Fréttablaðið - 27.10.2012, Page 24

Fréttablaðið - 27.10.2012, Page 24
27. október 2012 LAUGARDAGUR24 Í Kína hefur vefsíðu banda- ríska dagblaðsins New York Times verið lokað vegna fréttar sem þar birtist í gær um að Wen Jiabao, forsætis- ráðherra Kína, hefði undan- farin ár sankað miklum auðæfum að sér og fjölskyldu sinni. Ættingjar hans, þar á meðal eigin- kona hans, sonur, dóttir, tengda- sonur, mágur og níræð móðir, eru nú skráð fyrir eignum sem nema að minnsta kosti 2,7 milljörðum dala, en sú fjárhæð samsvarar næstum því 350.000 milljörðum króna. Wen forsætisráðherra og Hu Jintao forseti hafa stjórnað Kína í tæpan áratug. Þeir eru af fjórðu kynslóð ráðamanna Kínverska alþýðu- lýðveldisins, báðir um sjötugt og hyggj- ast rýma til fyrir ei- lítið yngri mönnum á 18. flokksþingi kín- verska Kommúnista- flokksins, sem hefst þann 8. nóvember. Fyrir fram þykir nokkuð öruggt að það verði Xi Jinping sem tekur við forsetaemb- ættinu og Li Keqiang setjist í forsætisráð- herrastólinn. Þeir eru reyndar ekki nein unglömb heldur, rétt rúmum áratug yngri en þeir Hu og Wen. Þeir hafa báðir lengi verið í röðum æðstu valdamanna Kína, í næstu virðingarröð fyrir neðan Hu og Wen, og því vart við neinni kúvendingu að búast í landinu. Krónprinsar og framagosar Utan frá séð virðist enda lítið vera um flokkadrætti innan valda- stéttarinnar í Kína. Kínverskir leiðtogar láta ekki mikið uppi um störf sín. Fjölmiðlar fá sjaldnast að skyggnast á bak við leyndarhjúpinn og almenningur veit lítið um þær hræringar sem þar eiga sér stað. Stjórnmálaskýrendur hafa þó flokkað kínverska ráðamenn í tvo hópa. Annars vegar eru krón- prinsarnir, afkomendur upphaflegu byltingarleiðtoganna eða háttsettra forkólfa úr flokknum. Hins vegar eru svo framagosarnir, þeir sem hafa brotið sér leið til frama innan flokksins, fyrst innan ungliða- hreyfingarinnar og síðan annarra stofnana flokksins. Xi kemur úr röðum krón- prinsanna, en Li er einn af frama- gosunum. Báðar þessar fylkingar fá því sinn fulltrúa í æðstu stöðum, og líklega verður einnig gætt jafn- vægis þegar valdir verða full- trúar í níu manna fastanefnd fram- kvæmdastjórnar flokksins. Misskipting auðs Einhver áherslumunur er greinan- legur á þessum tveimur hópum. Krónprinsarnir eru sagðir íhalds- samari og leggja áherslu á að varð- veita arfleifð feðra sinna, en frama- gosarnir eru sagðir framsæknari, vilja ráðast í frekari umbætur og bæta lífskjör almennings. Nokkur ágreiningur virðist einn- ig hafa verið meðal ráðamanna um það aukna frelsi í viðskiptum, sem síðustu áratugina hefur gjörbreytt bæði kínversku þjóðfélagi og stöðu Kína á alþjóðavettvangi. Hagvöxtur hefur haldist mjög hár síðustu árin, myndast hefur kín- versk auðstétt sem getur leyft sér nánast hvað sem er og jafnframt hafa umsvif Kínverja víða um heim orðið harla áberandi. Nokkuð áhrifamikill hópur svo- nefndra nývinstrisinna innan Kommúnistaflokksins hefur gagn- rýnt harðlega þessa þróun, sem þeir segja hafa aukið misskiptingu auðs í samfélaginu og jafnframt aukið spillingu tengda hinum nýríku auð- kýfingum, sem lifa í vellystingum á meðan stór hluti landsmanna býr enn við sára fátækt. Þá hefur margt bent til þess undan farið að þenslan í efnahags- lífi Kína sé brátt komin að enda- mörkum, með yfirvofandi bakslagi sem erfitt verður fyrir nýju vald- hafana að takast á við. Hneykslismálin Ekkert lát virðist