Fréttablaðið - 27.10.2012, Side 22

Fréttablaðið - 27.10.2012, Side 22
27. október 2012 LAUGARDAGUR22 S ara Marti Guðmunds- dóttir er önnum kafin kona. Hún komst í sviðsljósið 17 ára gömul sem söngkona hljóm- sveitarinnar Lhooq, er útskrifuð leikkona úr Lista- háskóla Íslands og leikstjóri úr Central School of Speech and Drama í London. Í síðustu viku var frumsýnt brúðuleikhúsverkið Nýjustu fréttir, sem hún leikstýrði og samdi í samstarfi við leikhóp- inn VaVaVoom sem vakið hefur mikla hrifningu gagnrýnenda. Við náðum í skottið á henni rétt eftir frumsýningu og rétt áður en hún flaug aftur heim til London. Sara hefur búið í London síðan 2009, er gift Bretanum Tobias Munthe og á ársgamlan son. Sagan segir að þau hjón lifi miklu glamúr lífi, eigi íbúðir úti um allt, kastala í Frakklandi og umgang- ist kvikmyndastjörnur. Sara veltist um af hlátri við þær fréttir. „Það er æðislegt þegar svona sögur fara af stað. En, já, maðurinn minn á efnaða fjölskyldu, en það er langt frá því að við lifum í einhverjum glamúr. Við eigum íbúð í London og vorum að kaupa íbúð í Reykja- vík, eftir að ég seldi þá sem ég átti hér. Varla hægt að kalla það ævin- týralegt líferni. Og, nei, við eigum ekki kastala. Hvað ættum við að gera með hann?“ Þriggja daga brúðkaupsveisla Þú fórst til London í leikstjórnar- nám eftir að þú útskrifaðist sem leikkona úr LHÍ. Kynntistu mann- inum þínum þar? „Nei, við kynnt- umst í New York, það er voða sæt saga. Fyrir sjö árum fór ég til New York með bekkjarsystur minni, Önnu Svövu Knútsdóttur, í nokkra daga. Við vorum báðar nýhættar með kærustunum okkar, vorum í ástarsorg og ákváðum að skella okkur til New York, versla og borða góðan mat og hafa það næs. Ferðin var bara æðisleg og síðasta kvöldið okkar þar var okkur boðið í partý hjá vini hennar, Haf- steini Gunnari Sig- urðssyni, sem var að læra kvikmyndagerð í NY. Ég hafði aldrei hitt hann áður en kynnt- ist honum þetta kvöld og líka bekkjarbróð- ur hans, Tobiasi. Við Tobias töluðum saman í sjö klukkutíma, en svo þurfti ég að drífa mig í flugið heim og átti ekk- ert von á því að hitta hann aftur. Einu og hálfu ári síðar fæ ég svo símhringingu: „Já, hæ, þetta er Tobias, við hittumst í New York. Manstu eftir mér?“ Ég mundi vel eftir honum, hann bauð mér í kaffi, ég sagði já og við erum búin að vera að drekka það kaffi síðan.“ Brúðkaupið ykkar er líka umrætt; þriggja daga veisla með þús- und gestum í kastala í Suður-Frakklandi með kvik- myndastjörnum og fyrirfólki af öllum þjóðernum. „Jesús minn, hvaða heimildarmenn hefur þú eiginlega? Nei, það var ekki í kast- ala en þetta var sjúklega skemmti- leg þriggja daga veisla í sumarhúsi tengdaforeldra minna, sem er sko enginn kastali en það er mögulegt að það sjáist kastali út um glugga. Gestirnir voru 180, ekki þúsund, en það var nú aðallega af því við eigum bæði svo risastórar fjöl- skyldur, við skárum niður eins og við gátum. Hann er franskur í aðra ættina, breskur í hina og ég er íslensk í aðra ættina og spænsk í hina þannig að auðvitað var fólk af ýmsum þjóðernum þarna og einu kvikmyndastjörnurnar sem voru þarna voru Helena Bonham Carter og maðurinn hennar, Tim Burton, en það var bara af því að Helena og Tobias eru þremenning- ar og þau eru mjög samheldin fjöl- skylda. Það er nú ekkert flóknara en það. Það má miklu frekar segja að Íslendingarnir hafi verið stjörn- urnar í þessu brúðkaupi, þeir tóku þetta alveg að sér, sáu um skemmtiatriðin og brilleruðu auðvitað.“ Ein kjaftasaga í við- bót, svo er ég hætt, það er sagt að Tobias sé af Rockefeller-ætt- inni. „Nei, nei, nei. En hann er af Rothschild- ættinni í móðurættina, það er gömul og fræg ætt sem er dreifð út um alla Evrópu og hefur eflaust átt nokkra kastala einhvern tíma, en hvorki hann né for- eldrar hans berast mikið á.