til kröfuhafa banka í erlendum gjaldeyri. Þetta leyfi í þágu vogunarsjóða er eins og snjóhengja, sem þrýstir niður gengi krónunnar. Skárra er að greiða þetta í krónum og létta þannig þrýstingi á gjaldmiðilinn. Skuldir þjóðarbúsins eru um 1.600 milljarðar króna, of miklar fyrir færslur milli gjaldmiðla. Eru nærri 100% af árlegri landsframleiðslu. Sé greitt út í krónum, geta vogunarsjóðir reynt að fá því hnekkt fyrir dómi, en verða þá að höfða dómsmál. Reynslan bendir ekki til, að slík útfærsla á höftum mundi hnekkja erlendu trausti á Íslandi. http://jonas.is/ Jónas Kristjánsson Málþing með notendum Faxaflóahafna Mánudaginn 29. október, kl. 16:00 í þjónustumiðstöðinni á Skarfabakka Til þess að kynna það sem efst er á baugi hjá Faxaflóa- höfnum sf. og fræðast um starfsemina á hafnarsvæðum fyrirtækisins boða Faxaflóahafnir sf. til málþings mánu- daginn 29. október í þjónustumiðstöðinni á Skarfabakka. Dagskrá málþingsins á að snerta málefni sem flestra á hafnarsvæðum Faxflóahafna sf. og verður sem hér segir: • Ávarp: Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna sf. – skipulagsmál. • Gísli Gíslason, hafnarstjóri - rekstur og framkvæmdir á vegum Faxaflóahafna sf. árið 2013. • Þór Sigfússon – Íslenski sjávarklasinn. • Sigvaldi Jósafatsson – höfnin, togarar og ferðaþjónusta. • Svanbjörg Hróðný Einarsdóttir – Viðey og tengslin við höfnina. • Umræður og fyrirspurnir. Fundurinn er opinn öllum, en þeir sem eru með starfsemi á hafnar- svæðum Faxaflóahafna sf. eru sérstaklega hvattir til að mæta. Á fundinum gefst tækifæri til þess að koma með fyrirspurnir og ábendingar um það sem varðar hafnarrekstur, þjónustu og aðstöðu fyrir viðskiptavini. Gísli Gíslason, hafnarstjóri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.