auk þess á þeim hneykslismálum sem skotið hafa upp kollinum hvert á fætur öðru undanfarin misseri. Þessi mál hafa dregið fram í dagsljósið bæði þá spillingu, sem virðist þrífast í skjóli leyndarinnar, og þann ágreining og átök sem virðast vera innan flokks- ins þótt kyrrð ríki á yfir borðinu. Nú síðast var Bo Xilai rekinn úr flokknum, en hann hafði áður verið sviptur öllum titlum og embættum eftir að eiginkona hans hafði verið dæmd til ævilangs fangelsis fyrir að hafa myrt breskan kaupsýslu- mann. Bo var einn af krónprinsunum, en hafði samt tamið sér að nokkru þá vin- sældapólitík sem framagosarnir eru þekktir fyrir. Hann átti sæti í fram- kvæmdastjórn flokksins og þótti til skamms tíma eiga góða möguleika á að hreppa sæti í fastanefnd fram- kvæmdastjórnarinnar á flokks- þinginu nú í haust. Málið vakti mikla athygli, ekki síst meðal almennings í Kína sem óspart lét í ljós undrun sína og jafn- vel reiði, enda hafði Bo verið vin- sæll stjórnmálamaður. Mótmælin Fyrir utan hneykslismálin hafa mótmæli almennings gegn stjórn- völdum verið óvenju tíð síðustu misserin. Kínversk stjórnvöld segja sjálf að fjöldamótmæli í land- inu skipti nú orðið tugum þúsunda á hverju ári. Í flestum tilvikum er það almenn- ingur í sveitum eða smærri bæjum, sem kemur saman til að mótmæla ofríki sveitarstjórna, sem gagnrýnd eru fyrir að hirða land af fólki og afhenda verktökum undir bygginga- framkvæmdir. Græðgi sveitarstjórnarmanna er kennt um og þeir sagðir drífa fram- kvæmdir áfram af algjöru tillits- leysi við íbúana, allt í þeim tilgangi að geta sýnt æðri stjórnvöldum fram á hagnað í bókhaldinu, en næla sér svo sjálfir prívat og persónulega í dágóðan hagnað í leiðinni. Stundum skila mótmælin árangri. Fyrir um það bil ári tókst íbúum í Wukan, 20 þúsund manna þorpi, að ná því fram að sveitarstjórn hætti við áform um að afhenda verk- tökum landsvæði sem notað hafði verið undir landbúnað. Leiðtogi mót- mælendanna var gerður að flokks- leiðtoga þorpsins og í kosningum stuttu síðar komust fulltrúar mót- mælendanna í sveitarstjórnina. Glíman fram undan Vestrænir fréttaskýrendur segja margir hverjir þessa ólgu til marks um óánægju almennings, sem nýrri stjórn í Peking gæti reynst erfitt að ráða við. Aðrir fréttaskýrendur hafa þó bent á að stjórnin í Peking sjái sér oft hag í að grípa inn í þar sem almenningur efnir til staðbundinna mótmæla gegn spilltum sveitar- stjórnum. Svo fremi sem mótmæl- endur víða um land fari ekki að taka saman höndum og beina reiði sinni gegn stjórninni í Peking. Þeir Xi og Li fá að minnsta kosti nóg af erfiðleikum að glíma við, bæði í efnahagsmálum og í sam- skiptum við almenning í landinu, þótt sjálfsagt fái þeir um leið nóg tækifæri til að auðgast persónulega eins og Wen hefur gert. FIMMTA KYNSLÓÐIN TEKUR VIÐ Á flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins í næsta mánuði stendur til að skipta um drjúgan part af forystuliði flokksins. Þeir Hu Jintao forseti og Wen Jiabao forsætisráðherra láta af völdum ásamt sjö af níu mönnum í fastanefnd framkvæmdastjórnar (politbüro) flokksins, en við tekur ný kynslóð kínverskra forystumanna. Meðlimur í framkvæmdastjórn kínverska kommúnistaflokksins Framagosi Krónprins Harðlínumaður XI JINPING 59 ÁRA Sonur kommúníska skæruliða- leiðtogans Xi Zhongxun. Tekur væntanlega við af Hu Jintao sem flokksformaður og leiðtogi ríkisins. Aðhyllist