Fréttablaðið - 27.10.2012, Síða 28

Fréttablaðið - 27.10.2012, Síða 28
27. október 2012 LAUGARDAGUR28 G uðmundur Kristinn Jónsson, eða Kiddi í Hjálmum, hefur í nógu að snúast fyrir þessi jól eins og svo oft áður. Auk þess að vera gítarleikari í Hjálmum, Bagga­ lúti, Memfismafíunni og Senuþjóf­ unum starfar hann sem upptöku­ stjóri í Hljóðrita í Hafnarfirði. Sem slíkur er hann með þeim afkasta­ meiri á landinu og þessa dagana er hann að stjórna upptökum á fimm plötum, sem flestar koma út fyrir jólin. Einnig var hann upptökustjóri á fyrstu plötu Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, sem hefur selst í yfir fimm þúsund eintökum á aðeins einum og hálfum mánuði. Kiddi hefur jafnframt séð um kynningar­ mál fyrir Ásgeir og reyndar Hjálma líka ásamt konu sinni Maríu Rut Reynisdóttur. Hann er einnig með puttana í fjölda tónleika sem verða haldn­ ir á næstunni, þar á meðal jóla­ tónleikum Baggalúts, tónleikum Ásgeirs Trausta og Moses Hightower í Háskólabíói og tónleikum Hjálma og Jimi Tenor og Ásgeirs Trausta á Airwaves. Að auki er Kiddi að ljúka upptökum á þriðju þáttaröðinni af Hljómskálanum og tónlistinni sem fylgir með þessum vinsæla sjón­ varpsþætti. Aðspurður segist Kiddi einfaldlega búa sér til tíma þegar hann hefur sem mest að gera svo allt gangi upp. „Maður þarf svolítið að forgangsraða og taka það sem er nauðsynlegt akk­ úrat núna. Annað sem getur beðið verður aðeins að fá að bíða. Svo er eitt sem maður þarf að læra, það er að svara ekki alltaf símanum.“ Hann hefur ekki áhyggjur af því að þessar miklu annir bitni á gæðunum. „Það myndi örugglega bitna á gæð­ unum ef ég væri að vinna alltaf fyrir einhverja aðra. Þetta eru allt svolítið mín verkefni og þá held ég að gæða­ stjórnunin sé frekar góð hjá mér.“ Hann hefur gaman af því að koma öðrum á framfæri eins og Ásgeiri Trausta. „Það er gaman að fá lista­ menn eins og Ásgeir og taka þátt í að byggja þetta allt saman upp. Það er mjög skemmtilegt, sérstaklega þegar vel gengur. Fyrir mig er gaman að upplifa þetta frá öðru sjónarhorni. Hjálmar voru einu sinni á þessum stað. Það kemur alltaf nýr Ásgeir, Valdimar, Lay Low eða Mugison.“ Sigurður Guðmundsson og Memfismafían - Sigurður Guðmundsson og mafían í Havana (kemur út fyrir jól) Hún er hljóðrituð í Havana í sögufrægu stúdíói sem heitir Egrem, þar sem Buena Vista Social Club tók upp sína frægu plötu. Það er alltaf gaman að blanda saman svona tveimur ólíkum menningar­ heimum.“ Hjálmar og Jimi Tenor (kemur út í febrúar) Við ákváðum fyrir síðustu plötu Hjálma, Órar, að fara svolítið aðra leið en vanalega og gera músíkina ekki eins hlustendavæna. Í kjölfarið ákváð­ um við að einbeita okkur meira að því að spila erlendis og fara meira út í elektróník. Hjálma og Jimi Tenor­plat­ an er rökrétt framhald af því. Það var gaman að vinna með manni sem hugs­ ar alltaf langt út fyrir boxið. Hann þorir að taka skrítnar ákvarðanir.“ Ásgeir Trausti - Dýrð í dauðaþögn (komin út) Ásgeir, litli bróðir Steina í Hjálmum, kom með demó til mín. Yfirleitt hlusta ég ekki á demó en ég gaf þessu séns því hann er bróðir hans Steina og ég var mjög hrifinn eins og greinilega fleiri. Í fyrstu upptökunum hóaði ég í fullt af fólki. Svo kom í ljós að hann var fullfær um að spila á flest sjálfur þannig að þetta endaði með því að við vorum meira og minna bara tveir í stúdíóinu.“ Magnús og Jóhann - Í tíma (komin út) Það var gaman að vinna með þessum goðsögn­um frá mínum heimabæ, Keflavík. Það var líka sérstaklega gaman að gera fyrstu plötuna þeirra sem er á íslensku. Þetta var tekið upp „live“ í stúdíóinu og ég hlakka til að sjá hvernig fólk tekur þessu því þarna er mikið af frábærum lögum.“ Megas - Megas raular lögin sín (kemur út fyrir jól) Þetta er fjögurra til fimm diska safn og þarna eru um sex ný lög. Við í Senuþjófunum höfum verið að vinna með Megasi og yfirleitt eigum við eina plötu afgangs. Þegar við tókum upp (Hugboð um) Vandræði gerðum við tvær plötur. Eftir hana gaf Megas út strengja­ plötu og aðra GRM­plötu og ég geymdi afgangs­ plötuna á lager. Eitt af lögunum sem við tókum upp var notað í Hljómskálanum og svo gaf hann tvö út með GRM. Þau fá að fljóta með á „best­of“­plötunni í okkar útgáfum.“ Stórsveit Samúels Samúelssonar (kemur út fyrir jól) Þetta er þriðja platan hans Samma. Þegar Tony Allen kom að spila með Samma leyfði ég honum að æfa uppi í stúdíói. Það var svo gott sánd að hann ákvað að taka upp næstu plötu í Hljóð­ rita.“ Hljómskálinn (komin út) Þetta er samansafn af lögum sem við höfum unnið í fyrstu tveimur seríunum hér og þar og úti um allan bæ. Mörg lög hafa náð mikilli hylli hjá fólkinu í landinu á meðan lögin sem náðu því ekki náðu hylli gagnrýnenda. Þannig að líklega hafa öll lögin náð einhverri hylli.“ n SJÖ ÚR HERBÚÐUM KIDDA Undir Ægishjálmi Kidda Guðmundur Kristinn Jónsson, eða Kiddi í Hjálmum, er einn af afkastamestu upptöku- stjórum landsins. Fimm nýjar plötur með hann við stjórnvölinn koma út á næstunni auk þess sem hann stjórnaði upptökum á plötu Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn. Freyr Bjarnason spurði hann nánar út í verkefnin. Sagan á bak við sloppinn „Ég keypti hann þegar ég gerði Oft spurði ég mömmu [með Sigurði Guðmundssyni og Memfismafí­ unni]. Þetta átti að vera Abbey Road­upptökusloppur. Það er vald í þessum sloppi. Þegar þú ferð á spítala og hittir lækna í þessum sloppum þá treystirðu þessum mönnum. Þú veist ekkert hverjir þetta eru en leyfir þeim samt að skera þig.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.