“ Skíthrædd við að koma fram Hvernig gengur þér að koma undir þig fót- unum í leiklistarlífinu í London? „Ég er búin að vera í fæðingar- orlofi í heilt ár, auk þess að undirbúa Nýj- ustu fréttir, en ég er svona að byrja að leita fyrir mér. Þegar ég kem heim til London núna byrja ég á því að leita að heimili fyrir Nýjustu fréttir og svo þegar ég er búin að því byrja ég að undirbúa næsta leikrit sem ég ætla að leikstýra þar, finna fjármagn og styrki og annað. Ég er búin að velja verkið en þetta er allt enn þá í vinnslu og ég get eiginlega ekki sagt meira frá því núna.“ Ertu alveg hætt að leika? „Ég er ekkert hætt því, en hef ekki sóst eftir því í London. Ég sakna þess alveg stundum en leikstjórnin kallar meira á mig akkúrat núna. Auðvitað mundi ég stökkva til ef mér byðist eitthvað spennandi hlutverk en sú staða hefur ekki komið upp þannig að ég hef ekk- ert þurft að velja. Mér finnst líka alveg óskaplega gaman að leik- stýra, finnst ég einhvern veginn kominn heim þar.“ Hvað með sönginn, er hann horfinn úr lífi þínu? „Ég á í dálitlu ástar-/haturssambandi við söng- inn. Ég elska að syngja, meira en nokkuð annað í raun og veru, finnst gaman að vinna við tónlist og með tónlistarmönnum en hef engan áhuga á að gera það að atvinnu. Svo er ég enn þá bara skíthrædd við að koma fram. Ég veit að það hljómar furðulega en ég hef alltaf verið það. Það er allt annað að fara í búning og leika einhvern annan en sjálfa þig. Þegar þú syngur þá ertu bara þú sjálf. Mér hefur alltaf fundist það óskaplega erfitt og það er ekkert að skána með árunum. Mér finnst samt ekkert skemmti- legra en að fara í stúdíó og syngja eða hóa í góða vini og taka sessjón en það er komið svo ótrúlega mikið af hæfileikaríku tónlistarfólki að ef maður ætlar að eiga einhvern séns verður maður að hella sér út í þetta og ég er ekki tilbúin til þess. Ég læt sturtuna duga í bili.“ Þorpsstemning í Notting Hill Hvernig kanntu við þig í London? „London er æðisleg. Við búum í vesturhluta London í Ladbroke Grove, sem er eiginlega alveg við Notting Hill, og það er alveg yndis- legt hverfi. Þótt það sé inni í miðri stórborg er svona þorpsstemning, maður þekkir apótekarann og fisk- salann og heilsar fólki á götu, bara eins og hérna í miðbænum. Fyrst eftir að ég flutti var ég reyndar alveg úrvinda alla daga. Það tekur svo mikinn tíma að fara á milli staða og allt er miklu meira mál en hér, þar sem maður gengur allt sem maður þarf að fara og allir vinir manns búa rétt hjá manni. Eitt er það þó sem ég sakna ekkert sérstaklega frá Íslandi og það er veðrið. Og myrkrið. Það á mun betur við mig að vera í aðeins hlýrra loftslagi og aðeins meiri birtu á veturna. Þegar ég var að leikstýra hjá Stúdentaleikhúsinu 2011 kom ég heim í janúar og var fram í apríl og ég get svarið það ég held ég hafi talið sautján stormvið- varanir á því tímabili. Þá hugsaði maður hvað fólk væri klikkað að búa hérna; myrkur allan sólar- hringinn og stormviðvörun eftir stormviðvörun, fólk hlýtur að vera galið! En svo kemur sumarið og þá gleymir maður hvað allt var ömur- legt. En það eru kostir og gallar við allt og ég veit að ég mun alltaf verða hér með annan fótinn.“ Enska, íslenska og spænska Þú ert ekki óvön því að þurfa að skipta þér á milli menningar- heima, mamma þín er spænsk. Varstu ekki mikið á Spáni sem krakki? „Jú, við fórum mikið þangað og mér finnst ég ótrúlega heppin að hafa búið að því að eiga aðra menningu og annað tungu- mál. Maður lærir líka að það er ekki allt eins alls staðar og lífið er ekkert svart-hvítt.