markaðslausnir í efnahags- málum en er íhaldssamur á pólitískar umbætur. LI KEQIANG 57 ÁRA Skjólstæðingur Hu Jintao og tekur væntan- lega við af Wen Jiabao forsætisráðherra. Er með háskólapróf í lögfræði og hagfræði. Á stefnuskrá hans er að fjölga störfum, gera íbúðaverð viðráðanlegt, efla heilsugæslu og hvetja til nýsköpunar í grænni orkutækni. ZHANG DEJIANG 66 ÁRA Aðstoðarforsætisráðherra, með iðnað, flutninga og orkumál á sinni könnu. Þykir nokkuð öruggur um að fá sæti í fastanefnd framkvæmdastjórnar Kommúnistaflokksins. Gallharður stuðningsmaður ríkiseinokunar, tregur til að leyfa umbætur og tortryggir áhrif bæði erlendra fyrirtækja og einkafyrirtækja á efnahagslífið í Kína. LIU YUNSHAN 65 ÁRA Yfirmaður áróðursdeildar Kommúnista- flokksins. Líklegur til að fá sæti í fastanefnd framkvæmdastjórnar flokksins. Andvígur pólitískum og efnahagslegum umbótum. Einnig andvígur lýðræðis- hreyfingunni. Styður stranga ritskoðun fjölmiðla og internets. LI YUANCHAO 62 ÁRA Stjórnar öllum ráðningum í æðstu störf ríkis- stjórnar og ríkisfyrirtækja. Telst vera einna nútímalegastur og frjálslyndastur hinna nýju ráðamanna. WANG QISHAN 64 ÁRA Tekur nú þegar æðstu ákvarðanir í efnahagsmálum. Þykir líklegur til að styðja erlenda fjárfestingu, aukið frjálsræði í fjármálakerfinu og skatta- umbætur. YU ZHENGSHENG 67 ÁRA Leiðtogi flokksins í Shanghai. Líklegur til að fá sæti í fastanefndinni. Styður einkageirann, borgarþróun og félagslegar umbætur. LIU YANDONG 66 ÁRA Gæti orðið fyrsta konan sem fær sæti í fastanefndinni. Á sæti í ríkisráði Kína og framkvæmdastjórn Kommúnistaflokksins. Þykir frjálslynd og líkleg til að styðja frekari stjórnmálaþátttöku almennings. WANG YANG 58 ÁRA Leiðtogi Kommúnistaflokksins í Guangdong. Áður talinn umbótasinni en skuggi féll á þann hróður nýverið þegar gripið var til aðgerða gegn frjáls- lyndum fjölmiðlum í héraðinu. HU CHUNHUA 49 ÁRA Skjólstæðingur Hu Jintao. Hefur barist fyrir stuðningi til fátækra og meiri fjár- hagsaðstoð handa verst stöddu héruðum landsins. MENG IUANZHU 65 ÁRA Ráðherra öryggismála. Þykir líklegur til að fá sæti í fastanefndinni. Styður hlutverk Shanghai sem alþjóðlegrar fjár- málamiðstöðvar. ZHANG GAOLI 66 ÁRA Tilheyrir hvorki flokki krónprinsa né framagosa, en er í framboði til fastanefndarinnar. Hefur ekki látið mikið fyrir sér fara – en talinn vera hliðhollur markaðslausnum og styður útþenslu einkageirans. Kynslóðaskipti í næsta mánuði Á flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins í næsta mánuði er reiknað með að Hu Jintao forseti og Wen Jiabao forsætis- ráðherra eftirláti embætti sín eilítið yngri mönnum. Vart er að búast við neinni kúvendingu en að minnsta kosti hefur Wen notað tímann vel undanfarinn áratug og sankað auði að sér og fjölskyldu sinni. Guðsteinn Bjarnason skyggnist á bak við tjöldin. ÞEIR ERU AÐ KVEÐJA Hu Jintao forseti og Wen Jiabao forsætisráðherra eftirláta eilítið yngri mönnum embættin í næsta mánuði. NORDICPHOTOS/AFP HEIMILD: GRAPHIC NEWS Fyrsta kynslóð 1949-1976 Byltingarleiðtoginn Mao Zedong ásamt Zhou Enlai og fleirum. Önnur kynslóð 1976-1992 Deng Xiaoping ásamt Hua Guofeng, Hu Yaobang, Zhao Ziyang og Jiang Zemin. Þriðja kynslóð 1992-2003 Jiang Zemin ásamt Li Peng, Zhu Rongji og fleirum. Fjórða kynslóð 2003-2012 Hu Jintao ásamt Wen Jiabao o.fl. FJÓRAR KYNSLÓÐIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.