“ Töluðuð þið spænsku við mömmu ykkar? „Já, ég hef alltaf talað tvö tungumál jöfnum höndum og núna eru þau orðin þrjú: Ég er gift á ensku, vinn núna á íslensku og ræði trúnaðar- mál við mömmu mína á spænsku.“ Var það kannski þess vegna sem þú ákvaðst að verða leikkona, þú varst svo vön að skipta um hlut- verk? „Já, ætli það ekki bara. Ann- ars veit ég eiginlega alveg hvenær ég ákvað að verða leikkona. Sá það í gær. Ég fór til foreldra minna og horfði á vídeó af okkur systkin- unum þegar við vorum börn og þá rann það upp fyrir mér að daginn sem bróðir minn fæddist breyttist ég. Hef örugglega hugsað: Athygl- in er komin eitthvert annað, ég verð að ná henni aftur með ein- hverjum ráðum! Ég hálfvorkenndi þessu fjögurra ára barni þarna í vídeóinu sem var svo desperat að ná athygli foreldranna. Þannig að það má segja að bróðir minn sé örlagavaldurinn í lífi mínu.“ Einu kvik- myndastjörn- urnar sem voru þarna voru Helena Bonham Carter og maðurinn hennar, Tim Burton. Hvað ætti ég að gera með kastala? Sara Marti Guðmundsdóttir lifir engan veginn dæmigerðu lífi. Hún er söngkona, leikkona og leikstjóri, býr í London með annan fótinn á Íslandi og sögur ganga um glamúrlíf að hætti kvikmyndastjarna. Sara sagði Friðriku Benónýsdóttur sannleikann að baki sögunum, rómantíska ástarsögu og hvernig það er að búa í því fræga hverfi Notting Hill í London. FJÖLÞJÓLEGT LÍF Sara segist vera gift á ensku, vinna á íslensku og ræða trúnaðarmál við mömmu sína á spænsku. „Mér finnst ég ótrúlega heppin að hafa búið að því að eiga aðra menningu og annað tungumál.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nýjustu fréttir er nýtt íslenskt brúðuleikhúsverk fyrir fullorðna, sem fjallar um áhrif frétta á einkalíf okkar. VaVaVoom nálgast efniviðinn með spunavinnu og tekur hópurinn á efninu á gaman- saman og myndrænan hátt. Gagnrýnendur hafa lofað verkið í hástert og sýningin fékk fullt hús stjarna í Fréttablaðinu. Brúðuleikhús fyrir fullorðna, hvernig virkar það? „Já, góð spurn- ing. Ég held ekki að það sé neitt mikið öðruvísi en barnasýningarnar. Þetta er lítið ævintýri en hún tekur á efnum sem eru ekki endilega fyrir börn, í því felst munurinn. Við getum sagt að þetta sé sýning fyrir fullorðna sem leyfa sér að verða börn og ganga á vald sjónar- spilsins. Við unnum alltaf út frá þeirri grunnhugmynd að gera sýn- ingu sem fjallar um samband okkar við fréttir. Það gefur náttúru- lega óendanlega möguleika í efnisvali, þannig að mesta vinnan var fólgin í því að þrengja konseptið þannig að allir, bæði Íslendingar og Evrópubúar, gætu skilið það því meiningin er að fara með sýninguna á ferðalag um Evrópu eftir að sýningartíma hér lýkur og koma fram á brúðuleikhúsfestivölum hér og þar. Helmingurinn af hópnum er erlendur og hinn helmingurinn íslenskur og það sem við völdum varð að vera eitthvað sem við áttum öll sameiginlegt. Síðan tekur fólk bara það með sér sem höfðar mest til þess, eins og alltaf. Rétt er að benda á að sýningarfjöldi er takmarkaður og ekki eftir neinu að bíða að drífa sig í leikhús.“ Höfundar: Sigríður Sunna Reynisdóttir, Sara Marti Guðmundsdóttir og hópurinn. Leikstjóri: Sara Marti Guðmundsdóttir. Dramatúrg og aðstoðar- leikstjóri: Raul Fuertes-Fuertes. Tónlist: Sóley Stefánsdóttir. Ljósahönnun: Ingi Bekk Einarsson. Myndbandshönnun: Pierre-Alain Giraud. Búningar og sviðsmynd: Eva Signý Berger. Leikmunir: Högni Sigurþórsson. Flytjendur: Sigríður Sunna Reynisdóttir og Irena Stratieva. Sýnt í Kúlunni í þjóðleikhúsinu. ■ NÝJUSTU FRÉTTIR VEKJA HRIFNINGU
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.